Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 4

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 4
INNLEND YFIRSYN Enn á ný hefur gripið um sig ólga á Alla- balli. Andstæð öfl eru farin að takast á aftur eftir tiltölulega friðsama vordaga frá því al- þýðubandalagsmenn héldu landsfund í vet- ur. Þá tókust á yngri flokksmenn, lýðræðis- kynslóðin svokallaða, sem einkum tengist Þjóðviljanum, og svo verkalýðsforkólfar, flokkseigendur og stalínistar á öllum aldri. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, sat í útgáfufélagi Þjóðviljans en gaf ekki kost á sér núna. Það veldur vand- ræðunum því Kjartan var milligöngu- og málamiðlunarmaður innan útgáfustjórnar- innar sem og Alþýðubandalagsins. Kjartan var einn aðalmaðurinn á bak við það að ekki færi allt í háaloft á landsfundi Alþýðubanda- lagsins síðastliðið haust. Það var jafnvel tek- ið við hann viðtal um það mál í HP eftir landsfundinn. Einn viðmælenda HP telur að það sýni að Kjartan hafi verið mjög ánægður með það hvernig honum tókst að lægja öld- urnar og sætta andstæð öfl. Kjartan hallaðist einnig frekar á sveif lýðræðishópsins til þess að jafnvægi héldist í útgáfustjórninni. Með kosningu Alfheiðar ingadóttur í stað Kjart- ans er þetta jafnvægi nú alveg fyrir bí. Raunar er það einföldun að taglhnýta lýð- ræðisöflin aftan í Þjóðviljann, því að baki ólgunni þá sem nú liggur talsverður skoð- anaágreiningur og ágreiningur um heppi- lega forystumenn Alþýðubandalagsins. Til einföldunar má stilla málinu þannig upp, að Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, Ingi R. Helgason og þeirra líkar standi í heilögu stríði við Óskar Guðmunds- son, ritstjórnarfulltrúa Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson ritstjóra, Kristínu Ólafsdótt- ur, varaformann flokksins, og fleiri vegna ólíkrar afstöðu til þeirrar kjaramálastefnu sem flokkurinn eigi að reka, og jafnframt heildarsvipmóts flokksins. Fyrrnefndi hópurinn á ákaflega erfitt með að sætta sig við að þeir Óskar og Össur geti haft frjálsar hendur um það hvernig skrifað sé um þá kjarasamninga sem verkalýðsleið- togarnir hafa skrifað upp á. Þeir líða ekki að málgagnið þeirra, Þjóðviljinn, skuli ekki skrifa upp á samningana líka, þegjandi og hljóðalaust. Hallarbylting á Þjóð- viljanum. Er Alþýðu- bandalagið að gliðna í tvær fylkingar? Flokks- eigendurnir styrkja stöðu sína. Hvað gera Ólafur Ragnar og Þjóðviljamenn? Svavar ritstjóri Gestsson Þetta hafa þeir Óskar og Össur ekki gert, heldur þvert á móti. Þeir hafa skrifað harðar gagnrýnisgreinar gegn t.d. síðustu kjara- samningum. Slíkt má ekki endurtaka sig. Ástæðan er einfaldlega sú, að verkalýðsarm- urinn stefnir að því að komast að svipuðum samningum og síðast, og haft er eftir Þresti Ólafssyni að ekki verði hægt að verja ávinn- inginn af slíkum kjarasamningum nema með' því að mynduð verði ný stjórn. Þess vegna eru Ásmundur og félagar að undirbúa hallarbyltingu á Þjóðviljanum. Helzt vildu þeir losna við Össur, en sjá að það gæti orðið of mikill hvellur. Þess vegna er ætlunin að fórna Óskari Guðmundssyni. Síðan gengur áætlunin út á það að setja inn á blaðið þriðja ritstjórann, sem þangað kæmi einungis til þess að passa upp á Össur. Þessum lið áætlunarinnar var hrint í fram- kvæmd á miðvikudagsmorgun. Þá fékk Össur Skarphéðinsson að vita, að búið væri að ákveða að Svavar Gestsson kæmi inn sem pólitískur ritstjóri við hlið hans. í fyrstunni var það ætlun manna eins og Ásmundar Stefánssonar, Helga Guðmunds- sonar og Öddu Báru Sigfúsdóttur að reka Össur, en að athuguðu máli þótti sú ráðstöf- un ekki klók. Aðrir kandídatar í ritstjórastarfið voru þau Helgi Guðmundsson og Álf heiður Ingadóttir. í Alþýðubandalaginu botna menn ekkert í því hvers vegna Svavar tekur ritstjórastarfið að sér. Heyrzt hefur sú kenning að Ásmund- ur Stefánsson hafi att Svavari á foraðið og hlakki nú yfir því að Svavari hafi orðið á glappaskot. Og er þá komið að ónefndum en e.t.v. mik- ilvægasta þætti alls þessa sjónarspils. Maður er nefndur Ólafur Ragnar Gríms- son. Hann hefur staðið á bakvið og stutt lýð- ræðiskynslóðina svokölluðu og þá einkum þá Össur og Óskar sem sína menn á Þjóð- viljanum, og hann studdi Kristínu Ólafsdótt- ur í varaformannskjörinu á landsfundinum. Hér skal minnt á það, að Óskar Guðmunds- son var kandídat Ólafs Ragnars í ritstjóra- starfið á sínum tíma, þegar Össur fékk það. Þá má heldur ekki gleyma því, að á meðal margra alþýðubandalagsmanna er það talið jaðra við drottinsvik að ganga gegn foryst- unni eins og orðið hefur að undanförnu. Þannig studdi Ólafur Ragnar Kristínu Ólafs- dóttur sem formann útgáfustjórnar gegn Svavari Gestssyni, sem er formaður. Þannig togast þessi öfl á um völd í flokkn- um og yfirráð og í reynd kristallast slagurinn í átökum um Þjóðviljann. Það er engin tilvilj- un að átökin snúast einkum um Þjóðviljann. Hann er sennilega sterkasta valdastofnun flokksins. Þjóðviljinn sem rödd valdamanna eftir Halldór Halldórsson í flokknum er málið, ekki endilega umfjöllun um einstök mál eins og verkalýðsmálin. Og er þá komið að Svavari Gestssyni for- manni. í fyrstu reyndi hann að sigla á milli skers og báru. Nú hefur hann hallað sér að flokkseigendum og mun þar ráða mestu hræðsla hans og margra annarra við vin- sældir Ólafs Ragnars í flokknum, þegar kem- ur að forvali fyrir næstu alþingiskosningar. Fram til þessa hefur Ólafur Ragnar Iátið sér nægja að hafa umheiminn að pólitískum vettvangi. En eftir margfrægan útgáfustjórn- arfund eftir kosningarnar, þar sem Ingi R. og Ásmundur komu i veg fyrir að Ragnar Arn- alds, formaður þingflokksins, kæmist í út- gáfustjórn Þjóðviljans, er búizt við að Ólafur taki að vígbúast. Raunar segja sumir að hann sé þegar farinn að taka upp byssurnar og vitna til greinar sem Ólafur birti í Þjóðviljan- um sem svar við ásökunum Ásmundar á hendur Össuri vegna fréttaflutnings blaðsins af útgáfustjórnarfundinum. í grein Ólafs var greint í smáatriðum frá öllu samningamakk- inu, sem átti sér stað á þeim fundi, og gerði hann það af illyrmislegri nákvæmni. Af frásögn Óíafs Ragnars varð a.m.k. ljóst að valdagræðgi flokkseigendanna væri mik- il og að þeim þætti vegur krónprinsessunnar Álfheiðar eiga að vera meiri. En nú hefur semsé verið kastað sprengju inn á ritstjórn Þjóðviljans og telja viðmæl- endur Helgarpóstsins að afleiðinganna muni gæta um allan flokk um langt skeið og að allt útlit sé fyrir blóðugt stríð. T.d. er fullvíst talið að nú séu allaballar búnir að loka á hugsanlega samvinnu með krötum. Nú geti Jón Baldvin hlegið og sagt að ekki sé nokkur leið að sameina félags- hyggjuöflin með samstarfi við Alþýðubanda- lagið. Þar hafi nefnilega aldeilis ekkert breytzt. Jón Baldvin gæti t.d. bent á að nýkjörnir endurskoðendur Þjóðviljans séu engir aðrir en gömlu jaxlarnir Ingi R. Helgason og Einar Olgeirsson. ERLEND YFIRSÝN Ronald Reagan Bandaríkjaforseta hefur tekist að sameina gegn utanríkisstefnu sinni í skiptum við sovétstjórnina bæði stjórnar- andstöðuna á Bandarikjaþingi og banda- menn sína í Vestur-Evrópu. Þetta gerðist, þegar forsetinn snerist að lítt athuguðu máli á band með harðlínumönnum í stjórn sinni og ákvað að Bandaríkin skyldu ekki lengur halda SALT-2 samkomulagið við Sovétríkin um takmörkun á fjölda langdrægra kjarn- orkuvopna, sem risaveldin mega hafa til um- ráða. Á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlants- hafsbandalagsins í Halifax í Kanada gerði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, veikburða tilraun til að bera í bæti- fláka fyrir ákvörðun forseta síns, en náði engum árangri. Starfsbræður hans frá öðr- um löndum Atlantshafsbandalagsins vissu mæta vel, að innan Bandarikjastjórnar hafði Shultz verið manna eindregnastur að vara Reagan við afleiðingum þess að rjúfa SALT-2. Joe Clark, utanríkisráðherra íhaldsstjórn- ar Kanada, sagði að ekkert mætti aðhafast, sem svipti burt hömlum af kjarnorkuvopna- kapphlaupinu. í sama streng hafa tekið íhaldsleiðtogar í Evrópu, sem að jafnaði styðja Reagan, svo sem Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands og Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands. Á Bandaríkjaþingi hefur stjórnarandstað- an í báðum deildum lagt fram tillögur, sem eiga að tryggja að Reagan verði ekki heimilt, vegna skorts á fjárveitingum, að fara yfir kjarnorkuvígbúnaðarmörkin sem SALT-2 setur. Bandarísk blöð eru farin að gera því skóna, að ákvörðun Reagans geti gert af- stöðu til vígbúnaðarkapphlaupsins að meg- inmáli í kosningabaráttunni fyrir þingkosn- ingar í nóvember. Los Angeles Times kallar ákvörðunina ,,mesta asnastykki Reagans". Ástæðan til að svo djúpt er tekið í árinni er sú fyrst og fremst, að þótt ákvörðunin um að rjúfa vígbúnaðarmörkin sem SALT-2 setur sé í samræmi við fyrri afstöðu Reagans til samninga við sovétstjórnina, veikir hún ber- sýnilega pólitíska og hernaðarlega stöðu Bandaríkjanna í veröldinni. Fram til þessa hefur SALT-2 haft þau áhrif að sovétmenn hafa orðið að taka sundur tíu kjarnorkueld- flaugar á móti hverri einni sem Bandaríkja- stjórn gerir ónothæfa, eða nálægt 1000 alls á móti 100. Þar við bætist að sovétherinn hefur yfir að ráða miklu öflugri eldflaugum en sá bandaríski. Sovétmenn geta því fjölgað Demókratar saka Richard Pearle um að stefna að óheftu víg- búnaðarkapphlaupi. eftir Magnús Torfa Ólafsson Bandamenn og demókratar snúast gegn Bandaríkjastjórn sprengjum í skotstöðu afar ört, verði höml- unum sem SALT-2 setur aflétt. Loks eru bandarískir vopnabúnaðarsér- fræðingar síður en svo á eínu máli um gildi kvartana stjórnar Reagans yfir sovéskum brotum á samningum um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar. Það eina á þeim lista sem einhugur virðist um að telja skýrt brot af hálfu sovétmanna er gerð ratsjárstöðvar með lotustefnugetu í Krasnojarsk í Síberíu. Það brot varðar þó ekki SALT-2 samkomu- lagið, sem aldrei hefur verið fullgilt, heldur rígstaðfestan samning frá 1972 um takmörk- un á vopnabúnaði til að skjóta niður eld- flaugar. Sá sáttmáli er kjarninn í þeirri stefnu fyrri Bandaríkjastjórna að komast að sam- komulagi við sovétstjórnina um að halda vígbúnaðarkapphlaupinu innan marka, sem tryggi að hvorugt risaveldið geti á annað ráð- ist nema eiga yfir höfði sér gereyðingu. Reagan segist vilja brjótast úr þessari sjálf- heldu með áætlun sinni um varnarvopn við eldflaugum í geimnum, en enginn tekur slíka draumóra lengur alvarlega, síst eftir að Challengerslysið og misheppnuð skot eld- flauganna Titan og Delta hafa svipt Banda- ríkjamenn getu til geimskota og þar með stjörnustríðstilrauna um nokkra hríð, sem enginn veit í rauninni hversu löng reynist. Til að framkvæma geimvarnaáætlunina, verða Bandaríkin tvímælalaust að segja upp sáttmálanum um takmörkun varna við eld- flaugum. Brotthvarfið frá ákvæðum SALT-2 er að margra dómi fyrst og fremst undirbún- ingur að slíkri ákvörðun. Þar að auki vekur furðu, að ákvörðun Reagans var ekki tekin á vanalegan hátt með fundahöldum í Yfir- stjórn vopnatakmarkana, þar sem bæði ut- anríkisráðherra og landvarnaráðherra eiga sæti, heldur eftir bréfaskipti manna með sæti í yfirstjórninni og forsetaskrifstofunnar. í þessu þykjast reyndir athugendur valda- baráttunnar milli stjórnarstofnana í Wash- ington sjá refjaleikni Richards N. Pearle, að- stoðarlandvarnaráðherra með öryggismál á sinni könnu. í orðaskiptum fyrir viku milli Pearle og demókrataþingmanna kom í ljós að báðir aðilar eru að búa sig undir hörð átök um afstöðu til vígbúnaðartakmarkana í þingkosningunum síðar á árinu. „Annað hvort stendur þingið með forset- anum, eða þingið stendur með sovétmönn- um,“ sagði Pearle, þegar hann ræddi gagn- rýni á fráhvarf frá ákvæðum SALT-2. Hann bætti við, að andstaða stjórna Atlantshafs- bandalagsríkja í Vestur-Evrópu skipti engu máli, því hvorki skildu þær SÁLT-2 né hefðu beinna hagsmuna að gæta í málinu. Demókrataþingmenn lýstu yfir á móti, að Pearle og hans nótar væru með brögðum að reyna að brjóta niður í eitt skipti fyrir öll allt sem áunnist hefði á löngum tíma í því að leggja hömlur á vígbúnaðarkapphlaupið. „Það er landvarnaráðuneytið sem ekki er í takt, af því það vill ekki vígbúnaðarhömlur," sagði Norman Dicks, demókrataþingmaður- inn sem flutt hefur í fulltrúadeildinni tillögu um að takmarka fjárveitingu til framleiðslu kjarnorkuvopna við þau mörk sem SALT-2 setur. Flokksbræður hans aðrir gerðu harða hríð að Pearle, þar á meðal Les Aspin, for- maður landvarnanefndar deildarinnar. Meðan þessu fer fram í skiptum þings og stjórnar í Washington, er komin upp ný tog- streita innan og milli þeirra stjórnarstofnana, sem fjalla um samningaumleitanir við sovét- stjórnina um vígbúnaðarhömlur. Þar eru uppi skiptar skoðanir um nýjustu tillögu sov- ésku samningamannanna í Genf, sem virðast til þess sniðnar að komast hjá að samningar strandi í Genf á ágreiningi um geimvarna- áform Bandaríkjaforseta. Tilboð sovétmanna er skilið á þá leið af þeim sem þykir það álitlegt, að þeir fallist með því á grundvallarrannsóknir á geim- hernaðarkerfum, gegn því að sáttmálinn frá 1972 verði afdráttarlausari en fyrr í banni við framkvæmdum á þessu sviði, svo og heiti risaveldin bæði að nota ekki næstu 15 til 20 ár heimildina til uppsagnar sem í sáttmálan- um er. Jafnframt þessu nýja tilboði hafa sovésku samningamennirnir í Genf gefið til kynna, að verði því tekið séu þeir reiðubúnir að hefja samninga um framkvæmd verulegrar fækkunar á langdrægum kjarnorkuvopnum, til að mynda um helming eins og Reagan hef- ur lagt til. Sömuleiðis hefur sovétstjórnin komið til móts við hugmynd Bandaríkjafor- seta um brotthvarf allra skammdrægra kjarnorkueldflauga frá Evrópu. Loks er kom- in fram í Genf útfærsla sovéskrar uppástungu um fækkun í herjum og niðurskurð hefð- bundins vopnabúnaðar frá Atlantshafi til Úralfjalla. Gorbatsjoff ætlar greinilega að sjá Reagan fyrir nægri heimavinnu fyrst um sinn. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.