Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 3
I Þriðjudagsklúbbur ritstjóra sestur að borðurn. Frá vinstri: Þórar- inn Jón Magnússon,Samúel og Hús og hlbýii, Ólafur Hauksson,rit- stj. Samúels, Óli Tynes, Auglýsingaþjónustðnni, Siguröur Fossan, framkvæmdastj. Samúels, Magnús Hreggviðsson frá Frjálsu fram- taki og Hilmar Jónsson.ritstjóri Gestgjafans. Við ritstjóraborðið í Grillinu Það er þriðjudagur. Stað- urinn er Grillið á Hótel Sögu. Við eitt borðanna sit- ur hópur karlmanna að snæðingi. Hverjir skyldu vera þarna á ferð? Skóla- bræður? Frímúrarar? Gamlir Valsmenn sem eru hættir að spila? Nei. Þetta er þriðjudagsklúbbur ritstjóra. I um það bil þrjú ár hefur hópur ritstjóra hist þarna í Grillinu til að spjalla saman um landsins gagn og nauð- synjar. Sumir eru reyndar fyrrverandi ritstjórar, en að sögn Óla Tynes er gengið eins langt og hægt er til að halda mönnum í klúbbnum. Gunnar Steinn Pálsson, sem nú rekur Auglýsinga- þjónustuna, er t.d. með vegna þess að hann gefur einu sinni á ári út fréttabréf Hjúkrunarheimilisins í Kópavogi. Óli sagði klúbb- inn með þeim virðulegri I bænum. Það þarf gull- tryggðar afsakanir til að mæta ekki. Inntökuskilyrðin eru þau að menn séu, auk þess að vera ritstjórar, hressir og kátir, hafi gaman af góðum félögum og síð- ast en ekki síst að þeir séu vel gefnir. -íx Þau láta ekki deigan síga I kúltúrnum hjónin Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Pálsson, leikstjóri og aðstoðarleikstjóri kvik- myndarinnar umdeildu, Á hjara verald- ar. Nú munu þau hafa tekið að sér leik- stjórnarverk- efni fyrir Stúdeptaleik- húsið, en sitt í hvoru lagi: Kristfn þreytir frumraun sína ( sviðsleik- stjórn í Tjarnarbiói og setur upp leikrit eftir Þjóðverjann Peter Handke, sem heitir Áhorfendum ofboðið, eða eitthvað ( þá veru. Mikil leynd hvdir yfir æfingunum og heyrist pískrað að sýn- 'mgin verði um margt firna nýstárleg. Sigurður leikstýr- ir í Félagsstofnun stúdenta Jakobi og meistaranum, leikriti eftir tékkneska út- tegaskáldið Milan Kundera, sem aftur er byggt á sögu eftir alfræðibókarmanninn Diderot.-fc Katel heitir ný verslun við Klapparstlginn, sem selur gömul hús- gögn, gallerlplaköt, póstkort og keramlk eftir Kolbrúnu Kjarval. Eigandi verslunarinnar er Þórunn Guömundsdóttir. Vegg- og gólfdúkur DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæðavara. Úrval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka. Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn enn betri. Úrval af málningu og málningarvörum. 50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna. Valin gæðavara -j- vönduð vinnubrögð -f leiðbeiningar og góð ráð = ánægjulegur árangur mmummmm ípr Hvprfissr ODRimirat* Hverfisgötu 34 - Reykjavik Sími 14484 - 13150 Sendum í póstkröfu um allt land Hvervaldi Nauðug/viljug? „Það var þáverandi leiklistarráðunautur Sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugsson, sem mælti með þvl að verkið yrði kvik- myndað, og pá hafði hann einungis synopsis til að dæma út frá.Áverkéfnaskráársins1982 voru fjögurverk meðlistrænan metnað; tvö úr leikhúsi, Stundarfriður og Ofvitinn, og tvö frumsamin fyrir sjónvarp, Nauðug/viljug og Hver er sinnar gæfu smiður eftir Þörstein Marelsson, en það handrit bauö uppáátburðarás sem hentaöi myndrænni úrvinnslu og þvl út- hlutaði dramatúrginn sjálfum sér ásamt Félagsheimilinu. Hrafn sýndi mér synopsis Ásu Sólveigarog spurði mig hvort ■ég viftíi leikstýra þessu verki. Ég verð að játa að það runnu á mig tvær grlmur þegar ég sá þetta, aðallega vegna þess að mér fannst vanta I þetta alla sögu, dýnamlska atburðarás þar sem eitt leiðir til annars. Mér flaug I hug hvort Hrafn væri þarna að gefa mér reipi til að hengja mig I. En á hinn bóginn er henging frjórri sjálfsmorðsaðferð en margar aðrar vegna þess að henni fylgir sáðlát. Og það er ólíkt áhugaverðara að leikstýra en að vera keyrslupródúsent á leikhúsverki, og þvl sló ég til“. Hvað finnst þér um þá hörðu gagnrýni sem verkið hlaut hér í Helgarpóstinum? „Þessi gagnrýni hafði þaðfram yfirýmsaaðra, að (henni er fjallað um verkið sem kvikmynd, en ekki litteratúr. í einu blaði var t.d. talað um „myndræna útúrdúra" sem kannski spilltu fyrir „texta“ verksins. Kvikmynd er myndtexti, og þvf getur ekki verið um myndræna útúrdúra að ræða nema þá frá frum- textaveruleikans, og þáerum við komin út I metafýsik. Það er Guð sem skrifar veruleikann, en ekki Ása Sólveig. Hvað aftökugagnrýni Páls Baldvinssonar varðar, get ég ósköp vel skilið hvað fór I taugarnar á honum. En mér finnst hann óheiö- arlegur ( þvl hvernig hann afgreiðir Erling Glslason: að hann sé of „stór“ leikari fyrir sjónvarp. Orson Welles kemur ágæt- lega út ( sjónvarpi, og samt er hann stór og feitur. Þetta er högg fyrir neðan beltisstað, kannski af þvl hvað Erlingur er stórog Páll nær ekki lengra. Bestu hlutverkin (leikritum og kvikmyndum eru fantarnir og svolarnir sem Páll telur Erling llða fyrir að vera settur (. „Þv( betri sem bófinn er, þeim mun betri er myndin" sagði Hitchcock. Er Rlkharður þriðji ekki klasslskt hlutverk? Að mlnu mati er ósanngjarnt að saka Erling um sviðsleik/ofleik, hann túlkareinmitt mætavel virðu- leika særðs flls sem brýtur og bramlar með þvl einu að setjast á stólbak". Ertu sjálfur ánægður með myndina? „Mér finnst hún túlka vissa sérlslenska angist, og ég vona, að það sé ( henni ákveðin stlgandi. Ég held hún gangi betur upp en kvikmyndaverkefni Sjónvarpsins næst á undan, Vandarhögg, þar sem fremsta leikskáld þjóðarinnar og af- kastamesti kvikmyndasmiðurinn lögðu þó I púkk“. Hvað finnst þér um tillögur um að bjóða eigi ut leikræn verkefni hjá Sjónvarpinu? „Til að það dæmi gengi upp þyrfti I fyrsta lagi að leggja nið- urkvikmyndadeildSjónvarpsins. Það verðuraldrei ódýraraað bjóðaút verk þegarfastráðnirstarfsmenn gangaum iðjulaus- ir á meðan. En ég er fylgjandi þvl að listafólk leggi eistun og snlpinn að veði og geti ekki kennt rlkinu, ÁTVR eða LSD, um allt. Hjá LSD Sjónvarpsins hafa þrýstihópar knúið á um idjót- Iskar starfsreglur og verkaskiptingu; höfundur og leikstjóri mega helst ekki vera sami maðurinn, leikstjóri og pródúsent ekki heldur, leikstjórn og sviðsetning er sitt hvað... Þetta er eftireinhverri Norðurlandaformúlu, en tlðkast ekki rrieðal sið- menntaðra þjóða. í verkum sem boðin eru út mætti sneiöa hjá svona asnaskap". Sjónvarpsmyndin Nauðug/viljug sem sýnd var næstsíð- asta sunnudag hefur verið til umræðu manna ó meðal og hafa viðtökur verið frekar slæmar. M.a. birtist hér í Helg- arpóstinum harðorð umsögn Póls Baldvins Baldvinssonar um verkið. Leikstjóri myndarinnar var Viðar Víkingsson, dagskrórgerðarmaður hjó Sjónvarpinu. Viðar er mennt- aður fró Frakklandi og hefur stýrt upptökum hjó Sjónvarp- inu undanfarin ór. HP ræddi við Viða viðtökur þess. iar um þetta verk og HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.