Alþýðublaðið - 20.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Alþýdublaðið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. þingmannanna er sá, að þeir fara heim, til þess að hugsa um sin eigin bú, þegar meiri hluti lands- ins þarfnast þess, að þeir ræki skgldu sína hvað bezt. Þegar fellir búpenings er fyrir dyrum víða um löndið. Athugum það, að á Norð- ur- og Austurlandi er minst hætta á felli, vegna þess, að þar eru menn betur búnir undir algerð jarðbönn, en í öðrum landshlutum. Þingmenn úr þeim hluta landsins þyrftu því sízt allra manna að fara heim, til þess að gæta bús og fénaðar. En eigingirnin blindar augu margra góðra manna. Því er nú ver og miður. Hún ræður gerðum þing- mannanna of mjög, engu síður en gerðum ýmsra annara einstaklinga þjóðfélagsins. í stað þess að flýta svo mjög heimförinni, hefðu þingmennirnir, sem mundu svo vel eftir sínum éigin búum — þeir sem eiga þau — átt að gæta þess, að þeir geta lítið hjálpað náunganum, þegar þeir eru komnir hver til síns heima, en Alþingi hefði vafalaust getað gert einhverjar ráðstafanir til þess, í tæka tíð, að ekki þyrfti að fækka fjárstofninum íslenzka of mjög. En nú sem stendur verðu'1 ekki betur séð en að fellir sé fyrir dyrum. Ánnars tjáir ekki að fást um orðinn hlut. Landið verður að bfða hallann af glópsku og fiaustri þing- mannanna. Komi batinn ekki hið bráðasta, verður ekki komist hjá felli, að minsta kosti í suðursveit- um landsins. Veðurfræðisstofan í Kaupmanna- höfn spáði hörðum vetri hér á landi í haust. En mönnum hættir við að taka minna mark á þaul- æfðum vísindastofnunum, en ein- hverjum bandvitiausum kerlinga- bókum. Til þess að bæta fyrir afglöp þingsins, verður stjórnin nú að taka rögg á sig, og útvega þeim sem fóðurbætis þurfa þegar í stað sild. Hún er viðurkend ágætt skepnufóður, og nóg er til af henni á sildveiðistöðvunum norðan og vestan lands. Hún ætti heldur ekki að verða svo geypidýr, því útgerðarmenn mega úr þessu verða fegnir að geta selt hana, þó ekkj væri nema fyrir 35 til 40 krónur tunnuna. Þegar í stað verður að leita upp- lýsinga um það í hverjum hreppi, hve mikils fóðurbætis hver búandi þarf og hve birgur hann er af heyjum. Komi það svo í ljós, að heyþurð sé lfka, verður að grfpa til þess ráðs, sem stungið hefir verið upp á, að reyna að afla heyja frá útlöndum. Þetta þarf ekki að taka langan tfma, ef brugð- ið er skjótt við og símskeyti um þetta send um alt land, jafnframt og stjórnin Ieitar fyrir sér erlendis, hvort hægt mundi að fá keypt hey. Hér dugar ekkert hangs eða óþarfa vafningar. Strax eða aldreil Kvásir. Di daginn og veginn. Veðrið í dag. Reykjavík, — — SV, hiti 2,5. ísafjörður, — — SV, hiti 3,8. Akureyri, — —SSV, hiti 6,0. Seyðisfjörður,— — SV, hiti 7,1. Grímsstaðir, — — SV, hiti 0,0. Vestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Færeyjar, — V, hiti 8,1. Stóru stafirnir merkja áttina, -+- þýðir frost. Loftvog lægst norður af Vest- fjörðum; suðvestlæg átt méð hlý- indum. Löng ferð. Úlfur var 18 daga í síðustu ferð sinni frá Stykkis- hólmi og hingað, vegna illveðra, eða' einum degi lengur en Niðarós var fram og aftur milli Reykja- víkur, Vestfjarða og Khafnar. Háskólinn tekur aftur til starfa á mánudaginn. Sömuleiðis hafa stýrimannaskólinn og yfirsetu- kvennaskólinn fengið leyfi til þess, að taka til starfa. Póstarnir Ferð austaDpósts er frestað fyrst um sinn, en aðrir póstar fara á áætlunardegi. Kross- band og bögla er ekki hægt að seDda með póstinum nema í Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu. Ný útgerðarfélög. Síðasti lög- birtingur flytur tilkynningu um stofnun tveggja nýrra útgerðarfé- laga hér í bæ. Heitir annað „Mar“ og rekur útgerð og siglingar. Hlutaféð er 90 þús. kr. og er að fullu innborgað. Hitt félagið heitir 8Sulitjelma“ og „rekur atvinnu frá Reykjavík við siglingar og íragt- flutninga.11 Hlutaféð er 45 þús. kr. og er að fullu innborgað. Inflúenznsjúklingar voru 17. þ. m. 259 í -162 húsum. Þann 18. voru 285 . sjúklingar veikir í 178 húsum. Staðfest lög. Konungur vor hefir staðfest viðauka þann við stimpilgjaldslögin, er síðasta þing: samþykti. AÖ kaupa kötthm í sekknum. (Niðurl.). Þegar við vorum seztir innr þuldi eg upp fyrir, honum rauna- tölur mínar og spurði hann hvers vegna alt væri í því helvíska á- standi, sérstaklega það» er eg hefi um getið hér að framan. Hvernig: bænum hefði komið til hugar að reisa þessa timburkumbalda, sem þeir kölluðu „Pól“; ekki einu sinni járnvarða, svo að þeir grotnuðu niður og yrðu einskis virði eftir örfá ár. Nú tók Gvendur orðið. „Það er auðheyrt að þú ert ó- kunnugur hér í bænum, annars mundir þú ekki tala „eins og fá- vísar konur“. Veiztu ekki hverjir hafa ríkt og ráðið hér 1 bænum? Það eru þessir svo kölluðu heldri menn. Þeir hafa verjð í meiri hluta í bæjarstjórn og eru það enn. Þeir hafa hugsað um að búa í haginn fyrir sig, en ekki fyrir fjöldann. Pú spyrð af hverju Pól- arnir hafi verið reistir svona. Eg segi: Af því að borgarstjóri þurfti að selja bænum timbrið, þar hann á sem sé sjálfur timburverzlun. Honum og meiri hluta í bæjarstj. er húsnæðisleysið að kenna, því' þeir hafa ekki viljað láta bæinn reisa hús meðan það var fram- kvæmanlegt. Þeim hefir ekki einu sinni hugkvæmst að greiða fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.