Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 39
FRÉTTAPÖSTUR
Okurmálið
Hermanni Björgvinssyni var á þriðjudag birt ákæra fyrir
okurlánastarfsemi. í ákærunni segir að Hermann hafi á
árunum 1984 og 1985 tekið við vöxtum af lánum á bilinu
61—272,7% en oftast tekið 130% vexti. Ofteknir vextir eru
taldir vera rúmlega tuttugu miiljónir króna. Þess er krafist
að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta
auk greiðslu alls sakarkostnaðar.
Tekinn með 800 g af hassi
í samvinnu við Eimskip og Tollgæsluna handtók lögreglan
sl. þriðjudag einn starfsmanna Eimskips þar sem hann var
að fjarlægja 800 g af hassi úr vörusendingu sem barst til
landsins með Eyrarfossi. Lögreglan hefur um nokkra hríð
haft grunsemdir um að þessi leið væri notuð til að smygla
inn í landið fíkniefnum og tók það til ráðs að fá Eimskip til
að ráða tvo lögregluþjóna sem verkamenn í Sundaskála.
Tveir menn aðrir voru handteknir þetta sama kvöld grunaðii'
um að vera viðriðnir málið. Þeir eru ekki starfsmenn Eim-
skips.
Deilur um ráðningu við Melaskólann
Menntamálaráðherra setti á þriðjudag Rögnu Ólafsdóttur í
stöðu yfirkennara við Melaskólann i Reykjavík. Áður hafði
hinn umsækjandinn, Jón Sigurðsson, dregið umsókn sina
til baka. Skólastjóri og kennarar höfðu mælt með Rögnu til
starfans en Præðsluráð Reykjavikurborgar hafði mælt með
Jóni. Olli þetta mál nokkrum deilum.
Fógetamálið í Eyjum
Fyrrum bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og aðalbókari við
sama embætti voru á laugardag dæmdir í fimm mánaða
fangelsi. Auk þess var þeim gert að greiða allan sakarkostn-
að. Dómur byggist á því að viðkomandi menn hafi misnotað
embættis- og starfsaðstöðu sína, ýmist sjálfum sér eða öðr-
um til ávinnings og fyrirgreiðslu.
Halli á fjárlögum í ár
Nú liggur fyrir að halli á fjárlögum rikissjóðs íslands verð-
ur meira en tveir milljarðar króna. Áætlanir höfðu gert ráð
fyrir um eins og hálfs milljarðs halla. Ástæður hins aukna
halla eru taldar þær að ýms útgjöld, sem ekki hafði verið
gert ráð fyrir, hafa komið til og önnur hafa orðið meiri en
búist hafði verið við. í þvi sambandi eru nefnd aukin útgjöld
vegna tryggingamála og til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Reyndi aö fá sjöfaldar bætur
Ungur maður tók farangurstryggingu hjá sjö tryggingafé-
lögum áður en hann hélt utan með ljósmyndabúnað metinn
á 70—80 þúsund krónur. Krafðist hann bóta þegar heim
kom hjá öllum félögunum þar sem myndavélabúnaði hans
hafði verið stoliö úr læstri bilaleigubifreið. Hafði maðurinn
bréf er staðfesti þetta frá hinni erlendu bílaleigu og farar-
stjóra íslenskrar ferðaskrifstofu. Manninum hafði tekist að
fá bætur hjá tveimur tryggingafélögum áður en upp komst.
Vökulum starfsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar h/f
fannst grunsamlegt að maðurinn hafði klifið til sín upp á
sjöttu hæð með allan ljósmyndabúnaðinn rétt áður en hann
átti að fara i loftið. Hann kannaði málið og komst að hinu
rétta. Maðurinn vill hins vegar að tryggingafélögin greiði
hvert um sig einn sjöunda hluta bótanna.
Fréttapunktar
• Tekjur íslendinga af erlendum ferðamönnum voru þrír og
hálfur milljarður króna í fyrra og er allt útlit fyrir að tekj-
urnar verði mun meiri í ár, þar sem talsverð aukning hefur
orðið á komu ferðamanna til landsins fyrstu fimm mánuði
ársins.
• Um þessar mundir stendur yfir opinber heimsókn stór-
hertogahjónanna af Luxemborg, hófst hún síðastliðinn
mánudag og lýkur á fimmtudag.
• Á mánudag var slydda og snjókoma um norðan- og vestan-
vert landið. Aðfaranótt þriðjudags snjóaði í Reykjavik og
varð jörð um tíma alhvít.
• Skógræktarfélag Reykjavíkur afhenti Reykjavikurborg
vöxtulegan trjálund á skógardaginn síðastliðinn laugardag,
í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar og 40 ára afmæli
félagsins.
• íslenskur arkitekt, Guðm#undur Jónsson, hlaut fyrstu
verðlaun i samkeppni sem haldin var um byggingu tónlist-
arhúss á íslandi.
• Lögreglumenn á Austfjörðum handtóku um helgina fang-
ann sem strauk úr hegningarhúsinu við Skólavörðustíg 29.
mai síðastliðinn. Hann var þá á leið til Neskaupstaðar þar
sem hann hafði fengið vinnu.
• íbúar við Kárastíg í Reykjavík tóku sig til um síðustu
helgi og hreinsuðu og fegruðu götuna sína í tilefni fegrunar-
viku í borginni. Bilum var stuggað á brott og gatan hreinsuð
og skreytt enda á milli.
• Bjarni Hafþór Helgason, viðskiptafræðingur frá Akur-
eyri, bar sigur úr býtum í samkeppni um Reykjavikurlag
sem Ríkisútvarpið/sjónvarp og Reykjavíkurborg efndu til.
• Guðmundur Árni Stefánsson, efsti maður á lista Alþýðu-
flokksins til bæjarstjórnarkosninga i Hafnarfirði, hefur
verið ráðinn bæjarstjóri þar í bæ.
Andlát
Jón G. Sólnes, fyrrum bankastjóri og alþingismaður, varð
bráðkvaddur á heimili sínu að morgni sunnudagsins 8.
júní, 75 ára að aldri.
BILALEIGAN
Langholtsvegi 109
(í Fóstbræðraheimilinu)
Sækjum
og sendum
Greiöslukorta
þjónusta
Sími 688177
VIÐ ERUM FLUTTIR
Vöruafgreiðsla okkar að DALSHRAUNI 15 var orðin
of lítil fyrir umsvif okkar í HAFNARFIRÐI
því fluttum við okkur um set að
FLATAHRAUNI 1 ,þar sem öll aðstaða er miklu rýmri.
Samtímis þessum flutningi
tekur DVERGUR hf að sér afgreiðslu fyrir okkur,
símanúmerið okkar verður 50170.
SKIPADE/LD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SIMI 28200
BJARTTJR
er bónaóui bíll
Komdu með bílinn eða láttu okkur
sækja hann og þú færð nýbónaðan
bílinn kláraðan samdægurs, fyrir sölu
eða eigin ánægju. Við bjóðum uppá
eftirfarandi þjónustu:
• Tjöruhreinsun
• Bón
• Djúphreinsun (sæti og teppi)
. Sprautun á felgum
• Vélarhreinsun
Opið álla virka daga frá kl. 8-19.
Laugardaga frá kl. 9-18.
VERIÐ VELKOMIN!
•••••••••■•••••••••••••••••••••••••
•••••••••••••••••••••••••••••••••••
••••••••••••••••••••••••••••••••••.
HELGARPÓSTURINN 39