Alþýðublaðið - 26.03.1927, Page 2

Alþýðublaðið - 26.03.1927, Page 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIB kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd, til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Alfslnffi. Neðri deild. „Tíhan“-sérleyfið var þar í gær til frh. 3. umr. og henni síðan frestað aftur. Héð- inn Valdimarsson flytur þá aðal- tillögu um tryggingarkröfu fyrir því, að járnbrautm verði lögð, að eigi að eins unnin mannvirki, heldur og vatnsréttindi og fast- eignir sérleyfisliafa, falli endur- gjaldslaust til ríkisins jafnframt því, sem sérleyfið sjálft falli úr gildi, ef eigi verður byrjað á járn- brautarlagningunni á tilsettum tíma og henni haldið áfram með hæfilegum hraða, eða ef verkið stöðvast á fyrsta eða öÖru ári. Til vara flytur hann tillögu um, að sérleyfishaíi setji tryggingu fyrir 100 jtúsund króna greiðslu, er falli til ríkissjóðs, ef eigi er byrjað á verkinu 1. maí 1929. Tryggingin má vera veð, er ríkis- stjórnin tekur gilt, í fasteignum eða vatnsréttindum sérleyfishafa. Sams konar viðurlog og aðaltil- laga Héðins fer fram á, ef eigi verða framkvæmdir á járnbrautar- lagningunni, leggur Jakob til að lögð verði viö framkvæmdaleysi um virkjunina. en verði ágrein- ingur milli sérleyfishafa og ráð- herra út af rekstri járnbrautarinn- ar, skuli ráðherrann ráða. Að öðriim kosti falti hún með öllu, er henni fylgir, undir ríkið. Sama gildir um, ef sérleyíishafi hættir að reka hana án samþykkis ráð- herra. Nú, er þessar tillögur voru allar fram komnar, flytur at- vinnumálaráðh þá brt. við frv., að verði járnbrautarlagningunni ekkl haldið áfrafn með þeim hraða, að henni geti orðið lokið á tií- settum tírna, eöa stöðvist verkið algerlega, þá falli sérleyfið úr gfjtíi, og .verði unnin mannvirki þá ríkiseign án endurgjalds til 'sérleyfishaía. — Sú glompa er á þessari tillögu, að hún setur engin viðurlög við því, þó að sérleyfis- hafi láti aldrei byrja á verkinu, önnur en missi sérleyfisins. Á það benti Héðinn líka og sagði, að svo væri að vísu, að stjórnin bæri ábyrgð á því, að á bak við stjórnarfrv. standi annað og meira en gyllingar. Sér virðist þó ekki loku skotið fyrir, að viðskifta- saga Magn. Guðm. við norsk fé- lög, er hann heíir átt skifti við sem ráðherra, kunni að hafa end- nrtekið sig í þessu máli. Menn muna eftir Krossanesi. Tillögur sínar yrðu þrófsteinn á þá þing- menn, sem segjast vilja tryggja það, að járnbrautin verði lögð. Verði önnur hvor þeirra samþykt, þá muni hann greiða frv. atkvæði, því að þá fái þó ríkið eitthvað fyrir gabbið, ef ekki verði neitt úr framkvæmdum, en einkum verði viðurlögin dálítill sþori á félagið til að hefja þær, jafnvel samkvæmt varatillögunni. Vilji fé- lagið ekki ganga að þessu, þá virðist það ekki hafa mikla trú á þyí sjálft, að úr framkvæmdum þess verði. Sveitastjórnarlög o. fl. Áður en „Títan“-frv. kom til lumræðu í gær, var iðnaðamáms- frv. gert að lögum, eins og e. d. gekk frá því, frv. um breytingar á barnafræðslulögunum og vöru- tollslögunum (olíufóðurkökur o. fl.) afgreitt til e. d. og sveitax- stjórnarlagafxv. endutsent e. d. vegna viðbótar, er n. d. gerði, um reikningshald og endurskoðun fjallskilasjóðs. Ýmsar aðrar brt. lágu fyrir í gær, en voru allar feldar, og var þá 5 sinnum við- haft naínakalþj og voru jöfn at- kvæði um tvær. Var önnur um auknar tekjur oddvita (lo/o af inn- heimtum útsvörum), en hin frá Hákoni, um að fella niður ákvæði frv. um að taka megi vanrækslú- dagsektir, er sýslumaður ákveð- ur, lögtaki í eignum oddvita eða þess breppsnefndarmanns, er á sök á vanrækslunni. Petta er önnur aðalbreyting frv. frá gild- andi lögum. Sektir þessar skal filtaka í ábyrgðarbréfi, en áfrýja má þeim ákvörðunum til ráðherra. Hina breytinguna gerði e. d., að hreppsbúar kjósi á haust-hrepp- ' skraþingi endurskoðanda hrepps- J'eikninga í stað þess, að hrepps- nefndin kýs hann eftir nú gild- andi lögum. Loks var að venju ákveðin ein umr. um vantraust á stjórnina. Verður hún að líkindum framhald af eldhússdeginum, sem búist er við, að haldinn verði snemina í næstu viku. e|i*I deild. Stjórnarskrárfrv. stjórnarinnar. Þó að orðið stjórnarskrárfrumv. láti mikið í munni, er þetta frv. harla ómerkilegt, og hefir áður verið lýst hér í blaðinu, í hverju því er ábótavant og um hvað það fer of langt (lenging kjörtímabils og þinghald annað hvert ár). Urðu umræður það miklar, að fresta varð fundi kl. 4, og hófst hann aftur kl. 8. Voru umræðurnar mjög hóilegar, þó að slægi ofurlítið í brýnu milii H. St. og M. Kr„ og kom ekkert nýtt fram í þeim. Fóru svo leikar, að allar breytingartill. við frv. voru feldar, en það samþ. óbreytt með 12 atkv. á mótl 2 (J. Baldv. og M: Kr.) að við höíðu nafnakalii og því vísað til 3. umr. Auk stjórnar- skrárfrv. var hreindýrafriðunarfrv. til 2. umr., og var það samþ. og því vísað til 3. umr. þrátt fyrir andstöðu J. Kr., sem meðal ann- ars var með einhverja angist um, að kýr yrðu í ógáti skotnar í stað hreindýra. Frv. um breyt- ingu á lögum um einkasölu á áfengi fór til 3. umr. með örlitlum breytingum. Frumv. um rannsókn banameina fór til 2. umr. og alls- herjarn., en J. Baldv. benti nefnd- inni á, að réttara væri að leita samþykkis aðstandenda um það, hvort lík mætti kryfja. Loks fór frv. um notkun bifreiða til 2. um- ræðu og allshérjarnefndar. Mýtí fpurítvasrp. Jónas Kr. flytur frv. um rann- sókn banameina og ksnslu í rneina- og líffærafræði, og er að- aluppistaða þess, að lík þeirra manna, er deyja á sjúkrahúsi, séu krufin án alls manngreinarálits. ÞingsálýktnnartiUafa. Kunnugt var orðið, að lagt myndi verða til, að tekinn yrði upp í fjárlögin styrkur til suð- urferðar Akureyrar-stúídentaefnun- um til próftöku. Brá þá Jónas Kr. við og ber nú fram í e. d. 'þingsál.till. um það efni, sem hann hefir dregið út úr dagskrártill. B. Línd. Býst hann víst við, að „hús- bændurnir" banni honum ekki að samþykkja þá till., úr því að Ak- ureyrarskóli er ekki miklaður með henni, en stjórnin fær þá óhundnari uroráð yfir úthlutun styrksins, heldur en ef hann er veittur í fjárlögTim. Beethoven. í dag, 26. marz 1927, eru 100 ár liðin, síðan Beethoven dó. AIl- ur heimurinn minnist nú hins mikla meistara. Beethoven var mikill lýðvaldssinni. Hann segir sjálfur svo frá viðburði einum í baðstaðnum Teplitz í Bæheimi árið 1812 (þar sem hann hitti Goetbe), sem hér fer á eftir: „Konungar og furstar geta að vísu búið til prófessora og leynd- arráð, veitt titla og orður, en mikla menn geta þeir ekki skapað, andans rnenn, sem gnæfa upp úr veraldarlýðnum; þá verða þeir að láta sér vel lika að gata ekki skapað. — En þegar slíkir tveir eru saman, eins og ég og hann Goetbe, þá verða þessir háu herr- ar að finna til þess, hvað hjá okk- ur hefir mikilleikans gildi. — f gær mættum við á leiðinni heim allri keisarafjölskyldunni. Við sá- um hana úr fjarska koma á móti okkur. Hann Goethe losaði sig úr armi mínum tii þess að víkja tii hiiðar. Pað var sama, hvað ég sagði; það var ekki hægt að koma honum úr sporunum. En ég þrýsti hattinum á höfuðið, hnepti að mér yfirfrakkanum og gekk með spentar greipar að baki ,'mitt í gegn um hópinn þar, sem 'hann var þéttastur. Drotinarar og hirðrófur mynduðu heiðursraðir; hertoginn tók oían fyrir mér; keís- arafrúin beilsaði að fyrra bragði. Þetta fólk pekkir mig. Ég sá mér til mikils gamans fylkinguna labba sig fram hjá Goethe, sem stóð með hattinn í hendinnl, djúpt hneigður fyrir utan veginn. Á eftir tók ég hann duglega til bæn- ar. Fyrirgeíningu veitti ég ekki.“ Ofanritaða frásögn hefir ís- lenzkur hijómlistarmaður, er dvelst í útlöndum, sent Alþýðu- biaðinu af tilefni aldarafmælis Beethovens. Lýsir hún mikilmenn- inu betur en löng æfisaga. Beethoven hefir lagt undir sig heiminn, rneira ríki en nokkurn keisara hefir dreymt. Hér sem annars staðar er snillingsins minst. í gærkveldi hélt Emil Tlior- oddsen minningarhljómleik, og ní- undi orgelhljómleikur Páls ísólfs- sonar, er verður í kvöld kl. 81/? í frikirkjunni, er helgaður minn- ingu Beethovens. Tvennar tfn piísnnðir. Ölafur Friðriksson hefir sent al- þingi tvær umsóknir um, að veitt- ar verði tvisvar tiu þúsundir kr., — aðrar til þess að styrkja þá, sem þurfa að fá sér gervilim, en hinar tii styrktar biindum mönn- um, er vilja læra vinnu, er biind- ir geta unnið. Umsóknirnar hljóða þannig: . ‘ » „Reykjavík, 22. marz 1927. Ég undirritaður leyfx mér að fara þess á leit, að alþingi veiti ,nú á fjárlögunum 10 þús. kr. — tíu þúsundir króna — til þess að styrkja þá, er þess þurfa, tii þess að fá gervilimí, og ráði stjórnarráðið styrkveitingunum. Alimargir hér á landi þurfa vegna slysfara eða veikinda að ganga á hækjuin. Er það þeim til afar- mikilla óþæginda og þó hitt enn. verra, að þeir, sem á hækjum ganga, eru al-óhæfir til allrar úti- vinnu, én einatt er litia aðra vinnu að fá. En mjög margir þessara manna yrðu vinnufærir, ef þ:.ir fengju gervilim, og má geta þess, að á togurunum eru tveir full- vinnandi menn með gervifót, en væru án hans óhæfir til vinnu þar. Nú er svo koinið, að við fs- lendingar höfum eignast mann, er kann að smíða gervilimi, og er því hægara að útvega þá en áður. En öll vinna við tilbúning þeirra þarf að vera sérlega vörtduð; svo er og nauðsynlegt, að alt efni, sem til þeirra er notað, sé af ailra beztu tegund. Það er því ekki að furða, þó gervilimir séu dýrir, en flestir þeir menn fátækir, sem fatlaðir eru, og hafa því engin efni á að kaupa slíka limi. Það er því hin brýnasta nauð- syn á því, að landið styrki þá, er þess þurfa, til þess að fá sér gervilimi, því að með því er hægt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.