Helgarpósturinn - 28.07.1983, Blaðsíða 16
eða flugfreyja???
Þær heita Helga Björnsdóttir,
Olga Guðrún Sigfúsdóttir og
Heiðrún Pálsdóttir. Þær eru allar
fjórtán ára. Þær vinna allar í
unglingavinnunni.
Líst ykkur ekki vel á þetta?
Stuðaranum leist a.m.k. vel á og
greip þær glóðvolgar, eða réttara
sagt, ískaldar, í kuldanum um
daginn, og bauð þeim inn í bilinn
góða (gul Lada árgerð 1978),Og
svo fórum við að rabba um heima
og geima.
—Hvernig líkar ykkur í ungl-
ingavinnunni?
„Það er ferlega leiðinlegt. Kaup-
ið er lélegt, 31.40 kr. á tímann og
veðrið er ömurlegt“ segja þær hálf
skjálfandi. (Og „sumarið" er að
verða búið) „Já við erum að verða
brjálaðar útaf veðrinu," bæta þær
við og halda svo áfram: „Þetta er
enginn peningur sem við fáum,
tæplega sexhundruð kalla á viku og
ein bíóferð kostar a.m.k. 90 kall og
við reynum að Ieggja eitthvað fyrir.“
„Ég er t.d. að safna gjaldeyri fyrir
næsta sumar. Ég ætla til Bandaríkj-
anna“, segir Olga Guðrún.
Fjör í Valsskála
— Eru fleiri stelpur í unglinga-
vinnunni, en strákar?
„Já þær eru fleiri, það er eins og
strákarnir fái frekar vinnu hjá
pabba sínumí1
— Hafiði eitthvað farið í útilegu
í sumar?
„Ég fór á Sognhátíðina rétt fyrir •
utan Hveragerði um helgina“,segir
Olga Guðrún, „það var fínt“
Helga og Heiðrún: „Við fórum
uppí Heiðmörk og á Þingvöll og
Selfoss. Það var allt í lagi. Um dag-
inn fórum við uppí Valsskála og
það var æðislegt“7segja stelpurnar
með glampa í augum. Þær æfa
nefnilega fótbolta með Val en Olga
Guðrún æfir handbolta með Vík-
ing.
— Er algengt að stelpur leiki fót-
bolta?
SYNGJANDI SVEINAR MEÐ
Og þaö eru fleiri búnir aö
gefa út plötu en Hálft í hvoru.
Eg er nú hrædd um þaö. Þaö
var rosa veisla um borð í Ms.
Eddu þegar nýja Stuðmanna-
platan, Grái fiöringurinn, var
kunngjörö blaöasnápum
borgarinnar. Já, og okkur
meira aö segja boðið upp á
bannvöruna bjór. — Ekki meir
um þaö. Grái fiðringur Stuö-
manna fjallar aö sjálfsögðu
um reynsluheim karla. Undir-
tónn plötunnar er kynferðis-
legur. Á plötunni eru sex lög,
„Fáirréttiren góöir, matreidd-
ir aö hætti hinnar hagsýnu
húsmóður,“ sagöi Valgeir
Guðjónsson m.a. um borö í
Ms. Eddu.
En nú nú. Stuðmenn eru
ekki lengi um borö í Eddu.
Þeir komu reyndar heim á
miövikudaginn var (Fóru á
miövikudeginum áöur.) Ætl-
unin er aö þeir skelli sér í Atla-
víkina um verslunarmanna-
helgina þessa (Ætla ekki til
GRAAN
FIÐRING
Vestmannaeyja, ef einhver
skyldi misskilja). Síöan ætla
þeir aö bruna um allt landiö
þvert og endilangt. Syngjandi
kátir sveinar Og sei sei. En
Stuöarinn biður bara aö
heilsa og þakkar svo bara fyr-
ir síðast. Bæjó.
Stuðarinn ræðir við Helgu,
Olgu Guðrúnu og Heiðrúnu
„Já, já það er orðið algengt. Við
erum núna að keppa á íslandsmóti
yngri kvenna. Höfum nú þegar spil-
að tvo leiki, töpuðum einum og
gerðum jafntefli í öðrum. Það eru
nokkuð stífar æfingar. Við æfum
tvisvar í viku og svo er keppt á mið-
vikudagskvöldum!1
Olga: „Við í Víking erum í pásu
núna. Við kepptum á íslandsmóti í
vor og eftir það fór Víkingur til Sví-
þjóðar og Danmerkur, í september
hefjum við svo æfingar að nýju“
Dallas væmin vit-
leysa
— Fariði ekkert á tónleika?
„Nei, það er svo dýrt inn“
— Hlustiði á útvarp?
„Stundum á lög unga fólksins,
þegar maður man eftir þeim og á
unglingaþætti!*
— Hvað með sjónvarp?
„Það er mjög sjaldan. Kannski
Derrik og Dallas, að venju þótt það
sé væmin vitleysa!*
— En hvaða blöð lesiði?
„Við lesum Vikuna, Moggann,
DV, Samúel og Bravo og einhver
poppblöð!*
Leiöinlegt í skólan-
um
— Hlakkiði til að byrja í skólan-
um í haust?
Neeheii „það er svo leiðinlegt!1
— Hvað er svona leiöinlegt?
„Það er svo leiðinlegt að læra
„heima!‘
Stundum og stund-
um ekki
— Hvað ætliöi að verða þegar
þið eruð orðnar stórar?
„Við vitum það ekki. Hjúkrunar-
kona, hárgreiðslukona eða flug-
freyjaþ stingur Olga Guðrún upp á.
— Pæliöi ekkert í kvenréttinda-
málum?
„Nei.“
— Jæja, eigum við ekki að fara
að slá botn í þetta rabb. — Er gam-
an að lifa?
„Stundum og stundum ekki. Oft-
ast. Það er leiðinlegt þegar maður
er að rífast. Stundum getur maður
rifist úr af öllu við pabba og
mömmu og vinkonurnar. En oftast
er bara gaman að lifaj* segja stelp-
urnar að lokum og Stuðarinn þakk
ar fyrir spjallið.
ab i'&'*
v'»"‘ ov"
Alltaf sömu strák-
arnir í spilakössun-
um
— Þið eruð ekkert á kafi í tölvu-
spilunum?
„Við eigum nú allar lítil tölvuspil,
en erum orðnar leiðar á þessum inn-
antómu leikjum!*
— Fariði kannski í spilakassana?
„Nei, eiginlega aldrei.“
— Mér virðist sem það séu aðal-
lega strákar sem stundi þá iðju, er
það rétt?
„Já, þeir eru ansi iðnir við spilin,
alltaf sömu strákarnir sem koma
dag eftir dag og eru orðnir alveg
fastir við kassann. Staður eins og
Tralli og Billi eru ansi vinsælir!*
— En þið? Fariði á Planið?
„Nei, það eru fáir þar núna.
Flestir fara í D-14 það er nýr
skemmtistaður í Kópavogi. Á
fimmtudögum er þar opið fyrir
fjórtán ára og eldri“
— Já guðsþjónustur hafa verið í
Ölduselsskóla, er það ekki?
„JÚ, en við fáum örsjaldan að
hafa diskótek, varla einu sinni í
mánuði. Þetta er miklu betra í
Seljaskóla. Þar eru diskótek einu
sinni í viku á veturna. En skólinn
stendur auðvitað auður yfir sumar-
tímann!*
— Læriði einhvern tíma heima?
„Nei, sjaldan eða aldrei!*
— Og eru ekki allir aðal krakk-
arnir í skólanum?
„Jú, það er kannski það eina. En
það er svo leiðinlegt að vera rekin út
í frímínútur.“
— Iss, þetta er nú meiri barlóm-
urinn í ykkur.
Vilja frekar félags-
miðstöð en kirkju
— Nú búiði allar í Breiðholtinu í
Seljahverfinu. Hvað brennur heit-
ast á ykkur?
„Okkur finnst að það ætti frekar
að byggja félagsmiðstöð en kirkju.
Það koma svo fáir í kirkju og það er
nóg að hafa eina kirkju fyrir allt
Breiðholtið. — Svo finnst okkur
Iíka allt í lagi að messa í skólanum,
eða bara í félagsmiðstöðinni!'