Alþýðublaðið - 06.04.1927, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
j Nýkomlð
1 nærfaíMður kvenna og
baraa mikið úrvai
IGolííreylur með háum
_ kraga sérlega fallegar |
Ilattbildur Bjðrnsdóttir, s
Laugavegi 23.
Ágústsclóttir syngur, og fleira
verður þar til skemtunar. Félags-
konur mega taka með sér gesti.
Þenna dag
árið 1909 komst Ameríkumað-
urinn Robert Peary á norðurheim-
skautið.
„í|iökuu~fundur
verður í kvöld.
Bak við Reykvíkinga
reynir „Mgbl.“ að skjóta sér
með gasprið í landhelgisgæzlu-
málinu, en af reynslu um hollustu
„Mgbl.“ við þorra Reykvíkinga,
álþýðuna í kaupdeilum o. fl„ vita
Reykvíkingar, að blaðinu er að
eins ant um, að ekkert komist
upp um íhaldið; það veit, að
veikt er fyrir.
Tiðarfar á Eyrarbakka.
Sérstök ótíð hefir verið hér til
sjávarins, en gnægð, fiskjar er,
ef til hans næst. T. d. fengust
800—900 í einni trossu nýlega, en
vegna gæftaieysis hefir lítið afi-
ast. (FB-skeyti frá Eyrarbakka í
dag.)
Togaramir.
„Baldur" kom af veiðum í gær
með 85 tunnur lifrar, „Karisefni"
í gærkveldi með 46 tunnur og
„Draupnir" í morgun með 57 tn.
„Maí“ kom í gærkveldi með
mennina, sem slösuðust. Einnig
kom enskur togari, eitthvað bil-
aður.
Skipafréttir.
„Fylla“ kom hingað i gær og
liggur á ytri höfninni. Fisktöku-
skip kom að norðan í gærkveldi
og í morgun kom saltskip tii
Bernharöar Petersens. Margar
færeyskar skútur liggja hér nú.
Nýja Bíó
sýnir eina ágætismyndina enn.
Er það þjóðsagan af galdramann-
inum Jóhanni Faust, sem líka er
kunn úr okkar þjóðsögum. Er
myndleikurinn bæði fallegur, fróö-
legur og skinandi vel leikinn.
Heilsufarsfréttir.
(Símtal í morgun við landhekn-
inn.) S. I. viku veiktust um 200
manns af , kikhósta" hár i Reykja-
vík, og 4 sjúklingar dóu. Hér er
mikið um kvef og yfirlsitt krank-
felt, þó ekki aðrar farsóttir. Ann-
ars staðar um Suðurland breiðist
. „kikhóstinn" út, en er alls stað-
ar vægari enn þá, heldur en hann
er nú hér í borginni. Hann er og
kominn i tvö héruö á Vestur-
landi, IsafjöTð og Patreksfjörð, en
er vægur. Að öðru leyti er. gott
heilsufar á Suðurlandi, utan
Reykjavíkux, og á Vesturlandi. Á
Norðurlandi breiddist „kíkhóstinn“
ekki út frekar s. 1. viku, nema á
Akureyri. Þar hafa og tveir menn
fengið taugaveiki, en læknir þar
telur mjög ólíklegt, að nokkur
slíkur faraldur sé í aðsigi. Ófrétt
af Austurlandi.
Fyrirlestur
heldur Helgi Hallgrímsson í
kvöld ki. 71/2 í Nýja Bíó að til-
hlutun verzlunarmannafélagsins
„Merkúrs".
Föstuguðsþjönustur
í kvöld: í dómkirkjunni kl. 6
Sigurbjörn Á Gíslason guðfræð-
ingur. 1 fríkirkjunni kl. 8 séra
Árni Sigurðsson.
Hróarstungulæknishérað
hefir verið veitt Ara Jónssyni
lækni.
Veðrið.
Hiti mestur 5 stig, minstur 1
stigs frost. Austlæg átt. Rok í
Vestmannaeyjum, hvassviðri hér
og alíhvast sums staðar víðar.
Víðast þurt veður. Djúp loftvæg-
islægð við Suðurland. Útlitið svip-
að. Mun þó hægja veðrið að
nokkru hér á Suðvesturlandi í
nótt.
Jafnaðarmannafélagið
(gamla). Fundur þess er í kvöld
kl. 81 j í Kaupþingssalnum.
Hjúskapur.
i fyrra dag voru gefin saman í
hjónaband af séra Friðrik Hall-
grímssyni ungfrú Sigríður Jóns-
dóttir frá Stykkishólmi og Bald-
vin Helgason, Sellandsstíg 30.
Qengi erlendra mynta í dag:
Sterlingspund........kr. 22,15
100 kr. danskar .... — 121 70
100 kr. sænskar .... — 122,25
100 kr. norskar .... — 118,72
Doliar .......— 4,56- 4
100 frankar franskir. . . — 18,07
100 gyllini hollenzk . . — 182,86
100 gullmörk þýzk... — 108,19
Blaðið
var þvi miður hokkuð síðbúið
í gær. Það olli, að fréttin af
Hnífsclals-hneykslinu konr rétt áð-
ur en þrentun. skyldi hefja, en
ekki þótti rétt að láta þá regin-
frétt bíða dagsins í dag.
Fæðið á Kleppi.
Dagfæðið á Kleppi er í fjár-
lögum þessa árs ákveðið kr. 1,45,
en nú hefir verið samþykt 5‘ aura
lækkun að ári. Þórarinn hefir vís-
að á stjórnina. Hennar sé fimtn-
‘aura-lækkunin, í frv. hafi að eins
iáðst að breyta tölunni, kalfað
prentvitla. Með þessum rökstuðn-
ingi er henni svo breytt í kr. 1,40.
í stað klafanna í bréfi Jónasar
SSrJiici&gr er
„MjalIar4‘"dropmn. .
UÉSípeiðið AlþýðuMaðsð!
Verzlid víö Vikcir! Þad oerdur
notadrýgst.
Hallgrímssonar, sem voru asna-
kjálkar, notaði Þórarinn að þessu
sinni aíglöp stjórnarinnar sinnar
sér til afsökunar á dómsdegi. Af-
sökunin er þó lítils virði, því að
sjálfsögðu á fjárveitinganefndin
að hafa vit fyrir sér, en á ekki að
gerast afglapaskrína stjórnarinn-
ar, þp að hún fái tilmæli um það.
»Dýraverndarmn«
hefir stækkað i broti, og er 2.
biað hans nýkomið út. Flytur það
m. a. mynd af dýravininum og
skáldinu Jóhanni Magnúsi Bjarna-
syni, höfundi „Eiríks Hanssonar“,
„Brazilíufaranna“ 0. fl.
Verkhi sýna merkin.
1 gær tókst Birni Halidórssyni
leynivínra'a að laumast inn í neðri
deild alþingis, á meðan á þing-
fundi stc)ð. Vildi hann fá orðið
hjá forseta og hóf upp eitthvert
ölvimurugl, en Jögreglan kom
bráðlega og leiridi hann burtu.
Áður hafði honum þó unnist timi
ti.1 að sýna þingmönnum lifandi
mynd af því, hvernig alþingi hef-
ir gengið frá bannlögunuin. Hitt
er á þeirra færi að bæta um þau,
ef viljinn er til þess.
Uerziiinarfloti Norðiirianda.
Norski verzlúnarfJotinn vex', en
danski og sænski flotinn nrinkar.
Norski flotinn var um áramót
2 769 000 smálestir (,,brúttó“) og
hefir aukist á árinu um 86 þús.
smáiestir, en tala skipa er óbreytt.
Olíuvélaskipaflotinn hefir aukist
um 135 þús. smál., en gufuskipa-
flotinn minkaö nm 40 þús. smál.
Seglskipaflotinn heíir minkað um
9 þús. smál. Það er auðséð, að ol-
ían er að útrýma kolabrensluskip-
ununi.
Sænski verzlunarflotinn hefir
minkað á árinu 1926 um 20 fíírs.
smál. og var 1. jan. 1927 1 347 000
smálestir.
Dariski \erziunarflotinn hefir
rninkað um 5 þús. smálestir og
var 1. jan. 1927 1 077 000 smál.
Hjarta-ás
smjerlikið
er bezt.
Ásgarður.
Regnfakkar
og
Regnhlífar
MýkoiMlH 1
Verzl. Alfa.
wr Ný bók
Vigslimeitun biskupsius
eSíiir Lúðvíg @nðmundsson
studí. theol. — Fæst £ foóka*
búðum.
Þessar bækur fást í afgreiðslu
Alþýðublaðsins:
Rök jafnaðarstefnunnar, bezta
bók ársins 1926.
Bylting og íhald, úr „Bréfi til
Láru“.
„Deilt um jafnaðarstefnuna“ eft-
ir Upton Sinclair og kunnan í-
haldsmann.
Byltingin í Rússlandi, fróðleg
og skemtileg frásögn.
Kómmúnista-ávarpið eftir Marx
og Engels.
„Höfuðóvinurinn“ eftir Dan Grif-
fiths.
, Húsið við Norðurá, spennandi
leynilögreglusaga, íslenzk.
Mjólk fæst ailan daginn í Al-
þýðubrauðgerðinni.
Sokkar — Sokkar — Sokkar
frá prjónastofunni Malin eru ís-
lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir.
Veggmyndir, fallegar og ódýr-
ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á
sama stað.
Sykur. og fleiri matvörar með
gjaíverði í Vöggur, sími 1403.
"Jafna'ðarmannafélagsfundurinn
er kl. 8',4'í kýöld í Kaupþings-
salnum.
Harðfiskur, riklingur, smjör,
tólg, ostúr, saltkjöt; alt bezt og
ódýrast í Kaupfélaginu.
Rttstjórl og ábyrgðar»aður
HslIbjðrB Halldórssoa.
Aiþýöuprentsmiðjan.