Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 13
ent. Hér eru allir skrifandi og malandi. Fólk á að þegja meira í þessu þjóðfélagi. Það þarf að hugsa meira áður en það talar. Það er mesti mis- skilningur að maður þurfi alltaf að vera að tjá sig.“ — Hvað viltu að leki úr penna þínum? heldur gesturinn áfram. „Sviti og tár.“ — Hvað þýða tárin? Eru tár karla öðruvísi en tár kvenna? spyr karlmaðurinn enn. „Ég veit það ekki og hef ekki áhuga á að stúd- era það. — Hversu miklu máli skiptir þig náið sam- band við aðra manneskju; er það í fyrsta, öðru eða þriðja sœti? spyr „karlmaðurinn". „Til að geta vegið það og metið verð ég að vita hverjir hinir valmöguleikarnir eru. Samband við annað fólk skiptir mig máli. Það var mér afar mikilvægt að alast upp í sex systkina hópi. Við höfum verið sjálfum okkur nóg að mörgu leyti. Við höfum alltaf einhvern til að leita til og þess vegna höfum við leitað meira inn á við en út á við.“ Nú er orðið tímabært fyrir „karlmanninn" að leita út á við að öðru fólki og hann kveður blaða- mann og svarta blómið og hverfur á vit nætur- ævintýranna. Og við höldum áfram að tala um fjölskylduna. Enginn er hafinn yfir gagnrýni — Hvað viltu segja meira um systkinahópinn þinn stóra? „Við erum sex, ég er sú fjórða í röðinni. Við er- um afskaplega samrýmd. Það hefur áreiðanlega þjappað okkur saman að pabbi gegnir þessari áhrifastöðu. Fyrir mann eins og hann skiptir fjöl- skyldan mjög miklu máli. Hann þarf á góðum stuðningi að halda. Mamma hefur ævinlega staðið við hlið hans." — Og þú hefur vœntanlega oft verið spurð að því hvernig sé að vera dóttir Jóhannesar Nor- dals. . . „Milljón sinnum. Hvernig er hægt að svara þessari spurningu? Þú gætir alveg eins spurt mig hvernig sé að vera ekki dóttir Jóhannesar Nordals; ég hef náttúrulega ekki samanburðinn og því get ég ekki svarað. Ég er alltaf jafn blönk þegar ég fæ þessa spurningu framan í mig, ég veit það býr svo margt á bak við hana. Ég reyni oftast að snúa mig út úr því að svara. Annars hef- ur pabbi verið áhrifamaður svo lengi að ég er hætt að kippa mér upp við þetta. Ég kynni mig alltaf sem Salvöru. Ef ég segi Salvör Nordal, þá er alltaf spurt: Hvaða Nordal er það? Og síðan fylgir eitthvert leiðinda kjaft- æði um ættina." — En er ekki þreytandi að búa við að nœrfellt hvert einasta mannsbarn skuli hafa ákveðnar skoðanir á störfum föður þíns? „Jú, en þær skoðanir eru oft illa grundaðar. Maður finnur fljótlega af hvaða rótum gagnrýn- in er sprottin. Umræðan hér er oft svo hrokafull og ómálefnaleg, það er svo algengt að menn reyni að slá sér upp á kostnað annarra. En auð- vitað hlusta ég á málefnalega umræðu, enginn er hafinn yfir gagnrýni." — Ertu pabbastelpa? „Ætli það ekki. Á milli okkar hefur alltaf verið mjög gott samband. Hann hefur alltaf gefið sér tíma til að ræða mál okkar systkinanna. Við höf- um alltaf getað leitað til hans. Hann er oft af- skaplega upptekinn, en gefur sér alltaf tíma fyrir okkur. Og það þarf talsvert til að gefa okkur öll- um sinn skamrnt." Ritskoða flesta texta pabba!!! — Aœtlanir fyrir nánustu framtíð? „Ef ég hef pælt í sjálfri mér í framtíðinni er ég alltaf ein. Ég geri ekki áætlanir langt fram í tím- ann, hef slæma reynslu af því. Það kemur ævin- lega eitthvað nýtt upp. Lífið er svo ofsalega fjöl- breytilegt," segir Salvör brosandi og baðar út höndunum, „og da, da, da...“ bætir hún við sjálfsgagnrýnin og hlær. „Ég hef haft það að leiðarljósi að lífið er spennandi og ögranái. Ég spyr þess stöðugt hvað ég geti gert við sjálfa mig, og reyni að gera mitt besta. Ég hef að vísu fengið góð tækifæri. Fyrsta stóra tækifærið er Listahátíð. En þrátt fyrir það er ég samt gjörsamlega óskrifað blað. Svona í allra nánustu framtíð mun ég náttúru- lega klára Listahátíð og taka síðan BA-próf í heimspeki." — Hefurðu aldrei lent í öngstrœti í lífinu? „Nei ég held ég geti ekki sagt það, en auðvitað hafa skipst á hjá mér hæðir og lægðir. Þegar maður lendir í erfiðleikum má maður ekki flýja af hólmi. Flótti er svo auðveldur, að stinga af úr landi og því um líkt. Hafi maður komið sér í ákveðnar aðstæður verður maður að leysa úr þeim. Það stappar í mig stálinu að vita að flótt- inn er auðveldasta leiðin." — Er hœð yfir Salvöru Nordal þessa stundina? „Það held ég bara,“ segir Salvör og hlýtt og bjart bros skín úr augum hennar. Ekki svart. „En nú skulum við fara að slá botninn í þetta. Þessar vikurnar er ég nefnilega titluð svefnþurfi! Svo þarf ég að fá góðan tíma til að lesa yfir viðtalið. Og pabbi líka!!! Ég les alltaf yfir viðtöl við pabba, þó að ég segi nú kannski ekki að ég ritskoði alla hans texta." svar og rýkur í símann. Blaðamaður notar tæki- færið og spyr: — Geturðu útlistað nánar gagnrýni þína á kvennapólitíkina eins og hún hefur verið rekin hér á landi? „Kvennalisti og Kvennaframboð hafa barist fyrir ákveðnum málaflokkum á borð við menntamál og heilbrigðismál. Það er engin til- viljun að Ragnhildur Helgadóttir varð mennta- málaráðherra. Að öðrum kosti hefði hún orðið heilbrigðismálaráðherra. Það er komin upp ákveðin kynskipting á þingi, og eins í þeim mál- um sem konur almennt berjast fyrir á þingi.“ Nú er Salvör orðin rjóð í kinnum. „Mér finnst tillögur Kvennalistans í efnahagsmálum fárán- legar. Aðalatriðið er: Erum við efnahagslega sjálfstæð þjóð eða ekki? Hvernig ætla konur að bregðast við því? Það er ekki hægt að breyta efnahagskerfinu með því að einblína á mála- flokka eins og mennta- og menningarmál." — Hefurðu mikinn áhuga á pólitík? „Hann er kannski dálítið sveiflukenndur. Ég var tólf ára þegar áhugi minn vaknaði fyrst á pólitík og þá fór ég t.d. að fylgjast með umræðu- þáttum í sjónvarpinu. Ég er talsvert opin í póli- tískum efnum. Ánnars fer allur flokkadráttur í taugarnar á mér, mér leiðist hópamenning, að skilgreina fólk út frá hópum fremur en sem ein- staklinga. Mér finnst gaman að umgangast fólk, sama hvar í flokki það stendur. Ég hata klíkur. Það er líka svo erfitt að lifa í klíku. Að þurfa að hringja í tuttugu manns áður en maður fer í bíó. Ég er frekar einræn og vil fá að vera í friði. — Finnst þér stéttaskipting á íslandi vera mik- H? „Já. Ég tel alltof stóran mun á lífskjörum fólks hér á landi. En það virðist jafnframt vera að skapast stéttaskipting í öðru tilliti. Menntamenn eru um of farnir að greina sig frá öðru fólki, til dæmis í málnotkun. Stundum skil ég til dæmis ekki fræðinga, þá finnst mér að þeir séu hættir að fræða, kynna og leiðbeina sem á þó að vera stór hluti af þeirra starfi. Þá hugsar almenningur með sér: Vísindi og menning er bara fyrir menntafólk. Og eins er það með listina og umræðu um hana. Ef til vill hef ég ekki nægilegt vit á þessu til að geta gefið út einhverjar stórar yfirlýsingar. En ég veit þó hvað mér finnst fallegt og hvað mér finnst ljótt.“ Vildi gjarnan vera skriffær — Pú hefur þá ekki hugsað þér að taka sjálf þátt í opinberri umrœðu um listir, pólitík og annað? „Ekki í svipinn, að minnsta kosti. Hér er svo sem nóg af hæfileikafólki til að taka þátt í opinni umræðu. En svo virðist sem það fáist sjaldnast í umræðuna. Það eru oftast sömu dauðþreyttu gæjaVnir sem rjúka upp.“ — Hvað viltu helst verða? spyr krítíkerinn sem er aftur mættur til leiks. „Ég vildi gjarnan vilja vera skriffær. Þá á ég ekki við að ég gangi með skáldsögu í maganum, heldur felst skriffærni í því að geta komið hugs- unum sínum skýrt frá sér, að geta formað hugs- anir sínar fallega. Nei, ég geng ekki með rithöf- und í maganum né heldur kjallaragreinaskríb- HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.