Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR I Albert vill selja hlutabréf ríkissjóðs Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur boðaö sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í fyrirtækjunum Eimskip, Flug- leiðum og Rafha og hefur farið fram eignamat á vegum Fjárfestingarfélagsins á þessum hlutabréfum. Nafnverð hlutabréfanna í Eimskip er 4,4 milljónir en söluverð sagt tæpar 48 milljónir. Almennt eru peningamenn svartsýnir á að einhver geti keypt hlut ríkisins í þessum fyrirtækjum — því ákvæði eru um að bjóða beri hlutabréfin út á einu bretti, en ekki í smáskömmtum. Listmunasali skattakóngur Guðmundur Axelsson, listmunasali í Klausturhólum, er skattakóngur Reykvikinga þetta árið. Hann á að greiða hinu opinbera tæplega níu milljónir króna — og segist sjálfur vera standandi bit yfir þessum sköttum og raunar ekki trúa þessari álagningu. Af fyrirtækjum er það SÍS sem er hæsti greiðandinn. Sam- vinnuhringurinn á að greiða rúmlega 56 milljónir króna í skatta. Síðan kemur Reykjavíkurborg næst með 37 milljón- ir og í þriðja sæti er byggingafyrirtækið Húsasmiðjan hf. með 32 milljónir. Skákkeppni milli Norðurlanda og USA Skákkeppni verður haldin á næsta ári milli úrvalsliðs af öll- um Norðurlöndum og úrvalsliðs frá Bandaríkjunum. Hvor keppnisaðili mun senda 10 keppendur til leiks. Tillaga um þessa keppni var lögð fram og samþykkt á fundi Norræna skáksambandsins á þriðjudaginn. Reiknað er með að af þeim 10 skákmönnum sem Norðurlönd senda saman í keppnina, muni fjórir vera frá íslandi — sem mun raunar halda keppnina. Þessir fjórir eru: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason. „ÖUum okkar gömlu deilum nú lokið“ Samkomulag hefur nú náðst milli stjórnar Alusuisse og ís- lenskra stjórnvalda um skattamál svissneska auðhringsins hér á landi. Af því tilefni lét Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra þau orð falla, að „öllum okkar gömlu deilum“ væri nú lokið. Tveir kærðir fyrir nauðgun Tveir karlar um fertugt sitja nú í gæsluvarðhaldi, kærðir fyrir nauðgun. Liðlega tvítug kona kærði mennina fyrir að hafa ógnað sér með eggvopni og komið fram vilja sínum. Dómur fyrir nauðgun getur numið allt að sextán ára fang- elsi. 40% reykja aö staðaldri Nýlega var gerð könnun á reykingavenjum íslendinga. Sú könnun sýnir að 40% íslendinga reykja daglega. Fólk sem starfar við sjávarútveg reykir mest, en þeir sem vinna við landbúnað minnst. Heldur hefur dregið úr reykingum karla upp á síðkastið. Foreldrar í Þingholtum mótmæla Nýstofnaður einkaskóli, sem Reykjavikurborg veitir ókeyp- is húsnæöi í gamla Miðbæjarskólanum við Tjörnina, hefur nú valdið því að foreldrar í Þingholtum hafa risið upp og bent á, að þráfaldlega hafi þeir farið fram á að börn þeirra þyrftu ekki að þramma alla leið upp í Austurbæjarskóla — en fengju afnot af nokkrum kennslustofum í Miðbæjarskól- anum. Sú bæn hefur verið sungin fyrir daufum eyrum. For- eldrasamtök Þingholta vilja fá svar við því hvernig á þessari mismunun standi. Fótboltinn Fram er efst í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu. Fram er með 22 stig, ÍA (Akranes) hefur 20 stig, Valur 18 stig, ÍBK 16, Þór 16, KR 15, Þróttur 13, FH 10, Víðir 9 og Vík- ingur rekur lestina með 3 stig. • Byssumaður gengur laus í Reykjavík. Maðurinn skaut úr haglabyssu um helgina inn í bústað starfsfólks bandaríska sendiráðsins við Laufásveg — og hefur síðan ekkert til hans spurst. • Talað er um offramboð á peningum hjá reykvískum verð- bréfasölum þessa dagana. Framboð þetta stafar af því að al- mennt eru spekúlantar trúaðir á hækkandi verðbólgu, rýrnandi fé í bönkum og þar með nauðsyn á f járfestingu af öðru tagi. • Jón Oddsson hrl. hefur kært Jónas Kristjánsson ritstjóra DV fyrir ummæli í leiðara DV sl. þriðjudag. í leiðaranum tal- ar Jónas um ,,lögregluofbeldið“ og segir m.a.: „. . . Starfs- maður lögreglunnar sem dæmdur var, framdi ofbeldið í vinnutímanum. . .“ Jón Oddsson vísar í kærunni „til fleiri óvandaðra skrifa þessa Jónasar," og þar með til ákvæða í hegningarlögum um síbrotastarfsemi. • Loðnuveiðar eru nú að hef jast. Útgerðarmenn og áhafnir eru að gera bátana klára í slaginn — sem hefst við Jan May- en þann 1. ágúst. • Borgarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti að kaupa Kröfluvirkjun af ríkissjóði fyrir H70 milljónir kr. Áður hafði Akureyrarbær samþykkt kaupin og því allir eignarað- ilar Landsvirkjunar tilbúnir að yfirtaka þessa merkilegu virkjun. • Mokafli hefur verið á Vestfjörðum síðan í maí. Sumir skip- stjórar hafa sagt að þeir muni ekki eftir annarri eins þorsk- gengd á þessum slóðum. Skoðanakönnun 25% ÍSLENDIN GARÐ HOMM 30% óttast smit a Helgarpósturinn hefur látið gera skoðanakönnun, þar sem leitað var álits íslendinga á því hvort þeir væru hræddir við að smitast af AIDS. I framhaldi af því voru Iagð- ar fram spurningar er lúta að af- stöðu fólks til kynhverfra. Niður- staðan er sú, að 30% íslendinga eru hrædd við að smitast af AIDS, en 70% eru ekki hrædd. I framhaldi af þessari spurningu var spurt hvort fréttir af sjúk- dómnum AIDS hefðu breytt af- stöðu íslendinga til kynhverfra, en því hefur verið haldið fram, að opinberir aðiljar hafi valdið hálf- gerðri móðursýki með ummælum sínum. Skoðanakönnunin afsannar, að fréttaflutningurinn hafi breytt af- stöðu fólks til kynhverfra að nokkru ráði. Þannig sögðu 17,3% að fréttir um AIDS hefðu breytt af- stöðu sinni til kynhverfra en 82,7% sögðu, að fréttir hefðu ekki breytt afstöðu sinni. Loks spurðum við svo um af- stöðu íslendinga til kynhverfra og gáfum fólki kost á að lýsa fimm meginviðhorfum. Mjög jákvæðir gagnvart kyn- hverfum reyndust 14%, fremur já- kvæðir 11,3% eða samtals rúm 25%, mjög neikvæðir voru 17,3%, fremur neikvæðir 15,9% eða sam- tals rúm 33%. Yfir allt landið voru 41,4% hlutlausir. Það er einmitt þessi síðasta tala, sem er e.t.v. athyglisverðust. Þess- um hópi má líkja við þá, sem eru óákveðnir, þegar t.d. er spurt um fylgi stjórnmálaflokkanna. Að vísu er hlutlausi hópurinn alls ekki allur óákveðinn, en af svörum fólks að dæma er stór hluti hinna hlutlausu á báðum áttum. Karl- maður úti á landi svaraði þessu SKÁÍS Þessi skoðanakönnun var gerð dagana 6. og 7. júlí sl. Hringt var í 800 einstaklinga, 18 ára og eldri, með jafnri skiptingu milli kynja, samkvæmt tölvuúrtaki, sem unn- ið var eftir skrá Landsímans um símnotendur. Úrtakið skiptist í þrjú aðalsvæði, þ.e. Reykjavík með 306 einstaklinga, Reykjanes 182 einstaklinga og landsbyggðin 312 einstaklinga. I þessari skoð- anakönnun var reynt að kanna hvort Islendingar væru hræddir við að smitast af sjúkdómnum AIDS; hvort fréttir um sjúkdóminn hefðu breytt afstöðu fólk til kyn- hverfra (homma og lesbía), og í framhaldi af því hver afstaða fólks væri almennt til kynhverfra. Gengið var út frá 5 meginviðhorf- um (mjög jákvæð afstaða, fremur jákvæð afstaða, hlutlaus afstaða, fremur neikvæð afstaða, mjög nei- kvæð afstaða) og voru hinir spurðu beðnir að velja sjálfir hvað lýsti best þeirra eigin afstöðu til kynhverfra. Þessi flokkun var gerð til að auðvelda úrvinnslu og ber að hafa það í huga þegar nið- urstöðurnar, sem birtast í með- fylgjandi töflum, eru skoðaðar. Tafla I Eru íslendingar hræddir við að smitast af AIDS? Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin Allt landið Hræddir 72 27.0% 54 34.4% 88 30.2% 214 29.9% Ekki hræddir 195 73.0% 103 65.6% 203 69.8% 501 70.1% Svara ekki 39 - 25 — 21 — 85 — Prósentutölurnar sýna hlutfall þeirra sem svöruðu Tafla II Hafa fréttir um sjúkdóminn AIDS breytt afstöðu íslendinga til kynhverfra? Reykjavík Reyk anes Landsbyggðin Allt landið Hefur breytt 37 13.9% 33 21.0% 54 18.6% 124 17.3% Ekki breytt 230 86.1% 124 79.0% 237 81.4% 391 82.7% Svara ekki 39 — 25 — 21 - 85 — Prósentutölurnar sýna hlutfall þeirra sem svöruðu Tafla III Afstaða íslendinga til kynhverfra Reykjavík Reyk anes Landsbyggðin Allt landið Mjög jákvæð 23 8.6% 27 17.2% 50 17.2% 100 14.0% Fremur jákvæð 25 9.4% 21 13.4% 35 12.0% 81 11.3% Hlutlaus 132 49.4% 62 39.5% 102 35.1 % 296 41.4% Fremur neikvæð 55 20.6% 24 15.3% 35 12.0% 114 15.9% Mjög neikvæð 32 12.0% 23 14.6% 69 23.7% 124 17.3% Svara ekki 39 ' - 25 - 21 - 85 — Prósentutölurnar sýna hlutfall þeirra sem svöruðu 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.