Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Blaðsíða 25
„Diddi er tilfinningaheitur maður og allt hans innra líf var mjög um- byltingasamt", segir Þórir Kr. Þórð- arson. „Blær hestamennskunnar hefur löngum hvílt svolítið yfir Didda, jafnvel svo sumum verður ekki um sel. Hann var áberandi rót- laus, en samt hefur hann búið yfir einhverjum innri styrk, því annars er jafnvíst að hann hefði farið í hundana. Sjálfsagt hefur hann alltaf verið trúaður á sinn hátt, það finnst mér afstaða hans til móður sinnar í uppvaxtarsögunni sýna“. Eftirstúdentspróf 1948 liggur leið Sigurðar í guðfræði- deildina í Háskólanum, þar sem hann naut eink- um handleiðslu Sigurbjörns Einars- sonar, sem þá var prófessor. „Ég ætlaði að verða biskup", segir Sig- urður. En á þeim árum voru ýmsar afdrifaríkar blikur á lofti í þjóðmál- unum, íslendingar voru þverklofnir í afstöðunni til NATÓ og kristilegu félögin í afstöðunni til Sigurbjörns Einarssonar, sem hafði mælt gegn inngöngunni í Atlantshafsbandalag- ið. „Sigurbjörn var hálfpartinn settur út í kuldann í KFUM vegna afstöð- unnar til NATÓ“, segir Guðrún Ólafsdóttir. „Þá kom vel í ljós að spenna ríkti milli Sigurðar og ým- issa annarra í félaginu. Sigurður var nokkuð til vinstri, en hinir flestir hreinir sjálfstæðismenn". „Þarna held ég að leiðir Sigurðar og kristi- legu samtakanna hafi fyrst farið að skiljast", segir Þórir Kr. Þórðarson. í guðfræðideildinni var Sigurður í tvo vetur, en sigldi haustið 1950 til náms erlendis, fyrst í Kaupmanna- höfn. „Hann staldraði því miður stutt við í guðfræðideildinni. Ég sá eftir honum sem nemanda", segir Sigur- björn Einarsson. Þegar Sigurður kemur út rennur fljótt af honum trúarmóðurinn. Stelpur, vonlausar og endurgoldnar ástir, og allt það veraldlega sem menn neituðu sér um í KFUM — „eftir á veit ég að þessi starfsgleði og trúrækni var uppbót fyrir skort- inn á sannfæringunni", segir hann sjálfur. En kannski ekki síst; nýja ástin í lífi hans. Grikkland. „í Grikklandi fór ég að finna það hvað lífið hérna megin er spenn- andi. Fólkið, landslagið, sagan, birt- an; allt heltók mig. Þetta var ást við fyrstu sýn sem ágerðist við nánari kynni í 20 ár. Mér fannst einhvern veginn eins og ég hefði komið til Grikklands áður“, segir Sigurður. IGrikklandi skrifar hann sína fyrstu bók, Gríska reisudaga, og nokkru síðar kemur á dag- inn að ást hans er ekki alveg óendurgoldin, því honum er veitt ein æðsta orða Grikklandsstjórnar, Fönixorðan, þá kornungum manni. Sagan segir að þegar Sigurður deyr verði skotið úr fallbyssum af Akró- pólishæð, þótt ekki sé það selt dýru verði. Næsta áratuginn er hann með annan fótinn erlendis, einkum í New York, þar sem hann dvaldi við nám í fögur ár og lauk BA-prófi í bókmenntum. Sigurður kemur aftur heim 1956 og ræður sig þá í blaðamennsku á Morgunblaðinu. „Það var Bjarni Benediktsson sem tók af skarið og réð mig. Hann sýndi af sér talsvert frjálslyndi á þessum árum, enda Sjálfstæðisflokkurinn ekki í stjórn", segir Sigurður. Á Morgunblaðinu var Sigurður næstu 11 árin, og gaf aukin heldur út fjölda bóka á tíma- bilinu — ljóð, greinasafn, skáldsögu, ferðabók, þýðingar. Matthías Johannessen ritstjóri starfaði á Morgunblaðinu samhliða Sigurði: „Ég þekkti Sigurð lítið sem ekkert þegar hann kom að Morgunblað- inu. En ég man vel eftir samtali sem var haft við hann í einhverjum fjöl- miðli um það leyti. Þar var hann að tíunda allt það sem hann var með af handritum í ferðatöskunni. Ég man að ég velti því fyrir mér hvílíkt ofur- menni á ritveilinum væri komið til landsins. Þegar hann kom á blaðið tókst strax með okkur góð vinátta, sem hefur haldist þrátt fyrir marga brotsjói og mikið öldufall. Sigurður skrifaði einkum um menningarmál í Morgunblaðið, frísklega og öðruvísi en var venja hér á landi. Hann hélt uppi miklum og ómetanlegum vörnum fyrir nútímaljóðlist og hafði að mínu viti mjög næma tilfinningu fyrir því sem var verðmætt í íslensk- um nútímabókmenntum. Aþessum tíma áttu Sigurð- ur og Morgunblaðið sam- leið, hvað sem síðar varð. Hann var eindreg- inn NATÓ-sinni og hélt uppi vörn- um fyrir vestrænt samstarf. Um það leyti sem ég var að skrifa kompaní- ið við Þórberg flutti Sigurður ein- mitt erindi í útvarp um þessi mál. Ég man ekki betur en að Þórbergi félli allur ketill í eld við að hlusta á þá yfirgengilegu aðdáun á NATÓ sem hraut af munni þessa vinar míns". Morgunblaðið þótti á þessum fyrstu árum Sigurðar heldur frísk- legra en oft áður og síðar, enda ung- ir og frískir pennar þar í farar- broddi, Matthías og Sigurður líklega fremstir. Þegar á líður fer þó að þrengjast hagur Sigurðar á Moggan-, um — hvort sem þar var um að kenna minnkandi svigrúmi á blað- inu eða sinnaskiptum hans sjálfs. „Ég hafði verið einn af stofnendum Samtaka um vestræna samvinnu en þegar átökin um ameríska sjón- varpið hófust snerist ég alveg í NATÓ-málinu og hef síðan verið herstöðvaandstæðingur", segir Sig- urður. „Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn var í stjórnarandstöðu mátti ég eiginlega fara mínu fram, en undir- eins og hann var kominn í stjórn var farið að sussa á mig“. Sinnaskipti? „Þegar Sigurður finnur sér fylkingu, drekkur hann þann bikar alveg í botn", segir Þórir Kr. Þórðarson. Matthías Johannes- sen: „Ég hef aldrei áttað mig á þessum’ sinnaskiptum sem þarna urðu, eða- hvort þau yfirleitt urðu. Sigurður er eins og margir góðir menn, í pólitík hugsar hann meira með tilfinning- unum en öðrum taugaþráðum. Hann gengst mjög upp í því sem hann er að gera hverju sinni, og hef- ur því farið í marga hringi. Ég veit aldrei hvar hann er staddur á hringnum. Hann er svolítill kross- fararriddari í sér og elur með sér einhvern draum um að frelsa heim- inn, leggja undir sig Jerúsalem. Að mínu viti er það einn aðalókostur Sigurðar hversu áhrifagjarn hann er. Mig hefur stundum undrað það hvað síðasti ræðumaður getur haft mikil áhrif á hann. Á þessum árum var alltaf verið að halda því fram við okkur að Sigurður væri ekkert annað en kommúnisti. Þessi óskap- lega gagnrýni á skrif Sigurðar olli okkur talsverðum vandræðum, því þá vorum við í óða önn að sannfæra menn um að frjálst blað væri heppi- legasta leiðin. Það var ekki ailtaf auðvelt að skýra þennan hringakst- ur hans, en við urðum að axla þá á- byrgð og þola steinbörnin. En þráð- urinn miili okkar Sigurðar hefur aldrei slitnað. Við ættum að geta krunkað margt ágætt saman í ell- inni“. Ujólaleytið 1968 er Sig- urður mjög í sviðsljós- inu og umdeildari en nokkru sinni fyrr, þá hættur á Mogganum og tekinn við ritstjórn Samvinnunnar. Eftir mót- mæiafund gegn Vietnam-stríðinu 21ta desember er hann handtekinn ásamt hópi ungs fólks og lætur fleyg orð falla við það tækifæri — að kunnur lögregluþjónn sé „lands- þekkt kraftidjót og ofbeldismaður". Á Þorláksmessu var haldinn fundur og ganga til að mótmæla handtök- unum. Sigurður var ræðumaður og Morgunblaðið skrifaði um fullorðna menn sem ættu að hafa betra vit en að æsa upp unglingana. Sveinn Rúnar Hauksson læknir á Húsavík var baráttufélagi Sigurðar á þessum árum, í andófinu gegn Vietnam- stríðinu, herforingjastjórninni í Grikklandi og herstöðinni í Kefla- vík. „Afstaða Sigurðar í pólitík mótað- ist held ég mest af Grikklandsmál- inu. Áður hafði hann líka verið leið- andi í baráttunni gegn Keflavíkur- sjónvarpinu og uppfrá því hefur hann líklega orðið gagnrýnni á veru bandaríska hersins hér. En ég held að valdarán herforingjanna í Grikk- landi og hlutur NATO í því máli hafi haft afgerandi áhrif. Grikkland er slíkt tilfinningamál fyrir Sigurð. Ég hef stundum haldið því fram í gamni að ég hafi uppgötvað Sigurð. Ég fékk hann til að taka að sér for- mennsku í Grikklandshreyfingunni og þar unnum við saman öll árin. Hann var áhrifamaður, fólk lagði við eyrun þegar hann talaði og því voru andstæðingarnir kannski svona smeykir við hann. Enda var rógburðurinn sem gekk um hann í samræmi við það“. Sú tilraun Samvinnuhreyfing- arinnar að láta þekktan | menningarpostula ritstýra málgagni sínu stóð frá 1967-74. Þá var aftur farið að hitna undir Siguröi. Samvinna Sigurðar var fast deilumál á dagskrá aðal- funda Sambandsins. Sumir sam- vinnumenn töldu að Sigurður væri alltof róttækur, aðrir vildu hverfa aftur og láta blaðið einblína á mál- efni kaupfélaganna, en meginrök- semdin fyrir því að útgáfunni var hætt mun þó hafa verið sú að útgáf- an þótti fram úr hófi kostnaðarsöm. „Það sást strax á fyrsta tölublað- inu að Sigurður hafði mjög ákveðn- ar hugmyndir um hverslags tímarit hann vildi gefa út. Honum höfðu greinilega verið gefnar frjálsar hendur til að gefa út alhliða og rausnarlegt menningartímarit, og það tókst honum framar vonum. Samvinnan er einhver merkileg- asta tilraun sem hér hefur verið gerð í tímaritaútgáfu, Sigurður lagði geysilegan metnað í blaðið. Ég þyk- ist líka vita að margir voru ánægðir og töldu að þarna hefði hann verið tendraður aftur sá menningarró- tæki kyndill samvinnumannanna sem létu sér ekkert mannlegt óvið- komandi". Þetta segir Heimir Páls- son menntaskólakennari sem starf- aði um hríð á Samvinnunni ásamt Sigurði. Sigurður A. Magnússon hefur víða látið sópa að sér á lífsleiðinni. Kvennamál hans hafa oft verið í nokkru hámæli — einkum síðan hann lét nýreist einbýlishús í Mos- fellssveit, konu, börn og bíl lönd og leið fyrir nokkrum árum. Ef ein- hvern fýsir að vita það, þá er Sig- urður tvígiftur og á fjögur stálpuð börn —■ með þremur konum. Kvennamaður er hann og á senni- lega ekki langt að sækja það. Kona sem átti náin kynni við Sigurð fyrir tæpum þremur áratugum segir um hann: „Sigurður var kvennabósi og sjar- mör. En hann hefur aldrei verið neinn flagari. Hann er svo lifandi persóna að hann kemur dauðum hlutum af stað, og þá er ég ekki bara að tala um kynferðishliðina. Hann er fullur af lífsfjöri og hefði getað orðið prýðilegur leikari. Hann er sjarmerandi á eðlilegan hátt, en inní honum blundar einhver árátta að sýna manndóm, að stökkva á bráð- ina. En ég verð að viðurkenna að betri elskhugum hef ég kynnst“. Kona sem er á líku reki og Sigurð- ur og var lagskona hans um hríð lít- ur öðrum augum á ástmanninn Sig- urð: „Ég heillaðist af honum í upphafi því hann virkaði svo dulur og fjar- rænn á mig. Þegar ég kynntist hon- um betur fannst mér persónuleik- inn á bak við þessa grímu óttalega lítilfjörlegur. Hann var lítið gefandi, bæði andlega og líkamlega. Á ástar- stundum var hann mest með sjálf- um sér. Ég man ekki eftir neinni konu sem fær glimt í augað þegar minnst er á Sigurð". „Sigurður var oft frekar hugsi og alvöruþrunginn á svipinn", segir gömul skólasystir. „En þegar hann brosti pipraði margt meyjarhjartað. Ég hef sjaldan hitt mann sem hefur hlýlegra og fallegra bros". Sigurður hefur lengi haft lag á að espa menn upp á móti sér; í hita augnabliksins hef- ur hann oft látið falla óvæg- in orð, sem ritskoðunarglaðir menn mundu jafnvel flokka undir róg og persónuníð. Árni Bergmann hefur átt mikil samskipti við Sigurð, bæði sem andstæðingur og samherji: „Fátt er fjær Sigurði en að taka á málunum með kaldri og yfirvegaðri íróníu. Samt finnst mér hann ekki tala með sjálfbyrgingshætti þess sem situr einn inni með sannleik- ann. Hann er að eðlisfari kapps- maður og honum hitnar mjög í hamsi þegar honum finnst eitthvað í húfi“. Njörður P. Njarðvík, frændi Sig- urðar og eftirmaður í formannssæti Rithöfundasambandsins, er svip- aðrar skoðunar: „Sigurður er afskaplega hreinn og beinn maður og hefur aldrei sóst eftir vinsældum. Hann hefur það sem enskir kalla „courage of con- viction" hugrekki til að bera fram sína sannfæringu. Ég er ekki frá því að það sé af yfirlögðu ráði að menn- ingargagnrýni hans er svona hvass- yrt. Það vakir fyrir honum að vekja andsvör, viðbrögð. En í eðli sínu er hann hrekklaus maður. Ég held að hann verði alltaf jafnhissa þegar hann mætir ósanngirni og bola- brögðum, sem þó gerist oft og ein- att“. „Sigurður hefur kynnst fleiri hlið- um á tilverunni en títt er um menn. Hann hefur aldrei lifað í neinu gróð- urhúsi", segir Þórir Kr., sem enn heldur kunningsskapnum við Sig- urð. „Því er kannski ekki furða að hann sé oft býsna hatrammur. En hitt finnst mér líka áberandi hvað hann er beiskjulaus í uppvaxtarsög- unni — hann hatast ekki við fyrri til- veru sína þótt hún hafi á tíðum ver- ið sársaukafull". Sigurður er á eilífum hringakstri, svo notuð séu orð Matthíasar Jo- hannessen. Eins og stendur er hann staddur vinstra megin í sínum lífs- hring, ef til vill á svipuðum slóðum og hann lagði upp frá. Við Ijúkum þessari brotakenndu mynd af Sig- urði A. Magnússyni á orðum sam- herja hans á þeim kantinum, Vil- borgar Dagbjartsdóttur: „Hann Sigurður er enn að leita að uppruna sínum. Hann var kominn- býsna langt til hægri á sínum tíma, en þar hefur hann aldrei átt heima. Hann er nú að leita að sinni nær- mynd í öllum skilningi, sem er á- reiðanlega bæði erfitt og sárt fyrir hann. En það er alltaf mikils virði að hitta fólk sem deilir með manni til- finningum sínum. Það gerir Sigurð- ur“. Þessi stúlka notaði Molton Browners, hárrúllurnar fyrir þurrt hár. j£íf-Á. Fæst í eftirtöldum verslunum og hárgreiðslustofum: Reykjavík: Hárgreiðslustofan Fígaró, Laugavegi. Hárhúsið Adam & Eva, Skólavörðustíg. Hársnyrtistofan Papilla, Laugavegi. Hár & snyrting, Hverfisgötu. Hár Galleri, Laugavegi. Iðunnar apótek, Laugavegi. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Topptiskan, Miðbæjarmarkaðinum. Verslunin Bonný, Laugavegi. Verslunin Dana, Völvufelli 15, Breiðholti. Verslunin Oculus, Austurstræti. Verslunin Sápuhúsið, Laugavegi. Hafnarfjöröur: Verslunin Disella, Miðvangi. Keflavik: Hársnyrtistofan Edilon, Túngötu 12. Snyrtistofan Dana, Túngötu 12. fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið. Lista-Kiljan sf., sími 16310. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.