Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 1
Blað 2 hpbamósturínn • Tölvurnar flytja með sér hljóðláta byltingu sem á eftir að gjörbréyta daglegu lífi okkar • Hinn hefðbundni vinnustaður gæti leyst upp og flust inn á heimilið sjálft •Helgarpósturinn kynnir ýmsar þessara nýjunga sem nú eru til sýnis i Kristalsal Hótel Loftleiða HVERNIG VERÐUR SKRIF- STOFA FRAMTÍÐARINNAR? Tækniöldin hefur verið að' hvolfast yfir okkur síðustu árin með svo miklum hraða að mörg- um finnst nóg um. Og erum við þó aðeins á byrjunarstigi. Meira að segja í Bandaríkjun- um finnst mönnum ekki nóg að gert. I nýlegri grein eftir John E. Wang segir að kostnaður við skrifstofuhald í Bandaríkjunum hafi tvöfaldast síðustu 10 árin og þó jókst framleiðni skrifstofunn- ar aðeins um 4% samanborið við 90% f ramleiðniaukningu í tækni- væddum iðnaði. Ef ekkert er f rekar að gert næstu 10 árin, seg- ir Cunningham, verður skrif- stofukostnaður kominn yfir 1 trilljón dollara 1990. Þó hef ur þróun tölvutækni ver- ið mjög ör síðustu 20-30 árin. ( grein, sem Frosti Bergsson tæknifræðingur hjá Kristjáni Ó Skagf jörð ritaði í Iðnaðarblaðið, bar hann tövluþróunina saman við bílaiðnaðinn. Ef bílaiðnaður- inn hefði vaxið jafn ört og tölvu- iðnaðurinn hefur gert, kostaði bíll í dag ca. 50 cent, færi um göt- ur bæjarins á hraða Ijóssins og væri svipaður á stærð og eld- spýtustokkur og bensínnotkun væri ca. O.ll/JOO km. „Pappirslausar” skrifstofur Nú er aukin áhersla lögð á tölvuvæðingu skrifstofunnar og að sögn Frosta eru menn farnir að tala um ,,pappírslausar" skrifstofur sem framtíðarsýn. Og þegar er farið að koma í Ijós hvert stefnir. Tölvur til ýmiss konar tölvu- vinnslu teljast orðið til algengra skrifstofutækja hér á landi og þó erum við um 5 árum á eftir ná- grannalöndum okkar í tölvuþró- un. Þar er víða jafnframt orðin almenn notkun á tölvum til texta- vinnslu, en til skamms tíma hef- ur íslensk leturgerð staðið í vegi fyrir slíkum tækjum hér. Nú hefur fundist lausn á því vanda- máli og f jölmörg fyrirtæki hafa undirbúið innflutning á texta- vinnslubúnaði, bæði með sérstök- um tækjum og sem hugbúnaði til notkunar í þeim tölvum sem f yrir eru. Jafnframt opnast ýmsir möguleikar, svo sem á því sem kallast „Electronic mail" á enskri tungu, sem þýða má „raf- eindapóstur". Verðið lækkar en getan eflist „Að mínu mati er þetta engin bylting, heldur þróun," sagði O+tó A. Michelsen forstjóri IBM á fslandi, en það fyrirtæki hefur lengsta reynslu í innflutningi á tölvum. „Sú þróun er hins vegar mjög ör," bætti hann við. „Tölv- an hefur bæði lækkað mjög i verði og fyrirferðin hefur minnkað verulega. Til dæmis má nefna, að menn sem fengu hjá okkur tölvur f yrir nokkrum árum - og koma núna til að endurnýja þær, f á helmingi ódýrari tölvu og þrisvar sinnum öf lugri. Auk þess hefur rekstraröryggi aukist verulega. I heimi sívaxandi verð- bólgu þá er gaman að geta boðið vöru sem svo er ástatt með." ,,Hægt að gjörbreyta heiminum” Ennþá sér enginn fyrir endann á þessari þróun. „Með tilkomu tölva er hægt að gjörbreyta heiminum," segir Frosti Bergs- son. „Hægt verður að leysa upp hefðbundna vinnustaði. Vinnu- staðurinn verður nú heimilið sjálft og þar með verður hægt að ná stórum sparnaði. Oll ferðalög í lágmarki, minni orkunotkun, minni þungaiðnaður, sparnaður í skrifstofu- og verksmiðjubygg- ingum." Breytingin sem tölvuþróunin á eftir að valda, getur sem sagt orðið engu minni en iðnbyltingin olli. Samt hefur lítil umræða ver- ið um þessa þróun hér á landi, hvernig eigi að notfæra sér hana og hvernig eigi að draga úr nei- kvæðum áhrifum hennar. Með námstefnu Stjórnunarfélags (s- lands og Stjórntæknifélags Is- lands, sem haldin var að Hótel Loftleiðum i gær, var nokkuð bætt úr því. Þar voru saman- komnir ýmsir sérfræðingar i tölvumálum, forsvarsmenn fyr- irtækja og fleiri. En þessi þróun varðar alla og fyrir aðra þá, sem vilja kynna sér við hverju má bú- ast hér á landi í nánustu f ramtíð, verður sýriing á hluta þess skrif- stofubúnaðar sem er að koma á markaðinn, hér í Kristalssal, og stendur hún fram til 6. október. Meðal þess sem þar gefur að líta eru ritvinnslutæki, mynd- senditæki, „rafeindapóstur", ör- skyggnutæki og diktafónar. A næstu síðum verður í stutt^ máli gerð grein fyrir helstu nýj- ungunum, sem á boðstólum verða í skrifstofutækjum næstu árin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.