Helgarpósturinn - 12.06.1986, Side 10
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn: Egill Helgason,
Friðrik Þór
Guðmundsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir
og G. Pétur Matthíasson.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Berglind Björk Jónasdóttir.
Afgreiðsla:
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Ritstjórn og augiýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
Legið undir grun
I dag er fjallað eina ferðina
enn um Hafskipsmálið, rösku
ári eftir að Helgarpósturinn hóf
alla þá umræðu um málið sem
staðið hefur nær sleitulaust síð-
an. Hingað til höfum við ekki
fjallað um þetta mikla mál án
ærinnar ástæðu. í dag víkjum
við í fyrsta skipti af fullri alvöru
að þeim þætti þessa máls sem
komist hefur á síður dagblað-
anna af þeirri ástæQu einni að
um er að ræða tilefni til póli-
tísks skítkasts.
Vissulega hefur Helgarpóst-
urinn fjallað um pólitískar tilvís-
anir þessa máls og hugsanleg-
ar afleiðingar og þá einkum fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn. En núna
tekur Helgarpósturinn af skarið
sem fyrr í þessu máli og greinir
frá nýjum staðreyndum í mál-
inu sem varða Albert Guð-
mundsson, þeim hagsmuna-
árekstri sem hann lenti í með
því að sitja sem formaður
stjórnar Hafskips og Útvegs-
bankans samtímis, og síðast en
ekki síst hugsanlegum sakar-
efnum gegn honum sem rann-
sóknin kann að leiða í Ijós.
Það er ákaflega erfitt að fjalla
um „hugsanleg sakarefni", en
hins vegar verður að taka tillit til
þess að um er að tefla ráðherra,
einn af valdamestu mönnum
þjóðfélagsins. Slíkir menn
mega ekki liggja undir grun um
hið minnsta misferli. Það eru
gerðar aðrar kröfur til ráðherra
og háttsettra opinberra per-
sóna en annarra. í raun eiga
þessir menn að vera öðrum til
fyrirmyndar.
Þess vegna hlýtur Helgar-
pósturinn að gagnrýna að Al-
bert Guðmundsson skuli sitja
sem ráðherra í ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar. Strax
og Ijóst varð að Hafskip var ekki
„bara" gjaldþrota fyrirtæki,
heldur kynnu að leynast ansi
margir maðkar í mysu bókhalds
og fjárreiðu þess, átti Albert að
segja af sér. Ósk hans um sér-
staka rannsókn á sjálfum sér
var bara sjónarspil, enda taldi
ríkissaksóknari fráleitt að slíta
einn lítinn þátt málsins úr hinu
stóra samhengi.
En um leið og rannsókn
skiptaráðenda lauk og ríkissak-
sóknari óskaði eftir lögreglu-
rannsókn átti Albert að segja af
sér, a.m.k. á meðan á rannsókn-
inni stæði.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því, að nú á dögum eru
gerðar allt aðrar og strangari
siðferðiskröfur til stjórnmála-
manna en var hér áður. Það er
kominn tími til að menn átti sig
á því. Annars er hætt við að enn
eina ferðina bætist við mínus í
stórt safn mínusa íslenskra
stjórnmálamanna.
BREF TIL RITSTJORNAR
Af ættartengslum
á Listahátíð
Reykjavík 8. júní 1986
Eins og margir aðrir lesendur HP
skemmti ég mér við að lesa smá-
klausur blaðsins, kjaftasögurnar,
enda hafa þær l.s.g. aldrei snert mig
persónulega. Samviskan segir mér
þó að gæta mín á þeim, þar sé oft
teflt á tæpt vað af hálfu blaðsins í því
sem kalla mætti sannleiksást og
góða blaðamennsku. Oft er þar fjall-
að um stjórnmálamenn og þekkt at-
hafnafólk sem tranar sér fram,
stundum í ábataskyni, en sem tekur
með því áhættu.
Gangi blaðið svo langt að væna
menn um óþverrahátt eða sorugt at-
ferli verður að gera þær kröfur að
heimldir séu góðar og fréttin hafi al-
menna þýðingu. Aðstandendur
blaðsins verða að vera trúir blaða-
mannsheiðri sínum.
Ég get sagt ykkur að fyrir nál. ári
las ég lúalega athugasemd á síðum
ykkar sem gekk svo fram af mér að
ég sneri baki við blaðinu, valdi hlut-
leysi og aðgerðaleysi fremur en að
segja ykkur frá því að mér mislíkaði.
Það geri ég nú enda þótt reynsla
manna af því að setja ofan í við fjöl-
miðla sé ekki alltaf góð svo sem
dæmin sanna.
Sem betur fer eru fæstir lang-
ræknir og fyrirgefa fljótt. Aðdráttar-
afl ýmissa ágætra penna á HP er
slíkt að ég fór að kaupa blaðið. Hjá
ykkur er margt gott að finna. Fyrir
það vil ég þakka ykkur og senda
kveðju.
En nú var í 23. tölublaði hjá ykkur
klausa sem vegur að tveim einstakl-
ingum, sem engan veginn eiga slíkt
skilið. Annar er Salvör Nordal, ung-
ur framkvæmdastjóri Listahátíðar,
vel að því starfi komin, stendur sig
þar með ágætum þokka og miklar
framtíðarvonir eru bundnar við.
Hinn er Jón Nordal tónskáld.
HP lætur í veðri vaka að Jóni Nor-
dal hafi verið hampað um of og því
hnýtt við á Gróulegan máta að það
sé „kannski dálítið kvikindislegt að
segja frá því að Jón Nordal er föður-
bróðir framkvæmdastjóra Listahá-
tíðar ...“
Ekki veit ég hvað er kvikindislegt
við að segja frá skyldleika þeirra,
enda hljóta allir að þekkja til hans
sem vilja. En hér er gefið í skyn að
Salvör hafi misnotað áhrif sín og
völd og Jón Nordal skotist inn á
Listahátíð undir verndarvæng
hennar. Ekki þekki ég atvik í þessu
máli. Ég leyfi mér hinsvegar að
segja að enginn maður á slíkar at-
hugasemdir síður skildar en sá önd-
vegismaður Jón Nordal.
Jón Nordal er einn okkar allra
besti tónlistarfrömuður sem auk
kennslustarfa og skólastjórnar hef-
ur skilað merkilegu ævistarfi sem
tónskáld. Hann á hvað lengsta
starfsævi íslenskra tónlistarmanna
og tónskáldsferill hans er hnökra-
laus með öllu. Verk hans hafa verið
flutt um víða veröld um áratuga-
skeið.
Eigi listamaður að dafna þarf
hann að finna að hann eigi áheyr-
endur sem meti verk hans og njóti.
Að því leyti eru listamenn ekki öðru
vísi en aðrar mannlegar verur ef
þær eiga að geta þroskast. En lista-
menn eru oft viðkvæmari en aðrir
menn, þeirra lund er í senn næm og
frjó. Góðir listamenn eiga þá náðar-
gjöf sem er lykill að hug og hjarta
annarra manna, sem þeir styðja til
sálarþroska með list sinni. Einn
þeirra manna er Jón Nordal.
Ekki veit ég hvort Jón Nordal er
viðkvæmur fyrir þeim rógi sem hér
er stundaður. Ég vona að hann sé
það ekki. En ljót orð og hugmyndir
smjúga.
Ég get sagt ykkur það á HP, þótt
óþarft ætti að vera, að engin ættar-
tengsl geta hafa ráðið því að tónlist-
armenn, samkennararnir við Tón-
listarskólann í Reykjavík, tóku sig
saman um að heiðra skólastjóra
07 Boissy
1 Ha5 Kxf4 2 Bd6
Kf6 2 Bd4
Kh4 2 Bf2
Kh6 2 Bf8
Lykilleikurinn setur upp skot-
fylki sem leiðir til fallegra máta.
sinn sextugan með því að flytja
meðan Listahátíð stóð yfir örlítið
brot af þeim verkum sem hann hef-
ur gert á 45 ára tónskáldsferli. Það
eru heldur engin ættartengsl sem
valda því að verk hans eru nú flutt
af Sinfóníuhljómsveitinni. Að gefa
annað í skyn er ógóð blaða-
mennska. Þess má geta að áður hef-
ur hljómsveitin flutt verk hans
30—40 sinnum.
Jón Nordal er mikill istamaður og
vaxandi. Hvort allir aðrir hafi sömu
skoðun á því breytir ekki tónskáld-
inu, og frábærum einstaklingi. Það
breytir heldur engu hvort HP er þar
í flokki.
Þeir einir eru dómbærir um hvort
menn séu listamenn sem færir eru
um að meðtaka list þeirra og njóta.
Aðrir ekki.
Eggert Ásgeirsson
Helgarpósturinn biöst uelviröing-
ar á þuí að umrœdd klausa slœddist
inn í blaöiö fyrir slysni.
-Ritstj.
08 Ákerblom
Kóngurinn verður að fá svolítið
ferðafrelsi til þess að svartur verði
ekki patt. Það kostar skákir, en
þeim er svarað með krossskákum:
1 He7Kd6+ 2 Heb7+ Kc6 3 Hlb6
Kc5+ 2 Heb7+ og 3 H mátar
Bb7 2 Hbxb7 og 3 H mátar.
LAUSN Á SKÁKÞRAUT
að hefurhittogþettasmálegt
farið úr böndunum á Listahátíð
einsog gengur og gerist en líklega
þó ekkert jafnrækilega og svokall-
aður Klúbbur Lislahátíðar sem
starfræktur er á Hótel Borg — þeir
sem til þekkja segja að þar sé ís-
landsmetið í klúðri í mikilli hættu.
Upphaflega var ætlunin að klúbbur
þessi yrði opinn til þrjú öll kvöld,
með skemmtidagskrá, vínveiting-
um, gleði og væntanlega háfleygum
samræðum um listina. Nú eru næt-
urklúbbar ekki leyfðir á íslandi en
stjórn Listahátíðar, með Hrafn
Gunnlaugsson í fararbroddi, taldi
sig hafa leyst það mál, enda hélt hún
að fyrir lægi munnlegur velvilji við-
eigandi ráðherra, borgarstjóra og
lögreglustjóra. Hinsvegar höfðu
Listahátíðarmenn ekki undir hönd-
um neitt skriflegt plagg sem heimil-
aði þeim að hafa opið til þrjú virka
daga. Enda kom það á daginn að
velvilji stjórnkerfisbrodda dugði
skammt. Strax í upphafi fjölmenntu
þungbrýndir veitingahúsaeftir-
litsmenn á Borgina og tóku því
fjarri að vínstúkurnar seldu áfengi
fram yfir lögfestan lokunartíma,
sem er klukkan eitt. Eitt kvöldið
fékkst reyndar leyfi til að hafa bar-
inn opinn klukkutíma lengur, en
það mun hafa verið undantekningin
frá reglunni, sem þrátt fyrir símtöl
og tog í marga spotta hefur ekki ver-
ið breytt. Framan af fengu gestir þó
að sitja í klúbbnum sínum fram til
klukkan þrjú, yfir kaffi og með í, en
nú á mánudaginn fóru þartilgerð yf-
irvöld seint að sofa og óvígt lið lög-
reglumanna flykktist niðrá Borg
með tilskipun um að klúbbnum
skildi lokað og læst klukkan eitt. All-
ir voru sumsé reknir út úr herleg-
heitunum og við það stóð þegar
Helgarpósturinn fór í prentun —
næturklúbbar eru ennþá bannaðir á
Islandi, hvort sem þeir eru á vegum
Listahátíðar eða annarra og
ómerkri aðila — en það stóð til að
halda áfram að reyna...
K
H^A.lúbhur Listahátíðar, aftur
og enn. Svo virðist sem stjórn Lista-
hátíðar (með Hrafn Gunnlaugs-
son í fararbroddi) hafi hálfpartinn
misst áhugann á þessari ágætu
stofnun þegar í ljós kom að hann
yrði ekki ekta næturklúbbur með
brennivíni og öllu tilheyrandi. Að
sögn hefur stefnan verið sú að láta
hlutina dankast einhvern veginn
áfram í staðinn fyrir að láta reyna á
það fyrir alvöru hvort ekki sé hægt
að hliðra til einhverjum reglum og
paragröffum og bjarga þannig mál-
um fyrir horn (til dæmis með því að
Hrafn hringi í Davíð sem aftur
hringir í Þorstein sem aftur hringir í
Steingrím sem hringir í Jón dóms-
mála sem þvínæst tekur upp tólið
og hringir í flokksbróður sinn lög-
reglustjóra...). Stjórnin hefur því
aldeilis ekki gengið hreint til verks,
með því annað hvort að reyna slíkar
leiðir til þrautar ellegar einfaldlega
að loka klúbbnum, og fyrir vikið
hafa leikkonurnar Edda Björg-
vinsdóttir og Helga Thorberg,
sem tóku að sér að reka klúbbinn,
setið eftir með sárt ennið, skömm í
hattinum, og reynt að bjarga því
sem bjargað verður með því að
halda fast við skemmtidagskrá sem
hefur verið flutt í klúbbnum. Því
hvíslaði að okkur lítil kráka að þær
Edda og Helga væru orðnar lang-
þreyttar á stjórn Listahátíðar enda
má ætla að þær hafi þurft að svara
fyrir ýmislegt sem ekki er þeirra
sök...
||
■ raf n Gunnlaugsson og
Ólafur Laufdal gerðu með sér mik-
ið samkomulag fyrir Listahátíð,
meðal annars um djasstónleikahald
í Broadway. Ólafur Laufdal tók líka
að sér að hýsa Klúbb Listahátíðar
í leiguhúsnæði sínu á Hótel Borg og
ennfremur vildi hann óðfús skjóta
skjólshúsi yfir sem flesta af erlendu
gestunum á því sama hóteli, endur-
gjaldslaust. Einu gerði Ólafur ráð
fyrir sem ekki gekk eftir — því að
flestar móttökur á vegum Listahá-
tíðar færu fram á Borginni, náttúr-
lega í klúbbnum, enda var það eitt
yfirlýst markmið klúbbsins ,,að
auka tengsl á milli þeirra sem koma
til að láta Ijós sitt skína og þeirra
sem mæta til að hlusta á þá eða spila
með“ — sumsé milli áhorfenda og
flytjenda. Raunin hefur hinsvegar
orðið sú að einungis ein móttaka
Listahátíðar hefur farið fram í
klúbbnum, þá kom á vettvang djass-
leikarinn Herbie Hancock og fékk
reyndar ekkert sterkara að drekka
en pilsner, en var samt Ijúfur og kát-
ur. Erlendir gestir Listahátíðar hafa
hinsvegar mátt vera á þönum út um
allan bæ í móttökur, og mun ýmis-
legt grátbroslegt hafa komið upp í
því sambandi; á Grillið, Holtið, í
Leikhúskjallarann, sendiráðin og
heim til Ingimundar í Heklu sem
gerði stjórnarformanni Listahátíðar
þann vinargreiða að halda móttöku
fyrir flamengóflokkinn spænska.
Þykir mönnum þetta enn eitt dæm-
ið um það ræktarleysi sem stjórn
Listahátíðar hefur sýnt téðum
klúbbi...
N
■ ei, það er ekki ofsögum
sagt af Klúbbi Listahátíðar. Þeir á
Hótel Borg eru nefnilega enn við
sama heygarðshornið og halda
áfram með sín helgarböll og -skröll
á föstudögum, laugardögum og
sunnudögum, þrátt fyrir að klúbb-
urinn sé að nafninu til starfandi í
þessum sömu salarkynnum á sama
tíma. Þannig hefur getið að líta ým-
islegt kátlegt á Borginni um helgar;
bísperrta menningarvita og há-
skólaborgara blanda geði við blek-
aða menntskælinga og brennivíns-
berserki. Þó þótti mönnum fyndn-
ast þegar stöllurnar Doris Lessing
og Jacqueline Picasso villtust
inná elfjörugt unglingaball á Borg-
inni eitt laugardagskvöldið. Það er
haft fyrir satt að þær hafi verið fljót-
ar að forða sér. Kannski hefur eng-
inn boðið þeim upp?...
Þ
að þarf víst enginn að fara í
grafgötur um það — þeim Hrafni
Gunnlaugssyni og Ingmar Berg-
man varð býsna vel til vina þá fáu
daga sem kvikmundurinn sænski -
gisti hinn unga, íslenska kollega
sinn. Eða hvað segir Bergman ekki
í viðtali við Morgunblaðið: „Ég hef
fengið tækifæri til að sjá íslenskar
kvikmyndir, svo sem Óðal feðranna,
sem mér finnst vera afskaplega fal-
leg mynd. Ég á eftir að sjá fleiri
myndir eftir Hrafn Gunnlaugsson og
ég held að sá piltur sé afskaplega
hæfileikaríkur." Hinu er ekki að
leyna að mörgum — í þeim hópi eru
ókátir blaðamenn, kvikmyndaleik-
stjórar og leikhúsfólk — finnst Hrafn
hafa verið ærið nískur á þann
kurteisa Bergman þessa helgi.
Hrafn hafði hann fyrir sig, einsog
þar stendur, og var lítið um það gef-
ið að hleypa meistaranum úr sjón-
máli; þeir óku um saman á límósínu
sem Listahátíð leigði til að flytja þá
milli staða ásamt ungri og fagurri
leikkonu sem Hrafn hefur mikið dá-
læti á, þeir fóru í boð til forsetans,
áttu saman sjónvarpsviðtal sem
væntanlega verður sýnt innan tíðar,
og jú — þeir horfðu á Óðal feðranna.
Flestir aðrir aðáendur Bergmans
máttu hinsvegar bíta í það súra epli
að fá ekki einu sinni að taka í hönd-
ina á meistaranum. Því brennur
þessi spurning á mörgum vörum:
Hvers gestur var Bergman eigin-
lega?...
l^Sigandi veitingastaðarins
Klúbbsins, Sigurbjörn Eiríks-
son, hefur nú leigt rekstur hans út
til nýrra manna og að því er virðist
snúið sér einvörðungu að brenn-
andi áhugamáli sínu til margra ára,
hestamennsku. Við heyrum að þessi
stóðbóndi í Álfsnesi á Kjalarnesi
og Stóra-Hofi á Rangárvöllum
hafi nýverið fest kaup á hálfum stóð-
hesti á móti Þorvaldi Sveinssyni á
Kjartansstöðum, sem átti fyrir all-
an umræddan hest, Stíg að nafni,
en hann mun vera einhver efnileg-
asti kynbótahestur á íslandi þessi
árin. Sigurbjörn ku hafa greitt 600
þúsund fyrir sinn hlut í Stíg, þannig
að Ijóst er að allur kostar ídárinn
stóra milljón, 1,2. Menn spyrja sig
hinsvegar, svona í prakkaraskap sín-
um, hvoru megin við mikilvægasta
líkamshluta þessa fáks Sigurbjörn
hafi lagt þennan pening sinn. . .
lEinn eru hræringar á tímarita-
markaðnum. Samkvæmt heimild-
um HP hefur Lilja Hrönn Hauks-
dóttir, auglýsingastjóri Heims-
myndar, sagt starfi sínu lausu. • •
10 HELGARPÓSTURINN