Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 11
gangastúlkur og ein hjúkrunar- kona sinni 300 vistmönnum á næturnar. Þetta þykir ægilega lít ið. Nú er það svo að níutíu prósent af fólki sefur um nætur enda segir næturhjúkrunarkona sem unnið hefur á Grund í fimmtán ár að vel sé hægt að koma af verkunum með þessum mannskap. Hún er kannske örlítið dómbærari á það en Dagmar. Þar sem mér leiðist karp læt ég hér með lokið, af minni hálfu, skrifum um þetta mál. Mig langar þó að minnast á þá tillögu Særiín- ar að þar sem ég sé svona mikil höfðingjasleikja ætti ég frekar að færa Gísla blóm en vera að skrifa um þessi mál. Þetta er alls ekki slæm hug- mynd og alveg víst að Gísli á frem- ur skilin blóm en sérfræðingar Helgarpóstsins í málefnum aldraðra. Með ljúfri kveðju ÓIi Tynes Naudug/viljug og smekkurinn Nokkrar upplýsingar fyrir sjónvarpsgagnrýnanda Helgarpóstsins Pál B. Bald- vinsson. Eg er afskaplega leiður yfir því, að þér féll illa lýsingin í innisenun- um í Nauðug/viljug, en að um ofanlýsingu sé að ræða er rangt hjá þér væni minn. Ofanlýsing í innisenum er engin, nema sú sem tilheyrði leikmyndinni og er þá ljósgjafinn oftast sjáanlegur í mynd, þ.e. í axlar- eða höfuðhæð standandi manns. Vertu ekkert að færa rök fyrir smekk þínum nema þú hafir vit á, það borgar sig ekki að sveifla svona orðum sem þú hefur heyrt, nema þau eigi við. Þú minnist á eitt innskot úr gamalli varúlfamynd. Innskotin voru nú reyndar fleiri og ekki eldri en önnur myndskeið í Nauðug/viljug. Upplýsingar um þetta lágu frammi á forsýning- unni. Einnig ræðir þú um „Þessar elskur sem ekkert fá nema launin sín og festa sárafá verk á filmu ár- lega“. Ég væri ánægður með eitt verk á ári, en því miður líða hér tvö til þrjú ár á milli verka að jafn- aði. Það sem af er þessu ári hefur kvikmyndadeild Sjónvarpsins ekki tekið upp neina leikna mynd. Varðandi spurningu þína hver hafi valið þetta stykki til vinnslu, ráðlegg ég þér að leita svara hjá Hrafni Gunnlaugssyni, en hann var leiklistarráðunautur Sjón- varpsins er Nauðug/viljug varð ofaná. Virðingarfyllst Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður Nú bjóðast verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs með betri kjörum en áður. Hærri vextir Vextir eru nú 4,16% í stað 3,5% áðiir. Innlausn tvisvar á ári Að loknum binditíma sem er 3 ár eins og áður, verða nú tveir gjalddagar á ári í stað eins. Andvirði seldra skírteina verður varið til aðgerða í húsnæðismálum. Skírteinin eru seld á nafnverði til 1. desember n.k. Að öðru leyti eru kjör spariskírteinanna sambærileg við fyrri útgáfur t.d. að því er varðar skattalega meðferð. Þau eru sem fyrr áhyggju- og fyrirhafnarlaus fjárfesting, sem skilar öruggum arði. Sölustaðir em bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. SEÐLABANKI ÍSLANDS BÍLBELTIAFTURÍ BJARGAR! Samkvæmt skýrslum Umferðarráös slösuðust 166 farþegar í bílum fyrstu 9 mánuði 1983, þar af sátu 79 í aftursæti - án bílbelta. Ljóst er að margir hefðu sloppið við meiðsli, ef þeir hefðu notað bílbelti. Til þess að örva notkun bílbelta í aftursæti og þar með fækka slysum á farþegum, býður ÁBYRGÐ HF., fyrst tryggingarfélaga, ennþá betri tryggingarverndþegaraftursætisfarþegarnotabílbelti. Framyfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 krónur við dauðsfall og allt að 150.000 krónur við örorku ef farþegar í aftursæti í einkabílum, tryggð- um hjá ÁBYRGD HF., slasast alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Þessi aukatrygging gildir einnig um ökumenn og farþega í framsæti í einkabílum með ökumanns- og farþegaslysatryggingu hjá ÁBYRGÐ HF., slasist þeir alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Tryggingafélag bindindismanna HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.