Helgarpósturinn - 03.07.1986, Side 3

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Side 3
FYRST OG FREMST I SIÐASTA tölublaði þess ágæta blaðs Við sem fljúgum, sem Sœmundur Gudvinsson og Steinar J. Lúðvíksson ritstýra fyrir Frjálst framtak og Fiugleiðir, er gagn- merk grein um harðjaxlinn góð- kunna Charles Bronson, þar sem kemur í Ijós að leikarinn er ekki bara hörkutól, heldur líka einstak- lega umhyggjusamur fjölskyldufað- ir. Sé litið á uppruna Bronsons koma orsakir þessa berlega í ljós. Við grípum niður í greinina í Við sem fljúgum: „Bronson bregður ekki við að eiga stóra fjölskyldu. Sjálfur átti hann fjórtán systkini og fjölskyldan var svo fátæk að í upp- vexti sínum varð Bronson að gera sér það að góðu að ganga í kjólum af systrum sínum. Hann var aðeins tíu ára þegar hann fór að vinna og starfaði sem náma- maður í kolanámu í Pennsylvaníu. Þar vann hann hættulegustu störfin sem unnt var að vinna og ástæðan var ofur einföld. Fyrir það fékk hann meiri peninga. Þegar vinnu lauk í námunni hélt hann rakleiðis á sorphaugana þar sem hann leitaði að mat eða einhverju sem unnt var að fá peninga fyrir. — Ef ég fann mat var eins og ég hefði himin höndum tekið og ég flýtti mér með hann heim til systkina minna, hefur Bronson sagt. Þótt Bronson sé vellauðugur maður er einn hlutur frá þessum tíma sem er það dýrmætasta sem hann á. Skóflan sem hann notaði í námunum. Á hverjum einasta degi skoðar Bronson skófluna og rifjar upp eymdartíma æsku sinnar. Hann segir að skóflan minni sig á uppruna sinn og það hvað sumir standa í erfiðri lífsbaráttu.. .“ Góður og réttsýnn maður, Charles Bronson. DAGBLAÐIÐ Tíminn sýndi það og sannaði um síðustu helgi að þar fer fordómalaus miðill, sem ekki veigrar sér við að taka á við- kvæmum málum, þjóðinni til upp- fræðslu. Það þarf bæði kjark og þor til þess að fjalla opinberlega um homma, sem auðvitað væri best að sætu bara heima hjá sér og horfðu á sjónvarpið og ynnu í öskunni á daginn. Blaðamaður Tímans sá hins vegar að það stefndi í þrumandi hættuástand í þjóðfélaginu og þess vegna birti hann viðtal við valinkunnan sómamann, sem orðið hafði fyrir alveg hræðilegri lífsreynslu. Þetta er „samviskusamur starfs- maður“, sem að vísu „skvettir úr klaufunum um helgar" og heldur oft „til samkvæmis" (þýð. í partý) „eftir dansleiki" (þýð. böll). Það er þó alltént betra en að hanga niðri í miðbæ, þar sem ægir saman „alls kyns lýð; dópistum, þjófum, drykkjusjúklingum og kynvilling- um“. Ja, fussumsvei. .. Viðmælandinn, sem blaðamaður kallar því smekklega nafni „Nauð- ugur“, fór til samkvæmis með manni („Viljugum"), sem reyndist vera hommi. Það var hins vegar ekki við því að búast að hinn sam- viskusami starfsmaður, alias Nauð- ugur, gerði sér grein fyrir þessu, „enda virtist hann geðugur". Maðurinn samviskusami komst þó brátt að hinu sanna í málinu, þ.e. að þetta var „hommakvik- indi“, „skepna", „helvítis dólgur" og einn af þessum mönnum sem „láta menn ekki í friði", svo vitnað sé orðrétt í vesalings fórnar- lambið. Nauðugur hefur hins vegar greinilega verið orðinn lúinn eftir allt sitt samviskusama starf. Hann skreið þess vegna upp í sófa og undir teppi hjá „kvik- indinu", eftir að hafa drukkið heil- mikið brennivín. Það var ekki að sökum að spyrja. „Helvítis dólgurinn" not- færði sér hjálparleysi Nauðugs, sem síðan lét taka viðtal við sig „til þess að menn taki við sér“, því „um leið og allir þessir hommar koma úr felum er ekki líft á skemmtistöðunum". Gott innlegg á baráttudegi sam- kynhneigðra. Meira af slíku! EINS OG allir vita þá er sjaldan ein báran stök og það á við um bókaútgáfu eins og annað. í síðasta jólabókaflóði réðst Jóhanna Sveinsdóttir á karl- mennsku karlmannanna svo margir lágu í sárum á eftir. Nú hefur HP fregnað að annað heilagt vé eigi eftir að verða fyrir skakkaföllum um næstu jól. Og þá verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur á móðurhlutverk móðurinnar, hvorki meira né minna. Nokkrar konur ráðgera að gefa út bók þar sem fólk á ýmsum aldri segir frá móður sinni og á bókin að kallast „Móðir mín, fyllibyttan", svo víst er að ekki hafa allir fagra sögu að segja í bókinni. Ekki hafa konurnar enn fundið sér útgef- anda en ekki er ólíklegt að þeir komi til með að berjast um hituna að Skuggsjá undanskilinni. Það bókaforlag hefur sent frá sér bækur á undanförnum árum undir nöfnum eins og „Faðir minn, læknirinn" og „Móðir mín, hús- freyjan" og vill sjálfsagt síður að nýja bókin verði bendluð við þær merku bækur. BÓNDI NOKKUR norður í landi átti fyrir fáum árum brúna hryssu sem hann hugðist koma í ræktun hjá sér. Hann kallaði því til hrossaræktarráðunaut frá Búnaðarfélaginu. Ráðunauturinn kom, mældi hryssuna og dæmdi. En hún komst ekki einu sinni í ættbók. Bóndinn fyrir norðan seldi því hryssuna til hrossakaup- manns í Reykjavík fyrir frekar lítið fé. Kaupmaðurinn sýndi hryssuna ári seinna á fjórðungsmóti í Reykjavík og þar stóð hryssan næstefst. Kaupmaðurinn seldi hryssuna fyrir stórfé til Þýska- lands. Þaðan var hún send til Svíþjóðar á Evrópumót. Þar stóð hryssan langefst. Það er greinilega ekki sama hjá hverjum dæmt er! Ráðunauturinn sem hafði farið norður hafði nefnilega líka dæmt hana í Reykjavík og hann dæmdi hana einnig úti í Svíþjóð. HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Sólarljóð Sólin kemur upp í austri, eystra skín hún mest. „Eru ekki allir í studi — í Gudi?" Varla hér suðvestra sést - SAGÐI UNG OG HRESS STÚLKA i ÚTVARPSÞÆTTINUM „EKKERT MAL', SEM SENDUR VAR ÚT A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ OG VAR I nema sest. MEIRA LAGI KRISTILEGUR í ÞAÐ SKIPTIÐ. Niðri ÁRNI Er íslenska Óperan orðin útflutningsvara? Garöar Cortes óperusöngvari „Nei, nú veður þú í reyk! Þetta er ekki Islenska Óperan, heldur kór sem heitir Islenski kammerkórinn. Hitt er svo annað mál, að það eru íslenskir óperusöngvarar í hópnum." — Og hvaða ferðalag verður þetta á ykkur? „Þetta er hópur íslenskra söngvara, sem fékk það boð um að syngja á sumartónlistarhátíðinni í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þessi hátíð er árlegur viðburður í Tívolí. Við munum síðan einnig syngja í tveimur dómkirkjum í Dan- mörku og einni kirkju í Ærö, sem er eyja fyrir sunnan Fjón og mun vera mikið heimsótt af þýskum ferðamönnum. Okkur bauðst sem sagt a syngja á þessum stöðum og við slógum til. Nú standa því yfir æfingar á íslenskri tónlist hjá hópnum til und- irbúnings ferðinni." — Hverjir eru í þessum hóp? ,Ja, kórinn heitir íslenski kammerkórinn, en við skírðum hann ekki því nafni. Þetta nafn kom að utan. Við erum fimmtán, bæði fólk úr Óperukórnum og nokkrir einsöngvarar. Að vísu féllu tveir einsöngvaranna út, þeir Kristinn Hallsson og Kristinn Sigmundsson. Þeir komust ekki með okkur. í hópnum eru hins vegar söngvarar eins og ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Halldór Vilhelms- son, Stefán Guðmundsson, Ásrún Davíðsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Matthildur Matthíasdóttir, Guðný Árnadóttir, Ásgeir Bragason, Viðar Gunnarsson, Gunn- ar Guðbjartsson og Ágúst Guðmundsson. Síðan fer ég með sem stjórnandi og Catherine Williams verður undir- leikari." — Er hópurinn eingöngu kallaður saman fyrir þessa söngför? ,,Já, það er rétt." — Geturðu nefnt dæmi um hvað þið ætlið að syngja á ferðalaginu? „Við syngjum tvö „prógrömm", en allt efnið verður íslenskt — bæði gamalt og nýtt. í Tívólí syngjum við eingöngu þjóðlög og íslenska tónlist aðra en kirkjutónlist, m. a. eitthvað eftir nú- tímamenn. í kirkjunum syngjum við eingöngu kirkjutónlist, kirkjuleg þjóðlög í útsetningu dr. Róberts Abrahams Ottós- sonar, nokkur sálmalög og ný verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Leifs." — Að lokum, Garðar. Hvernig kom síðasta ár fjár- hagslega út hjá íslensku Óperunnf? „Peningalega hefur árið ekki ennþá borið sig. Þetta voru hinsvegar ekki nema 18 sýningar og það eru 20—22 sýningar eftir í haust á sömu óperunni. Ég vona því að endar náist saman að lokum." Þær fregnir bárust á ritstjórn Helgarpóstsins að Islenska Óperan hygðist fara í söngferðalag um Danmörku og að meðal annars væri ætl- unin að troða upp (Tfvolf. Þetta þótti okkur forvitnilegt og slógum því á þráðinn til Garðars Cortes Óperustjóra, I þvf skyni að kanna hvort þarna væri kannski um nýjan og arðvænlegan útflutningsatvinnuveg að ræða. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.