Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 6
Það er orðin hefð á Helgarpóstin- um fyrir hver ]ól að okkar áaætu gagnrýnendur veita okkur nolckra Íeiðsögn í flóði bóka og hijómplatna á yfirstandandi vertíð. Þeir sem önn- uðust valið að þessu sinni eru Gunn- lauaur Ástgeirsson (íslensk og þýdd skáTdrit), Helgi Skúli Kjartansson (sagnfræði), Vernharður Linnet (djassplötur), Ásgeir Tómasson (poppplötur) og Sölvi Sveinsson (barna- og unglingabækur). ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR Beygur eftir Hafliöa Vilhelmsson. Hlöðugil. Kr. 1050. Fjórða skáldsaga Hafliða. Gerist í Reykjavík. Sérstætt persónusafn og fremur óvænt sjónarhorn á tilver- una. Eldur og regn eftir Vigdísi Gríms- dóttur. Frjálst framtak. Kr. 895. Önnur bók Vigdísar sem vakti mikla athygli með smásagnasafninu Tíu myndir úr lífi þínu 1983. Höf- undur sem fer eigin leiðir með góð- um árangri og skrifar eitt það fersk- asta sem frá ungum höfundum kem- ur. Gulleyjan eftir Einar Kárason. Mál og menning. Kr. 1190. Hér er haldið áfram að segja frá fólkinu í gamla húsinu og örlögum þess, sem áður var sagt frá í Þar sem Djöflaeyjan rís. Eftirminnilegar per- sónur, safarík frásögn og kjarnmikill stíll. Leitin að landinu fagra eftir Guð- berg Bergsson. Mál og menning. Kr. 1190. Mögnuð háðsádeila á Islendinga og margt í þeirra fari, einkum að því er lýtur að opinberri umræðu. Að- ferðum ævintýra og riddarasagna beitt við að sýna fánýti tálsýna og eftirsóknar eftir vindi. Margsaga eftir Þórarin Eldjárn. Gullbringa. Kr. 875. Vel skrifað verk svo sem von er á frá Þórarni, en hér reynir hann nýjar aöferðir með samningu smátexta í bland við smásögur. Athyglisverð tilraun hjá einum af okkar bestu höf- undum. Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson. Punktar. Kr. 1187/850. Pétur iýkur við að segja frá Andra Haraldssyni, uppvexti hans og þroska, en segir um leið frá hugsaðri fyrirmynd Andra, Guðmundi Andra Haraldssyni. Mjög vel skrifuð bók þar sem bestu kostir Péturs Gunn- arssonar sem rithöfundar njóta sín til fulls. Skilningstréð eftir Sigurð A. Magn- ússon. Mál og menning. Kr. 1290. Fjórða bindi uppvaxtarsögu. Segir frá árunum í lok og eftir seinna stríð. Aðalpersónan er í menntaskóla á miklum umbrotatíma í þjóðfélaginu og ekki eru minni umbrotin í hon- um sjálfum. Sóla, Sóla eftir Guðlaug Arason. Mál og menning. Kr. 981/495. Ný skáldsaga eftir fimm ára hlé. Guðlaugur leiðir saman fortíð og nútíð í frásögn gamallar konu af sér og sínum forfeðrum og í frásögn rit- höfundar af einkamáiakrísum sín- um. Sögur og Ijóð eftir Ástu Sigurðar- dóttur. Mál og menning. Kr. 1190. Ný útgáfa á sögum Ástu, auk þess sem nokkrar áður óbirtar sögur er þar að finna og nokkur Ijóð. Það er ótrúlegt hvað sögur Ástu standast vel því ungt fólk hrífst auðveldlega af þeim, ekki síður en þeir sem eldri eru. íslendingasögur 1. Ritstj. Jón Torfa- son, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu. Kr. 3980/2480/1980. Fyrri hluti nýrrar heildarútgáfu ís- lendingasagna í tveimur bindum með nútímastafsetningu. Mjög að- gengileg lesútgáfa af íslendinga- sögum. BARNA- OG UNGLINGA- BÆKUR í upphafi skal það skýrt tekið fram, að vitaskuld hef ég ekki lesið allar barna- og unglingabækur, sem út koma fyrir þessi jól. Það þarf minna til að æra óstöðugan en lesa um það bil hundrað bækur á einum mánuði eða því sem næst. Fyrir yngstu börnin get ég óhikað mælt með nokkrum sögum: Blómin á þakinu eftir Brian Pilkington og Ingibjörgu Sigurðardóttir er falleg bók, sagan ærslafull og líflegar myndir; Mál og menning gefur út. GunnhHdur og Glói eftir Guðrúnu Helgadóttur er ævintýri úr hvers- dagsleikanum, álfur í leikskólanum; notalega sögð saga með fallegum myndum; Iðunn gefur út. Einar Ás- kell stepdur fyrir sínu. Þú átt gott, Einar Áskell er skemmtileg saga að lesa fyrir lítil börn; Mál og menning gefur út. Fuglarnir okkar eiga er- indi inn á öll heimili, glæsileg bók eftir Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson, litmyndir af fuglum og skýr texti; Bjallan gefur út. Og handa þeim sem eru farin að stauta svolítið er Þaö uar skrœpa eftir Andrés Indriðason prýðileg saga. Brian Pilkington teiknaði myndir. Textinn er vel upp settur, gott bil milli stafa og sagan skemmtileg; Námsgagnastofnun gaf út. Pönnu- kökutertan eftir Sven Nordquist er skemmtileg saga með gáskafullum myndum. Þorsteinn frá Hamri þýddi; Iðunn gefur út. Handa stálpuðum krökkum og vel læsum er hægt að mæla með Þetta er nú einum of... eftir Guðlaug Richter, sögunni um Stjána, önnum kafinn strák í Vesturbænum; Mál og menning gefur út. Elías á fullri ferð eftir Auði Haralds hefur svolítið lát- ið á sjá, en krökkum finnst þó enn gaman að honum; Iðunn gefur út. Dósastrákurinn eftir Christine Nöst- linger í þýðingu Valdísar Óskars- dóttur er forvitnileg saga, bráðfjör- ug; Forlagið gefur út. Og loks vil ég nefna Kdlla kúluhatt eftir þann danska snilling Ole Lund Kirke- gaard; Iðunn gefur út. Að vonum er margt gefið út handa unglingum, og ekki allt gott. Af innlendum bókum get ég mælt með Bara stœlar! eftir Ándrés Indriðason, Jón Agnar Pétursson er reyndar líkur Elíasi kunningja okkar úr þremur sögum, en stendur nokk- uð fyrir sínu; Mál og menning gefur út. Áðalpersónan í Ekki kjafta frá er Edda, unglingsstúlka, og á í hinum mestu vandræðum með sjálfa sig. Þetta er fyrsta bók Helgu Ágústs- dóttur og henni er talsvert mikið niðri fyrir, og hefur margt að segja unglingum. Svolítill byrjendabragur er á sögunni og lausnir e.t.v. um of einfaldaðar; Iðunn gefur út. Af þýddum unglingasögum koma mér tvær fyrst í hug, Tex og Sumar á Flambards. Tex er eftir Susan E. Hinton, bandarískan höfund, Heimir Pálsson þýddi. Tex er afar vel skrifuð saga, spennandi og vek- ur unglinga til umhugsunar um fjöl- mörg atriði, sýnir þeim veröld, sem virðist fjarri, en gæti verið á næsta leyti; Bjallan gefur út. Sumar á Flambards eftir K.M. Peyton í þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur er síðasti hluti Flambardssetursins. Hér eru hnýttir allir endar, og sem fyrr bregst þeim Peytonhjónum ekki bogalistin; Mál og menning gefur út. Ég ítreka að lokum, að hér er ein- ungis valið úr þeim bókum, sem mér hafa borist og ég hef komizt yf- ir að lesa. Vísast vantar eitthvað á þennan Iista, sem þar á heima, og jafnvel eru enn ókomnar bækur, sem eiga fullan sóma skilinn. ÞÝDD SKÁLDVERK Af jarðarför landsmóðurinnar gömlu eftir Gabriel Garcia Marquez í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Forlagið. Kr. 1087/850. Smásögur eftir Marquez, höfund Hundrað ára einsemdar. Sérstæð- ar persónur í kyrrstæðri en þó ólg- andi veröld Suður-Ameríku. Ástkona franska lautinantsins eftir John Fowles í þýðingu Magnúsar Rafnssonar. Mál og menning. Kr. 1375. Tiltölulega ný ensk saga sem ger- ist á 19. öld og hefur vakið mikla at- hygli víða um lönd. Dagur í Austurbotni eftir Antti Tuuri í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Set- berg. Kr. 1250. Sagan sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs á þessu ári. Mögnuð saga frá Finnlandi þar sem takast á ótrúlegir einstaklingar sem eiga sér djúpar rætur í blóði drifinni fortíð þjóðarinnar. Göngin eftir Ernesto Sabato í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar. Forlag- ið. Kr. 981. Saga eftir sérstæðan argentískan höfund sem var virtur kjarneðlis- fræðingur áður en hann tók til við ritstörf. Memed mjói eftir Yashar Kemal í þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur. Mál og menning. Kr. 1487/787. Fyrsta sagan sem þýdd er beint úr tyrknesku á íslensicu, innrás af menningarsvæði sem við þekkjum flest lítið til. Sagan gerist á fyrri hluta þessarar aldar á umbrotatím- um meðal alþýðu og stigamanna. Breið þjóðlífslýsing og spennandi söguþráður. Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges í þýðingu Döllu Þórðar- dóttur. ísafold. Kr. 1375. Saga sem vakið hefur mikla at- hygli í Frakklandi og verið þar met- sölubók. Gerist á árum heimsstyrj- aldarinnar seinni. Dregur ýmislegt fram sem Frökkum hefur ekki þótt gott að tala um en gerðist í stríð- inu. LJÓÐ lllgresi eftir Örn Arnarson. Vaka- Helgafell. Kr. 1398. Ný útgáfa á sígildu verki í flokki Helgafells íslensk öndvegisskáld. Ljóð námu land eftir Sigurð Páls- son. Forlagið. Kr. 875. Fjórða ljóðabók Sigurðar. í þess- ari bók er hann á svipuðum slóðum og í fyrri bókum, en bætir þó ýms- um nýjum sviðum við. Ljóstur eftir Atla Ingólfsson. Forlag- ið. Kr. 394. Athyglisverð frumraun. Vel unnin Ijóð, hógvær og íhugul. Ný Ijóð eftir Þorstein frá Hamri. Ið- unn. Ljóð Þorsteins frá Hamri svíkja engan og er ný bók frá honum ævin- lega tíðindi. Tíundir eftir Jóhann S. Hannesson. Örn og Örlygur. Kr. 795. Á þessari bók eru þau ljóð sem Jó- hann lét eftir sig þegar hann lést ár- ið 1983 og Kristján Karlsson bjó til prentunar og ritar inngang. í ljóðum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.