Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 5
A BM næsta ari verður Lands- banki Islands 100 ára gamall og hafa ráðamenn innan bankans í hyggju að halda upp á þetta merkis- afmæii með pompi og prakt eins og slíkri stofnun sæmir. Fjölda erlendra bankamanna verður boðið til af- mælisfagnaðarins og telja menn, að talsvert verði veitt af laxi um það leyti sem afmælishátíðin verður. HP hefur fregnað, að fyrirhugað sé að gera kvikmynd um Lands- bankann og hefur Olafur Ragnars- son bókaútgefandi verið fenginn til þess að sjá um það verk. Þetta þykir sumum reyndar nokkuð einkenni- legt, því Ólafur rekur ekki kvik- myndafyrirtæki af neinu tagi. Það gera hins vegar margir aðrir. Skýr- ingin er talin sáraeinföld: Ólafur Ragnarsson er tengdasonur Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans! Og hver veit nema að bankinn hygg- ist jafnframt gefa út bók í tilefni af afmælinu. Bókaútgáfa Ólafs, Vaka, gæti þá séð um það líka. . . v Wí ið höfum undanfarið verið að segja frá nýstofnuðum „móður- málsfyrirtækjum", sem kennarar hafa einkum staðið að. Hins vegar hefur þar alveg farist fyrir að nefna eitt slíkt, sem heitir Rýnir sf. og er orðið eins og hálfs árs. Fyrirtækið veitir alhliða þjónustu í sambandi við bókaútgáfu; lestur handrita, prófarka og annað tilheyrandi. Auk þess tekur fyrirtækið að sér þýðing- ar og leiðbeiningar varðandi málfar af öllu tagi. Þetta ku vera með eldri fyrirtækjum í bransanum, og að- standendur þess eru Guðni Kol- beinsson kennari og Sigurgeir Steingrímsson handritafræðing- ur. . . U ■ ■ raun heitir súkkulaðikex- tegund, sælgæti, sem margir borða. Hingað til hefur Hraun verið selt í sjoppum með söluskatti og verðið því hátt uppi. Nú hafa framleiðend- urnir hins vegar brugðið á það ráð að minnka stykkin niður í kökubita- stærðir, pakka 10 stykkjum saman og selja sem innlenda kexfram- BILALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRl: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUQÁRKRÓKUR: SIGLUFJÓRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚDSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent leiðslu. Af slíkri vöru þarf ekki að greiða söluskatt. Þeir lenda þannig ekki á Hrauninu fyrir vikið. . . o ^^^lafur Ragnar Grímsson prófessor, sem hefur verið meira og minna í leyfi frá kennslustörfum við Háskóla íslands frá árinu 1980, mun hefja störf við skólann að nýju 1. júní n.k. Eftir kosningarnar 1978, þegar Ólafur fór inn á þing, hélt hann áfram að kenna stjórnmála- fræði við H.Í., einkum vegna þess að staðgengil vantaði. Síðan kom Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur frá námi og tók að mestu við kennslu Ólafs. Eftir kosningarn- ar 1983 varð Svanur Kristjánsson deildarforseti félagsvísindadeildar og frá og með þeim tíma má segja, að Ólafur Þ. Harðarson hafi tekið að fullu við starfi Ólafs Ragnars. Svanur var orðinn p'rófessor, en Ólafur Þ. lektor. Nú verður sú breyting á með afturkomu Ólafs Ragnars, að hann tekur við prófessorsstarfinu, Svanur verður dósent, en Ólafur aðjúnkt með mikla kennslu. Hins vegar er óvíst hversu lengi Ólafur Ragnar verður inni, því kosningar í haust gætu sent hann inn á þing að nýju.. . . o ^^^kkur Islendingum fer stöð- ugt fram í heimi viðskipta og alþjóð- legra samskipta. Sjávarútvegsráðu- neytið mun nýlega hafa gert dr. Jónas Bjarnason út af örkinni tii Kanada til þess að „njósna" um starfshætti, aðbúnað og nýbreytni í kanadískum sjávarútvegi. Þessi „njósnaleiðangur" Jónasar hófst þann 14. þessa mánaðar og Iýkur nú um mánaðamótin. Þess má geta, að sjálfir hafa Kanadamenn sent hing- að við og við menn til þess að njósna um íslenskan sjávarútveg. Við skulum vona, að Jónas verði einhvers vísari í ferð sinni... U I ■ ópurinn sem stendur að því að fá ráðamenn þjóðarinnar til þess að hlusta á nýjar hugmyndir um leiðir út úr húsnæðisvandanum, hefur áorkað því að fá stjórnarand- stöðuna til þess að standa saman um lausn húsnæðisvandans. Ella muni stjórnarandstaðan ekki standa að framgangi nauðsynlegra þingmála og tefja þannig fyrir heimför bænda af þingi t.d. vegna sauðburðar. Þessi samstaða er til komin eftir að full- trúar Húsnæðishópsins, þeir Ög- mundur Jónasson og Björn Ólafsson verkfræðingur, meðal annarra, kynntu þeim hugmyndir sínar. Nú hefur stjórnarandstaðan tekið upp hugmyndir Húsnæðis- hópsins. Annars kom svolítið bak- slag í starf þessa áhugafólks um lausn á húspæðisvandanum, þegar ASÍ með Ásmund Stefánsson í broddi fylkingar kynnti sínar eigin hugmyndir. Þær fóru mjög á skjön við hugmyndir hins þverpólitíska hóps áhugafólksins og var ein skýr- ingin talin vera sú, að ASÍ væri illa við breytingar, þar sem verkalýðs- hreyfingin átti talsverðra hagsmuna að gæta. M.ö.o., ASÍ var hrætt um Verkamannabústaðakerfið sitt. Með þessu eyðilagði ASÍ baráttu Sigtúns- hópsins og Búsetamanna vegna eigin hagsmuna og er að vonum harla óvinsælt fyrir vikið. .. Á :>/# Athugi Fresturinn er á renna út FRAD tur AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNU REKSTRl Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1.júní n.k. vegna tekna árs- ins 1984. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1985 vegna tekna ársins ’ 1. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júnín.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.