Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 9

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 9
FRÉTTASKÝRING eftir Helga Má Arthursson Á JAKAHLAUPIÍ HAFSKIPSMÁUNU Alvarlegar aðdróttanir Morgunblaðsins — útvarpsráð dansar með — samtryggt vald svarar fyrir sig Hafskipsmálið ógnar samtrygg- ingu valdsins í landinu. Þess vegna leggja stofnanir þess allt í sölurnar nú til að setja umræður um málið út af sporinu, reyna að hindra að almenningi berist fréttir af fram- vindu málsins. Fjölmiðlar, sem skilgreina sig í virðulegri kantin- um, forystumenn flokka og í verkalýðshreyfingu, skjóta sér undan að taka afstöðu og gera sitt til að „normalísera" það ástand sem ríkir. Undir sléttu og felldu yfirborð- inu er annað samfélag, sem lýtur öðrum lögmálum en það sem við höfum fyrir augunum. Þar gilda önnur lög — aðrar reglur — sem ekki er hægt að fletta upp í, eða dæma eftir. Hinum óopinbera hluta valdakerfisins er ekki skipt í flokka. Þar ráða ekki hugsjónir. Neðanjarðar hanga menn saman á hagsmunum. Og undur og stór- merki þurfa að gerast undir yfir- borðinu, áður en jakinn rís úr djúpinu og verður sýnilegur. Það er að gerast nú. Rannsókn á frétt Guðmundur J. Guðmundsson vildi láta kanna hvaðan frétt um hundraðþúsundkall var komin. Því var hafnað. Með þessari ósk sinni reyndi hann að firra sig ábyrgð og varpa henni af herðum þeirra, sem ættu að bera hana, yfir á fjölmiðla. Og menn reyndu að gera fréttaflutning af Hafskipsmál- inu tortryggilegan. í leiðara var þeim sem skrifa fréttir bent á, að sérstakt siðferðisþrek þyrfti til að skrifa um Hafskipshneyksli. Leið- arinn var í Morgunblaðinu. Gekk blaðið jafnvel svo langt, í sunnu- dagsleiðara sínum, að gefa í skyn — með tilvísun til máls danska blaðamannsins Jan Michaelsens á Ekstra blaðinu — að blaða- og fréttamenn, sem um Hafskipsmál- ið skrifa, hefðu ekki hreint mjöl í pokahorninu. Þetta er alvarleg að- dróttun — ótrúlega alvarleg. Hún sýnir hins vegar hve langt valda- stofnanir eru tilbúnar að ganga í máli þessu. Tvær þeirra — Morgunblaðið og útvarpsráð — gefa tóninn. Þær hafa gengið fram fyrir skjöldu i þeim leik að gera blaðamenn tor- tryggilega. Er ótrúlegt að verða vitni að því að blaðamenn skuli láta slíkt yfir sig ganga án þess að svara fyrir sig af fullri hörku. Fordæming útvarpsráðs á frétta- flutningi af Hafskipsmálinu — litl- um anga þess — var ekki rökstudd með dæmum. Það er einfaldara. Þeir sem gagnrýna þurfa þá ekki að standa fyrir máli sínu, eða hafa skoðun, væru þeir spurðir. Þess vegna álykta menn „almennt" og eru sammála. Menn úr öllum flokkum. Forsvarsmenn nefndra stofnana vita, að blaðamenn búa í fæstum tilvikum til fréttir og að ekkert hef- ur komið fram í fjölmiðlum um þetta mál, sem ekki hefur fengist staðfest með einum eða öðrum hætti. Grandamál og Hafskipsmál eru ekki upp fundin af fjölmiðlum. Þau eru staðreyndir. Upplýsingar um það hvað er að gerast í þröng- um hópum svokallaðra athafna- manna. Glæpur fréttamanna felst í því að skýra frá framvindu mála í viðskiptaheiminum. Staðreyndir Morgunblaðs í ruglingslegum leiðara Morgun- blaðsins sl. sunnudag er sagt að blaðið geti ekki tekið afstöðu til lít- ils anga Hafskipsmálsins fyrr en „áþreifanlegar staðreyndir liggja á borðinu". Þessu heldur blaðið fram, enda þótt Albert Guðmunds- son, Guðmundur J. Guðmundsson og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, hafi allir lýst opinber- lega staðreyndum í máli Guð- mundar J. Guðmundssonar. Sú af- staða, sem Morgunblaðið tekur en viðurkennir ekki, verður ekki skýrð með skorti á staðreyndum. Siðferðisþrek og ábyrgð er Morg- unblaðinu svo ofarlega í huga, og leiðarahöfundi svo mikið niðri fyr- Utoelandl Arvakur, Raykjavik Framkv»mdast|órl Haraldur Svainaaon. Rltatjórar Matlhlaa Johartnaaaan, StyrmlrQunnaraaon. Aöatoðarrltatjórl BJÖrn BJamaaon. Fulltrúar rltatjóra Þorbjörn Quömundaaon, BJÖrn Jóhannaaon, Arnl Jörgenaen. Fréttaatjórar Frayatelnn Jóhannsaon. Magnúa Flnnaaon, Stfltryogur Slgtryggaaon, Agústlngl Jónaaon. Auglýalngaatjórl Baldvln Jónaaon. Rltatjóm og akrltatofur: Aöalatraatl 6, sfml 691100. Auglýslngar: Aöalstratl 6, aiml 22480. Algrelösla: Krlnglan 1, eiml 83033. Aakrtnargjald 450 kr. á mártuöl Innanlanda. I lausasöhi 40 kr. aintaklö. Fjölmiðlar og siðferðisþrek Hið svonefnda Geirfinnamál er Areiöanlega minniastaett nörgum, ekki aiit þeim. aem þá itorfuðu við Q&lmiöla. I upphafi inerist þaö um þann sorgiega ttburð, aö maður hvarf og hefur ikki til hana apurzt aiðan. En imátt og amátt varö málið vlð- aekara og avo var komið að lok- ím, að það teygði anga alna langt nn I raðir atjómmálanna og olli nargvfalegum uppákomum á >eim vettvangi. Mánuðum aaman ogaði landið I sögusðgnum, aem nargar hveijar birtuat á prenti l •instaka fjölmiðlum. Nokkrír nenn aátu ( gæzluvarðhaldi I nokkra mánuði en niðurataða iómstðla var sú, að þeir hefðu letið þar taklautir og þeir fengu ~IVI>. MkM... PIAknm. tlðkaat hefur við meðferð gja þrotamála hér áður. Þáttur Gi mundar J. Guðmundssonar er sératakrar rannsóknar og Alb> Guðmundason hefur óakað ei þvf, að hraðað verði rannsðkn sinum þaetti málsins. Það má ] ganga út frá þvf, sem vfau, að þvf komi fyrr en aiðar að ati reyndir málsins liggi fyrir. Þá þá fýrst er tfmsbert að mi það, sem hér hefur gerat og h þeirra einstaklinga, aem koma - sögu. Þá og þá fýret geta me lagt dóm á aiðferðisþrek þeii atjðmmálamanna og Qölmið aem afatöðu hljóta að taka niðuratöðu rannaðkna réttra aði Fjölmiðlamir hafa mikil áhri andrúmið I aamfélagi okkar. Þ ir, þegar hann skrifar leiðarann, að hann fer rangt með staðreynd- ir. „Albert Guðmundsson hefur óskað eftir því, að hraðað verði rannsókn á sínum þætti málsins," segir í Morgunblaðinu. Þetta er rangt. Albert Guðmundsson iðn- aðarráðherra hefur ekki farið fram á að rannsókn verði hraðað á hans þætti Hafskipsmálsins. Leiðari Morgunblaðsins og for- dæming útvarpsráðs koma fram til að reyna að takmarka upplýs- ingastreymi af Hafskipsmálinu. Það er rétt hjá Morgunblaðinu að „krafa aimennings um uppiýsing- ar er mikil". Almenningur vill fylgjast með því sem er að gerast og hann á að fá þessar upplýsing- ar, öðru vísi geta menn ekki tekið afstöðu. í opnu samfélagi er það alvar- legur hlutur að reyna að takmarka upplýsingastreymi til almennings á þann hátt sem útvarpsráð og Morgunblaðið gera. Það er næsta stig á undan því að menn krefjist ritskoðunar. Og slíkar tilraunir hafa áhrif. Dæmi um þetta er að það leið tæp vika áður en fréttir bárust af því í sjónvarpi, að iðnað- arráðherra hefði verið kallaður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins. Annað dæmi: Þor- steinn Pálsson var í ríkisfjölmiðl- um ítrekað spurður um framtíð iðnaðarráðherra í ríkisstjórn og um niðurstöður þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins um málið. Hann var ekki spurdur um, hvert væri álit hans á frétt HP um fjár- streymi til Sjálfstæðisflokksins af leynireikningum Hafskips, enda þótt yfirlýsing framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins — í Morgun- blaðinu — gæfi meira en tilefni til slíkrar spurningar. Óopinber ritskoðun Afstaða Morgunblaðsins í mál- inu er lýsandi fyrir það áfall sem hið óopinbera valdakerfi hefur orðið fyrir með gjaldþroti Haf- skips. Og auðvitað óttast Morgun- blaðið pólitískar afleiðingar máls- ins. Ekki aðeins flokkspólitískar afleiðingar, heldur þær afleiðing- ar, sem samtryggðar valdastofn- anir gætu þurft að horfast í augu við, auk þess mikla álitshnekkis sem Hafskipsmálið er fyrir við- skiptalíf og fyrirtæki í landinu. Þess vegna talar blaðið um ábyrgð stjórnenda fjölmiðla og leggur til — í hálfkveðnum vísum — að þess- ir stjórnendur taki upp óopinbera ritskoðun í málinu. Fari sér hægt að minnsta kosti. HP — Heigarpósturinn — biaðið sem á frumkvæði í Hafskipsmál- inu, veltir því fyrir sér í leiðara fyr- ir viku, hvort Morgunblaðið sé fréttablað, eða ekki. Nær væri að velta því fyrir sér í kjölfar sunnu- dagsleiðara Morgunblaðsins, hvort stjórnendur þess líta á blað- ið sem kirkju og sjálfa sig sem páfa — umboðsmenn sannleika og sið- ferðis í landinu. í fréttaskýringu sinni í HP í sl. viku bendir Óskar Guðmundsson blaðamaður á það, að almenning- ur geti aðeins reitt sig á suma fjöl- miðla varðandi umfjöllun um hinn pólitíska þátt Hafskipsmálsins. „Hið opinbera kerfi stjórnmála- flokkanna hefur vísað þessum þætti, hinni pólitísku spillingu, frá sér. Það reynir því á þrek fjöl- miðla,“ segir Óskar Guðmunds- son. Og þetta er rétt niðurstaða. Um það virðist almennt sam- komulag handhafa hins opinbera valdakerfis að draga úr upplýs- ingastreymi af Hafskipsmálinu og beita fyrir sig því samtryggða valdi, sem hengir menn saman neðanjarðar. Ályktun útvarpsráðs bendir í þessa átt. Afstaða Morg- unblaðsins og hinna flokksblað- anna gefur til kynna að stjórn- málafiokkum sé mikið í mun að ekki verði skyggnst í allt of mörg skúmaskot Hafskipsmálsins. Þau mál gætu verið fleiri. Eða eru stjórnmálaflokkar ekki reknir að meira og minna leyti fyrir fjár- stuðning frá fyrirtækjum í landinu — stórum og smáum? Uppgjör Hafskipsmálsins snýst ekki aðeins um stórfyrirtæki, rík- isbanka, milljarða og opinbert stjórnkerfi. Það snýst fyrst og síð- ast um það, hvort hið óopinbera valdakerfi verður afhjúpað eða ekki. Þess vegna verður almenn- ingur að treysta á fjölmiðla. Upp- ljóstranir HP breyta vonandi landslaginu í fjölmiðlaheiminum og verða til þess að fréttamenn láti ekki „útvarpsráðin" stöðva sig. Þeir hafa skyldum að gegna við lesendur og áhorfendur — ekki við sovétin. ARKET Sænska gæðaparketið w HREINNA LOFT Það er ekki bara hreinna loft og auðveldari þrif sem fylgja þvf að velja TARKETT PARKETT á gólfin. TARKETT PARKETT er heimsfrægt fyrir stöðugleika. TARKETT PARKETT hefur sérstaklega sterka lakkhúð. TARKETT PARKETT er auðvelt I uppsetningu. Þeim fjölgar sifellt sem velja TARKETT PARKETT á gólfin, þvf þeir vita að þau verða fallegri og fallegri með hverju ári sem líður. HARÐVIÐARVAL KRÖKHÁISI 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 671010 stærstu sérverslun landsins með sport- veiðivörur. Valin merki — Vönduð vara — Kynningarverð Allt í veiðiferðina Verslunin eióiv Langholtsvegi 111 104 Reykjavík > 6870'90 fyrir stóra sem smáa. Gott verð, betri búð. Eitthvað fyrir alla, konur sem karla. Veiðivon vonin sem ekki bregst. r. I HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.