Helgarpósturinn - 28.07.1983, Blaðsíða 20
20.
Fimmtudagur 28. júlí 1983
£8.
sturínrL.
,, Þetta
fjall
heitir
Esja
Þaö er
mjög
litríkt
fjall“
Blaðamaður
HP í rannsóknarleiðangursfötunum sínum
Blaöamaöur
Helgarpóstsins
eins og útlendingur
í skoöunarferö
um höfuöborgina
Ég sest aftarlega í rútunni og reyni að láta fara lítið fyrir mér. Hálfskammast
mín gagnvart leiðsögumanninum en vil þó ekki að neinn viti að í rauninni er
ég íslenskur blaðamaður í rannsóknarleiðangri. Forvitnast um það hvað út-
lendingar læra um höfuðborgina okkar. Reyni að gera mér í hugarlund hvað
það gæti verið. Líklega byrjað á Ingólfi og súlunum og hvað svo? Saga Reykja-
víkur? Hvar byrjaði bærinn að verða til og hverjir bjuggu hér. Kannski eitthvaö
um jarðfræði? Heita vatnið og hreina loftið? Sögustaðir? Hvernig borgin óx og
dafnaði; vel þar, illa annars staðar. Hvað vildum við að erlendir gestir fengju
að vita?
Ferðin byrjaði með símtali. Til Kynnis-
ferða. Jú! jú, það eru tvær skoðunarferðir
daglega, ein klukkan tíu og önnur klukkan
tvö. Og hvaðan er farið? Frá Hótel Loftleið-
um. Ég þangað. Rútan beið. Samferðafólkið
var þýskt, amerískt og írskt. Rétt innan við tíu
manns. Leiðsögumaðurinn kom á slaginu tvö
ásamt bílstjóranum. Köllum þau bara Jón og
Gunnu.
Gunna bauð okkur hjartanlega velkomin á
ensku, hún var ung og sjarmerandi og gestun-
um leið greinilega vel að vita af henni við
mikrafóninn. „Við förum fyrst niður í miðbæ
til að ná í fleiri þátttakendur og svo til Hótel
Esju til að ná í fólk þar. Hin eiginlega skoðun-
arferð byrjar því þar eftir u.þ.b. 10 mín.“ sagði
Gunna og ég andvarpaði í hljóði. Var ég ekki
nýbúin að þeytast ofan úr Ármúla út á Loft-
leiðir — bara ef einhver hefði nú sagt mér að
hægt „væri að fara frá Esju líka! Svo var ekið
af stað, enginn sagði neitt. Fyrst á Hótel Holt,
þar bættist einn við. Svo niður að Gimli, þar
hljóp gædinn inn og kom með einn þátttak-
anda í viðbót. Þaðan á Esju. Þar kom enginn.
Og þá byrjaði leiðangurinn.
,,Þaö er fernt áhugavert
viö Reykjavík“
Gunna grípur míkrafóninn: „Við ökum
fyrst upp að Árbæ, sem er safn undir berum
himni með gömlum húsum eins og þau tíðk-
uðust fyrr á öldum. Þaðan förum við svo í
Breiðholt og berum saman nútíma húsagerð-
arlist og þá gömlu!‘
Það gæti nú orðið fróðlegt. Hún heldur
áfram:
„Það búa 85 þúsund manns í Reykjavík.
Reykjavík þýðir Smokey Bay vegna þess að
fyrsti landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson
sá reykjarmekkina frá hverum í nágrenninu
og nefndi bæinn eftir þeim. Hann kom hing-
að 874.“
„Nú fáurti við að heyra eitthvað um sögu
borgarinnar" hugsa ég og hreiðra betur um
mig í sætinu.
„Borgin fékk kaupstaðarréttindi árið 1786,
þá bjuggu hér aðeins 300 manns. Núna er
Reykjavík höfuðstaður landsins og hér eru
aðsetur stjórnvalds og þess litla iðnaðar, sem
til er í landinu.
Það er fernt, sem er ákaflega áhugavert við
Reykjavík. í fyrsta lagi er þetta ákaflega hrein
borg eins og þið sjáið. í öðru lagi er hér eilíf
dagsbirta á sumrin en á vetrum er dagurinn
ekki lengri en þrír tímar, þegar dimmast er. í
þriðja lagi eru hér engir hundar og í fjórða
lagi rennur laxveiðiá í gegnum borgina miðja!‘
Og einmitt í þann mund renndum við yfir
Elliðaárbrúna.
„Það eru nú ekki allar nútímaborgir sem
geta státað sig af laxveiðiá. Veiðileyfið kostar
aðeins 280 krónur á dag, sem þykir ódýrt. í
dýrari ám getur það farið upp í 135 dollara.
Hingað hafa komið margir frægir menn til að
veiða lax, t.d. Bing Crosby og Kekkonen Finn-
Iandsforseti og Karl Bretaprins flýgur í einka-
þotunni sinni í á á Norðausturlandi!1
Við ökum gamla veginn upp að rafveitu-
byggingunum: „Byggingin á hægri hönd er
rafstöð, sú elsta í Reykjavík og er nú safn. ís-
lendingar nýta aðeins um 10% þeirrar vatns-
orku, sem til er í landinu!*
,,Alls konar ávextir“
Við ökum sem gömul leið liggur vestur und-
ir Árbæjarsafni og hlaðið og kirkjan blasa við
yfir skólagarðana. Gunna segir okkur frá
unglingavinnunni, ég sé að þýsku hjónin fyrir
framan mig líta hvert á annað og kinka kolli.
„Árbæjar er fyrst getið á 14. öld... kirkjan
til vinstri er frá Silfrastöðum og er einkenn-
andi fyrir gamlar sóknarkirkjur eins og þær
gengu og gerðust. Á laugardögum og sunnu-
dögum er messað hér og giftingar eru hér tíð-
ar því unga fólkið vill gjarnan halda gamlar
hefðir og því kemur það ríðandi hingað til að
láta gefa sig saman!‘
Ég hlusta, en er að velta því fyrir mér hvort
Gunna hafi ekki mismælt sig áðan, þegar hún
sagði börnin rækta grænmeti og „alls konar
ávexti“ í skólagörðunum. Kannski er þetta
bara skilgreiningaratriði. En bíðum við, við
förum yfir Höfðabakkabrúna í átt til Breið-
holts ég bíð spennt eftir samanburðinum á
gamla arkitektúrnum og þeim nýja. Hann
kemur þó ekki. En nokkur orð um dýrtíðina:
„Ykkur finnst eflaust mikið byggt á íslandi,
en vegna þess hve verðbólgan er mikil fjár-
festa allir í steinsteypu. En það er dýrt, maður
þarf að borga 75% út við kaup á íbúð og rest-
ina á fjórum árum á 20% vöxtum. Það er
hægt að fá lán til 20 ára á 50% vöxtum líka..!‘
Við nemum staðar framan undir Æsufells-
blokk og Gunna vekur athygli okkar á því
hversu dreifð byggðin er: „Hér er nóg land og
því engin ástæða til að byggja háhýsi. Sjáiði
fjallið þarna,“ og bendir okkur á Snæfellsjök-
ul, sem blasir við aldrei þessu vant.
„Það er í 300 km fjarlægð en við getum séð
það vegna þess hve loftið er hreint. Ef þið haf-
ið lesið sögu Jules Verne, þá er þetta fjallið,
•sem ferðalangarnirá leið til miðju jarðar, fóru
niður um. í gamla daga áleit fólk að gígur
Snæfellsjökuls væri opið á helvíti..“
„Það er eins gott að enginn þessa fari austur
að Heklu og heyri sömu söguna þar!‘ hugsa ég
með mér en fer síðan að horfa á glæsilega ben-
sínstöð við veginn, sem Gunna bendir á: „Og
það má geta þess að okkar bensínverð er nú
það hæsta í Evrópu" og svei mér þá ef það
kennir ekki stolts í röddinni. Og já, „okkar
verðbólga nemur nú 80% svo þegar Evrópu-
búar kvarta undan 6-10% verðbólgu, þá hlæj-
um við nú bara á íslandi!1
Enn segir hún frá því hvað það kostar að
kaupa þriggja herbergja íbúð, já, og einbýlis-
hús og svo hvað bílarnir kosta.
„Ástæðan fyrir þessari miklu dýrtíð er sú“
'heldur Gunna áfram og nú bíð ég reglulega
spennt, kannski hefur hún lausnina líka —
„að allur okkar iðnaður er of háður fiskinum.í*
Þetta er stytta af hesti
Við hlustum á efnahagsvandann á leiðinni
til baka, hann endist okkur þangað til komið
er að klyfjameri Sigurjóns Olafssonar í Soga-
mýrinni.
„Þessi stytta er eftir einn af okkar bestu
listamönnum og sýnir hest með klyfjar. Hún
er hér vegna þess að í gamla daga söfnuðust
bændurnir saman á þessum stað áður en lagt
var af stað heim úr kaupstaðaferðinni!*
Nú liggur stefnan á sundlaugarnar en í leið-
inni förum við Langholtsveg og Laugarás.
Stopp. Virðum Laugardalinn fyrir okkur.
„Það er fernt áhugavert við Laugardalinn.
í fyrsta lagi er þessi bygging þarna, þessi hvíta
lengst til vinstri. Þar háðu Bobby Fischer og
Boris Spassky skákeinvígi sitt árið 1972!“
Þýsku hjónin líta spurnaraugum hvort á
annað.
„í öðru lagi var þessi dalur í eina tíð í mikilli
fjarlægð frá Reykjavík og hér bjuggu bænd-
ur. Þið sjáið tvo bóndabæi þarna, þar eru enn
ræktaðir nautgripir og sauðfé. í þriðja lagi er
grasagarður þarna, hann er opinn frá kl. 8-22
og svo sjáum við hér beint fyrir framan okkur
hús sem líkist öfugum skíðastökkpalli, þetta
er kirkja. Nú en svo sjáum við knattspyrnu-
völlinn, íslendingar hafa mikinn áhuga á fót-
bolta en knattspyrnumennirnir eru flestir á-
hugamenn.“
,,Við notum varla nokkra
olíu til kyndingar“
Þá er það sundlaugin. Þar fara allir út úr