Alþýðublaðið - 06.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.04.1927, Blaðsíða 2
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! kemur út á hverjum virkum degi. j Afgreiðsla í Aipýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. : til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin ki. 9 Va—10 Va árd. og kl. 8 - 9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 : (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði, Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (i sama húsi, sömu símar). HnffsdalsKmeykslIð. Á að svelta verkalýöinn til hlý’ðni? Er það nýjastí hnykkur- inn? A'ð loka búðunum, svo að menn fái ekki mjöl, rétt eins og einokunarverzlunin gerði forðum, og taka af mönnum beituna, svo bð þeir getí heldur ekki náð björginni úr sjónum, ætti að vera gott ráð, þvi að þegar hryktir i horbeinagrindinni innan í hrukk- óttum belgnum, þá verða menn auðsveipir; því veldur lífsþráin. Eða ef til vill segja þeir, útibús- stjórarnir isíirzku, eins og María Antoinette Frakkad rotning sagði um sveltandi borgarmúginn í París; „Nú, ef þá vantar brauð, held ég að þeir geti étið súkku- Jaði.“ En hún varð skammlíf eft- ir, sú góða kona. — Matarleysið - það á að hrífa. Peir lesa lík- legast ekki Alþýðublaðið, burgeis- arnir ísíirzku, en I>ar var sagt frá því um daginn, að MacDonald, foringi alþýðuflokksins brezka, hefði talað það opinberlega í vet- ur, að byltingar væru illri stjórn og óviturri að kenna. En þeir hafa vafalaust séð það í útlendum blöðum, að' múgurinn gengur annars staðar lykillaust um lok- aðar búðir, ef hann sveltur. Hungur og lokaðar búðir eru vottar illrar stjórnar, eða svo þótti á e inokunartímunum. Og ef til vi!l er það tilgangur burgeis- anna að egna verkalýðinn íslenzka til að taka sjálfur, en segja siðan: „Sjáið böxn Lenins og Trotzkys!“ Sé það sannleikurinn, þá tekst það aldrei; til þess eru íslenzk- ir alþýðumenn of gætnir, — ekki gæfir; menn greini vel á milli orðanna. En þó aldrei nema það tæki t, myndi sökin lenda á frum- kvöðlunum, útibússtjórunum ís- fir.ku, sem nú, 'hvað sem líður öllum fagurmælum forsætísráð- iherra um þá í þinginu, eru orönir berir að pví að nota stofnanir sínar í stéttabaráttunni á mó:i al- þýðunni, sem sjálf heldur stofn- ununum uppi. Það er alþýðan. sem ábyrgist 9 milljónalánið, sem Landsbankinn tekur og enginn veit hvað á að gera við, nema hvað islandsbanki fær s'eikju af því. Og svo þakka bankamir með því að loka búðum fyrir alþýðu og halda fyrir hsnni beitunni. Hún hungrar; hún er mátuleg til þess, og hver veit nema meiningin sé að starfrækja fyrir þessar 9 millj- ónir stóra sultarverksmiðju með lokuðum búðum, bundnum togur- um og vélbátum og beituleysí og svo með blómlegum kirkjugörð- um í kring. Slíkt atferli, sem þetta, hefir sinar afleiðingar, því að „þá nötrar vor marggylta mann- félagshöll. er mæðir á kúgarans armi og rifin og fúin og ranískekt er öll og rambar á helvítis barmi.“ Petta mál er ekki hagsmuna- mál alþýðunnar einnar. Hugsum okkur, að höfð séu endaskifti á myndinni,.— aö það væru jafn- aðarmenn, sem væru útibússtjórar á ísafirði og lokuðu búðum fyrir íhaldsmönnum í Hnífsdal og tækju af þeim beitu, svo að þeir yrðu að fara alls á mis, Auðvitað væri slíkt óhugsandi; svo fjarri er það allri jafnaðar- mannshugsun, en segjum svo, — hvað myndi þá íhaldið — allra svartasta ihaldið — segja? Það er ekki hægt að segja nema eitt, að það væri svívirðilegt. Það má deila og það verður deiit um kaup og margt annað, en það eru takmörk fyrir því, hvað gera má í deilu. Hungur- vopnið hefir i ófriðnum mikía fengið á sig það ryð, sem aldrei fer af; allir víta það, og alli/- góð- ix menn á þessu landi vilja ekki láta beita því. Það verður að opna sölubúðirnar í Hnífsdal og af- henda beituna. Aðalbankarnir í Reykjavík verða að grípa í taum- ana og binda enda á óhæfuna; annars er þaö fullvíst, að bankar iandsins ganga erinda íhaldsins í viðleitni þess til að kyrkja vel- gengni alþýðunnar. Meðri deild. Færsla kjördagsins. Meiri hluti allshn. hefir nú skil- að á iti sínu um kjördagsfærslu- frv„ þeir Jörundur, Árni og Jón Guðn. Jón Kjart. skrifar ekki und- ir með þeim, en þeir lýsa yfir því, að bann cé þeim sammála uæ kjördagsfærsluna. Þeir þrír vilja láía íre ta talningu atkvæða, þar til 5 vikur eru liðnar frá kjör- degi, cg er það í sambandi við frv. þeirra um aíkvæðagreiðslur kjóren ’a, sem staddir eru í öðr- \ um kjördæmum. — Eins og kunn- ugt er, haía margfalt fleiri kjós- endur mötmælt færslu kjördags- ins tii 1. júlí, heldur en þeir sár- fáu, sem þess hafa óskað. Berklavarnarnir o. fl. Svo bar við í gær, að frv. um br. á fi kimatslögunum fór um- ræðu aust gegn um 3. umr. tíl e. d„ eftír allar kappræðurnar, sem íhaldsmenn höfðu átt hver við annan við 2. umr. þess. Sala Sauðár, breytíngafrv. á berkla- •-varnalögunum og hvalveiðafrumv. fóru öli til 3. umr. — Jön Kjart. lagði til, að berklavarnalaga- breytingunni væri vísað tíl stjórn- arinnar með þeirri forsendu, að kostnaðurinn vegna berklavarna- laganna sé orðinn svo mikill, að lögin þurfi að endurskoða, og skyldi markmið þeirrar athugun- ar, er hann vildi fela stjórninni, vera það, að draga úr kostnaðin- um. Kvað hann alt of mikið fé borgað lir ríkissjóði fyrir berkia- sjúklinga, og kvað „Mgbl.“-rit- stjórinn mjög marga slíkra sjúk- linga dvelja í hælum og sjúkra- húsum, sem ekki sé þörf á því. Jón Þorláksson var alveg á sama máli. Kvað hann fó!k, sem ekki eigi að vera í sjúkrahúsum, sitja þar á kostnað „hins opinbera“ og romsaði um óþarfa-fjáreyðslu vegna berklavarnalaganna. Svo leit út, sem ýmsum þingmönnum blöskruðu ummæli Jónanna, og var tillaga J. Kj. feld. Um hvalveiðarnar benti Héðinn Valdimarsson á, að heppilegra væri, að slík fyrirtæki væru þjóð- nýtt eða héraðanýít, heldur en að sérleyfi væru veitt til þeirra. Myndi og atvinna eða not,. er landsmenn heíðu af veiðinni, ekki verða langæ, ef aðferð sú yrði höfð, er frv. fer fram á, því að ef að líkindum létf; myndu svo mörg og mikil sérleyfi verða veitt, að hyalurinn yrði aftur upp urinn á fáum árum, líkt og áður var gert. Hins vegar yrðu tekjur ríkis- sjóðs litlar af slíkum sérleyfa- veitíngum, þar eð árgjald af hval- veiðaskipi er í frv. ekki ákveðið hærra en 500 kr. Ásg. félst á, að e. t. v. myndi vera rétt að tak- marka veiðiskipafjöldann í lög- unurn sjálfum, en engin tíllaga um það er enn komin fram. Veðfrv. var vísað til 2. umr. Kvað J. Kj. það komið fram að ósk beggja bankanna. — Við frv. um friðun hreindýra voru komnar fram brt„ er gengu talsvert í aðra átt. Eftir að 2. umr. þess háfði staðið um stund, varð það ‘úr, að því var ásamt þeim vísað til alls- herjarn. og umræðum frestað. Við 1. umr. haiði verið felt að vísa því til landbn. Nú þótti ekki hlýða að afgreiða það án þess, að málið væri athugað í nefnd. Pétur Þórðarson talaði fyrir frv. sínu um breytingu á þingsköpun- um (aukningu málfrehis þing- manna). Gat hann þess, að eigi banni þau, að einn þingmaður grípi fram í annars ræðu eða að 4—6 þingmenn tali í senn, né heldur, að þingmaður dvelji ann- ars staðar en í deiltíinni, meðan á umræðum stendur, t. d. hlusti á meðan á það, sem fram fer í hinni deildinni, og geti nauðsyn til alls þessa legið á stundum, þó að betur þyki fara á því, að ekki sé mikið að því gert. Kvað bann frjálsleg þingsköp í þessum efn- um ekki hafa komið þinginu í koll. Myndi og sú raunin á verða, þó að ákvæðin um ræðufjölda yrðu rýmkuð, en þingsköpin ættu ekki að vera svo þröng, að nauð- ur reki til að brjóta þau, eins og nú sé. Benti hann á, að þau heim- ila engar „stuttar athugasemdir“ um þingmálin sjálf, en þó sé venja forseta að leyfa þær, enda oft nauðsynlegt. Vildi P. Þ. jafn- vel, að þingmönnum væru form- lega heimilaðar slíkar smáræður í alt að 30 mín. eftir þörfum, svo oft, sem þeir óski. Loks óskaði hann að heyra undirtektir þing- manna. Varð þá mörgum litið til flokksbróður hans, ritstjóra „Tím- ans“, því að á laugardaginn var var hlað hans enn að nýju að fárast yfir þingræðufjöldanum; en nú bærði hann ekki á sér, greiddi að eins atkv. með frv„ og var því vísað til 2. umr. og allshn, íhaldsstjórnmál. Frv. um laun skipverja á varh- eimskipum ríkisins og stjórnar- skrárbreyting íhaldsins voru bæði tíl 1. umr. (komin úr e. d.). Kvað Jón Þorl. aðalatriðið um launa- frv. vera það, að með því gefist betri aðstaða tíl að hafa hemil á launaupphæðinni. Um stjórnar- skrárbreytinguna lét hann svo, sem aðalatriðið væri að spara eítt- hvað kostnað við alþingiskosning- ar. Þótti honum víst hljóma betur að orða það þannig, heldur en að kosningamar væru óþægilega. margar fyrir íhaldið. — Frv. þessi fóru bæði til 2. umr., launafrv. til fjárhagsn., en stjórnarskrárfrv. til stjórnarskrárnefndar. EIpí deild Þar voru tvö mál til umr. Var því hinu fyrra, frv. um brt. á lögum um skipun prestakalla (Lágafellsbrauð), sem var til 2. umræðu, vísað til 3. umr. Síðara málið, þáltill. ungfrú Ingibjargar um skipun opinberra nefnda (heldri manna konur í konungs- móttökunefndir), var samþ., en þó urðu.um það nokkrar umræður, og flutti E. Á. rökstudda dag- skrá þess efnis, að deildin tæki' fyrir næsta mál á dagskrá sök- um þess, að konur væru körl- um jafnréttháar að lögum, og; mætti gera ráð fyrir þvi, að þær •lentu í nefndum, þegar við ætti og þær hefðu hæfileika til, en. hún var feld. Nýtt skattafriiinvarp. Stjórnin er nú að leggja fram- frv. um, að lögin um 25»/o gengis- viðaukann á ýmsa tolla og gjöld,, — sem á að falla úr gildi um næstu áramót oguppha/lega var á- kveðiðað 'él'iþegaxniður, ergengi á sterlingspundi yrði undir 25 kr., — verði enn framlengd yfir næsta ár. — Þarna getur að líta fjár- málastefnu íhaldsstjómarinnar slæðulaúsa. Próf um rekstur strandvarn- anna. voru lialdin í giær í varðskipinu „Óðni“ samkvæmt beiðni skip- stjórans. Verður nánara skýrt frá því síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.