Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 7
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGIÐ OG NÁTTÚRULÆKNINGAHÆLIÐ í HVERAGERÐISKRÝTIN FYRIRBÆRI RÆÐUR FÁMENN VALDAKLÍKA LÖGUM OG LOFUM? Guðrún Jóhannsdóttir með- limur í Náttúrulækningafélag- inu og ritstjóri tímarits félags- ins, Heilsuvernd, fyrir utan skrifstofur NLFÍ: „Ölögleg stjórn NLFI hefur tögl og hagldir hvernig millj- ónunum úr rlkissjóöi er sóað." - EFAMÁL HVORT FÉLAGSSTARFSEMIN SÉ LÖGLEG - ÆTTARTENGSL VIRÐAST RÁÐA MIKLU UM VÖLDIN - FÆR DAGGJÖLD EN TEKUR AÐ AUKI SÉRGJALD AF SJÚKUNGUM - LANDLÆKNIR VILL AÐ RÍKIÐ HAFIAFSKIPTI AF SVONA REKSTRI - MIKLUM SÖGUM FER AF MEINTUM HLERUNUM Á HÆLINU myndir: Jim Smart Sl. mánudag var haldinn fundur í rekstrarstjórn Náttúrulækningahæl- isins í Hveragerði. Þar var m.a. Marta B. Marteinsdóttir kosin í stöðu hjúkrunarforstjóra hælisins. Viku áður hafði þeim fundi verið frestað á þeim forsendum að meðal starfsfólks hælisins væri í gangi róg- ur gegn Mörtu sem þótti sýnt að rekstrarstjórnin yrði meðmælt, en hún hefur verið settur hjúkrunarfor- stjóri í nokkra mánuði. Starfsfólk á einn fulltrúa í rekstrarstjórn hælis- ins en hafði lýst yfir vantrausti á við- komandi og sat því varafulltrúi fundinn í síðustu viku. Á þeim fundi var honum falið að kanna eftir ein- hverjum leiðum hvað væri hæft í þessum meinta rógi. Starfsmenn ákváðu með greinargerð að gera skoðanakönnun um málið meðal þess fólks sem hjúkrunarforstjóri starfar með beint, en það eru fjórtán manns. Spurt var einfaldlega: Kýstu viðkomandi manneskju í þetta starf, já eða nei? Svörin voru innsigluð. Síðan vildi svo til að varamanneskj- an sem hafði verið falið að sjá um þessa könnun var ekki boðuð á fundinn sl. mánudag. Hún frétti af honum og mætti á hann eigi að síð- ur með innsiglaðar niðurstöður könnunarinnar sem urðu gerðar berar á fundinum. Þá kom í ljós að tólf höfðu svarað spurningunni neit- andi, en tveir skilað auðu. Sam- kvæmt heimildum HP er málum ekki þannig háttað að starfsfólki sé í nöp við Mörtu B. Marteinsdóttur heldur var því kunnugt um að um starfann sóttu manneskjur með mun meiri starfsreynslu, einkum í stjórnunarstörfum. Niðurstaða fundar rekstrarstjórnarinnar varð samt sú, að eindreginn vilji starfs- manna var hundsaður og stjórnin valdi sér þann stjóra sem henni hugnaðist. Raunar er því haldið fram að Marta fengi starfið hvað svo sem öðru liði. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur SJÁLFSEIGNAR- STOFNUN REKIN FYRIR ALMANNAFÉ Þetta er eitt lítið dæmi af fjöl- mörgum sem HP hefur borist til eyrna og sannreynt, úr rekstri og stjórnun þessa hælis og Náttúru- lækningafélags íslands, sem við nánari athugun virðist varla standa undir nafni sem löggildur félags- skapur, samanber það hvernig stað- ið var að landsþingi félagsins í síð- asta mánuði. Heilsuhælið í Hveragerði, sem tekið var í notkun fyrir þrjátíu ár- um, var svo til eingöngu byggt fyrir gjafa- og samskotafé af hugsjóna- mönnum náttúrulækningahreyfing- arinnar með Jónas Kristjánsson lækni í fararbroddi. í upphafi var hælið rekið þannig að trygginga- stofnun reiddi af höndum árlegan styrk, hvert einstakt sjúkratilfelli var metið, borgað fyrir suma en aðra ekki. Síðan var hælið tekið inn í sjúkrasamlagið og fékk sömu dag- gjöld fyrir sjúklinga og aðrar sjúkra- stofnanir í landinu. En undanfarin ár hefur stofnunin ekki sætt sig við úrskurð daggjaldanefndar og krefst því aukagjalds af vistmönnum sín- um. Páll Sigurdsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðismáiaráðuneytinu, hafði eftirfarandi um málið að segja: „Eins og málum er háttað núna greiðir sjúkrasamlag og trygginga- stofnun það gjald sem daggjalda- nefnd ákveður. Síðan hefur stofnun- in heimild til að krefja aukagreiðslu af sjúklingunum. Þetta er eina stofn- unin í landinu þar sem heimilt er að láta fólk borga til viðbótar því sem sjúkrasamlögin greiða. Það verður að segjast eins og er að það hefur alltaf verið dálítil togstreita um þessa stofnun." Rekstrarstjórn hælisins fer sam- kvæmt reglugerð með öll mál hælis- ins, ráðstafar því m.a. þeim milljón- um sem fengnar eru úr vasa skatt- borgara á ári hverju. í henni eru fimm manns: NLFÍ skipar þrjá full- trúa, einn er skipaður af starfs- mönnum hælisins og einn af við- komandi sveitarfélagi. Ríkið kemur hvergi nærri rekstrinum og heldur er ekki ráð fyrir gert samkvæmt lög- um að það skipi endurskoðendur. Hælið er því sjálfseignarstofnun þótt það sé að mestu rekið fyrir al- mannafé. ÓLÖGLEG FULLTRÚAKOSNING 26. október sl. var haldið 20. landsþing Náttúrulækningafélags HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.