Helgarpósturinn - 12.06.1986, Side 32

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Side 32
Af aðsókn á Listahátíð Adsókn á Listahátíd í Reykjavík hefur veriö nokkud gód, ad því er Salvör Nordal, framkvœmdastjóri hátíöarinnar, tjáði Helgarpóstinum. Uppselt var á sýningar Nolu Rae og John Mowat á látbragðsleik. Einnig var uppselt á fyrirlestur Dor- isar Lessing, hins kunna breska rit- höfundar. Og það kemur engum á óvart að uppseit var á tónleika Claudio Arrau í Háskólabíói. Upp- selt var einnig á Fröken Júlíu Strind- bergs í uppsetningu og leikstjórn meistara Bergmans, þó ekki allar þrjár sýningarnar. Salvör sagði að aðsókn að P/'cosso-sýningunni á Kjarvalsstöðum væri mjög góð. Á miðvikudag hefðu t.d. um 4000 manns komið og virt fyrir sér meist- araverk Picassos. Hún sagði að önn- ur atriði Listahátíðar hefðu einnig gengið ágætlega. Og þrátt fyrir nei- kvæða umræðu um staðsetningu jazztónleika þeirra Herbie Han- cocks og Dave Brubecks hefði að- sókn verið mjög þokkaleg. Miðasala á popptónleikana með Madness, Fine Young Cannibals, Lloyd Cole and the Commotions, Simply Red, Grafík, Rikshaw, Greif- unum og Bjarna Tryggva er mjög farin að taka við sér. Nokkuð betri sala er á seinni tónleikana sem verða á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Það er líkast til af því að þar spilar hljómsveitin Madness sem á vin- sældum að fagna hér á landi. Dagskráin um helgina The Shadows halda tvenna tón- leika á Listahátíð í Broadway fimmtudagskvöldið 12. júní og föstudagskvöldið 13. júní. Á laugardag verður opnuð yfirlits- sýning á verkum Svavars Guðna- sonar í Norræna húsinu. Sama dag áttu að vera tónleikar í Háskójabíói með Sinfóníuhljóm- sveit Islands og einsöngvaranum Katiu Ricciarelli en hún hefur boðað veikindi. Stjórn Listahátíðar hefur nú fengið ensku sópransöngkonuna Margaret Price í hennar stað. Sunnudaginn 15. júní leikur í Gamla bíói Vínar-strengjakvartett- inn verk eftir Mozart, Alban Berg og Frans Schubert. Listahátíð lýkur síðan með popp- tónleikum í Laugardalshöllinni á mánudag og þriðjudag, þjóðhátíð- ardaginn. Góða skemmtun. -gpm TÓNLIST Einlœg fegurd Kennarar Tónlistarskólans í Reykjavík heiðruðu skólastjóra sinn, Jón Nordal, í til- efni sextugsafmælis hans^ á tónleikum í Norræna húsinu 3. júní sl. Á þessum tónleik- um var flutt kammertónlist og kórtónlist eftir Jón; elsta verkið var lítið kórlag frá því hann var 14 ára og yngsta verkið frá því í fyrra. Hér var því varpað ljósi á 45 ára merkt fram- lag til tónlistarsögu þjóðarinnar. Tónleikar sem þessir eru sannkölluð hátíð, því það er sjaldan sem kostur gefst að kynnast yfirliti yfir verk íslensks tónskálds á sama hátt og yfirlitssýningar myndlistarmanna eru settar upp með vissu millibili og safnrit merkra rit- höfunda eru gefin út. Þarna hafa aðrar list- greinar forskot fram yfir tónlist, sem er auk þess skráð á ritmáli sem fáir lesa sér til gagns. Þess vegna hefur þjóðin ekki átt þess kost að kynnast list Jóns Nordals á sama hátt og annarra stærstu listamanna sinna. Það ber að hafa í huga, þegar fjallað er um þessa tónleika, að kammertónlist er aðeins lítill hluti af tónlist Jóns, langflest verka hans eru skrifuð fyrir sinfóníuhljómsveit. Fyrir hlé voru flutt verk frá æsku- og náms- árum Jóns; Systur í Garðshorni fyrir fiðlu og píanó frá 1945, Tríó fyrir óbó, klarinett og horn, sem var samið 1948, og Sónata fyrir fiðlu og píanó, samin 1952.1 þessum verkum gætir áhrifa ýmissa strauma samtímans, þó innan ramma hefðbundinna forma. Þjóðleg áhrif eru merkjanleg í Systur í Garðshorni, má þar nefna notkun fimmunda í köflunum um Ásu og Signýju og tíð takttegundaskipti í kaflanum um Helgu. Hindemith-áhrif má heyra í Sónötu fyrir fiðlu og píanó. Á 6. ára- tugnum kynntist Jón helstu framúrstefnu- straumum i tónlist Evrópu og varð boðberi nýrra tíma í íslenskri tónlist. Hann hefur þó ekki tileinkað sér neina sérstaka eða eina tónsmíðastefnu, heldur hefur hann mótað sinn eigin stíl, sem er í senn þjóðlegur og al- þjóðlegur en fyrst og fremst persónulegur og sérstakur. Það var þessi stíll sem var ríkjandi eftir hlé, en þá voru flutt verk frá síðustu árum: Dúo fyrir fiðlu og selló frá 1983; Ristur fyrir klari- nett og píanó, samið 1985, og þrjú kórlög; Heilrœðavísa (1981), Umhverfi (1978) og Smávinir fagrir (1940). Dúó er í frjálsu formi, eins konar fantasía í einum kafla sem byggist á röð af smáþáttum innan heildarinnar. „...þjóðin hefur ekki átt þess kost að kynnast list Jóns Nordals á sama hátt og annarra stærstu listamanna sinna." Ristur eru í þremur sjálfstæðum köflum. í báðum verkunum njóta sín vel sérkenni hljóðfæranna, sem þau eru skrifuð fyrir, ljóð- ræn fegurð klarinettsins í Ristum, sem skilaði sér vel í afbragðs flutningi Sigurðar 1. Snorra- sonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, og spenna og kraftur strengjahljóðfæranna í Dúói, sem skilaði sér ekki síður í glæstum leik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran. Kórlögin þrjú nutu sín vel í fáguðum flutningi Hamrahlíðarkórsins og Þorgerðar lngólfsdóttur. Sem fyrr segir voru það kennarar Tónlist- arskólans í Reykjavík sem efndu til þessara tónleika. Auk þeirra sem fyrr er getið léku Laufey Sigurðardóttir, Selma Guðmunds- dóttir, Kristján Þ. Stephensen, Einar Jó- hannesson, Joseph Ognibene, Rut Ingólfs- dóttir og Halldór Haraldsson. Hér er ekki ætlunin að fjalla náið um flutning einstakra verka, allir hljóðfæraleikararnir skiluðu hlut- verki sínu af alúð, listfengi og með sóma. Þetta voru góðir tónleikar. Tónlist Jóns Nordals býr yfir fegurð og hún er einlæg, þar er að finna mannbætandi boðskap vilji menn leggja við hlustir. Trumbur í aöalhlutverki The New Music Consort, hópur skipaður fjórum slagverksleikurum frá New York, hélt tónleika á vegum Listhátiðar nýlega. Mikill fengur er að fá slíka gesti, því þarna voru á ferðinni slagverksleikarar eins og þeir gerast bestir. Auk þess voru þeir með í farangrinum hljóðfæri, sem ekki eru til hér á landi, og fluttu þess konar verk sem heyrast næstum aldrei hér; m.a. frumfluttu þeir verk eftir Guðmund Hafsteinsson, Or a tolling Bell. Fyrsta verkið á efnisskránni var tveir þætt- ir úr flokki einleiksverka fyrir pákur eftir Bandaríkjamanninn Elliott Carter, Timpani Solos. Pákur hafa fyrst og fremst verið notað- ar sem hljómsveitarhljóðfæri, en þetta voru skemmtilega útfærðar hugleiðingar, sem færðu þessa máttarstólpa hljómsveitarinnar fram í sviðsljósið. Það var ekki fyrr en 20. öldinni, sem farið var að líta á slagverkshljóðfæri sem sjálfstæð einleikshljóðfæri, t.d. var hið byltingar- kennda verk eftir Edgard Varése, Ionizations fyrir 13 slagverksleikara, ekki samið fyrr en 1931. Þessi hljóðfæraskipan gerir kröfur um nýja tónhugsun, þar eð hin hefðbundnu lag- línuhljóðfæri eru víðs fjarri. Þess vegna verða aðrir þættir eins og ryþmi og hljóðið sjálft að vera megin byggingarefni tónlistar- innar. Béla Bartók skrifaði Sónötu fyrir tvö píanó ogslagverk árið 1937 og er það því frá sama tímabili og Ionizations og Timpani Solos Carters og afrakstur svipaðra hrær- inga. Þetta er eiginlega píanókonsert, þar sem slaghljóðfærin gegna hlutverki hljóm- sveitarinnar, Bartók umskrifaði verkið reyndar seinna fyrir tvö pianó, slagverk og hljómsveit. Þetta er áhrifamikið og stórbrot- ið verk og var flutningur þeirra Gísla Magn- ússonar, Halldórs Haraldssonar og fjórmenn- inganna í The New Music Consort með mikl- um glæsibrag. Helfró eftir Áskel Másson var næst á dag- skrá, verkið samdi hann 1979 á mjög skömmum tíma og eru það hugleiðingar höf- undar um ástand það sem kallað er helfró og myndast á milli lífs og dauða. Verkið er hrein og klár „inspírasjón” og tekst Áskeli að ná fram mjög ákveðnum hughrifum. Sem við- bót við slaghljóðfærin notar hann sög og strengina innan í píanóinu. Lítil laglínubrot, ryþmamótíf og hljóðheimur hljóðfæranna eru uppistaða verksins. Allt er þetta mjög skemmtilega og hugvitsamlega unnið. Third Construction eftir bandaríska tón- skáldið John Cage var næst á dagskrá. John Cage er tvímælalaust einn af áhrifavöldum á tónlist þessarar aldar, og má segja að hug- myndir fárra tónskálda hafi gengið jafnlangt og hans í að umbylta vestrænni tónhugsun. Þetta verk er þó óvenju hefðbundið að upp- byggingu, séu önnur verk höfundar höfð í huga. Það byggir fyrst og fremst á ryþma og leggur áherslu á hljóðfæri trommuættar, mörg þeirra sérhönnuð fyrir verkið. Þetta er fyrst og fremst bráðskemmtilegt, frumlegt og hressilegt verk. Verk Guðmundar Hafsteinssonar, Ora toll- ing Bell, sem hér var frumflutt undir stjórn höfundar, var ásamt sónötunni eftir Bartók viðamesta verkið á efnisskránni. Þar tekst Guðmundur Hafsteinsson „...honum tekst að halda uppi spennu og athygli áheyrandans allan tímann og skapa heilsteypt listaverk", seg- ir Karólína Eiríksdóttir í umsögn sinni um tón- leika „The New Music Consort". Guðmundur á við það mjög svo erfiða við- fangsefni að skrifa ríflega hálfrar klukku- stundar verk fyrir slaghljóðfæri eingöngu, og er skemmst frá því að segja, að honum tekst að halda uppi spennu og athygli áheyr- andans allan timann og skapa heilsteypt listaverk, hann notfærir sér breidd og mögu- leika slagverks-fjölskyldunnar á þann hátt, að útkoman er nokkurs konar sinfónía fyrir slagverk. Verkið er í sex samhangandi köfl- um, sem hver um sig hefur eigin sérkenni og viðfangsefni en eru samt skyldir og byggja að hluta á sama efniviði. Tónbygging verks- ins er tvíþætt: annars vegar nokkuð hefð- bundið tónstigabrot, þannig að stundum fær maður á tilfinninguna að verkið sé í moll, hins vegar er krómatískur stigi, andstæða hins fyrri. Víbrófónar, marimba og önnur hljóðfæri með ákveðinn tón gegna mikil- vægu hlutverki í hljómrænni og lagrænni uppbyggingu verksins, trommur alls konar taka ýmist þátt í þeirri uppbyggingu eða þær. lifa sjálfstæðu lífi og fást við annað, aftur er teflt fram andstæðum. Guðmundur er að mörgu leyti trúr vestrænni hefð, þannig er ít- arlega og um margt hefðbundna úrvinnslu á hugmyndum að ræða, bæði lagrænum og ryþmískum og hljómræn uppbygging er mjög mikilvægur þáttur í verkinu. Formið minnir á sónötuform; þannig er t.d. byrjunar- hugmyndin ítrekuð undir lokin eftir langan úrvinnslukafla. Það er mikill fengur í þessu verki fyrir ísienskar tónbókmenntir. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.