Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 17
KVIKMYNDIR / skólanum, í skólanum... Þótt opinbert framhald myndarinnar National Lampoon’s Animal House hafi aldrei verið kvikmyndað, skipta þau óopin- beru sjálfsagt orðið tugum. Ótrúlega margar bandarískar grínmyndir undanfarinna ára byggjast á sömu formúlu og fyrst var notuð í umræddri mynd; sumar góðar, aðrar verri eins og gengur. The Police Academy, sem hér var sýnd fyrir skömmu, er dæmi um ágæta tilraun. Up the Creek er verri. í henni er apað eftir af miklu stílleysi, með þeim afleiðingum reyndar að sumt er ansi hreint fyndið, en því miður flest óskemmtilegt. Einstaka atriði, heilu senurnar eru skemmtilega sviðsettar og leiknar, á meðan obbinn af myndinni er óttalega slappur, fyrst og fremst vegna ónógrar, eða slakrar leikstjórnar. Myndin er um fjóra verstu nemendur versta háskóla Bandaríkjanna, sem mútað er af skólastjóra sínum til að taka þátt í kapp- siglingu á gúmmíbátum niður fljót. Keppi- nautarnir eru sætar píur, óheiðarleg íþrótta- frík og fleiri álíka, svo úr verður hasar fullur af þessum groddalega menntaskólahúmor sem einkenndi Animal House. Tim Matheson leikur hér nánast alveg sama hlutverkið og í þeirri mynd, en í stað John Belushi í hlutverki Bluto er kominn Richard Furs í hlutverki Gonzers. Leikararnir eru ungir, og sætir, og sprella í myndinni und- ir dynjandi rokkmúsík. Þetta er pottþétt for- múla og mikið tekin. En gaman væri ef fólkið vandaði sig meira. Dagskrá kvikmyndahátíðar í Austurbœjarbíói Dagur Tíml Salur 1 Tlml Salur2 Tlmi Salur 3 Dagur Tími Salur 1 Timi Salur2 Tlmi Salur3 15.00 Engin leiö til baka 15.00 Gammurinn 15.00 Segðu mér söguna aftur 17.00 Eigi skal gráta 17.00 Dansinn dunar 17.00 Hún heitir Carmen Fimmtudagur 18.00 Engin leíð til baka 17.00 Gammurinn 17.10 Segöu mér söguna aftur Sunnudagur 19.00 Eigi skal gráta 19.15 Dansinn dunar 19.00 Hún heitir Carmen 23. maí 19.00 Karl i krapinu 19.15 Gullgrafaramir 26. mai 21.00 Eigi skal gráta 21.30 Dansinn dunar 21.00 Hún heitir Carmen 21.00 Peningar 21.00 Karl I krapinu 21.00 Gullgrafaramir 24.00 Sjö Samurajar 24.00 óákveðtð 24.00 Óákveðtð 23.00 Harðsnúna gengið 23.t0 Nótt San Lorenzo 23.00 Karl i krapinu 13.00 Sjö Samurajar 15.00 Sætabrauðsvegurinn 15.00 Segðu mér söguna aftur 15.00 Þar sem grasnu mauríina dreymir 15.00 Eva i mannsliki 15.00 Skýjaborgir Mánudagur 17.00 Peningar 17.10 Sætabrauðsvegurinn 17.10 Segðu mór söguna aftur Föstudagur 17.10 Þar sem grænu maurana dreymir 17.00 Eva f mannslíki 17.00 Skýjaborgir 27. mai 19.00 Peningar 19.30 Sætabrauðsvegurinn 19.30 Hún heitir Carmen 24. maí 19.20 Nótt San Lorenzo 19.00 Eva i mannsliki 19.00 Skýjaborgir 21.00 Ég heilsa þór Maria 21.30 Þar sem grænu maurana dreymir 21.30 Hún heitir Carmen 21.15 Ég heilsa þór María 21.00 Dansinn dunar 21.00 Engin leið til baka 23.00 Ég heilsa þór Maria 23.30 Óákveðið 23.30 Öákveöiö 23.30 Ég heilsa þér Maria 23.15 Tónar Indlands 23.30 Ungliðamir 15.00 Ég heilsa þór Marfa 15.00 Hvemig óg var kerfisbundið I... 15.00 Þar sem grænu maurana dreymér 13.00 Sjö Samurajar 15.00 Býflugnabúið 15.00 Bjargi sér hver sem betur getur Þriðjudagur 17.10 Ég heilsa þór Marfa 17.00 Hvemig óg var kerfisbundið 1... 17.00 Þar sem grænu maurana dreymér Laugardagur 17.00 Hún heitir Carmen 17.00 Býflugnabúið 17.00 Bjargi sér hver sem betur getur 28. maí 19.30 Skýjaborgir 19.00 Strákur 1 stelpuleit 19.00 Peningar 25. maí 19.00 Hún heitir Camien 19.00 Dansinn dunar 19.00 Eigi skal gráta 21.30 Skýjaborgir 21.00 óákveðið 21.00 Peningar 21.00 Hún heitir Carmen 21.15 Dansinn dunar 21.00 Eigi skal gráta 24.00 óákveðið 23.00 óékveöið 23.00 Öékvoðiö Dagskráin er gerö meö fyrirvara gagnvart hugsanlegum breytingum. MYNDLIST Bráð/Tœring Japanski grafíklistamaðurinn Kunito Nagaoka sýnir í Gallerí Langbrók grafík- myndir sem eru unnar í japönskum anda, þeim að allir hlutir í náttúrunni séu fagrir og um leið dapurlegir. Og þetta á við náttúruna líka, jafnt í gróandanum og þegar hún hnígur undir haustið eða henni er eytt. Hnignun og fylling eru með vissum hætti það sama, hvort tveggja er sköpun hluta og náttúru í síbreytilegri mynd. Líklega gætu Japanir tekið undir skoðun markgreifans Sade sem segir að þótt náttúr- unni og manninum verði eytt þá haldi bæði hún og hann áfram að lifa óg vera til í nýju formi: í eyddu formi, hún, sem er einnig lífs- form og hann í líki maðksins sem er líka líf,- Verk Nagaoka eru ekki auðsæilega í sígild- um japönskum stíl heldur liggja milli þeirra og hans leyndir drættir. Og litaskynið er sami rauði þráðurinn sem liggur gegnum jap- anska list: frá Jomontíð leirkeranna að Fuji- fjallinu, sem Hokusai málaði 36 sinnum, eins og sjá mátti á yfirlitssýningu á verkum hans í París fyrir þremur árum. Þetta er hin rauð- brúna ryðbirta jarðar og tíma. Og svipaða „byggingarlist” og í verkum Nagaoka þekkjum við af myndum af bauta- steinum í Kofun og „skráargats” legstað eftir Guðborg Bergsson! Nintoku keisara á sama stað (því innsti hring- ur hans, sem er fyrir innan skurðina, er í lög- un eins og skráargat og í það gengur lykill ei- lífðarinnar) og í þurru görðunum í Kyoto (þar sem sandurinn er rakaður þannig að hann líkist bylgjum sjávar kringum eyjar sem eru klettar) að ógleymdum loftmyndum teknum af Ólympíuleikvanginum í Tokio eftir Kenzo. Kyrrð og hnígandi framrás. Þannig eru myndir Nagaoka. Hin hnígandi framrás efn- isins kemur ýmist út úr kyrrum að því er virðist steinsteyptum byrgjum eða fer kring- um virkin lík bráði eða hrauni. Og komin er tæring í óvinnandi byrgin. Þessi aðferð eða viðhorf er algeng í jap- anskri list, það að láta eitthvað þungt hníga yfir kyrrt efni. Við höfum séð slíkt þegar við horfum á hluti gerða úr lakki þar sem perlumóðurskel er stundum notuð til að stöðva flæðið, bráð- ið. Og einnig höfum við séð sömu aðferð not- aða við gerð leirmuna: liturinn hnígur frá stútnum eða opinu niður eftir kerinu sem fær að halda uprunalegum lit sínum: hinum brúna leirlit. Að sjá teskál eftir Koetsu, frá 17. öld, er svipað og að sjá verk Nagaoka. Undirstaðan er ryðbrúnt efni og á það látið hníga glerj- ungur þannig að við brennsluna fær augað það á „tilfinninguná’ að skáldin eða „bygg- ingin“ sé tærð eða á hana falli stöðugt ein- slags él eða öllu heldur hundlappadrífa. En það er ekki þetta sem heillar man bein- línis í verkum Nagaoka, tengslin við hefðirn- ar eða arfurinn við gerð hlutanna, heldur hin fagurfræðilega ógn sem stafar af flæðinu út úr byggingum sem auðsætt er að menn hafa gert. Okkur þykir eðlilegt og sjálfsagt að bráðið eða hraunið velli upp úr sprungum. En ef við sæjum hús við Laugaveginn með opnar dyr sem út úr rynni hraun meðan tæring læsti sig um þakið og æti sig niður í risið þá yrðum við líklega skelfingu lostin. Eða við gætum lokað augunum fyrir „veruleikanum” og tal- ið fullvíst að húsið væri þarna í einhverjum bókmenntum, ekki í veruleikanum sjálfum. Og um leið færum við að njóta furðuverks- ins sem við teldum vera nýstárlegt listaverk. Því miður eigum við ekki enn verulega list- ræn hús við Laugaveginn í þessum dúr. Ef eitthvert húsið tæki upp á einhverju áþekku mundum við eflaust eyðileggja verk náttúrunnar strax, á sama hátt og hefur ver- ið gert við hið fagra Hafnarfjarðarhraun. Það hefur verið lagt undir vélskófluna. Við þekkjum ekki tignun náttúrunnar, ekki aðra aðferð en þá ða hefja hana ,,upp“ í orðaflaum. En í list Kunito Nagaoka er það flaumur jarðar sem leggur undir sig verk og arki- tektúr mannsins. Þannig er viðhorf listamannsins til náttúr- unnar: hann verður að lúta henni á frum- spekilegan hátt og láta hana breyta sér. Mig grunar aftur á móti að japanskir iðju- höldar fari að dæmi Marx og breyti ansi mik- ið náttúrunni og beisli hana þótt það sé von- andi ekki gert með marxisma Caterpillar vélskóflunnar sem flatti út í dálítið þjóðleg- um dúr Hafnarfjarðarhraun og er að leggja undir sig allt Reykjaneshraunið. Vegna þess að trönurnar undir skreiðina krefjast þess að marxisminn verði gerður að raunveruleika. Þannig fara oft saman skrælnuð skreið og afara safarík hugsun heimspekinga. Það að á hálendum eyjum ríki oft flat- neskjuleg hugsun er samt víst engin regla. Sýning Nagaoka sannar það. Japan er líka eyja. og hálend. BARNABOKMENNTIR eftir Sölva Sveinsson Lukku-Láki Evrópskar myndasögur eru blessunarlega ríkjandi á markaði hérlendis, enn sem komið er a.m.k. (að Andrési Önd undanskildum). Blessunarlega segi ég, af því að þær eru sumar ágætlega samdar: Ástríkur, Tinni og Lukku-Láki eru allir ættaðir frá Belgíu eða Frakklandi, nema hvort tveggja sé; og vita- skuld eru þessar sögur samt sem áður seldar undir sömu sök og aðrar myndasögur: ein- hæfar til lengdar. Aldus Maurice de Bevere (1923—) teiknaði Lukku-Láka 1947 og tók sér höfundarnafnið Morris. Hann samdi líka handrit sögunnar til 1955, að Rene Goscinny (1926—1977) gekk til liðs við hann og tók saman töluð orð, ef svo má segja. Þá skaut Lukku-Láka upp á stjörnuhimininn, og þar er hann enn. Lukku-Láki er skopstæling, paródia, og skeytunum beint að bandarískum vestrum, blöðum, kvikmyndum í fortíð og samtíð. Menn skyldu t.d. bera saman í huga sér Roy Rogers og Lukku-Láka. Láki er renglulegur í vexti, og allt hans fas mótast af kæruleysi, pasturslítill ásýndum og heldur dauflegur. Roy var hins vegar þéttholda og sléttgreidd- ur, byssubeltið ríkulega skreytt, brosmildur og söngvinn, að ekki sé nú minnzt á Trigger, það undrahross sem hlýddi húsbónda sínum möglunarlaust — hafði mannsvit eins og hundur einn í þeirri sögu sem langt af öðrum ber. Lukku-Láki situr Léttfeta sinn, Trigger endurborinn með öfugum formerkjum. Og ekki er allt búið enn: Lassie hét hundur og lék í kvikmyndum, og eru aðrir slíkir eftir henni heitnir. Síðan hafa margir hundar orð- ið hetjur í kvikmyndum, og þeir fá sína sneið í Lukku-Láka. Fangelsishundurinn góði er eiginlega andhetja, óhundur skulum við segja, ef miðað er við Lassie, heimskur og illa siðaður. Svo er ’líka hægt að tefla saman Lukku- Láka og Clint Eastwood, jafnvel Morgan Kane og fleiri slíkum spaghetti-hetjum, sex álna mönnum, gráeygum með ör og kven- hylli slíka, að ekki tekur nokkru tali. Þeir eru reyndar allir fremur hirðulausir um útlit sitt, illa rakaðir eða ekki, einir á ferð — og þó ekki. Lukku-Láki spjallar við Léttfeta sér til hugarhægðar á köldum eyðimerkurnóttum eða sjóðheitum sléttudögum. Og allir skjóta þeir undurhratt: Lukku-Láki hraðar en skugginn. í vestrum stendur stríðið milli góðra manna og vondra, og eru þó ýmis blæbrigði á ófriðnum. Daldónar (Dalton-bræður) eru eftirlíking bófaflokka fyrri tíðar, fremur heimskir og þó ekki allir. Þeir tengja fjölda sagna um Lukku-Láka, og ævinlega íáta þeir blekkjast. Að öðru leyti skulu ekki tíunduð ævintýri Láka, það ærði óstöðugan. Morris er skemmtilegur teiknari. Teikning- arnar eru ýktar og virðast einfaldar á yfir- borðinu, en svo er ekki þegar betur er að gáð; að baki smáatriðanna liggur mikil vinna. Hann ýkir persónur að öllu leyti og sækir sér stundum fyrirmyndir í kvikmyndir. David Niven gengur ljósum logum á síðum Suölu-Sjönu, og Roger Moore er enskur lord í annarri, Lee Van Cleef í þeirri þriðju. Vestrafræðingar segja, að Morris sé ekkert heilagt, í sögunum sé hæðst að flestum sögu- legum viðburðum í sígildum vestrum. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ein- kenni Lukku-Láka var sígarettan sem hékk á vörum hans, sífellt reykt og þó aldrei til fulls. í sumum sögum vefur hann sér vindling, oft- ar en ekki hangir þó sami stubburinn á vör- um hetjunnar söguna í gegn. Nú eru tímarnir andstæðir reykingamönnum, og beztu menn hætta að reykja, líka Lukku-Láki. En stubburinn er myndrænn, liður í persónu- sköpun og eitthvað varð að koma í staðinn: strá. Svo skal það vera í framtíðinni. Ekki veit ég hve margir lákar hafa verið prentaðir, en 1975 voru komnar út 42. Marg- ar þeirra hafa verið gefnar út á íslenzku, enda eru vestrar hafðir hér í hávegum. Lukku-Láki á sérstakan málsvara norður á Skagaströnd, Hallbjörn kántrýrokkara, sem hefur sungið honum lof á hljómplötu. Á hinn bóginn hefur tekizt miðlungi vel að reisa vestrinu minnisvarða norður þar, enda væru Skagabændur litlu bættari fyrir vikið. Og víst mundi þrengjast þeirra hagur ef Lukku-Láki og aðrir slíkir slægju tjöldum uppi á Spá- konufelli eða þeystu daglega um götur í því forna höndlunarplássi Höfðakaupstað. — Stuðst var við ýmis uppsláttarrit. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.