Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 7

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 7
HAFSKIPSMENN BEITTU HLUTHAFANAOG ÚTVEGSBANKANN STÓRFELLDUM BLEKKINGUM ÁRSSKÝRSLAN 1984 FÖLSUB . 80 MILLJÓN KRÓNA HLUTAFJÁRAUKNINGIN í FYRRA BYGGÐIST Á RÖNGUM UPPLÝSINGUM . RANNSÓKN RLR Á BÓKHALDSÞÆTTI HAFSKIPSMÁLSINS AÐ LJÚKA . BLEKKINGAR UPP Á HUNDRUÐ MILLJÓNA KRÓNA í ráðherraembætti og veita mönnum lausn. Sama vald hafa þingflokkar beggja stjórnar- flokkanna gagnvart sínum ráöherrum. í sam- tölum okkar Steingríms Hermannssonar um þetta mál hefur það komið fram að hvorugur okkar hefur talið efnislegar ástæður fyrir því að beita þessu valdi. Við sem höfum það vald að gera tillögur um það hverjir eru ráðherrar í ríkisstjórn á hverjum tíma, getum ekki fjall- að um þetta á annan veg en þann að annað hvort eru menn í ríkisstjórn eða ekki. Við get- um ekki verið með neinar yfirlýsingar um neitt þar á milli. Viö getum ekki verið að segja þeim, sem lúta þessu valdi, hvernig þeir ættu að haga sér.“ — Steingrímur segist sjálfur myndu segja af sér, vœri hann í þessari adstödu. Myndir þú gera þaö? ,,Eg er raunverulega búinn að svara þessari spurningu með því sem ég-hef áður sagt. — Forsœtisráöherra segir ennfremur aö hann telji sig ekki hafa lagalegan grundvöll til þess aö víkja iönaöarráöherra úr starfi. Hvernig skiluröu þá yfirlýsingu? ,,Þú verður að inna hann eftir því. Það hefur sem sagt verið samstaða okkar í milli um að efnisleg rök væru ekki á þessu stigi til þess að beita því valdi, sem hann hefur sem forsætis- ráðherra og þingflokkur sjálfstæðismanna hefur til þess að víkja manni úr ríkisstjórn- inni. Málið er núna til rannsóknar hjá rann- sóknarlögreglunni og þingflokkur sjálfstæðis- manna hefur lagt á það alla áherslu að þeirri rannsókn verði flýtt og hann vill sjá niður- stöður hennar til þess að leggja mat á þau atriði, sem verið hafa til umræðu í þessu sam- bandi." — Heföi ekki veriö eölilegra af forsætisráö- herra aö krefjast þess aö iönaöarráöherra viki úr ríkisstjórn í staö þess aö gefa þannig í skyn aöhann œtti aö segja af sér? Ég verð að trúa því að forsætisráðherra starfi af heilindum að þessu máli sem öðrum og í samtökum okkar í milli hefur ekki komið fram ósk af hans hálfu um að þingflokkurinn beiti því valdi sem hann hefur að þessu leyti. Ég get ekki lagt neina merkingu í þau orð, sem hann viðhafði að þessu leyti. Ég verð að treysta þeim samtölum, sem hafa farið okkar á milli, ella væri ég að gera honum upp ótrún- að í stjórnarsamstarfi." — Hann hefur sem sagt ekki látiö í Ijós þá skoöun aö hann óskaöi þess aö Albert viki úr ríkisstjórninni? „Hann hefur ekki óskað eftir því við þing- flokk sjálfstæðismanna eða mig, að við beitt- um þessu valdi." — Á þingflokksfundi sjáifstœöismanna á mánudaginn var, rœdduö þiö málefni iönaö- arráöherra og ákváöuö aö bíöa niöurstööu rannsóknarinnar. Ummœli forsœtisráöherra nú — gefa þau ekki til kynna aö áviröingar Alberts Guömundssonar séu slíkar aö rétt sé aö hann víki strax? „Það hafa engar nýjar upplýsingar komið fram frá því að sá fundur var haldinn, svo mér sé kunnugt. Það gefur þannig ekki tilefni til annarra ákvarðana en þar voru teknar." — Yfirlýsingar Steingríms. . . endurspegla þœr ágreining flokkanna um veru Alberts Guömundssonar í ríkistjórn? „Eins og ég segi. . . Ég vil ekki leggja merk- ingu í þessi orð. Ég verð að trúa því að þau samtöl, sem við höfum átt um þetta atriði og fleiri, hafi farið fram af fullum heilindum og ég vil byggja á þeim." — Hvaö gengur Steingrími til meö þessu? Er hann aö reyna aö hvítþvo Framsóknarflokk- inn af Hafskipsmálinu? „Ég sé ekki að hann þurfi að vera með neina sérstaka tilburði til þess að hvítþvo Framsóknarflokkinn eða ríkisstjórnina. Haf- skipsmálið er báðum stjórnarflokkunum óviðkomandi að öðru leyti en því að það hef- ur komiö fram í Skiptarétti að einn af ráðherr- um ríkisstjórnarinnar, sem var stjórnarfor- maður Hafskips, tengist því í einstsökum atriðum. Þessi atriði eru núna til rannsóknar og a.m.k. að því er Sjálfstæðisflokkinn varðar, leggjum við allt kapp á það að öll þau atriði verði upplýst og það sem fyrst og þeir verði dregnir til ábyrgðar, sem ábyrgð bera. Og aðr- ir hreinsaðir af áburði, sem á þá hefur fallið." — Koma þessi ummœli til meö aö auka spennuna á milli stjórnarflokkanna? „Ég á ekki von á því. Ég legg ekki neina merkingu í þessi ummæli, eins og ég sagði áður. Ég trúi því að þau samtöl, sem farið hafa fram okkar í milli, byggist á heilindum og sé þess vegna ekki ástæðu til þess að leggja merkingu í þessi ummæli." — Telur þú aö Albert Guömundsson njóti trausts innan Sjálfstœöisflokksins, sem ráö- herra? „Hann var kjörinn ráðherra af þingflokki sjáifstæðismanna. Þingflokkurinn hefur ekki breytt þeirri ákvörðun." — Nú hefur staöa Alberts Guömundssonar veriö rœdd af ráöamönnum flokksins og þaö hafa komiö fram raddir um aö hann eigi aö víkja. Vex þeirri skoöun fylgi í œöstu rööum flokksins? „Þingflokkurinn fjallaði um þessi einstöku atriði á síðasta fundi sínum og hann var sam- mála í þeirri afstöðu, sem þar var tekin." — Hefur þetta mál skaöaö ímynd Sjálfstœö- isflokksins? „Nei. Þetta hefur ekki skaðað ímynd Sjálf- stæðisflokksins. Ég trúi því hins vegar ekki að það hafi neinn maður haft ánægju af þeirri umræðu, sem farið hefur fram um þetta efni, né af þessu máli í heild. Ég held að það á sinn hátt sé ákaflega erfitt fyrir litla þjóð eins og við íslendingar erum, en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekkert að fela í þessu máli, nema síður sé, og leggur áherslu á að allir þættir þess séu upplýstir og hefur lagt sitt af mörkum til þess að rannsókn málsins yrði hraðað og hún gæti farið fram með sem öruggustum hætti. Það skiptir meginmáli." — Hefur þetta mál valdiö óeiningu innan flokksins? „Nei." — Hvenœr þarf ráöherra aö segja afsér, aö þínu mati? „Það geta legið ýmsar ástæður fyrir því að ráðherra þurfi að segja af sér. Ég ætla ekki að fara með neina uppskrift af því hér og nú. Það hlýtur að fara eftir eðli málsins hverju sinni." — Er siöferöisbrestur aö þínu mati nœgjan- leg ástœöa til afsagnar ráöherra? „Mál geta verið þannig vaxin, já, aö þaö sé.“ — Telur þú aö Albert Guömundsson hafi sýnt siöferöisbrest í þessu máli? „Þessi atriði, sem hann snerta, eru nú til rannsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þá ákvörðun aö hann vill sjá niðurstöðu þeirr- ar rannsóknar áður en hann leggur dóm á þau atriði og mat á það hvers eðlis þau eru." Undanfarnar vikur hafa augu manna einkum beinztað einstökum þáttum Hafskipsmálsins, sem varða tengsl stjórnmálamanna við fyrir- tœkið og hugsanleg saknæm brot í því sambandi, og a.m.k. siðferðileg brot. Hins vegar hefur pólitíski vink- illinn á málinu, sem að sjálfsögðu er háalvarlegur og á vœntanlega eftir aö draga dilk á eftir sér, beint aug- um manna frá hinum stærri sakar- efnum málsins, sem beinast að for- svarsmönnum Hafskips, viðskipt- um þeirra fyrir hönd fyrirtœkisins við Útvegsbankann og hugsanleg- um svikum og blekkingum, sem Ut- vegsbankinn var beittur. Inn í það mál kunna svo að flétt- ast enn alvarlegri pólitísk tíðindi en ná hafa séð dagsins Ijós. Við rannsókn málsins hefur það orðið deginum Ijósara, að forráöa- menn Hafskips hafi lagt fyrir banka- stjórn Útvegsbankans rangar upp- lýsingar í skýrslum um hag fyrirtœk- isins og horfur í rekstrinum, að hon- um óbreyttum og með breytingum. Sömuleiðis er fullvíst talið að 80 milljón króna hlutafjáraukningin hafi verið byggð á blekkingum og fölskum upplýsingum, sem lagðar voru fyrir þá sem lögðu fyrirtœkinu til fé. Allt í allt er hér verið að tala um blekkingar, sem kostuðu Útvegs- bankann og þátttakendurna í hluta- fjáraukningunni hundruð milljóna króna samtals. Stóra spurningin núna er hvort þátttakendur í þessu svindli hafi að einhverju leyti verið stjórnarmenn Hafskips eða hluti þeirra. Jafnframt spyrja menn sig að því hvort Haf- skipsmenn hafi haft vitorðsmann eða -menn innan Útvegsbankans. Bókhaldsfals og blekkingar Viðamesti þáttur rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins í Haf- skipsmálinu varðar spurninguna um það hvort forráðamenn fyrir- tækisins hafi lagt fram röng eða föls- uð gögn um stöðu Hafskips. Niður- staðan af rannsókn lögreglu með aðstoð endurskoðenda og bók- haldsfróðra manna er sú, að allar líkur bendi til þess að staðhæfingar Helgarpóstsins um bókhaldsfals og blekkingar eigi við rök að styðjast. Þannig hefur Helgarpósturinn tryggar heimildir fyrir því að árs- skýrsla Hafskips fyrir árið 1984, sem kynnt var á aðalfundi fyrirtæk- isins daginn eftir að HP leiddi líkur að því að fyrirtækið væri að sökkva, sé í mikilvægum atriðum röng og niðurstaða rannsóknarinnar sé HAFSKIPHF. Þetta er ársskýrsla Hafskips 1984, sem lögð var fram á aðalfundinum fræga í fyrrasumar. HP hélt þvífram að hún gæfi ranga mynd af stöðu Hafskips og skulda- stöðu gagnvart Útvegsbankanum. Nú hefur rannsókn RLR leitt hið sama í Ijós. hreinlega sú, að ársskýrslan sé föls- uð. Daginn áður hafði Helgarpóstur- inn sagt að taprekstur fyrirtækisins árið 1984 næmi um 200 milijónum króna, en í ársskýrslu ætti að kynna tap upp á 60—80 milljónir króna. Þegar ársskýrslan var svo lögð fram sýndi hún tap upp á 95 milljónir króna. Á aðalfundinum virðist mönnum hafa létt allverulega við þau tíðindi að tapið væri „bara“ 95 milljónir en ekki um 200 milljónir, eins og HP hélt fram, því fundarstjórinn, Albert Guðmundsson, þáverandi fjármála- ráðherra, bað menn að rísa úr sæt- um og hylla stjórnendur fyrirtækis- ins. Þá flutti Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hluthafi í Hafskipi, fræga ræðu, þar sem hann reyndi að þjappa fundarmönnum saman um stjórn- endur Hafskips og um leið gegn blaði sem lifði á gróusögum. En nú hafa rannsóknarmenn komizt að þeirri niðurstöðu að Helgarpósturinn hafi haft rétt fyrir sér, en forráðamenn Hafskips farið með rangt mál í ræðum á fundinum og ársskýrslu sem Helgi Magnús- son, löggiltur endurskoðandi Haf- skips, hafði undirritað. Rannsókn einskorðuð við órsskýrslu 1984 Við rannsókn á þessum þætti A.. KROSSGOTUM Skýrsla stjórnar Hafskips. Flutt hluthöfum 9.2.1985 HAFSKIP HF. Á krossgötum nefndist skýrsla, sem Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, flutti á hinum örlagaríka hlut- hafafundi 9. febrúar í fyrra, þegar ákvörð- un var tekin um hlutafjáraukningu sem næmi 80 milljónum króna. Helgarpóstur- inn hefur lýst forsendur hlutafjáraukning- arinnar blekkingu og sú mun vera niður- staða RLR. málsins var rannsóknin einskorðuð við ársskýrsluna 1984 af hag- kvæmnisástæðum, því á bak við rannsókn á ársskýrslu sem þessari liggur vinna fjölda manna í 2—3 mánuði. Þá mun það ekki skipta máli hvort ársskýrslur áranna á und- an, þ.e. 1983, 1982, 1981 o.s.frv. hafi einnig verið falsaðar með hliðsjón af refsihlið málsins. Refsing vegna fölsunar einnar ársskýrslu er svo Sérstakri rannsókn á þœtti Guðmundar J. Guðmundssonar alþingismanns í Hafskipsmálinu mun vera lokið hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og munu starfsmenn stofnunarinnar nú vinna að því að setja niðurstöðurnar í sérstakan pakka handa embœtti ríkissaksókn- ara. Eftir því sem Helgarpósturinn kemst næst breytti rannsóknin engu um fyrri staðhæfingar í málinu. Við yfirheyrslur mun Guðmundur J. Guðmundsson hafa borið, eins og hann hefur gert opinberlegá, að honum hafi ekki verið kunnugt um, að þær 100 þúsund krónur, sem hann fékk hjá Albert Guðmunds- þung, að hún myndi ekki þyngjast þótt í ljós kæmu fleiri ársskýrslur væru rangar. Þau atriði, sem einkum munu vera vafasöm, eru mat á eignum, verðbreytingarfærslur og reiknings- skilavenjur, sem voru breytilegar eftir árum. Þá munu RLR og endurskoðendur hafa komizt að svipaðri niðurstöðu um það hvernig staðið var að hluta- fjáraukningunni í febrúar 1985, þegar hlutafé var aukið úr u.þ.b. 16 milljónum í 96 milljónir króna eða um 80 milljónir. Talið er sannað, að væntanlegir þátttakendur í hluta- fjáraukningunni hafi verið blekktir með röngum upplýsingum. Raunar er Helgarpóstinum kunnugt um að Björgólfur Guðmundsson, þv. for- stjóri, hafi sýnt mönnum tölvuút- skrift um stöðu fyrirtækisins og gott gengi Norður-Atlantshafssigling- anna (Trans-Atlantic), sem í raun var bullandi tap á. Starfsmenn Hafskips hafa stað- hæft í okkar eyru, að forráðamenn- irnir hafi matað tölvuna á röngum upplýsingum til þess að fá út fallega mynd af stöðu fyrirtækisins. Þessar blekkingar voru liður í þeim blekkingum, sem Hafskips- menn beittu bankastjórn Útvegs- bankans, en að auki lögðu forráða- menn Hafskips áætlanir og skýrslur fyrir bankastjórnina, sem nú er komið í ljós að standast ekki. Þessum iið rannsóknar RLR er senn lokið og stutt i það að þessi hluti Hafskipsmálsins verði sendur til ríkissaksóknara. syni, hafi verið ættaðar frá skipafé- lögunum og sú ávísun sem Albert framseldi hafi verið af leynireikn- ingi Páls Braga Kristjónssonar. Albert Guðmundsson mun hafa sagt að hann hafi falið Björgólfi Guðmundssyni að safna sjúkra- styrknum handa Guðmundi og hann hafi vitað að peningarnir komu frá Hafskipi og Eimskipi. Þá liggur fyrir í málinu framburð- ur Björgólfs, Ragnars Kjartanssonar og Páls Braga Kristjónssonar, sem öllum var kunnugt um sjúkrastyrk- inn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Þóri Oddsson, sett- an rannsóknarlögreglustjóra, áður en HP fór í prentun á miðvikudag. leftir Halldór Halldórsson RANNSÓKNINNI Á GUÐMUNDI J. ER LOKIÐ HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.