Helgarpósturinn - 03.07.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Blaðsíða 29
Geirs Hallgrímssonar, fyrrum ráð- herra, væntanlegs bankastjóra Seðlabankans og formanns Arvak- urs. Tengdasonur Björns Hallgríms- sonar er Gunnar Scheving Thor- steinsson verkfræðingur. Gunnar er bróðir Davíds Scheving Thorsteins- son iðnrekanda, en þeir eru synir Magnúsar Scheving Thorsteinsson, forstjóra Smjörlíkisgerðarinnar, og Láru Hafstein, bróðurdóttur Hannesar ráðherra Hafstein. Davíð Scheving er framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. og Sólar hf., er for- maður bankaráðs Iðnaðarbankans og á sæti í stjórnum Hafskips sáluga og Almennra trygginga hf. Bróðir Magnúsar Scheving Thorsteinsson vai' Geir Thorsteinsson, útgerðar- maður og tengdasonur Hannesar ráðherra Hafstein. Hann var faðir Kristjönu Millu Thorsteinsson, sem á sæti í stjórn Flugleiða, og Ragnars Thorsteinsson útgerðarmanns. Bróðir Magnúsar og Geirs var Pétur Jens Thorsteinsson, sem áður hefur verið nefndur í tengslum við Thors- ættina. Pétur Jens var auk þess sem þar kom fram tengdafaðir Eggerts Briem, sem aftur var tengdafaðir Péturs Benediktssonar bankastjóra og alþingismanns, bróður Bjarna Benediktssonar, fv. forsætisráð- herra. Tengdasonur Péturs Jens var einnig Ólafur Þ. Jónsson, stórkaup- maður. Hans synir eru Friöþjófur Johnson, tengdasonur Jóns Olafs- sonar, bankastjóra og alþingis- manns, Pétur Ó. Johnson, stórkaup- maður í New York, og Örn Ó. John- son, fv. stjórnarformaður Flugleiða, kvæntur Margréti Þ. Hauksdóttur Thors, Hannes O. Johnson, sem var framkvæmdastjóri Tryggingar hf. og Ólafur Ó. Johnson, forstjóri O. Johnson og Kaaber, stjórnarformað- ur fjölskyldufyrirtækisins Heimilis- tæki og stjórnarmaður í Árvakri. Stjórnarformaður O. Johnson og Kaaber er aftur á móti Rafn John- son, sonur Friðþjófs. Friðþjófur var síðan mágur Ölafs H. Jónssonar, sem var forstjóri.útgerðarfélagsins Alliance og sat meðal annars í stjórnum Samlags skreiðarframleið- enda, LÍÚ, VSJ og Olís. Hann var sonur Jóns Ólafssonarj útgerðar- manns og bankastjóra Útvegsbank- ans, en sonur Ólafs, Jón Olafsson lögfræðingur, er nú varaformaður stjórnar ÓLÍS. Hann og Þórir Odds- son vararannsóknarlögreglustjóri eru systkinasynir. Móðursystir Frið- þjófs Johnson var Borghildur Thor- steinsson, móðir Elísabetar Óiafs- dóttur, eiginkonu Hilmars Thors. Þeirra sonur er Ólafur B. Thors, fyrrum borgarfulltrúi og núverandi forstjóri Almennra trygginga hf. og stjórnarmaður í Seðlabankanum. Afi Ólafs var Ólafur Björnsson rit- stjóri, bróðir Sveins Björnssonar for- seta. Óiafur B. Thors er síðan kvænt- ur Jóhönnu Einarsdóttur Guö- mundssonar, en Einar var lengi stjórnarformaður Eimskipafélags- ins og í stjórn þess fyrirtækis situr nú sonurinn Axel Einarsson. Ólafur er sem fyrr segir forstjóri Almennra trygginga hf., en einn af aðal stofn- endum þess fyrirtækis var Kristján Siggeirsson forstjóri. Sonur hans, Hjalti Geir Kristjánsson, á einnig sæti í stjórn Eimskipafélagsins, en auk þess í stjórn Almennra trygg- inga, Slippfélagsins, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Verslun- arráðs Islands og áfram mætti telja. Stiklað á stóru Ljóst er að upptaining sem þessi gæti orðið ærið löng og að ofantöld lýsing er aðeins til að gefa lesendum ófullkomna vísbendingu um hin miklu ættartengsl sem greina má meðal leiðandi manna í íslensku at- hafnalífi. Margt kemur sjálfsagt á óvart, annað ekki. Ferðalagið um völundarhús ættartengslanna gæti orðið enn lengra og þá kæmi margt fleira athyglisvert í ljós. Við ljúkum samantekt þessari á nokkrum fróð- leiksmolum til viðbótar. — Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, er sonur Hilmars Stefánssonar, bankastjóra Búnaðar- bankans. Stefán er tengdasonur Kjartans Thors, sem var mágur Viggós Björnssonar, bankastjóra Út- vegsbankans. Stefán og Jón Adolf Guöjónsson, aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans, eru systrasynir. — Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, og Bjarni Bragi Jóns- son, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans, eru skyldir; afi Jóhannes- ar var Jón Jensson háyfirdómari en afi Bjarna var bróðir Jóns, Bjarni Jensson. Bjarni Bragi, Hallvaröur Einvarösson fráfarandi rannsóknar- lögreglustjóri og Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, eru systkinasynir. — Annar aðstoðarbankastjóri Seðlabankans er Björn Tryggvason. Hann er bróðir Agnars Tryggvason- ar, framkvæmdastjóra hjá SÍS, og Þórhalls Tryggvasonar, bankastjóra Búnaðarbankans, en faðir þeirra var Tryggvi Þórhallsson, fv. forsæt- isráðherra. — Björn Hjartarson, útibússtjóri Út- vegsbankans, er sonur Hjartar Hjartarsonar, forstjóra Reyrplasts og stjórnarformanns í Fjárfestinga- félagi Islands og Almennum trygg- ingum. Hjörtur og Bjarni Benedikts- son fv. forsætisráðherra voru kvæntir systrum. Bróðir þessara systra var Anton B. Björnsson, faðir Markúsar Arnar útvarpsstjóra. Annar bróöir þeirra var Haraldur BJörnsson, framkvæmdastjóri S. Arnason og co., formaður stjórnar Sveins Egilssonar hf. Af fleiri tengdasonum — Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, er sonur Helga Bergs for- stjóra og bróðir Jóns H. Bergs, for- stjóra Sláturfélags Suðurlands. Jón H. Bergs er tengdasonur Magnúsar Scheving Thorsteinsson forstjóra og þá um leið mágur Davíðs Scheving Thorsteinsson, forstjóra og for- manns bankaráðs Iðnaðarbankans. — Tengdasonur Vilhjálms Þórs, fyrrum ráðherra og Seðlabanka- stjóra, er Hilmar Fenger, sonur Johns Fenger stórkaupmanns og Kristjönu Zoéga. Hilmar er fram- kvæmdastjóri Nathan og Olsen hf. og á sæti í stjórn Tollvörugeymsl- unnar og Verslunarráðsins áður fyrr. — Tengdasonur Svanbjörns Frí- mannssonar, seni einnig var Seðla- bankastjóri, er Ásgeir Thoroddsen, sonur Gunnars Thoroddsen. Afi og amma Gunnars Thorodd- sen voru Kristín Briem og Valgarö Claessen, en þeirra sonur var Eggert Claessen, bankastjóri og stjórnar- formaður Eimskips um árabil. Bróð- ir Kristínar var Ólafur Briem og tengdasonur hans var Björn Þóröar- son fv. forsætisráðherra, faðir Þórö- ar Björnssonar, sem nú víkur úr sæti ríkissaksóknara fyrir Hallvaröi Einvarössyni. Eiginkona Gunnars, - Vala, er dóttir Asgeirs Ásgeirssonar forseta. Bróðir Gunnars, Jónas Thoroddsen, var tengdasonur Magnúsar Guömundssonar ráð- herra. Systir Gunnars, Sigríöur Thoroddsen, átti Tómas Jónsson borgarlögmann, en sonur þeirra er Jón G. Tómasson, einnig borgarlög- maður. — Davíð Oddsson borgarstjóri er kvæntur Ástríði Thorarensen og um leið tengdasonur Þorsteins S. Thor- arensen borgarfógeta og Unu Peter- sen, sem var dóttir Hans Petersen kaupmanns. — Hallgrímur Sigurösson, forstjóri Samvinnutrygginga, er sonur Sig- uröar Kristinssonar, sem var for- stjóri SÍS og ráðherra. Hallgrímur og Hjördís B. Kvaran eru systkina- börn, en hún átti Finn Kristjánsson, kaupfélagsstjóra á Húsavík, og eru þau foreldrar Tryggva G. Finnsson- ar, forstjóra Fiskiðjusamlags Húsa- víkur. Þá eru systkinabörn Hjördís, Hallgrímur og Ólafur Kvaran rit- símastjóri, en hann átti Ingibjörgu Benediktsdóttur, systur Hallgríms Benediktssonar (H. Ben.), sem auð- vitað var faðir þeirra Geirs og Björns Hallgrímssona. Með þessari ef til vill langsóttu tengingu samvinnhreyfingar og einkaframtaks látum við þessari ferð um völundarhús ættartengsl- anna lokið að sinni. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra er tengdasonur Jónasar Rafnar, stjórnarfor- manns Seðlabankans, en Jónas hefur um árabil verið einn áhrifamesti fjármála- maður landsins. Halldór H. Jónsson hefur verið kallaður íslandsmeistarinn í stjórnarsetu, er meðal annars stjórnarformaður Eimskipafélags- ins og ÍSAL. Hann er tengdasonur Garð- ars Gíslasonar stórkaupmanns. Sonur Garðars, Bergur G. Gíslason, var lengi stjórnarformaður Flugfélags islands og í stjórn Flugleiða og situr auk þess í stjórn Árvakurs. Davíð Oddsson borgarstjóri er tengda- sonur Þorsteins Thorarensen borgarfó- geta og Unu Retersen, sem var dóttir Hans Petersen kaupmanns. Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. Faðir hans, Helgi Hallgríms- son, Sveinn Valfells eldri, forstjóri Steypustöðvarinnar, Baldvin Dungal, for- stjóri Pennans, og Soffía Haraldsdóttir, eiginkona Sveins M. Sveinssonar ( Völ- undi, eru systkinabörn. Bróðir Soffíu er svo Jónas Landsbankastjóri Haralz og systir Bergljót Haralz, mágkona Jónasar G. Rafnar, stjórnarformanns Seðlabank- ans. Geir Hallgrfmsson, fyrrverandi forsaatis- ráðherra og stjórnarformaður Árvakurs — útgáfufélags Morgunblaðsins — verð- ur nú Seðlabankastjóri. Bróðir Geirs, Björn Hallgrimsson, situr í stjórnum fjöl- margra fyrirtækja, en hann er tengdafaðir Gunnars Scheving Thorsteinsson, bróð- ur Davíðs Scheving Thorsteinsson iðn- rekanda. Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrek- andi er sonur Magnúsar Scheving Thor- steinsson forstjóra og Láru Hafstein, bróðurdóttur Hannesar ráðherra Haf- stein. Bróðir hans, Gunnar Scheving Thorsteinsson verkfraeðingur, er tengda- sonur Björns Hallgrímssonar, forstjóra H. Ben., bróður Geirs. Afabróðir Davíðs og Gunnars var Th. Thorsteinsson, einhver auðugasti og umsvifamesti kaupsýslu- maður landsins á sínum tíma, tengdason- ur og meðeigandi Geirs Zoéga. Sonur hans var Geir Thorsteinsson útgerðar- maður og tengdasonur Hannesar ráð- herra Hafstein. Bróðir Th. Thorsteinsson var síðan Rétur Jens Thorsteinsson, sem stofnaði Milljónafélagið með Thor Jen- sen. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri er sonur Sigurðar Nordal prófessors. Afi Jóhannesar var Jón Jensson háyfirdóm- ari og bróðir Jóns var Bjarni Jónsson, afi Bjarna Braga Jónssonar, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans. Bjarni Bragi er son- ur Jóns Hallvarðssonar og er hann, Hall- varður Einvarðsson, nýskipaður rlkissak- sóknari, og Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, systkina- börn. HELGARPOSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.