Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 18
42 Föstudagur 28. mars 1980 —helgarpásturinrL- „Kannski hafa þær uppgötvaO gömlu plöturnar. Ég held aö hljómsveitin falli saman viö nýbylgjuna vegna þess aö þrátt fyrir aö viö séum virtir og viöurkenndir — þá erum viö alltaf á dtleiö. Ég meina, viö höfum aldrei náö þvi aö vera sdperstjörnur einsog Rolling Stones...” Segir Raymond Douglas Davies, forsprakki bresku rokk- hljómsveitarinnar Kinks, i viötali viö mdsíkblaðiö Dark Star,' þegar hann er spurður álits á þvi aö margar nýbylgju- hljómsveitir eru nd mikið farnar aö slá sér upp á gömlum lögum hans, um leiö og vegur Kinks hefur fariö ört vaxandi i heimalandinu eftir mörg ár i skugganum. En hann er, ásamt meö Pete Townsend i Who og Nick Lowe, af mörgum talinn „guðfaðir” bresku nýbylgj- unnar. Sem má til sanns vegar færa — þó það feli kannski i sér allmikla einföldun á veruleik- anum — þvi textar, lagasmiðar, útsetningar og söngstill hans eru greinilegir áhrifavaldar i tónlistarflutningi flestra fremstu nýbylgju- og pönk- hljómsveita Breta i dag, tam. Clash og Jam. Hér á eftir fer stutt Uttekt Helgarpóstsins á ferli Ray Davies og Kinks, en þeir eru með elstu starfandi rokkhljóm- sveitum, ein af fáum sem enn eru við lýði af þeim sem tóku þátt i þeirri byltingu dægurtón- listar sem varð i upphafi sjö- unda áratugsins, og mótað hefur svo að segja allt sem framiðhefurverið á þessu sviöi fram til dagsins i dag. You Really Got Me Kinks urðu til i kringum ára- mótin 1962-’63, þegar Ray Davies kom heim i jólafri frá Listaháskólanum þarsem hann stundaöi nám i myndlist og leik- húsfræðum. Bróðir hans, Dave, var þá með hljómsveit i gangi, en i henni var einnig bassaleik- arinn Peter Quaife. Ray ákvað aðhætta náminu og hella sér úti tónlistina. Gekk i hljómsveit bróður sins, sem kom fram undir ýmsum nöfnum til að byrja með — Ramrods, Ravens ofl. — þartil þeir komust á plötusamning hjá Pye Records snemma árs ’64 og Kinksnafnið varð til. Fyrstu tvær tveggjalaga plötur Kinks gengu m jög illa, en hin þriðja, sem hafði aö geyma lagið You Really Got Me, fór i fyrsta sæti breska vinsældar- listans og náöi einnig hátt i Bandarikjunum. Það var á þessari plötu, sem hinir sér- stæðu tónlistarhæfileikar Ray Davies og still komu fyrst i ljós og þótti ein vandaðasta hljóö- ritun sem gerö haföi verið með rokkhljómsveit fram að þvi. 1 kjölfar hennar fylgdu mörg „hitlög” ss All Day And All Of TheNight, Tired Of Waiting For You, Set Me Free ofl. Kinks voru á þessum tima skæðustu keppinautar Bitlanna — og eru eina hljómsveitin sem komið hefur fram á hljóm- leikum á eftir Bitlunum, eftir að hinir siöarnefndu slógu i gegn (það er oft notaö sem mæli- kvarði á „stærö” hljómsveita i hvaða röð þær troða upp, aðal- númerið er alltaf siðast). Breytt um stefnu En Kinks velgdu ekki Bitl- unum lengi undir uggum. Siðla árs 1965 kom dt fjögurra laga plata, Kwyet Kinks, sem rokk. Fyrstkom Everybody’s In Showbiz-Everybody’s A Star, og siðan eitt metnaöarfyllsta verk sem nokkur rokkari hefur ráðist i, þriggja-albúma samfelldan söngleik, Preservation Act I, Preservation Act II (tvöfalt albúm) og Schoolboys In Dis- grace. Fyrsti hlutinn segir frá þvi hvernig spilltur náungi, Flash að nafni, tekur völdin i samfélaginu i krafti peninga og glæpastarfsemi. Þegnunum of- býður spillingin, og i öðrum hluta safnast þeir saman að bakibyltingarmanninum Black, og Falsh er velt úr sessi. Black sest i einræöisherrastólinn, og kemur á félagslegu jafnrétti i bókstaflegum skilningi: allir verða eins, en missa um leið persónuleikann, þeir sem streitast á móti eru heilaþvegnir. Hér er sumsé svipað þema á feröinni og i hinni þekktu bók George Orwells, 1984: sú hætta sem manninum stafar af gjörræðislegu stjórnarfari. Þriöji hlutinn, Schoolboys In Disgrace, fjallar svo aftur um uppeldi og skóla- göngu Flash. Meðfram þessu verki samdi Ray Davies annan söngleik, Soap Opera, sem fjallar um poppstjörnu sem ætlar aö bda til lag um „hinn venjulega mann”, meöaljóninn, og gera hann þarmeð odauölegan. Til þess að lagiö megi veröa sem „raun- sannast”, leggur poppstjarnan upp i dálitinn leiðangur, bankar uppá hjá venjulegri fjölskyldu og skiptir um hlutverk við hús- bóndann i nokkra daga: sefur i náttfötum, vaknar í komfleksiö klukkan sjö á morgnana, tekur troðfulla lest i djobbið hangir allan daginn yfir tilgangslausri skrifstofuvinnu, drekkir til- gangsleysinu i bjórglasi á pöbb- inum áðuren hann fer aftur heim i lestinni dreymandi um „dirty” helgi. Orlög poppstjörn- unnar verða svo að festast i hvunndagsrútinunni og hún endar sem „just another face in the crowd”. Nýbylgjan Leikhúsrokktimabili Ray Davies lauk — amk i bili — áriö 1976. Þá skiptu Kinks um hljómplötufyrirtæki, og sendu frá sér plötuna Sleepwalker, — þarsem áherslan er aftur færð yfir á einstök lög, en ekki heild- ina sem slika. Það sama hefur verið uppá teningnum á þeim plötum sem Kinks hafa sent frá sér slöan, Misfits og Low Budg- et. Það er útaf fyrir sig ekki svo vitlaust að kalla Kinks nú nýbylgjurokkhljómsveit. Nýbylgjurokkið enda ekkert annaö en upprifjun og endur- tekning á þeirri tónlist sem kom fram I byrjun sjöunda áratugs- ins, — og Kinks áttu ekki litinn þátt I að móta. Og þvi er ekki Ur vegi að enda þessa stuttu samantekt um langan og viðburðarikan feril Kinks á svari Ray Davies, þegar Dark Star baö hann um aö segja álit sitt á nýbylgjunni: „Það eina sem ég get sagt um nýbylgjuna er: — Gleymið ekki sveiflunni þó hún sé auðveld. Rokkiö er auðvelt, og auöskiliö vegna þess aö það er einfalt. Virtum og viðurkenndum rokk- tónlistarmönnum hættir til aö lokast inni i filabeinsturnum sinum, einsog ég um tima, og gleyma alveg einfaldleikanum. Og flókin rokktónlist er dauða- dæmd.” Þessu eru sjálfsagt allir nýbylgjurokkarar sammála... — sagt frá Ray Davies og Kinks Alltaf á útleið markaði timamót á ferli hennar og boðaði breytta stefnu i laga- smiðum Ray Davies. Þar var að finnalagiöWellRespected Man, og textinn var satira á imynd hins ihaldssama Englendings. Davies fylgdi þvi eftir með laginu Dedicated Follower Of A Fashion, en þar beindi hann spjótum sinum að tiskufólkinu. Bæði þessi lög vöktu mikla at- hygli, og uppfrá þvf hætti Ray Davies alveg aö semja hin týp- Isku dægurlög, „þú-og-ég-lög” einsog hann kallar þau. Hann tók að fara eigin leiöir i tón- listarsköpuninni, og stilaöi ekki lengur inná vinsældarlistana. Þessi stefnubreyting hafði þaö I för meö sér aö hljóm- sveitin fór að koma minna fram opinberlega, og fylgi hennar minnkaði í Bretlandi. Ray Davies fór að taka að sér ýmis sólóverkefni ss kvikmyndatón- list er bróðirinn Dave sendi frá sér, tveggjalaga sólóplötu, Death Of A Clown, sem gekk mjög vel. Um tfma leit þvi allt út fyrir að Kinks væru aö leysast upp, sérstaklega þegar við bættist, að hljómsveitinni hafði verið meinað aö leika i Bandarikjunum um fjögurra ára skeið (1965-’69), vegna málaferla sem umboösskrif- stofa þeirra stóð í við þarlend atvinnuyfirvöld. Svo fór þó ekki. Leiðir Kinks og almennings lágu þó aftur saman um tima árið 1970, þegar lagið „Lola” fór inná Top 10 beggja vegna- Atlantsála, og greiddi götu breiðskifunnar Lola Versus Powerman And The Money- ground, — sem fjallaði um vald peningamannanna I poppiðn- aðinum yfir hljómlistar- mönnunum. En það voru stuttar samvistir, því næsta plata Kinks, Muswell Hillbillies, sem nú er talin ein þeirra besta plata, seldist illa. Uppgangur i Amriku — leikhúsrokk Frjótt timabil Þrátt fyrir mikið mótlæti var seinni hálfleikur sjöunda áratugsins mjög frjótt timabil fyrir Ray Davies og Kinks tónlistarlega séð. Plötur þeirra hættuaövera „aöeins” samsafn laga, en voru þess I staö heil- stæð verk, sem fjölluðu á tragi- kómfskan hátt um sögu breska heimsveldisins (The Kinks Are The Village Green Preservation Society og Arthur (Or The Decline And Fall Of The British Empire). Þessar plötur hlutu mjög góöa dóma gagnrýnenda og annarra tólistarspekúlanta, en féllu ekki i kramiö hjá almenningi, vegna þess aö þær voru ööruvisi, en allt annaö sem framiö var I popptónlist þess tima. Ekki var þó öll nótt úti enn fyrir Ray Davies og Kinks. Um leiö og Bretar virtust alveg búnir að gefa þá uppá bátinn, fóru augu Kana að opnast. Kinks urðu ein eftirsóttasta hljómleikagrúppan i Bandarlkj- unum. Þessi uppgangur Kinks i Amriku varö til þess aö Ray Davies fór að semja verk meö sviðsetningu i huga — leikhús-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.