Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 14
241.000 EINTÖK PRENTUÐ í GÆR Ofrjálst háð blað 273. tbl. — 86. og 1. og 15. og 70. og 17. árg. Fimmtudagurinn 28. nóvember MCMLXXXV AÐALBLAÐIÐ AÐALBLAÐIÐ FLYTUR BARA EKKI NEITT: VIÐ ERUM ENN Á SAMA STAÐ — SJÁ NÁNAR BLS. 2, 4, 5, 17, leiðara og myndasögurnar „Ætli við flytjum nokkuð. Ég get að minnsta kosti ekki séð að svo verði i bráð. Mér er nú líka alveg sama hvort eð er,“ sagði Nikulás Njálsson stjórnarformaður Alnámu hf, útgáfufélags Aðalblaðsins, á ganginum skáhallt á móti skrifstofu sinni þegar blaðamaður AB átti leið þar um. Nikulás andvarpaði enn- fremur: „Ég segi þetta alveg eins og er. Ég meina það.“ Við erum því ennþá á sama stað! Það er jafnljóst og að við höfum ekki tekið neinar tölvur í notkun. Við munum aldrei gera það, þó ekki væri nema vegna þess að okkur finnast þær alls ekki eins sjarmer- andi og gömlu góðu pikkurnar. Við erum gamaldags. En við teljum það líka engu síðra en að vera nútíma- legir. Það gefur ails ekki verri raun. Þessvegna er Aðalblaðið eins gott og það er. Það verður alltaf betra og betra. Það er enda vissa starfs- manna þess að eftir því sem þeir eldast meira, svo og húsnæði þeirra, tæki og aðrir innanstokksmunir, verði blaðið betra. „Þetta er eins og með léttu vínin," bendir Nikulás Njálsson réttilega á. Þar sem Aðalblaðið verður nú ennþá á sama stað mun símanúmer ritstjórnar, afgreiðslu, auglýsinga og umbrots ekkert breytast og verður eftir sem áður eitthvað á þessa leið, 91-686868-1. Inngangan í anddyri Aðalblaðshússins verður líka alveg jafn ágæt og hún hefur verið, eða austan megin. Svo og verður blóma- potturinn í hægra horninu á sínum stað. Hið gamla og raungóða hús Aðalblaðsins á baklóð Skeggjagötu sjö alfarið um undir- göng frá húsinu númer 9). Ritstjórn og prentsmiðja verða áfram með aðstöðu s(na á þessum stað, rétt eins og allar aðrar deildir blaðsins. Eins og alltaf. Maðurinn sem varð fyrir kynferðislegu áreiti átta kvenmanna á Tjörninni í einkaviðtali AB: „í RAUNINNI HEF ÉG EKKERT ÚT Á ÞETTA AÐ SETJA" „Mér líður dásamlega, þakka þér fyrir. Að vísu er ég marinn á stöku stað og annar mjaðmarliðurinn úr sambandi, en það er ekkert til þess að gera veður út af. Ég verð að segja það alveg eins og er að þetta er ein- hver athyglisverðasta lífsreynsla sem mig hefur hent,“ segir tæplega sextugur Bolvíkingur, Hólmgeir Geirsson, sem Ienti í því fyrir helg- ina að vera ógnað af átta konum úti á miðri Reykjavíkurtjörn, en þær sýndu honum meðal annars ýmsa kynferðislega tilburði áður en mað- ur á skautum skarst í leikinn. Það var um klukkan hálf tvö að- faranótt laugardags að Hólmgeir var að koma af balli í miðborginni. Hann ákvað að stytta sér leið yfir ísi- lagða Tjörnina, en hann er búsettur á Hótel Sögu í stuttum skottúr í borgina. Þegar hann hafði labbað sem svarar hálfri leið yfir ísinn heyrði hann fótatak að baki sér og er hann sneri sér við til að athuga hvað þar væri á ferð, upphófst það sem Hólmgeir vill kalla í samtali við AB: „Hinn mesti darraðardans". Þarna voru komnar, að sögn Bolvík- ingsins, „átta stórvaxnar meyjar sem voru til alls líklegar og reyndu meira að segja svolítið við mig. En svo kom þessi skautamaður," heldur Hólmgeir áfram og kveðst enn ekki vera búinn að átta sig á því hvers- vegna menn séu að skauta þetta langt fram á nótt, þó hann vilji í sjálfu sér færa þessum íþróttamanni þakkir fyrir aðkomuna. „Annars hef ég í rauninni ekkert Að sögn Hólmgeirs er ennþá svolítill hrollur í honum eftir atvikið úti á ísilagðri Tjörninni á föstudagsnótt. út á þetta atvik að setja. Ég er nú já- kvæður maður að eðlisfari og lítt vanur því að gera mál úr því þó eitt- hvað óvænt komi upp á. Éf það hefði ekki verið svona fjári kalt þarna, hefði ég jafnvel getað hugsað mér að vera með konunum í nokk- urn tíma! En það er þetta með skautamanninn," endurtók Hólm- geir Geirsson. Hann vildi koma því á framfæri við konurnar sem hann hitti þarna á Tjörninni fyrir helgi, að þær væru velkomnar heim til sín á Hlíðarveg 34, ef og þegar þær ættu leið vestur, ein eða fleiri saman. Eins hefði hann áhuga á að komast í símasamband við skautamanninn. — Sannarlega jákvæður maður og geysilega viðkunnanlegur. HÁLSKIRTLARNIR teknir úr hörra SIGGIBIGG MEÐ BOTNLANGABÖLGU Sjá allt um velgengni okkar manna hjá íslendingaliðunum úti í sérstökum átjan síðna íþróttaauka. Að meðaltali 16 ánamaðkar í einum litra af mysu: „Skil þetta ekki, skil þetta ekki" endurtekur samlagsstjóri í AB-yfirvarpi á bls. 11; sjá „svekktir neytendur hringja" Forsætis- ráðherra í AB-yfirdrætti: „Plataður en ekki glataður" Sjá nánar á bls. 5 og stjörnuspá dagsins Eids-umræðan tekur óvænta stefnu: Nýr áhættuhópur — Wartburg eigendur Landlæknir í AB-yfirhöfn á baksíðu Hafskips- málið í AB-yfirtöku AB-yfir um Hver fer núna? i 0

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.