Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 10

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónlna Leósdóttirog G. Pétur Matthíasson. Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. Albert og Guðmunur segi af sér Morgunblaðið sagði I forystu- grein sl. sunnudag að blöð þyrftu siðferðisþrek þegar þau staeðu frammi fyrir því að ákveða hvort birta ætti, eða ekki, fréttir af Haf- skipsmáli og rannsókn þess. Leið- arahöfundur Morgunblaðsins átti við að þeir Morgunblaðsmenn hefðu þurft að reyna á siðferðis- þrekið, þegar þeir ákváðu að fjalla um Hafskipsmálið, eins og ríkis- fréttastofnun án frumkvæðis. Skeytið átti hins vegar að líta svo út sem þvl væri beint m.a. að okkur á Helgarpóstinum, einkum vegna fréttaflutnings okkar af þessu ein- stæða máli I sögu lýðveldisins. Helgarpósturinn hefur gengið fram fyrir skjöldu I vandasömu frétta- verkefni og ekki látið ytri þrýsting ráða ferðinni, heldur verið I farar- broddi og skýrt skorinort frá fram- gangi málsins og rannsóknar þess. Raunar er okkur til efs að Haf- skipsmálið hefði yfirleitt orðið því- llkt vanda- og vandræðamál fyrir stjórnmálaflokkana gömlu og þá stjórnmálaleiðtoga sem blandast I málið, ef Helgarpósturinn hefði ekki haldið sínu striki I eitt ár, þrátt fyrir endalausar opinberar úrtölur. Alvarlegasta ásökun Helgar- póstsins var sú, að forráðamenn Hafskips hefðu beitt blekkingum I bókhaldi og áætlanagerð gagnvart hluthöfum og Útvegsbankanum. Þessi ásökun var á rökum reist og rannsókn hefur staðfest það. Öll önnur atriði, sem við höfum nefnt, hafa verið staðfest og því til viðbótar hefur margt annað komið á daginn við rannsókn. Helgarpósturinn hefur einnig haft frumkvæði að því að birta fyrstur fjölmiðla þær staðreyndir, og er þó enn margt ósagt. í desember birtum við skoðana- könnun, þar sem fólk var spurt hvort Albert Guðmundsson ætti að gegna ráðherraembætti á meðan Hafskipsmálið væri rannsakað. Þjóðin sagði: „Áfram, Albert". Nú, þegar Helgarpósturinn hefur birt staðreyndir málsins og frekari upp- lýsíngar, kemur í Ijós að Islendíngar líta málið öðrum augum. Albert á að fara frá, segir sama þjóð. Helgarpósturinn hefur verið þessarar skoðunar lengi og telur að Albert sé ekki stætt á öðru en að segja af sér fyrir fullt og allt. Helgar- pósturinn er einnig þeirrar skoð- unar, að formönnunum Steingrími forsætisráðherra og Þorsteini fjár- málaráðherra sé heldur ekki stætt á þv( að draga lappirnar öllu lengur. Þeim ber siðferðileg skylda til þess að ganga hreint til verks I þessu máli, ef Albert Guðmundsson sér ekki sjálfur hver skylda hans er. Við erum jafnframt þeirrar skoð- unar að Guðmundur J. Guðmunds- son alþingismaður eigi að segja skilið við löggjafarstörf. Hvort sem hann vissi eða vissi ekki, skiptir ekki máli. Hér eftir verður ekki borið sama traust til Guðmundar og áður — því miður. 10 HELGARPÓSTURINN HP RÝFUR 30 ÞÚSUND EINTAKA MÚRINN — þátttaka í upplagseftirliti út í hött á meðan auglýsingastofurnar hunsa það Á síðasta ári ákvað Helgarpóstur- inn að taka í tilraunaskyni þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs, þrátt fyrir óánægju ýmissa útgefenda með það hvernig stofnunin stæði að þessu eftirliti. S.l. tvö ár hefur Helg- arpósturinn verið í örum vexti, blaðið stækkað og upplagið rúm- lega þrefaldast. Fyrir einum mánuði sprengdi blaðið 30 þúsund eintaka múrinn og nú er það prentað reglulega í 25—30 þúsundum ein- taka í viku hverri. Ákvörðunin um þátttöku í upp- lagseftirliti byggðist m.a. á þeirri einföldu röksemd meðal okkar, sem gefum blaðið út, að enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um upplag og dreifingu blaðsins, einkum aug- lýsingastofurnar, sem fram að þeim tíma höfðu hunsað blaðið og ekki gert ráð fyrir auglýsingum í blaðið í áætlunum sínum til auglýsenda, þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu þess. Nú hefur Helgarpósturinn dregið sig út úr upplagseftirlitinu, og liggja margar ástæður þeirri ákvörðun til grundvallar. Aðalástæðan er sú, að upphafleg von okkar um aukna viðskiptavild gagnvart blaðinu af hálfu auglýs- ingastofanna hefur gjörsamlega brugðist, og raunar fáum við hlut- fallslega minna af auglýsingum frá auglýsingastofunum en áður, þrátt fyrir þreföldun upplagsins! Viðkvæðið hjá auglýsingastofun- um áður en Helgarpósturinn hóf þátttöku í upplagseftirliti var ávallt það að magn auglýsinga myndi auk- ast af sjálfu sér eftir að blaðið væri komið undir upplagseftirlit sem sýndi svart á hvítu útbreiðslu blaðs- ins. Þetta hefur því miður ekki orðið raunin. Þá má nefna, að Verslunarráðið er ákaflega lengi að vinna úr þeim upplýsingum, sem það óskar eftir og loks þegar upplagstölur eru birt- ar eru þær orðnar úreltar. Blað í ör- um vexti, eins og Helgarpósturinn hefur meira ógagn en gagn af því, að Verslunarráðið birti árs gamlar upplýsingar um upplag og sölu. Ástæðan er einföld. Fyrir hálfu ári var upplag HP rösklega 15 þúsund eintök, en nú er upplagið aldrei minna en 25 þúsund eintök og oftar nær 30 þúsundum. Þess er þó að geta að Helgarpóst- urinn er að stærstum hluta blað sem selst í lausasölu en ekki áskrift. Ólíkt til dæmis Morgunblaðinu, og því getur salan verið nokkuð breytileg milli vikna — ef til vill sem nemur 2—3 þúsund eintökum. Þó er víst að salan er aldrei undir 20 þúsund ein- tökum. Helgarpósturinn vill fyrir alla muni að viðskiptamenn blaðsins fái sem allra gleggstar og nýjast- ar upplýsingar um upplag og dreifingu blaðsins og tekur und- ir nauðsyn þess að það verði föst og ófrávíkjanleg regla að slíkar upplýsingar verði áreiðanlegar og aðgengilegar þeim sem skipta við blaðið. Helgarpóstur- inn hvetur til og skorar á blaða- útgefendur að koma á óskeik- ulu, hraðvirku og hlutlausu kerfi til þess að koma vitrænni skipan á þessi mál. Samkvæmt reikningi Verslunar- ráðsins er kostnaður þessa blaðs við upplagseftirlitið hátt í 70 þúsund krónur á ári. Eins og að ofan greinir er ávinningur HP enginn af þessum fjárútlátum og er kostnaður og vinna í engu samræmi við þau. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt, en við munum vinna að þessu máli á eigin vettvangi og meðal út- gefenda og reyna til þrautar að koma þeim skikk á þessi mál að blaðið geti við unað t.d. með því að fá auglýsingastofurnar til þess að fara eftir upplagi blaðsins en ekki einhverjum öðrum sjónarmiðum, sem við kunnum ekki skil á. Á meðan fara 70 þúsund krónurn- ar, sem Verslunarráðið tæki, í það að bæta Helgarpóstinn og auka enn útbreiðsluna. Hvað sem öllu upplagseftirliti líð- ur er Helgarpósturinn engu að síður þriðja stærsta blað landsins á eftir Morgunblaðinu og svo DV, sem við nálgumst óðfluga í dreifingu. Halldór Halldórsson ritstjóri Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri Steinþór Ólafsson auglýsingastjóri. A siðustu tímum sem, eins og hingað til, eru taldir þeir verstu, er flest boðið falt. Nú er svo komið að á Vestfjörðum býðst hverjum sem hafa vill að kaupa sér kaupfélag og eru ekki færri en þrjár kaupfélags- verslanir til sölu í þessum lands- fjórðungi. Öll þessi útibú eru frá Kaupfélagi Vestur-Barðstrendinga. Verslanirnar eru á Bíldudal, í Tálknafirði og Krossholti á Barðaströnd (ekki langt frá Brjáns- læk). HP hefur fregnað að á Tálkna- firði sé talsverður áhugi á kaupum en minni á hinum stöðunum. Hér eru á ferðinni lítt arðbærar sveita- verslanir. Á Barðaströnd eru um 100 íbúar og 50 km akstur til Patreks- fjarðar. Á Bíldudai eru um 370 manns og önnur verslun starfandi í bænum. En hér er semsagt komið tækifæri fyrir unnendur einkafram- taks til að draga úr völdum og áhrif- um. SÍS Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! Staðfesting Kjartans Gunnarssonar 1 Morgunblaðinu á föstudag, 27. júní, birtist yfirlýsing frá Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann staðfestir frétt Helgarpóstsins frá deginum áður þess efnis, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fengið tæp- lega hundrað þúsund krónur af leynireikningi Hafskips. HP þykir hlýða að birta þessa yfirlýsingu framkvæmdastjórans: ,,í tilefni af skrifum vikublaðsins Helgarpóstsins í dag um fjárframlög frá Hafskip hf. til Sjálfstæðisflokks- ins vili undirritaður greina frá eftir- farandi: Hinn 24. október og 18. nóvem- ber 1983 tók Sjálfstæðisflokkurinn við fjárstyrk frá Hafskip hf. samtals að fjárhæð kr. 98.841. Féð var greitt með tveim ávísunum, sem framseld- ar voru Útvegsbankanum af starfs- manni flokksins. Á þessum tíma var saínað fé hjá mörgum aðilum vegna meiriháttar viðgerða og endurbóta, sem gerðar voru á fasteign flokks- ins, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Þessari greindu fjárhæð var varið til þess að greiða tiltekinn hluta af kostnaði vegna þessara viðgerða. Það er rétt hjá Helgarpóstinum, að framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins var og er ókunnugt um annað en að þessar greiðslur hafi verið inntar af hendi með jafn eðli- legum og löglegum hætti hjá Haf- skip hf. að þessu sinni og styrkir og framlög til stjórnmálaflokka og ann- arra félagasamtaka hér á landi eru og voru innt af hendi af umræddu fyrirtæki og fjölmörgum öðrum að- ilum. Undirritaður gaf skýrslu um þetta mál hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins 11. júní sl. að hennar ósk og greindi þar eins nákvæmlega og honum var og er unnt frá öllum málavöxtum. Kjartan Gunnarsson framkvœmdastjóri Sjálfstœdisflokksins i síðasta Helgarpósti greindum við frá því að höggmynd Magnúsar Tómassonar, Þotuegg, sem reist verður utan við nýju flugstöðina í Keflavík, væri ekki allsendis ósvip- uð skopmynd sem birtist ( bókinni „It's our world too", sem World Wildlife Fund gaf út fyrir nokkrum árum. í báðum tilfellunum er myndefnið Concordeþota sem stingur nefinu útúr fuglseggi. Vildarmanni Magnúsar, sem hafði samband við Helgarpóstinn, þótti ómaklega að listamanninum vegið og benti á það máli sínu til áréttingar að hug- myndin væri siður en svo ný af nálinni - á sýningu i Gallerí Súm 1975 hefði Magnús meðal annars sýnt smámyndir sem á einn eða annan hátt tengdust flugi, og þar á með- al meðfylgjandi myndverk, þar sem nef, ekki ósvipað nefi Concorde-þotunnar, gægist út úr fuglseggi. Ritstj. LAUSNÁ SPILAÞRAUT Við höldum áfram með lítið tromp frá hendinni. Sé vestur tromplaus, erum við í vandræð- um. En komi lítið hjarta frá vestur, er allt í lagi, því þá svínum við með hjartatíunni. Taki austur slaginn og spili tigli aftur, þá trompum við með háu trompi á hendinni. Síðan spilum við á hjartadömuna og hirðum það sem eftir er af tigli. Þannig lágu öll spilin: S 6 H D-10-4 T Á-K-10-7-6-5-2 L 7-3 S K-7 H G-9-8-3 T D-9-4 L D-G-10-5 S Á-10-5-4-2 H Á-K-7-6-5 T 3 L Á-K S D-G-9-8-3 H 2 T G-8 L 9-8-Ö-4-2 Þegar þú svínar með hjartatí- unni í borði og austur sýnir eyðu, þá bunarðu tiglinum og heldur áfram þangað til vestur trompar. Það er sama hvaða spil vestur læt- ur, þú tekur það með hjartadrottn- ingunni og hirðir afganginn. STELPUR I VESTURBÆ! Fimm ára strák í vesturbænum vantar ábyrgan leikfélaga í fjórar vikur, 15. júlí til 8. ágúst, á meðan mamma hans er í vinnunni. Vinnutími kl. 9—12 og 14—17. Yngri en 12 ára koma ekki til greina. Upplýsingar á ritstjórn HP í síma 681511.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.