Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 2
HAUKUR í HORNI A LISTAHATÍÐ 86
„Menn koma víst alveg nýir menn út af þessari sýningu á
Kjarvalsstöðum ...
UNDIR SÓLINNI
Reykjavíkurfall og Akureyrar
Góður vinur minn var að rölta heim af
dansleik á dögunum (eða nóttunum sem hér
hæfir betur). Göngulagið var skiljanlega svo-
lítið skringilegt — og skröltandi til hnjálið-
anna, sagði hann mér síðar að sér hefði fund-
ist. Og honum fannst fleira þessa ferðanótt.
Meðal annars að hann hefði séð bananahýði
utan í kantsteini á leiðinni, samt ekki aiveg
viss, potaði því laust í það með spræku fót-
boítasparklöppinni frá því í gamla daga
norður á Ólafsfirði. Forvitnin að drepa hann
etns og allíáf.
Það fór eins og svo margir brandarar
ganga út á; lappirnar upp í loft og afgangur-
inn niður, í þessari röð: Fyrst ysti hnúi hægri
handar, svo öll höndin með sérstökum vinkli
á olnboganum, loks kæruleysislegur búkur-
inn — og að lokum nam hægri kinn við sjálf-
an kantsteininn sem gaf þó þann möguleika
að sjá bölvað upphafið að þessu falli. Hann
lýsti öllu framangreindu fjálglega fyrir mér
þessum nokkrum dögum síðar sem ég
nefndi áðan.
Brotnaði auðvitað. Helvíti illa. Einn hnúi
hægri handar í mél — efsti á litla putta, sem
samkvæmt rannsóknum síðari ára er einna
mikilvægastur í gripi manns og annarri notk-
un þessara sniðugu útlima.
Ólafsfirðingurinn sem ég hef verið að
segja ykkur frá hérna að ofan útskrifaðist úr
sínu námi nokkrum sólarhringum eftir að
þetta leiðinda atvik henti hann. Reyndar
grunar mig að hann hafi verið að halda upp
á próflokin klukkustundirnar á undan því og
þar sé að leita frumorsakar þess sem verða
vildi, svo maður breyti nú fingrasetningunni
yfir í félagsfræðilegri háttu.
Orðinn fullnuma myndhöggvari úr Mynd-
listar- og handíðaskólanum. En það er senni-
lega eini skóli landsins sem hefur tekið upp
á þeim andskota að snúa heiti sínu við, svona
upp úr þurru. Hét til langs tíma Handíða- og
myndlistarskólinn sem er auðvitað langtum
ljóðrænna en öfuga nafnið sem nú er notað.
Útúrdúr.
Myndhöggvarinn sagði mér svo, kominn
Tromsö og Hammerfest.
Ég man það núna að ég var eitt sinn fána-
beri á sautjándanum norður á Akureyri,
barn að aldri. Ég held ég hafi ábyggilega ver-
ið ylfingur um það leyti, man að minnsta
kosti að ég náði aldrei skátastiginu því
mamma sagði mig úr hreyfingunni þegar
höfðinginn sendi fríðan flokk sinn nestislaus-
an í kvöldvökuleiðangur lengst upp í fjall,
hafði eitthvað misreiknað sig á matarþörf
manna, bléSsaöUi kallinn.
En sem sagt, þennan sautjánda fyrir fjölda
ára bar ég stöngina í skuði — eins og fána-
festingin heitir víst á skátamáli — inn Hafn-
arstrætið og hringinn í kringum Ráðhústorg-
ið, sem ég hef aldrei skilið að skuli ekki hafa
verið stafsett á dönsku alveg frá byrjun,
sömuleiðis Drottningarbrautin. Og þegar við
loks námum staðar við ræðupallinn, mynd-
uðum við æfða skeifu, sem var svo pottþétt
man ég, að það hefði mátt heyra hríslinginn
fara um bakið á okkur strákunum, ef þessi
feitlagni bæjarstjóri hefði verið heldur lág-
værari í púltinu.
Við stóðum þarna beinstífir, með stangirn-
ar í nákvæmlega fjörutíu og fimm gráður frá
grönnum brjóstkössunum, allir sem einn,
hróðugir föðurlandsvinir. En svo gerðist slys-
ið, jafn óvænt og asnalega og næstum tveim-
ur áratugum síðar þegar myndhöggvarinn
datt í Reykjavíkinni. Einn okkar ylfinganna
— ekki ég — hvítnaði skyndilega í framan og
lærin sömuleiðis neðan stuttbuxnanna,
einkanlega þó hnjákollarnir, sem urðu næst-
um alhvítir.
Svo nálgaðist hann gangstéttarhellurnar,
skringiiega hægt, en samt jafn beinstífur og
við þessir uppréttu sem eftir voru. Fáninn
snart foldina fyrst, svo hann og blóðnasirnar.
Þessi afleiðing fallsins þurfti endilega að
rauðka vitlausan hluta þjóðfánans, sem við
ylfingarnir vorum með á hreinu eftir ítrekað-
ar rúðustrikanir.
Þessi drengur, sem féll þarna á sautjándan-
um, er núna kafaralærður.
með diplómið upp á vasann, að sér hefði
fundist hann vera í vægast sagt viðeigandi
múnderingu við þessa útskrift í lífi sínu, ef
haft væri í huga starfsheitið sem hann hefði
nú rétt til að kalla sig . ..
Múnderingin já; jakkaföt og gifs. Og þetta
vinsæla hráefni hefðbundinna myndhöggv-
ara einmitt steypt utan um þá hönd sem
venjulegt fólk er vanið á frá barnæsku að
heilsa með, til dæmis, og kannski þéttast
þegar þar kemur í jarðvist þess að skóíastjóri
réttir því hramminn í hinsta sinn sem nema.
Þá er kveðjan líka hvað áhrifaríkust og
mörgum veikgeðja hætt við að klökkna.
En það var víst eitthvað annað uppi á ten-
ingnum hjá Ólafsfirðingnum okkar og skóla-
stjóra hans. Hið innra með sér emjuðu þeir af
hlátri, á þessu alvarlega augnabliki, yfir því
að eini myndhöggvarinn sem útskrifaðist frá
skólanum þetta ár skyldi vera í gifsi, nauðug-
ur viljugur . . . En svona er lífið.
Núna er sumar í Reykjavík og reyndar
flestum öðrum stöðum landsins þar sem
morgunverk fólks eru að skafa snjó af bílrúð-
unum. Sautjándinn er í nánd og menn farnir
að veðja um vindstigafjöldann og milli-
metramagnið af skúrum þennan annars
skemmtilega blöðrublásna dag, sem víðast
er prýddur flöggum í skökkum fánalitum.
Menn hafa ekki ennþá áttað sig á því að
skrúðgöngur henta ekki Laugavegi frekar en
karnivöl Kaupmannahöfn, hvað þá Osló,
2 HELGARPÓSTURINN