Alþýðublaðið - 12.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1927, Blaðsíða 2
alþýðublaðið ALÞÝÐUBLAIIIB kemur út á hverjum virkum degi. ] Afgreiðsla í Aipýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. ^ til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. \ gi/3_iOVa árd. og kl. 8—9 siðd. Í* Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 Ihver mm. eindáliia. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Landhelgisgæzlan. Réttarprófið á „Óðni“. III. Frarnburður skipstjórans er.eins 'og menn hafa séð, ekki á pann veg, að honum hafi tekist að hnekkja ákærum almannarómsins. En auðvitað var skipstjórinn ekki einn til frásagna um það, s::m gerðist á skipinu, og pví voru stýrimennirnir prír, loftskeytamað- og sjö hásetar yfirheyrðir sem vitni. Vitnahópi pessum verður að skifta í tvo fiokka, stýrimönnun- um þremur annars vegar og loft- skeytamanni og hásetum hins veg- ar. Ekki skilur ,pað flokkana, að i öðrum flokknum séu menn, sem séu á borgaralega vísu frekar eða miður trúverðir en mennirnir, sem eru í hinum. En hins vegar er skipsstarfi mannanna í öðrum flokknum, ioftskeytamanns og há- seta, á pann veg háttað, að þeir geta ekki haft neina rökrétta (ob- jektiva) skoðun á pví, sem skipið eða yfirmenn pess aðhafast, held- ur getur að eins verið um per- sónulega (subjektiva) sannfæringu að ræða, sem byggist á pví, hvað jþeim sýnist eða heyrist, eða bvað þeim er sagt. Þessir menn gera auðvitað engar athuganir né mæl- ingar eða hafa nein tæki á því að fást við slíkt, enda er peim ætlað annað starf á skipinu en pað. Það er því að vonum, að pau vitni lýsi yfir pví öll með pess- um éða svipuðum orðum, „að pau haíi aldrei orðið vör, að botnvörp- ungi, sem vart hefir orðið við að væri að veiðum í landhelgi, hafi verið slept án ákæru, og pvi síð- ur, að slíkir botnvörpungar hafi verið aðvaraðir og látnir fara út úr landhelgi án pass að vera tekn- ir.“ Pað er engin ástæða til að rengja pennan framburð peirra, en pað skiftir alls engu máli, hvað þessir menn halda, pví að ■þeir geta ekkert vitdó um þetta, par eð peir gera engar athuga- anir nema með skilningarvitun- um, sem eru alveg ófullnægjandi til peirra brigða. Háseti stendur á þilfari, meðan „Óðinn“ siglir fram á íslenzkan togara, sem er að veiðum. Hásetanunr sýnist togar- inn vera um 1 sjómílu fyrir inn- an landhelgi, en „ÖÖian“ sigiir fram hjá, og hásetinn hsyrir, að togarinn haíi verið „ca. 3(4“ sjó- milu undan landi. Hann heldur auðvitað, að yfirmenn skipsíns hafi gengið úr skugga um þetta, pó að hann frétti ekki nákvæm- lega urn niðurstöðuna, og hefir enga ástæðu til að rengja þetta. Eða pá að loftskeytamaður stendur á pilfari, meðan „óðinn“ siglir fram á enskan togara. Hon- um sýnist togarinn vera „ca 3(4“ sjómílu frá landi, en hann fréttir, áð hann er í raun réttri 0,1 sjó- mílu innan landhelgi. Togaraskip- stjórinn er dreginn fyrir lög og dóm, og í réttinum vita skipstjóri og stýrimenn, eins og vera ber, hvert smáviðvik upp á hár. Þetta vekur auðvitað pá trú, að svona sé alt starf varðskipsins hnitmið- að niður upp á hár, þó að pessi tvö dæmi sýni í raun réttri tölu- verðar andstæður að pví, er til reglusemi og nákvæmni kemur. Sannleikurinn er sá, að varðskip getur farið fram hjá öllum ísl. togaraflotanum að veiðuin í land- helgi, svo að loftskeytamenn og hásetar verði ekkert varir við. Vitnisburðirnir allir 10 eiga þó sammerkt um eitt, að peim verður mjög tíðrætt um skotið, petta fall- byssuskot, sem aldrei var hleypt af og enginn ber upp á „Óðin“ að hann hafi hleypt af og engu máli iSkiftir hvort héfir verið hleypt af eða ekki. Það er eins og petta skot sé pungamiðjan í allri landhelgisgæzlunni, svo að ef alt sé í sóma með það, sé alt í lagi. Þetta verður eins konar „glans- númer“ varðskipsins, sem er hampað alt af, pegar það parf að sýna góða samvizku, rétt eins og pað hefði hana ekki í öðrum efnum. Vitnisburðir hinna þriggja stýri- manna eru að efni og orðfæri svo líkir, aðþess vegna gætu þeir vel verið eftir sama mann. Þeir hafa allir prír verið á verði, hver í sitt skiftið, pegar sást til íslenzks togarahóps. En fyrsti stýriinaður segist hafá „haft vakt kl. 4—8 árdegis, pcgar bók- að er að sést hafi hér um bil 20 togarar ca. 3(4 til 8 sjómílur út af Svörtuloftum, og efdðist vitnið ekki um, að þeir hafi verið fyrir utan landhelgi.“ En um petta geí- ur viínið alls enga vitneskju hafa haft að pví, er til togaranna kam- ur, sem voru „ca“ 3Va sjómilu frá landi, nerna hann hafi viðhaft mælingar. Það sést ekki, að hann hafi gert pað, og er pessi ætl- un og efaleysi pví bygt á augna- máli, sem getur skeikað miklu meira en hálfri sjómílu. Vitnis- burður pessa vitnis er pví heldur gálaus um petta éíni, enda færðist hann undan að vinna eið aö vitif- isburði sínum. Aliir kveðast Ífýrimennirnir með þessum eða svipuðum orðum „aldrei haía orðið varir við, að botnvörpuEkipum haii verið slept, sem sést hafi í landhelgi eða svo grunsamlega nálœgt henni, að nokkrar líkur hefðu verið til að sanna á þá lmdhslgisbrot.“ Vitn- isburður pessi getur ekki staðið alveg heirna, því að skip, sem virðast af sjónhendingu vera „ca.“ 31/2 sjómílu frá landi, geta eins vel verið að eins 3 eða 21/2 sjó- mílu undan. Það veit enginn nema sá, sem mælir. Slíkt skip er ein- mitt „grunsamlega nálœgt land- helgi“, og það stappar nœrri því að sleppa brotlegu skipi að gá ekki af sér að fullu efa um, hvar skipið sé statt. En í þessum vitn- isburði kennir og fullkomíns mis- skilnings á verksviði varðskips- ins, þegar þeir tala um líkur til að sanna á togara landhelgisbrot. Sé pessu frarn fylgt, er varðskip- ið að seilast inn í verkahring dómarans. Það er verk varðskips- ins að viða að sér sem mestum sönnunum til stuðnings kærurn sínum, en dómarans. er að meta gildi sannananna. Eftir framburði vitnanna virðist varðskipið hafa tekið að sér að greiða úr því í vafatilfellum („ca. 3(4 sjóm:lu“), hvort nœgar séu sannanir fyrir sekt eða ekki, þó að það sé verk dómarans. En með þessu er orðið of mikið svigrúm til hlutdrægni af hendi varðskipsins og hinna ólög- fróðu foringja pess, að það eitt væri nóg, þó alt væri annars með feldu, til að skapa pann al- menningsdóm, sem nú er fallinn á strandgæzluna. Hér verður pó ein- dregið að kenna stjórninni um,að hún hafi valið þá : menn til for- ustu á varðskip ríkisins, sem vanti skilyrði ti! að greina milli verkahrings varðskipsins og dóm- stólanna. Þriðji stýrimaður ber það, að það sé „venja að skrifa upp öll fiskiskip, er þeir sjái, hvort sem peir sjái nöfn peirra eða ekki.“ Eins og nienn hafa séð á bókunum peim, sem nefndar hafa verið hér, par sem nefnd- ir eru „ca. 20 togarar“, stendur þetta ekki heima. Eins er það, að minni eða minnisleysi skipstjóra og stýrimanna um skipsnöfn sýn- ist vera kerfað og reglubundið, og er þetta ekki sagt af pví, að framburðurinn sé rengdur, held- ur er bent á það eins og hvert annað sálfræðilegt fyrirbrigðí, Fyrir stýrimennina prjá lét Héð- inn Valdimarsson leggja 8 spurn- ingar, og skulu nú þær og svör vitnanna .við þeim, sem sum hver eru mjög eftirtektarverð, verða at- hugaðar. Fyrsta spurning H. V. var: „Hvar var „Óðinn“ I umrædd skifti, er togararnir sáust fyrst?" Annar og priðji stýrimaður „vísa til bókanna". En fyrsti stýrimað- ur svarar: „Þann stað getur vitn- ið ekki tiltekið nákvœmlega, þar sem engar mœlingar voru gerðar vegna þess, að ekkert gruns ml gt var á ferðum.“ Það er óneitanlega meira en lítið gáleysi að þora að segja, að ekkert grunsamlegt sé á ferðinni, þegar togari sýnist vera að veiðum „ca“ 3(4 sjómílu undan landi. Það er blátt áfram óafsakanlegt skeytingarleysi af varðskipinu að rnæla ekki tafar- laust sinn stað 0g togarans, því að fyrir bragðið getur varðskipið ekki fortekið, að í þetta sinn hafi sekur botnvörpungur sloppið fyr- ir skeytingarleysi þess. Önnur spurning H. V. var: „Hvar voru botnvörpungarnir?“ Öll vísa vitn- in þar til bökanna, sem segja, að togararnir hafi verið „ca 3(4 til 8 sjómílur“ undan landi, en pær upplýsingar eru, eins og bent hefir verið á, einskis virði. Þriðju spurningu HéÖins: „Voru líkindi til pess, að þeir væru í land- helgi?" svara vitnin öll neitandi. En pað er, eins og hér hefir verið sýnt, ekki rétt, pví að pað gat, eins og á stóð, verið hvort tveggja, úr pví að áætlað var með augunum. Fjórða spurning Héð- ins var: „Sáust merkí pess, að þeir væru á ferð út úr landhelgi?" Annar og þriðji stýrimaður svara: „Nei“, en fyrsti stýrimaður segir að vísu „nei“, en „telur líklegt, ho togarinn hafi verið á ferð til hafs, pví það sé nær undantekn- ingarlaust venja botnvörpunga að setja stefnu til hafs, er peir verða varir við varðskipið." Þetta svar bindur í sér svo marga mögu- leika, að pað er bagi, að ekki hefir verið spurt frekar út í petta: Fimta spurning Héðins var: „Hvaða togarar sáust?“ Þvi svara vitnin, að pau hafi ekki tek'ið eftir pví eða muni ekki eftir neinum §érstökum. Hér hefði mátt bú- ast við tilvísun í bókina, þar „sem skrifuð eru í öll fiskiskip pau, sem þeir verða varir við.“ Hún hefði þó verið^ tilgangslaus, pví að þar eru ekki öll skipin og einmitt ekki þau, sem hér um ræðir. Sjötta spurnirtg Héðins var: „Hverjir voru næstir ,Óðni‘?“ Um það vita vitnin eðlilega ekkert, úr pví að pau yfir höfuð vissu ekki, hver skipin voru. Sjöunda spurn- ing Héðins var: „Hverjir af skipshöfninni á „Óðni“ voru á verði?“ Henni svara vitnin eðli- lega með tilvísun í leiðarbókina. Svörin við síðustu spurningu Héð- . ins: „Hefir vitnið heyrt pað frá öðrum en Héðni Valdimarssyni eða mönnum, sem höfðu pað eftir honurn (vegna ræðu hans á pir.gi), að togarar hefðu verið á*veiðum parna vestra í landhelgi, er til „Óðins“ sást frá peim?“ voru þau, að stýrimennirnir prír, loftskeyta- maður og sjö hásetar neita pví. Er engin ástæða til að rengja það, en pó hefir fyrsti stýrimaður lýst yfir pví við H. V. í votta viður- vist, að hann hafi heyrt söguna „öðru vísi“. Þetta kemur ekki sem bezt heim við vitnisburð hans og vekur ekki litla tortryggni. Eins og sjá má, afsanna pessi próf ekki grun almannavi undar- innar á neinn hátt; pau pvert á móti styrkja hann óbeinlínis, af pví, að pað hljóta öll próf, sem 1 ekki afsanna sök, að gera. En pau styrkja hann líka beinlínis, þar sem þau sanna, að „Óðinn“ hefir séð íslenzkan togara að veiðum og gizkað á með sjóti- hendingu, að hann væri ,,ca.“ 3(4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.