Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 8
FLUGUMFERÐARSTJÓRAMÁLIÐ: Það er ofsögum sagt að það ríki mikil vinátta á milli flugumferðar- stjóra í Reykjavík og Péturs Einars- sonar flugmálastjóra. Deilur þeirra, sem meðal annars hafa náð inn í fjölmiðla, hafa verið einar hat- ■ römmustu og flóknustu deilur sem um getur milii yfirmanns og undir- manna. íliðinni viku hafa deilurnar enn blossað upp í fjölmiðlum. Tilefnið er að í liðinni viku skullu tvœr flugvélar í farþegaflugi nœst- um því saman og málið var sam- stundis sett í rannsókn. í framhaldi afþessu atviki dreifði flugmálastjóri til fjölmiðla skýrslu sem unnin var á vegum flugmálastjórnar Bandaríkj- anna. I skýrslunni eru flugumferð- arstjórum ekki vandaðar kveðjurn- ar. Agaleysi þeirra, stjórnunar- og þjálfunarvandamál er sagt hafa leitt til fjölgunar kerfismistaka und- anfarin ár, flestir gömlu varðstjór- anna séu ekki lengur gjaldgengir til flugumferðarstjórnar ogþar eð ekki sé til að dreifa stöðluðum starfsregl- um búi flugumferðarstjórar sér til eigin reglur og telji hver sína aðferð til að stjórna umferð hina einu réttu. Flugumferðarstjórn fœr svo sem líka að heyra það. ískýrslunni segir að engin skipulögð námsskrá um innihald undirbúningsþjálfunar flugumferðarstjóra sé til, né nokkur búnaður til að líkja eftir flugumferð- arstjórn. Niðurskipting íslenska flug- og upplýsingasvæðisins sé hins vegar alvarlegasti vandinn sem flugumferöarstjórn þurfi að búa við vegna tilviljunarkennds flugs her- véla og borgaralegra véla um svœð- ið. Engin einföld lausn sé á því hvernig skuli skipta þessu grtðar- stóra loftrými í deildir og þörf sé miklu rœkilegri könnunar á kerfinu áður en uppstokkun yrði gerð sem sennilega myndi krefjast viðbótar- starfsliðs og -búnaðar. Skýrslan er hins vegar um margt óljós enda lagöist David Anderson, fram- kvœmdastjóri í þjálfunar- og hœfni- kröfudeild bandarísku flugumferð- arþjónustunnar, sem kom hingað í desember 1984 til að vinna að þess- ari skýrslu, veikur að lokinni viku- dvöl sinni hér. Það var ekki fyrr en eftir nokkurra mánaða sjúkdóms- legu að hann hafði fengið nægan bata til að endursegja starfsmönn- um flugmálastjórnar Bandaríkj- anna matsitt. Þeir punktuðu hjá sér frásögn hans, mat og tillögur sem skýrslan er síðan unnin upp úr. Anderson minnist hins vegar ekk- ert á langvarandi samstarfsörðug- leika flugmálastjóra og flugumferð- arstjóra en margir munu vera ugg- andi um að einmitt þetta stríð þeirra á milli, sem náði hámarki íjanúar á þessu ári, muni ekki síður reynast ís- lensku flugöryggi skeinuhœtt. ,,Eg get að vísu ekki fellt neinn dóm íþessu máli, til þess þyrfti ég að vera miklu meira inni í daglegum rekstri," segir Leifur Magnússon, for- maður Flugráðs," en um ástandið almennt er þaö að segja að þeir sem eru í flugi hljóta að vera uggandi miðað við yfirlýsingar beggja aðila í fjölmiðlum." „Málið er viðamikið og flókið," segir Kristján Egilsson, varamaður í Flugráði, ,,og hefur nú þróast út í hálfgerða vitleysu sem verður að taka á. Að mínu mati œtti samgönguráðherra að skerast í leik- inn, annaö hvort sjálfur eða með því að tilnefna hlutlausa aðila sem geti úrskurðað í málinu á öfgalaus- an hátt, án þess að vera sífellt að vitna í hvað flugumferðarstjórar hafi verið vondir í gegnum tíðina eða hvað Pétur hafi gert." HP leiðir hér á síðunum saman klögumál flugumferöarstjóra og svör Péturs Einarssonar flugmála- stjóra í Yfirheyrslu. Ekki náðist í samgönguráðherra sem dvelur nú erlendis. ÞJÓÐIR HAFA SÆST EFTIR BLÓÐUG STRÍÐ — segja flugumferðarstjórar sem hrópa á sættir í misklíö þeirra viö flugmálastjóra Flugumferðarstjórar við vinnu í úthafsflugstjórn. Eins og sjá má á korti fyrir ofan þá er íslenska flugstjórnarsvæðið griðarstórt, nær allt frá Greenwich-baug vestur fyrir Grænland og suður frá Færeyjum til Norðurpóls. Það er engin ný bóla að flugum- ferðarstjórar hafi staðið í deilum við yfirmenn sína. Þeir hafa í gegnum árin beitt ýmsum þrýstiaðgerðum, s.s. yfirvinnubanni og uppsögnum, til að koma sínum málum áfram. Á lista sem flugmálastjóri tók saman um aðgerðir þeirra frá því stéttarfé- lag þeirra var stofnað fyrir rúmum 30 árum, eru auk kjaramála helst áberandi aðgerðir vegna ósættis um vaktafyrirkomulag, þjálfunarmál, starfsmannafjölda, hæfnispróf og tæknimál. Listinn nær fram til árs- ins 1982 þegar Pétur Einarsson var skipaður flugmáiastjóri. En þá fyrst telja flugumferðarstjórar að verulega hafi farið að hitna í kolunum. „Deilurnar hófust fyrst þegar Pét- ur kom,“ segir Jens Guðmundsson flugumferðarstjóri. í sama streng tekur Kári Guðbjörnsson, fyrrver- andi flugumferðarstjóri, sem af- henti sem kunnugt er flugmála- stjóra uppsagnarbréf í sjónvarpssal þegar deilurnar um nýja skipulagið stóðu sem hæst í janúar. Kári bætir við að á fundi sem flugmálastjóri hafi í upphafi starfsferils síns haldið með starfsmönnum flugmálastjórn- ar í Rúgbrauðsgerðinni hafi hann líkt orðinu „democracy" við orð- skrípið „democrazy" og sagt það hina mestu fásinnu að skipa vinnu- hópa og nefndir í mál. Það tefði bara fyrir en öllu betra væri að hann tæki sjálfur ákvarðanir sem síðan yrði framfylgt. Víkjum nú að nokkrum deilumálum og það eru flugumferð- arstjórar sem hafa orðið: Bragi Olafsson, sem setið hefur í tölvunefnd Flugmálastjórnar í tæp 10 ár og radarnefnd í 4 ár, segir að það sé alrangt, sem flugmálastjóri hafi látið hafa eftir sér nýlega í fjöl- miðlum, að flugumferðarstjórar segi nei við öllum betrumbótum. Allan búnað, sem komið hafi inn í flugstjórnarmiðstöðina síðan Pétur varð flugmálastjóri, hafi þegar verið búið að panta af fyrrverandi flug- málastjóra. Þegar hann ræði um að áætlað sé að koma upp tölvukerfi sem eigi að vara við of stuttri vegalengd á milli flugvéla sé málið ekki svo einfalt. Á árinu 1976 hefði þegar verið hægt að koma upp slíkum búnaði og flugumferðarstjórar hafi viljað slíkan búnað og hamrað á nauðsyn hans en flugmálastjórn hefði ákveðið að koma upp tölvustýrðu skeytadreifingarkerfi til að byrja með. Bragi segir einnig að nýr radar, sem tekinn hafi verið í notkun í ársbyrjun 1985, sé gallaður að því leyti að í honum verði vart speglana sem ekki sé hægt að útrýma við nú- verandi ástand. Speglanir þessar séu hættulegar að því leyti að oft líti út fyrir það á radarskjánum að tvær vélar séu að rekast saman þegar raunin sé önnur og þetta geti gert menn sljóa þegar um raunverulega árekstrarhættu sé að ræða. Um það leyti sem radarinn hafi verið settur upp hafi hann fengið upplýsingar hjá bandarískum sérfræðingum í svona speglunarvandamálum um það hvernig bregðast skuli við slík- um vanda og komið þeim á fram- færi við flugmálastjórn. Því hafi engu verið ansað í lengri tíma fyrr en loks þegar hann hafi verið búinn að hamra á málinu hafi verið hringt út til sérfræðinganna. Bragi sagðist líka oft hafa beðið um að leitað yrði til bandaríska sjóhersins á Keflavík- urflugvelli, því þeir hafi átt í sam- bærilegum vandræðum en það sé ekki fyrr en fyrst nú sem viðræður við sjóherinn standi yfir. Bragi bætti því einnig við að allar nýjungar, sem komið hafi inn í núverandi tölvu- kerfi þeirra síðan Pétur varð flug- málastjóri, hefðu verið að frum- kvæði flugumferðarstjóra og þeirra verk. Sjálfur hefði hann búið til for- rit á tölvu heima hjá sér, einn fyrrverandi flugumferðarstjóri hefði búið til annað forrit, bæði hefðu verið tekin í notkun og reynst vel. „Endurþjálfun og viðhaldsþjálfun er ekki til,“ segir Jens Guðmundsson og bætir því við að eina endurþjálf- unin, sem í gangi sé, sé þegar eitt- hvað komi fyrir en þá séu menn sendir til sálfræðings, læknis og í hæfnispróf. Hvað nemamálin varði hafi árið 1981 verið skjalfest sam- komulag milli flugmálastjórnar, flugumferðarstjóra, samgönguráðu- neytis og samgönguráðherra um námstilhögun en þegar Pétur hafi komist til valda ári síðar hafi hann þegar farið að setja puttana í það. Flugumferðarstjórar hafi þvi hætt að sinna starfsþjálfun þegar Pétur hafi komið í veg fyrir að farið yrði eftir ákvæði í samkomulaginu þar sem kveðið var á um greiðslur í eftirmenntunarsjóð flugumferðar- stjóra fyrir slíka kennslu. Það sé því hans eigið verk að nám nema í flug- umferðarstjórn hafi hvað eftir ann- að orðið fyrir truflunum. Hins vegar hefði flugmálastjóri nú ákveðið að allir nemar yrðu sendir erlendis í nám við viðurkennda skóla en starfsþjálfun fari fram hérlendis og þessari hugmynd hafi flugumferðar- stjórar aldrei mótmælt, svo framar- lega sem allir nemar hefðu sömu upphæð í dagpeningum. Nokkur misbrestur hefði hins vegar orðið á því og skyldleiki við Pétur hækk- að dagpeninga eins nemans. Flugumferðarstjórar segjast í sjálfu sér ekkert hafa haft á móti nýja skipuritinu, sem komið var á fót í janúar á þessu ári, en þeir hafi hins vegar viljað að gildistökunni yrði frestað þar eð margt í því hefði verið óljóst og ótímabært að koma því á vegna þess hve liðfáir flug- umferðarstjórar hefðu talið sig vera, eins og Guðlaugur Kristinsson, gjaldkeri Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, bendir á. Nú hefði það líka komið á daginn því flugmála- stjóri hefði sett gömlu varðstjórana, sem í janúar hefðu verið taldir óhæfir til að gegna stöðum sínum, aftur í fyrri stöður sínar vegna manneklu. Kári Guðbjörnsson, sem var einn helsti talsmaður flug- umferðarstjóra í deilum aðilanna í fjölmiðlum í janúar, bætir því við að flugumferðarstjórar hafi ekki getað fellt sig við „gerræðisleg vinnu- brögð í skipulagsmálinu við að koma gæðingum sínum að“. Öllu tali um agaleysi stéttarinnar vísa flugumferðarstjórar á bug, enda segir Jens Guðmundsson að það þurfi ekki lítinn sjálfsaga til að sinna þessu starfi og Bragi Ólafsson bend- ir á að íslenska orðið agaleysi hafi aðra merkingu en enska orðið ,,discipline“, en að auki kunni Bandaríkjamenn að hafa aðrar mælistikur á agaleysi í landi þar sem verkalýðshreyfing sé ekki mjög sterk. Flugumferðarstjórar segja að allir í hópi þeirra séu búnir að fá nóg af þessum samskiptaörðugleikum og deilum við flugmálastjóra. Guðlaug- ur Kristinsson segist vera ansi hræddur um að samgönguráðherra verði að skerast i leikinn til að sætta menn. Jens tekur í sama streng og segir starfsandann í flugstjórnar- miðstöðinni ekki geta verið verri. Hann geti hins vegar ekki lagast fyrr en aðilar geti sýnt hverjir öðr- um tilhlýðilega virðingu, en til þess að flugumferðarstjórar geti borið virðingu fyrir flugmálastjóra verði hann að sýna sanngirni og ekki vera með skítkast að óþörfu. Það hljóti að vera hægt að sættast, heilu þjóð- irnar hafi sæst eftir blóðugar styrj- aldir. Jens telur eins og Guðlaugur að samgönguráðherra eigi að ganga í málið, annað hvort með því að setja sáttanefnd í það eða beita sér persónulega fyrir sáttum. eftir Margréti Rún Guðmundsdóttir mynd: Jim Smart 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.