Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 11
35 helgarpásturinrL Föstudagur 28. mars 1980 #Sænskir menn og norskar konur lifa manna lengst i i5nvæddu löndunum, en eftir tiu ár verða það japanskir menn og breskar konur, sem munu hafa tækifæri til að lifa lengst. Þetta kemur fram I nýlegri skýrslu frá OECD. Karl- kyns Svii, fæddur árið 1975, hefur möguleika á að lifa í 72,8 ár, en norska konan hins vegar i 78,2 ári. Arið 1990 mun japanski maðurinn geta lifaö i 73,3 ár, en sá sænski í 72,2ár eins og áður. Breska konan getur lifað i 79,5 ár. ÍíéIiIIéÉb ®Astkona Hitlers, Eva Braun, átti ættir sinar að rekja til gyðinga. Nánir samstarfsmenn Hitlers, létu fara fram rannsókn á forfeðrum stúlkunnar og var niðurstaöan sú að hún var gyöing ur að einum þritugasta og öðrum hluta. Þessar upplýsingar koma fram i dagbók, sem hinn kunni böðull Adolf Eichmann skrifaði. Eichmann skrifaði bókina i fang- elsi í ísrael árið 1962 og bað um að hún yrði gerð opinber, en þáverandi forsætisráðherra israels, Ben Gurion, bannaði það, þar sem hann áleit Eichmann reyna að búa til jákvæða mynd af sjálfum sér. Bókin hefur nú komið út í Israel og lýsir Eichmann sjálfum sér sem manni með skáldsál — Ég varð að drekka einhver ósköp af áfengi til þess að þola þessar hörmungar og þjóðarmorð, sem ég var þátttakandi i, skrifar hann. Hann trúði ekki á kenn- ingar Adolfs frænda um hreina kynstofninn. Hann gekk meira að segja svo langt að kyssa fallegan gyðing á munninn. Hann segir einnig frá þvi, að flóttámannasamtök hafi árið 1939 auglýst eftir kjörforeldrum i Sandarikjunum og Kanada, en enginn árangur hefði orðið. Engar umsóknir bárust. Þess i stað var reynd önnur leið. 1 aug- lýsingunum stóð nú: heimilis- laust barn óskar eftir kjörforeldr- um, og þá komu hundruðir umsókna, skrifar Eichmann. ® Hávaði getur verið skaðlegur fyrir fleira en heyrnina. Margt bendir til þess að stöðug aukning á hávaða geti orsakað tilfelliaf of háum blóðþrýsting, þessum algenga menningarsjúkdómi á Vesturlöndum 1 Hollandi var gerðrannsókn á íbúum i' nágrenni viö Schiphol-fiugvöll, og komust menn að þvi, að þar voru fleiri með of háan blóöþrýsting en i öðr- um ibúðarhverfum, f jarri hávaða flugvallarins. Ekki var talið hægt að skýra mismuninn út frá mis- muni samsetningu ibúanna, aldri þeirra, reykingavenjum og skipt- ingu milli k>Tija, en slikt skiptir máli i sambandi við þennan sjúk- dóm. Hávaði truflar svefn manna, eykur stress, og getur einnig haft áhrif á ófædd börn, segir i lækna- timariti. Portsmouth Portsmouth k r. 31.950 Hanska- Stjörnuskóbúöin Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Simi 23795 — Póstsendum Góðogódýr Dalapylsa kr.2.050.-pr.kg. Innihald 400-500 g Dalapylsa 1 stór laukur 3 epli 2-3 tómatar (1 tsk Ehlers oregano) 1 - lj dl rifinn ostur Túlaga að rmtreiðshi. Dalapylsa meö eplum. Dalapylsan fæst ínœstu kjötbúð Stillið ofninn á 225°C. Dragið görnina af pylsunni og skerið pylsuna síðan í sneiðar. Afhýðið lauk og epli. Skerið laukinn í sneiðar, en eplin í þunna báta. Leggið epli óg lauk í smurt ofnfast mót. Raðið pylsusneiðunum ofan á. Sneiðið tómatana og leggið á pylsusneiðarnar. Kryddið með Ehlers oregano ef vill. Stráið rifnum osti yfir. Bakið 1 ofni í u.þ.b. 20 mín.,eða þar til eplin eru orðin mjúk. Berið soðnar kartöflur og hrásalat með. ^ Kjötíðnadarstöð Sambandsins Ktrkjusanii sími:86366

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.