Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 17
 stærstu sérverslun landsins með sport- veiðivörur. Valin merki - Vönduð vara — Kynningarverð Verslunin eióiv Langholtsvegi 111 104 Reykjavík r> 6870'90 Allt í veiöiferöina fyrir stóra sem smáa. Gott verö, betri búö. Eitthvað fyrir alla, konur sem karla. Veiðivon O o vonin sem ekki bregst. I orysta Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarmálum Akureyrar beið hróplegan ósigur í kosningun- um eins og menn minnast. Hún barðist fyrir fjórða manni inn, en sat svo uppi með aðeins tvo fulltrúa að kjördegi loknum. Þegar eru farnar að heyrast raddir nyrðra um nýja forystusveit, þó svo að rétt fjögur ár séu til stefnu, en þá hafa menn það líka í huga að ef flokknum á að vinn- ast aftur sitt fyrra fylgi, verði þegar í stað að breyta um menn og helst málefni, a.m.k. hvað áhersluatriðin varðar. Helstur er nefndur til sög- unnar vinningshafi í samkeppninni um Reykjavíkurlag, Bjarni Hafþór Helgason, starfsmaður KEA, en hann er reyndar tengdasonur Sig- urðar Jóhannessonar, oddvita frammara í bæjarpólitíkinni nyrðra. Bjarni þykir skeleggur baráttumað- ur fyrir nýrri ímynd flokksins, sem eitthvað ku fara í taugarnar á gamla settinu í flokknum, en engu að síður var nafn hans nefnt sem líklegt bæj- arstjóraefni af hálfu Framsóknar fyrir kosningarnar, ef úrslitin hefðu farið á allt annan veg en raun varð á. Annars hefur nafn Bjarna Haf- þórs verið nefnt víðar, svo sem varð- andi arftaka Vals Arnþórssonar í kaupfélagsstjórastöðu KEA, fari Val- ur á þing sem fyrsti maður Fram- sóknar í stað Ingvars Gíslasonar í Norðurlandskjördæmi eystra. Bjarni Hafþór hefur einnig þótt koma til greina í sæti Ingvars, engu síður en Valur. En sem sagt, vinsæll maður á ferð, sem við skulum fylgjast grannt með í framtíðinni ... MÚRBOLTAR OG FESTINGAR >■* verkprýði hf SlÐUMÚLA 10, 108 REYKJAVÍK, P.O. BOX 8712. SIMI 688460. KYNNIÐ YKKUR VERÐKÖNNUN VERÐLAGSSTJÓRA — og verslið í Vörumarkaðinum Vörumarkaðurinn hf. EIÐISTORGI GOTT KAST GEFUR FISK 511517VR HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.