Alþýðublaðið - 20.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ (Bafé éíjalŒonan tekur á móti stórum og smáum pöntunum á BIJFFI og öðrum heitum og köldum mat, eins og áður. — Allir velkomnir. — Og bráðum byrja hljómleikarnir aftur. Virðingarfylst Qqfé <3yatifionan. Auglýsin Reir forráðamenn skóla (almennra og einstakra manna) hér í bænum, sem kynnu að æskja að fá undandágu frá samkomubanninu til þess að taka upp aftur kenslu í skólanum, sendi um það skriflegt er- indi til sóttvarnarnefndar Reykjavíkur. Reim erindum er veitt viðtaka á lögregluvarðstöðinni í barnaskóla- húsi bæjarins. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. marz 1920. Jón Hermannsson. (Bafé ÆaíŒonan hefir hú látið bæta „Resturationen", og er nu búið að breyta henni í tvo snótra sali, og er nú rúm fyrir langtum fleiri en áður. Virðingarfylst Qafé cIjalŒonan. Xoli kononpr. Iftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Þegar Hallur gengdi engu, lækkaði hinn röddina enn meira. hEg skil vel, að þú sért í klípu. Gefðu mér bara bendingu, þá kemst alt f lag. Segðu verka- mönnunum, að þú hafir séð vog- irnar, og að þær séu eins og þær eigi að vera. Þá er þeim fullnægt, og við getum alt af á eftir komið okkur saman“. „Herra Stone“, sagði Hallur alvarlega, »er það ætlun yðar, að reyna að múta mér?" Nú þoldi Stone ekki mátið. Viti sínu fjær af reiði skók hann hnefana rétt fyrir framan vitin á Halli og bölvaði og ragnaði aga- íega. En Hallur hörfaði ekki um hænufet og reiðuieg dökkmórauð augu tindruðu gengt verkstjóran- um ofan við hnefa hans. „Herra Stone, þér ættuð held- ur að lita á kringumstæðurnar eins og þær eru. Eg er hér til þess að krefjast lagalegs réttar míns, en mér er neitað um hann. Eg held varla, að þér kærið yður uih, að það spyrjist, að þér not- uðuð ofbeldi gegn mér af þeirri ástæðu“. Stone stóð eitt andartak steini lostinn og glápti á Hall. En svo var að sjá, sem hann hefði fengið ákveðnar skipanir, engu síður en Bud Adams. Hann snéri sér á hæl og skundaði inn á skrifstofuna. Hallur beið ofurlitla stund og áttaði sig, svo labbaði hann aftur að vogunum. Alt í einu datt honum í hug, að hann þekki ekki hið allra minsta til kolavoga. En honum var ekki gefinn tími til þess að átta sig á þeim. Vogar- maðurinn kom aftur: „Reyndu að hipja þig héðan", sagði hann. „Þú bauðst mér hingað inn sjálfur*, sagði Hallur stillilega. „Þá býð eg þér hér með út aftur". Svo settist vogareftirlitsmaður- inn aftur að úti fyrir, á sínum stað. XII. Þegar vinnu var hætt um kvöld- ið fiýtti Mike gamli sér til Halls, til þess að vita hvað skeð hefði. Hann var hughraustur, því all- margir nýjir höfðu bæzt í hópinn. Karlinn vissi ekki vel, hvort það var að þakka mælsku hans sjálfs, eða hinum snotra, unga amerí- kana, sem var hleðslusveinn hans; en hann var alla götu hreykinn, hverjum sem það var að þakka. Hann fékk Halli bréfmiða, sem einhver hafði stungið í lófa hans, undirritað með dulnafninu, sem Tom Olson hafði talað um við þá Skipulagsmaðurinn sagði frá, að í öllu héraðinu væri ekki um annað talað, en vogareftirlitsmanninn. Þeir gætu þegar í stað skoðað það svo, sem hreyfingin hefði hepnast, alveg stæði á sama hvað verkstjórarnir gripu til. Olson réði til þess, að nokkrir af verka- rnönnunurn yrðu hjá Halli um nóttina, svo að vitni yrðu við, ef félagið reyndi til þess, að viðhafa brögð. „Og varaðu þig á þeim nýju", bætti hann við, „einn eða tveir af þeim eru eflaust njósn- arar". Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.