Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 3

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 3
ósk. Tungumálakunnátta er nauð- synleg. Það sem ég tel hvað var- hugaverðast er hversu mikið nýtt land danskan hefur unnið í sjón- varpinu og sjónböndunum — já, það heitir videóið á færeysku. Það hefur til dæmis aldrei verið til siðs að setja færeyska texta á bíómyndir, það er dýrt og ekki til kunnátta og tækni- legar aðstæður til þess. Þetta þyrfti auðvitað að breytast; sjónvarpið er opinber stofnun og þar á allt að vera á færeysku sem hægt er. Á þeim bæ er mönnum hinsvegar tæknihliðin fyrst og fremst hugstæð og minna hugsað um að nota krafta kunnáttu- fólks um mál. Því er mest sent út af efni sem þeir fá ódýrt frá Danmörku með dönskum textum og flestum er danskan svo töm að þeim finnst þetta ekkert óeðlilegt. Færeyskum textum hefur að vísu verið klesst yfir danska texta á fréttamyndum en yfirleitt með svo hrapaílegum árangri að fólk hefur kvartað undan því. Ég hef haldið námskeið með mínum nemendum um þýðingar á sjónvarpsefni, en náttúrlega höfum við engar aðstæður til að vera þýð- ingarstofnun fyrir sjónvarpið. Þetta er í raun eitt af því sem Færeyingar gætu reynt að læra af íslendingum, listina að texta bíómyndir svo vel sé." Nökur teldorð Færeyingar hafa ekki farið var- hluta af nútímatækni frekar en aðr- ar þjóðir. Jóhann Hendrik segir að myndbandaleigur spretti upp eins og gorkúlur á hverju útskeri og an- nesi í Færeyjum, á stöðum þar sem hafa til dæmis aldrei verið bókabúð- ir. Færeyingar eru líka að tölvuvæða hjá sér og þar vill færeyskan náttúr- lega verða gloppótt og fátæk að tækniorðum sem nú eru allt í einu í munni hvers manns á hverjum degi. En líkt og við Islendingar hafa Jóhann Hendrik og kollegar hans reynt að stoppa upp í götin. „Þegar tölvurnar komu fyrst fyrir um fimmtán árum héldum við að þetta væru kannski einhverjir duttl- ungar í tæknilega sinnuðu fólki, sem líklega hyrfu fyrr en varði. Svo stóðum við allt í einu andspænis því að tölvur höfðu lagt undir sig allt þjóðfélagið, skrifstofurnar, skólana, heimilin. Þá létum við til skarar skríða og reyndum að koma ein- hverjum af aðalhugtökunum á fær- eysku. Fyrir tveimur árum síðan hugkvæmdist mér til að mynda orð- ið „telda" en áður höfðu menn ver- ið að bögglast við að tala um „data- machine" eða „computer". Nú það er skemmst frá því að segja að orðið „telda" sló í gegn og nú nota Færey- ingar ekki annað orð yfir þetta þing. Þannig að fólk er í raun mjög mót- tækilegt fyrir nýyrðum af þessu tagi, ekki síst yngri kynslóðin sem ber minni virðingu fyrir dönskunni en eldra fólkið gerði." Máli sínu til stuðnings dregur Jóhann Hendrik úr pússi sínu lítinn bækling, „Nökur teldorð", útgefinn af „Málsovnur Föroya Fróðskapar- félags", vísi að færeysku tölvuorða- safni sem hann hefur tekið saman. En nú er slík söfnun og nýyrðasmíð komin á könnu færeyskrar mál- nefndar, fimm manna nefndar, sem stofnuð var í fyrra og hefur að mark- miði að reyna að efla stöðu færeysk- unnar sem nútímamáls sem fái mætt þeim kröfum sem margþætt nútímaþjóðfélagið gerir. Það eru ýmis áform uppi; þeir hafa þegar komið upp símaþjónustu fyrir al- menning og svo stendur til að gefa út fleiri söfn með sérfræðiorðum og að reyna að gera ýmsar stéttir þjóð- félagsins áhugasamar um málfar sitt. Gegn darwinisma í málvísindum „Nú er í tísku að tala um nokkuð sem kallast „language planning". Margir málvísindamenn hafa lengstum yppt öxlum þegar talað er um málvernd, nýyrðasmíð og því- umlíkt. En nú er komin upp sú staða að nýfrjálsar þjóðir sem hafa orðið að búa við ok herratungunnar rísa upp og vilja efla sitt eigið móður- mál. Þessar þjóðir hafa ekki tíma til að bíða eftir hægri og eðlilegri þró- un. Það er merkilegt að hingað til hefur verið ríkjandi i málvísindun- unum eitthvert náttúrufræðivið- horf, einhver darwinismi, sem segir að tungumál eigi að þróast eðlilega eins og lífverur. En nú þarf þetta að gerast fljótt, tungumálin þurfa að laga sig að þeim kröfum sem nútím- inn setur. I swahili vinna menn til dæmis baki brotnu við að búa til orð um allt sem lýtur að vísindum. Þetta heitir á fínu máli „language plan- ning", en er í raun ekkert annað en það sem við í Færeyjum höfum ver- ið að gera í eina öld og þið á íslandi í tvær aldir. En það er sumsé mikil hreyfing á minnihlutamáium svo- kölluðum. Ég vil ekki taka of stórt uppí mig, en það sem hefur áunnist hjá okkur er mörgum þessum smá- málum fyrirmynd. Það dvaldi til dæmis hjá okkur maður allan fyrra- vetur frá retó-rómanska málsvæð- inu í Sviss til að kynna sér aðferðir í baráttunni fyrir máli sínu. “ Einn af hyrriingarsteinum lifandi tungumáls er ófrávíkjanlega bóka- útgáfa, að fólk hafi greiðan aðgang að rituðu orði sem skrifað er á móð- urtungunni. Hvernig er þeim mál- um háttað í Færeyjum? „Það er í raun furðulegt hversu mikið hefur komið út á færeysku á þeim stutta tíma sem hún hefur ver- ið til sem ritmál. Samt er það vita- skuld ekki nóg til að fullnægja þeim kröfum sem tiltölulega fróðíeiksfús lesandi gerir; það vantar alfræði- bækur, tæknibækur, bækur til að lesa sér til afþreyingar — og lesefni handa börnum er ekki síst mikil- vægt, því í barnæsku mótast les- venjurnar. Nú eru gefnar út um hundrað bækur á færeysku á ári hverju og auk þess lætur útvarpið þýða mikið af bókum sem eru flutt- ar sem framhaldssögur, en koma því miður alltof sjaldan út á prenti. Það er í raun og sanni undarlegt að koma hingað til íslands og sjá allt þetta bókaflóð; ég sá mér meira að segja til mikillar gleði að sú skepna sem þið kallið Andrés Önd er kom- in út á íslensku. Það væri mikill munur ef hægt væri að fá Færeying til að þýða þær bókmenntir — það munar um allt." Brotlegur á færeysku, dæmdur á dönsku Hér á landi tala menn aðallega um þá hættu sem stafar af enskunni, danskan er íslendingum ekki munntöm lengur. Jóhann Hendrik segir að málið horfi svolítið öðruvísi við í Færeyjum, þar séu áhrif dönsk- unnar yfirþyrmandi, en enskan smitist meira í gegnum dönskuna, tildæmis komist ýmis ensk tækni- orð inní færeyskuna með viðkomu í dönskunni. Annað sem stingi í augu sé að danskan sé ennþá mjög fyrir- ferðarmikil í stjórnkerfinu og dóms- kerfinu — til dæmjs komi það iðu- lega fyrir að þeim Færeyingi sem hefur unnið sér eitthvað til saka séu birtar sakargiftirnar á dönsku og loks þegar þrjóturinn hlýtur dóm sé dómurinn oftlega kveðinn upp yfir honum á því sama máli. Það er sum- sé víða pottur brotinn, en samt er Jóhann Hendrik Poulsen bjartsýnn, hóflega bjartsýnn að vísu, en bjart- sýnn samt. „Færeyskan hefur smátt og smátt. verið að vinna sín réttindi. Það steðja að vísu ýmsar hættur að, en ég held að utanaðkomandi hætta geti líka vakið mótspyrnu, brýnt málvitund þjóðarinnar. Það er mín von og ég tel mig sjá teikn á lofti um það. Þrátt fyrir alla svartsýni, sem vissulega er réttmæt, eygi ég vonar- glætu," segir Jóhann Hendrik Poul- sen sem nú er aftur kominn til Fær- eyja, á Fróðskaparsetrið, að rækta sitt mál... -EH. GLEÐILEG JÓL! Kva, bara komin jól — og maður er varla búinn að sleppa orðinu fyrr en þau eru búin aftur; atlir voða voða stressaðir og erfiðir í skapinu, nema kannski þeir sem eru síölvaðir af jólaglöggi og kokkteilboðum, alveg þangað til á aðfangadagskvöld þegar klukkur hringja og allir verða voða voða góðir við háifgieymdar ömmur og vanrækt lyklabörn og vinnu- þrælkaða foreldra. Svo þarf nátt- úrlega ekki að segja frá þeirri ógn og skelfingu þegar grámyglulegur grámi hversdagsins færist aftur yfir í ársbyrjun og gjalddaginn á vísa-kortinu færist óðfluga nær einsog hver önnur ógn og skelf- ing. En það er víst óþarfi að minna á öll þessi leiðindi — nú þegar helgi jólanna er ekki einu sinni runnin upp í allri sinni dýrð. í þessu jólafylgiblaöi Helgar- póstsins reynum við náttúrlega að vera svolítið jólalegir og lítið áhyggjufullir, þótt Hafskipsmál og aðrir stórskandalar leiki lausum hala um aðrar síður blaðsins. Við bregðum okkur í heimsókn til fimm erlendra sendiherra sem bú- settir eru í Reykjavík og forvitn- umst eilítið um jólahald þeirra þjóða sem þeir eru fulltrúar fyrir. Og niðurstaðan: jú, jólin eru ósköp svipuð hvar sem er í heiminum. Við bregðum heldur ekki útaf þeim sið að bjóða fólki uppá ýmis- lega dægrastyttingu yfir jólin, þótt sjálfsagt sé margt annað sem mæðir á og glepur hugann. Við birtum myndgátu og náttúrlega skákþrautir fyrir allan þann fjölda sem stundar þessa þjóðaríþrótt, að ógleymdri getraun sem um leið er einskonar upprifjun á þeim málum sem helst hafa verið á síð- um Helgarpóstsins á árinu sem er að líða. Þetta er sumsé- allt með ósköp hefðbundnu sniði, einsog reyndar jólin öll, ekki satt? Hjá fæstum þykja þau víst hátíð þar sem óhóf- leg nýjungagirni á við — menn vilja helst smákökurnar hennar mömmu, eins lengi og þeirra nýt- ur við, þeir vilja fá sínar rjúpur og sitt hangiket og þeir vilja heyra gömlu lummurnar, jólaklisjurnar, sem gamlir jafnt sem ungir kunna víst afturábak og áfram. En jólin eru sumsé einna best þegar þau eru einsog jólin í fyrra, sem voru ábyggilega góð jól. Eða vonandi. Sumsé — það er óskandi að landsmönnum megi hljótast gleði- leg jól og fagnaðarríkt komandi ar. . Umsjón með jólablaði: Egill Helgason Islensk _ oM ensk ~ KNATTSPYRNA V18& S*gur8»soo ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1985 íslensk knattspyrna er komin út, ítarlegri en nokkru sinni fyrr. í bókinni er að finna nákvæmar töflur um leiki, leikjafjölda og markaskor einstakra leikmanna auk 300 mynda. íslensk knattspyrna ’85 er besta heimildarit um íslenska knattspyrnu sem völ er á. . . Verð kr. 1.488.- Þetta er 5. árbókin Saga Westham er komin út. Bókin fjallar í máli og myndum um Westham, sögu þess og sigra. Westham er eins og kunnugt er eitt frægasta knattspyrnulið Bretlands og í dag eitt af toppliðunum. Verð kr. 975.- í<= OKHLAOAN-. L X JL-i. X J. ± J den vaknar loks edrú eftir lans HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.