Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 27
eftir Jónínu Leósdóttur og Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart
Guðmundur Ásmundsson: Óheiðarlegur ef ég neita vitneskju um vændi.
Vilhjálmur Svan, eigandi Uppi og Nidri:
ALGJÖRT BULL
OG VITLEYSA
ekki á þeim buxunum að tala af sér
um hina fjársterku aðila sem styrkja
hann, snerum við talinu að öðru.
Haukur var næst spurður um það,
hvort eitthvað væri til í þeim orð-
rómi að hann tengdist þeldökkri
stúlku frá Jamaica, sem hér er sögð
hafa stundað vændi um nokkurt
skeið.
„Ég hef ekkert með hana að gera.
Ég sá bara auglýsingu frá henni í
dagblaði."
— Þar sem lofad var,,greiöa gegn
greiða“?
„Já. Ég veit ekki einu sinni hvað
þetta er, sko.“
Þegar blaðamaður setur upp efa-
semdasvip, fer Haukur að hlæja og
bætir við: „Maður getur samt
ímyndað sér það! En það er búið að
spyrja mig mikið um þetta og það er
ekkert á mínum vegum. Ég veit
meira að segja ekki hvort hún er
enn á landinu."
Ekki vildi Haukur kannast við
neitt samband á milli Pan-hópsins
og klúbbs, sem starfræktur er við
Kleppsmýrarveg í Reykjavík. Hann
sagðist vita um þessa starfsemi og
sjálfur hafa komið í klúbbinn, en af-
tók með öllu að þarna hefðu verið
sýningar í svipuðum dúr og á veit-
ingastaðnum Uppi og niðri.
Haukur Haraldsson kvaðst ætla
að hafa strangt eftirlit með því að
enginn undir 18 ára aldri verslaði í
búðinni við Laufásveg, sem hann
opnar þann 16. júní. „Það verða all-
ir, sem mér sýnist of ungir,beðnir
um nafnskírteini eins og skot.
Margir halda að fólk, sem verslar
í búðum eins og þessari, sé eitthvað
skrítið eða bilað. Ég fullyrði hins
vegar að það sé ekki rétt. Af samtöl-
um mínum við fólk, eftir að ég byrj-
aði í þessum bransa, þori ég að full-
yrða að a.m.k. þriðjungur kvenna
hefur aldrei fengið kynferðislega
fullnægingu. Ef fólk sér illa, fer það
til augnlæknis. Ef það heyrir illa, fer
það til eyrnalæknis. En ef það á í
einhverjum vandræðum með kyn-
lífið, kemur það til mín!
ALLIR í REIKNINGI
ÁBARNUM
Krakkarnir í sýningarhópnum
sjást gjarnan á barnum á veitinga-
staðnum Uppi og niðri. Var Haukur
spurður að því hvort sögur um að
þau eyddu meirihlutanum af kaup-
inu sínu þar innanhúss, væru réttar.
Við þessari spurningu hafði hann
eftirfarandi svar:
„Það er náttúrulega bara bull.
Allir starfsmenn og skemmtikraft-
ar á veitingastaðnum eru í reikningi
á barnum, en margir þessara krakka
smakka ekki áfengi og þar af leið-
andi taka þau ekkert út á barnum.
Sumir drekka kannski hátt upp í
kaupið, sko. Ég bara veit það ekki.
Þetta er nákvæmlega það sama og
ef manneskja vinnur í matvöru-
verslun. Það er fullt af konum, sem
vinna í slíkum verslunum og fara
með allt kaupið sitt í matarreikning-
inn.“
HP YRÐI FYRSTUR
TIL AÐ FRÍTTA ÞAÐ
Varðandi þá staðreynd að fyrrum
félagi hans, Guðmundur Ásmunds-
son, telur sig hafa vitneskju um
vændi í tengslum við sýningarhóp-
inn, sagði Haukur:
„Ég get fullyrt það, að þessir
krakkar sem hafa veirð hjá mér gera
ekkert meira en að ... og ekki einu
sinni að fara úr fötunum. Að vísu
fara sum þeirra alveg úr fötunum —
en það eru fæst af þeim.“
— Ykkur ber þá ekki saman um
þetta.
„Þetta er bull og kjaftæði. Þið á
Helgarpóstinum yrðuð fyrst til að
frétta það, ef þetta væri satt!“
Svör Hauks varðandi sögusagnir
um fíkniefnaneyslu Pan-krakkanna
voru á sömu lund og við spurning-
um blaðamanns um vændi í tengsl-
um við hópinn.
Haukur sagðist mundu halda
áfram að vera í tengslum við eig-
endur skemmtistaðarins Uppi og
niðri og að þau sýningaratriði sem
hann yrði með á sínum snærum,
yrðu fyrst og fremst þar. „Manni er
farið að þykja vænt um þennan
stað,“ sagði hann.
Svo mörg voru þau orð.
„ Ykkur er velkomið að kanna allt
það sem þið viljið hér. Ég get sagt
ykkur það strax að 99% af því sem
þið kunnið að hafa heyrt er hauga-
lygi, t.d. þetta viðtal við stúlkuna í
Samúel, lygasaga frá upphafi til
enda,“ sagði Vilhjálmur Svan, ann-
ar eigenda veitingahússins Uppi og
niðri, þegar Helgarpósturinn fór
fram á það við hann að hann svar-
aði spurningum Helgarpóstsins út
frá upplýsingum er blaðið hefði
undir höndum.
Vilhjálmur var spurður beint út
hvort veitingastaðurinn Uppi og
niðri væri orðinn einhvers konar
miðstöð fyrir vœndi.
„Hvað ert þú að tala um? Ég ætla
ekki að svara svona skítugum Helg-
arpóstssögum."
Guðmundur Asmundsson, fyrr-
um meðeigandi póstverslunarinnar
Pan, segir við okkur á HP að hann
hafi vitneskju um að vœndi séstund-
að í tengslum við Pan-hópinn og við
höfum sannreynt með símtölum við
Hauk í Uppi og niðri að hann útveg-
ar rekkjunauta.
„Það er bara ekki rétt. Ég á ekki
orð. Ég segi þér sko að ef þið birtið
svona lagað þá eigið þið ekki von á
góðu. Hvers vegna í ósköpunum
hringið þið ekki í Hollywood eða
Sögu? Þið ætlið ekki að gera það
endasleppt. Ég er orðinn yfir mig
þreyttur og svekktur. Sannleikurinn
er sá að enginn í Pan-hópnum hefur
verið beðinn um að gera eitthvað
sem sá hefur ekki viljað gera. Þau
koma með sitt prógram sjálf."
Nú segir Linda Björk Guðmunds-
dóttir í Samúelsviðtalinu að þú sért
forsvarsmaður hópsins, ert þú pott-
urinn og pannan í þessu?
„Ég skal segja þér með þessa
stúlku að hún var fyrsta pían sem
var rekin fyrir óreglu og sukk. Ég
rak hana og skammast mín ekkert
fyrir það. Eg tók þennan sýningar-
hóp á leigu og gerði allt upp við
Guðmund. Ég vara þig við því að
taka mikið mark á þessum Guð-
mundi. Sannleikurinn er sá að hann
fór illa með Hauk í þeirra viðskipt-
um og Haukur situr eftir með miklar
skuldir. Guðmundur er slefberi og
það um hluti sem hann hefur jafn-
vel sjálfur verið að gera. Það er
hann sem fór með þeirra verslun í
óefni, hann borgaði ekki laun, skaff-
aði ekki fatnað og svo framvegis.
Guðmundur er skíthæll, þú mátt
hafa það eftir mér.“
Hvert er hlutverk Hauks hjá ykkur
núna?
„Það eru komnir tveir mánuðir
síðan hann hætti. Hann er ekkert
hérna hjá okkur lengur."
En nú höfum við í nokkur skipti
spurt um hann þarna og meðal ann-
ars fengið þau svör að hann væri að
kynna.
„Hann tók að sér að kynna eitt
kvöld, það er rétt, en að öðru leyti
hefur það bara verið tilviljun. En
hann stundar vissulega þennan
stað.“
Nú er Haukur að stofna verslun
við Laufásveginn og hann segir að
góðir menn séu á bak við sig. Ertþú
meðal þeirra?
„Ég veit bara að það eru tveir
menn sem eru í þessu og Haukur er
annar þeirra. Og ég veit að þetta
verður meiriháttar búð og á að heita
Pan-húsið. En ég er satt að segja að
kafna í þessum blaðamannaskít, þú
ert ekki aldeilis sá fyrsti sem hringir
til að forvitnast um hina ótrúlegustu
hluti. Það er greinilega verið að
dreifa lygasögum um okkur. Hvað
er þetta annað en stanslaus áróður
gegn okkur? Þetta með vændið er
algjört bull og vitleysa, en það er
ekkert leyndarmál — ég er það lífs-
reyndur maður — að ég get farið
með þig á hvaða skemmtistað sem
er og bent þér á stúlkur sem láta það
— og það alveg ókeypis. í þínum
sporum myndi ég fara mjög varlega
í því sem þú skrifar," sagði Vilhjálm-
ur aö lokum.
Haukur Haraldsson um hugsanlegt
vœndi:
„EKKERT MAL
ÍSLENSKA
EÐA ENSKA?“
Miklum sögum hefur farið af því
að í Reykjavík sé að spretta upp
skipulagt vœndi, sem eigi rœtur sín-
ar að rekja til sýninga Pan-hópsins
svokallaða og annarra slíkra sýn-
inga sem sprottið hafa upp eins og
gorkúlur að undanförnu.
ísamtali við Helgarpóstinn segist
Guðmundur Ásmundsson, eigandi
póstverslunarinnar Pan, ekki geta
neitað því að hann hafi vitneskju
um að Haukur Haraldsson hafi
milligöngu um að útvega fólki úti í
bœ rekkjunauta. Guðmundur hefur
rofið öll sín tengsl við fyrrverandi
meðeiganda sinn, Hauk, sem nú er
að setja upp sérstaka verslun við
Laufásveginn.
Sjálfur neitar Haukur því í samtali
við Helgarpóstinn að hann útvegi
rekkjunauta gegn greiðslu, en
kveðst vel geta ímyndað sér að þess-
ir hlutir eigi sér stað, því hann hafi
mikið verið spurður um þetta.
Helgarpósturinn lét kanna sjálf-
stœtt hvort hœgt vœri að panta
vœndiskonu, og/eða -karl, með því
að hringja í Hauk í Uppi og niðri oft-
ar en einu sinni og með því að „okk-
ar maður" hitti Hauk á staðnum. í
samtölum þessum við Hauk kom
fram að ekkert mál vœri að verða
við slíku.
Guðmundur Ásmundsson segir í
HP-viðtali að'hann hafi dregið sig út
úr sýningum Pan-hópsins þegar þær
fóru að beinast inn á „vægast sagt
óheppilegar brautir". Guðmundur
greinir ekki ítarlega frá því sem hef-
ur verið að gerast í þessum málum
eftir að hann dró sig út úr sýningun-
um. Á hinn bóginn hefur Helgar-
pósturinn safnað að sér fjölda
ábendinga frá ýmsum heimilda-
mönnum um hliðarstarfsemina við
sýningarnar. Meðal þess sem heim-
ildir þessar fullyrða er að Haukur og
samstarfsmenn hans reki nætur-
klúbb að Kleppsmýrarvegi hér í bæ
og að sýningarfólk hafi ótakmark-
aðan aðgang að einkaíbúð Hauks.
Haukur mun síðan á næstu dögum
opna „klámbúllu" að Laufásvegi og
er nánar greint frá því annars staðar
í opnunni.
Til að leita svara við spurningunni
um hvort hægt væri að fá vændis-
þjónustu í gegnum Hauk Haralds-
son og veitingastaðinn Uppi og niðri
greip Helgarpósturinn fyrst til þess
ráðs á föstudagskvöldi fyrir rúmri
viku að hringja í Hauk, þar sem
hann var staddur á veitingastaðn-
um. Hringjandinn var karlkyns
blaðamaður Helgarpóstsins. Sam-
talið var á þessa leið:
Haukur?
„Já, það er hann".
Já, ég vildi fá sýningu hjá þér.
„Já, ætlar þú að gera það?“
Já, er hœgt að fá sýningu í kvöld?
Við erum hérna þrír strákar saman.
Við höfum áhuga á því að fá þrjár
stelpur og einn strák.
„Það er... klukkan hvað?“
Ja, það liggur ekkert á, við erum
nýkomnir inn, bara svona ellefu-
tólf, eitthvað svoleiðis.
„Ég get það ekki fyrr en tólf, sko,
í fyrsta lagi.“
Pað er allt í lagi, en skal ég segja,
er hœgt að fá stelpur sem geta verið
hjá okkur í nótt sem sagt og...
„Nei. Ekki sjéns."
Það er ekkert slíkt? Þetta er bara
sýning?
„Já.“
En hvað kostar sýning þá?
„Fimmtán þúsund".
En hvernig sýning er það þá?
„Það er bara sýning. Gott show.“
En hvað lengi þá?
„Það er bara samkomulagsatriði.
Eins og þú vilt raunverulega."
Hvað, svona nokkra klukkutíma?
„Nei, ekki nokkra klukkutíma".
Við erum að tala um nokkuð
grófa sýningu, er það ekki?
„Grófa? Eg veit ekki hvað þú kall-
ar grófa sýningu, það er svo mis-
munandi hvað fólk kallar gróft.
Sumir þola ekki að sjá sokkabönd
Hér mun brátt verða opnuð „klámbúlla" Hauks Haraldssonar við Laufásveginn, við hliö
bandaríska sendiráðsins!
HELGARPÓSTURINN 27