Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 14

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 14
STEINAR BERG ÍSLEIFSSON HLJÓMPLÖTUÚTGEFANDI OG UMBOÐSMAÐUR í HP-VIÐTALI GÆTI ORÐIÐ ÁGÆTIS leftir Margréti Rún Guðmundsdóttur mynd Árni Bjarnason „Hann er skapmikill og hræðilega þver... Hann þykist alltaf vita betur og tekur ógjarnan við ráðum frá öðrum... Hann er býsna klár og hefur yfirleitt rétt fyrir sér... Hann er harður og stendur við það sem hann segir.“ Hann er, hann er, hann er... Ég er komin með mjög ákveðna mynd af Steinari Berg ísleifssyni hljómplötuútgefanda í hugann á leiðinni til hans í Fossvog- inn þar sem hann býr í splunkunýju raðhúsi innan um einbýlishús, járna- rusl, skurðgröfur og blokkir. Ég er spennt, býst jafnvel við því að við lend- um í rimmu og ég fari af fundi hans með hjartað í maganum en að það ískri líka í púkanum inni í mér. En hvernig sem samskipti okkar fari þykist ég viss um að ég muni bera virðingu fyrir honum, þykist vita að hann sé nokk- uð sterkur persónuleiki... Óformlegur og yfirlætislaus Eiginkona hans, Ingibjörg Pálsdóttir, tekur elskuiega á móti mér og segir að Steinar sé ekki heima, hann hafi verið að vinna en hljóti bara að vera á leiðinni. Slær á þráðinn til öryggis en býð- ur mér að setjast niður í nýja og glæsilega stof- una. Og þegar ég er nýsest og rétt búin að soga að mér fyrsta reykinn úr sígarettunni og ská- skjóta augunum að plötusafninu, er lyklinum snúið í skránni. Útundan mér sé ég að einhver stekkur leifturskjótt ofan í sófann við hlið mér og þegar ég lít upp horfist ég í augu við Steinar Berg. „Hæ,“ segir hann óformlega og yfirlætis- laus, eins og við höfum þekkst í mörg ár. ,,Hæ," segi ég og bæti síðan sposk við ,,þú átt nú fleiri plötur en þetta?“ Hann hlær. ,,Jú, mikil ósköp, þær eru hérna í sérherbergi en svo erum við líka svo nýflutt heim til íslands að öll búslóðin er eig- inlega ennþá úti í London.“ „Og þú ert bara sí- vinnandi," segi ég því ég verð eiginlega að vera svolítið ögrandi. „Já," segir hann sallarólegur, „ég var að flokka nokkra pappíra á skrifstofunni svo að allir geti unnið af fullum krafti á mánu- daginn." Bætir síðan feimnislega við: „Svo tók ég líka með mér bunka af dóti til að vinna í um helgina." Hann glottir. „En ég viðurkenni hins vegar að ein albesta hvíldin sem ég fæ er þegar ég tek fulla tösku með mér heim og læt hana vísvitandi standa óhreyfða." Hann hlær. Fluttur heim aftur Fyrir sléttum 15 árum hóf Steinar Berg ísleifs- son störf hjá Faco sem búðarsveinn. Fór síðan fljótlega að sjá um hljómplötuverslanir Karna- bæjar og gaf út nokkrar íslenskar plötur sem að hans sögn gengu ekki rassgat. Nokkrum árum síðar tók hann yfir hlut Karnabæjar í útgáfufyr- irtækinu Steinum hf. ásamt nokkrum starfs- mönnum sínum og árið 1983, þegar Steinar Berg var orðinn umsvifamikill hljómplötuútgef- andi og -innflytjandi, fylgdi hann strákunum í Mezzoforte út til Bretlands til að koma þeim á framfæri úti í hinum stóra heimi. Stofnaði út- gáfufyrirtæki í London sem í dag er býsna stórt meðal litlu fyrirtækjanna. Og gefur ekki bara út hljómplötur með Mezzoforte, sem eru orðnir vel þekktir á meginlandi Evrópu, heldur líka með erlendum listamönnum eins og Regínu, hinni bandarísku, sem er að verða stjarna i heima- landi sínu með laginu „Babylove." En nú er Steinar fluttur heim aftur. „Ástæðurnar eru margflóknar og nokkuð persónulegar en aðalástæðan er að rekstur fyr- irtækis míns hérna heima gekk illa og ég vildi ekki koma að rjúkandi rústum eftir eitt ár.“ Er ekki erfitt aö reka tvö fyrirtceki sitt í hvoru landinu? „Jú, það reyndist ekki nógu vel fyrir íslenska fyrirtækið og nú þegar ég er kominn heim aftur set ég erlenda fyrirtækið í svolitla hættu. En það gengur vel, ég held að ég sé með afskaplega góðan mann þar í vinnu, sem þegar er orðinn hluthafi í fyrirtækinu. Þetta ár ætlar að verða talsvert árangursríkt. Þessi félagi minn var ein aðalsprautan í því að við lögðum út í ævintýrið með Regínu og lagið „Babylove". Það er í fyrsta sæti á danslagalistanum í Bandaríkjunum og er á hraðri uppleið á öðrum vinsældalistum. Og platan er fimmtugasta og níunda söluhæsta plat- an í Bandaríkjunum. Það er nokkuð góður ár- angur. Jú, hún er svolítið Madonnuleg, eins og þú bendir á. Það er ekkert skrítið. Hún hefur mjög líkan bakgrunn og sami maður stýrði upp- tökum á plötunni hennar og hljómplötum Madonnu. En svona velgengni er mjög uppörv- andi. Myndbandið við lagið sem þeir í Hugmynd og Sagafilm unnu er sýnt nokkrum sinnum á dag í MTV." Steinar brosir. „Þarna hefur okkur opnast möguleiki á að koma annarri framleiðslu okkar á markaðinn í Bandaríkjunum en það þýðir ekki að við séum búnir að leggja undir okkur heiminn, eins og íslendingar glepjast svo oft til að halda. Við erum rétt búnir að reka stórutána inn á markaðinn og ekki meir." Skiptir öllu að hafa úthald og þol... Og þar skýtur Steinar á þjóöina og varla aö ástœöulausu. Mig langar aö heyra meira af er- lenda fyrirtœkinu, en ég þarfekki aö spyrja því hann heldur ákveöinn áfram. „Erlenda fyrirtækið, „Steinar records" er á góðri leið, og núna eins og svo oft áður heldur maður að þetta sé allt að koma. Málið snýst um að hafa úthald og þol svo lengi sem maður trúir á það sem maður er að gera. Ég hef alltaf haft mikla trú á strákunum í Mezzoforte. Þeir eru núna að taka upp plötu sem ég held að verði tímamótaverk og endurspegli alla þá reynslu og þekkingu sem þeir hafa aflað sér á Íiðnum árum. Við höfum aldrei misst sjónar á því takmarki okkar að koma þeim á framfæri, og höfum aldrei fengið neina styrki frá íslenska ríkinu vegna þess arna, þótt við höfum verið duglegir að afla því gjaldeyristekna. Og líka þótt við höf- um verið að gera tilraun til að skapa nýja mögu- leika sem gæti orðið að atvinnugrein." Illa búið að popptónlistarmönnum ó íslandi Nýja atvinnugrein? Eg er svolítiö hvumsa. Er þaö nú ekki svolítil bjartsýni? „Nei,“ segir Steinar rólegur en ákveðinn." Tök- um Listapopp ’86 sem dæmi. 60 manns fylgdu hljómsveitunum og unnu gífuriega mikla vinnu. Þessu fylgja nú þegar miklir atvinnumöguleikar og þeir eiga eftir að aukast eftir því sem gervi- hnöttum fjölgar og alþjóðleg fjölmiðlun eykst. Við erum búnir að sýna og sanna að Mezzoforte getur náð árangri en það tók langan tíma og var nokkuð sem við þurftum sjálfir að þróa. Okkur skorti alls kyns hluti sem við urðum sjálfir að út- vega. Það er hrikalega illa búið að popptónlist- armönnum á Islandi. Hér er ekki um neina að- stoð eða fyrirgreiðslu að ræða sem gæti gert listamönnunum kleift að komast á það stig sem þeir verða að vera á ef þeir ætla að standast samkeppni á alþjóðlegum markaði. Þegar tón- listarmenn eru spurðir að því hvað þeir gera og þeir svara því til að þeir séu að spila í hljómsveit, þá spyrja menn samt aftur, „já, en hvaö ger- irðu?" Og ekki eru viðhorfin til íslenskrar hljóm- plötuútgáfu beysnari, það er eins og við séum að gefa út reyfara eða Tígulgosann.” Steinar brosir. „Við höfum fjármagnað þetta Mezzoforte- ævintýri með plötusölu erlendis og höfum allir lagt gífurlega mikið á okkur. Sérstaklega strák- arnir i Mezzoforte. Flestir aðrir hefðu sennilega flúið aftur til íslands þar sem samkeppnin er ekkert á við það sem hún er úti.“ En hafiö þiö ekki sótt um einhverja ístenska styrki? „Jú, að vísu. Mér var ráðlagt að sækja um styrk þegar Mezzoforte höfðu slegið í gegn með laginu „Garden Party". Ég sótti um styrk hjá iðn- þróunarsjóði. En mér var sagt að ég hefði sótt um of seint og ráðlagt að sækja um síðar, sem ég gerði. Þá fékk ég þau svör að svona lagað gæti ekki flokkast undir iðnað. Hin raunverulega framleiðsla yrði auk þess að eiga sér stað á Is- landi, en ekki bara hugvitið.” Steinar baðar út höndunum. Popptónlist er í þeirri einkennilegu stöðu að teljast hvorki vera iðnaður né listgrein. Sjálfur hef ég aldrei verið neinn talsmaður styrkja frá hinu opinbera og hef aldrei lagt mig niður við að komast ínn í þau kerfi sem stýra þessum hlutum. En hér gætir óréttlætis. Milljón- um er ausið í íslenskar kvikmyndir og kvik- myndagerðarmenn fá sérstaka styrki til að fylgja myndum sinum eftir erlendis. Rithöfund- ar fá líka styrki og einnig þeir sem leggja klass- íska tónlist fyrir sig, en þeir sem spila alþýðutón- list — poppmúsík — sem er nokkurs konar sam- tíðarspegill, fá ekki neitt. Auðvitað er hellingur af drasli þar innan um en hluti þessarar tónlistar stendur eftir og er verulega góður. Þetta er ekki réttlátt. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að jafnt gangi yfir alla." Förum aðeins fram á að aðflutningstollar verði lækkaðir Augu Steinars skjóta gneistum og hann þiggur fúslega þœr höföinglegu veitingar sem Ingibjörg ber á borö. Garnirnar gaula því Steinar hefur ekkert boröaö þennan daginn. En hann gerir ekkert hlé á máli sínu. „Hljómplötur eru það eina í hópa bóka, mál- verka o.fl. sem eru flokkaðar sem hátollavara í innflutningi. Ef það eitt og sér yrði lagfært yrði það mikil hjálp fyrir þá sem eru að streða við að halda uppi íslenskri hljómplötuútgáfu. Albert Guðmundsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, tók vörugjaldið af á sínum tíma og bjargaði þar með íslenskri hljómplötuútgáfu. Þannig lækk- aði aðflutningstollurinn úr 140% í 75%. En þar sem rás 2 er komin til skjalanna verða þessi 75% að fara líka. Alla vega til jafns við það sem plötu- spilarar og önnur hljómflutningstæki hafa lækk- að. Það eru okkur því mikil vonbrigði að núver- andi fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sem ólst upp við bítlamúsík í útvarpi, skuli ekki sýna skilning á þessum málum. Við erum heldur ekki að fara fram á mikið. Og ef tollar af erlendum hljómplötum yrðu lækkaðir niður í 30% færi verðið á plötum lækkandi og salan myndi auk- ast að sama skapi.” En nú er veröi á íslenskum hljómplötum haldiö í algjöru lágmarki að því er fróöir menn segja mér. Myndi lœkkun aðflutningstolla á er- lendum hljómplötum ekki veröa til aö drepa endanlega niöur íslenska hljómplötuútgáfu? Steinar fær sér væna sneið af Camembertosti, stingur henni upp í sig og tyggur. Heldur síðan sallarólegur áfram: „Nei, þeita stjórnast allt af þvi að hægt sé að selja piötur. Ef tollarnir eru lækkaðir, eykst salan á íslenskum plötum sem gjarnan mættu vera 100 krónum dýrari. Og þá munu upptökur í ís- lenskum stúdíóum eflast. Plötupressunarfyrir- tækið Alfa, sem nú á í miklum erfiðleikum, mundi taka fjörkipp og allt tónlistarlíf í landinu. Hundruð manna hafa þegar atvinnu af hljóm- plötuútgáfu, tónlistarmenn, upptökumenn o.fl. Og ég get nefnt þér sem dæmi um hvað við stöndum höllum fæti núna, að þegar ég fór til Bretlands árið 1983 voru hljómplötur seldar á yfir hundrað stöðum á Iandinu en nú eru þeir aðeins um fimmtíu.” En eru hljómplötur ekki aö veröa úrelt fyrir- bœri? Steinar brosir. „Jú, það veit enginn hvort hljómplötur eiga eftir að halda áfram að koma út. í Bandaríkjunum og Bretlandi eru kassettur mun vinsælli og enn fremur er salan á leysidisk- um að aukast. Sjálfur hef ég gífurlega mikla trú á þeim og þeir eiga eftir að verða æ vinsælli. En það eitt er víst að þótt hljómplötur verði ekki lengur framleiddar á sú atvinna sem fylgir því að koma tónlist á framfæri ekki eftir að deyja út. En hér langar mig að koma að höfundarréttar- málum á Islandi og nú hef ég ekki fagra sögu að segja." Ríkisútvarpið í sjóræningjastarfsemi Já, segi ég uppörvandi og bíö spennt eftir framhaldinu. „Það er mikilvægt atriði á þessari gervi- hnattaöld að eiga höfundarrétt og að sá réttur sé virtur. Þegar um hljómplötur er að ræða eiga höfundur, flytjendur og útgefandi höfundarrétt- inn en þessu er t.d. öðruvísi farið um bækur, þar eiga höfundur og útgefandi réttinn. Við íslend- ingar stöndum illa að vígi í þessum málum. Hér er stunduð sjóræningjastarfsemi í stórum stíl. Ríkisútvarpið gengur þar fram fyrir skjöldu þeg- ar um hljómplötur er að tefla og leiðir þessi mál. Það greiðir engin gjöld til erlendra útgefenda og flytjenda. fsland og austantjöldslöndin eru einu ríkin í heimi sem ekki standa við Rómarsáttmál- ann um höfundarrétt. íslendingar eru ekki einu sinni aðilar að sáttmálanum og þess vegna hafa t.d. Mezzofortestrákarnir og ég ekki fengið krónu fyrir flutning í útvarpsstöðvum. Við erum búnir að tapa milljónum vegna þverskallaháttar Alþingis og Ríkisútvarpsins. Um allt land starfa ólöglegar vídeóstöðvar og verið er að ala menn upp í því að það sé allt í lagi að stela rétti annarra því þau mál, sem kærð hafa verið, virðast hafa sofnað í kerfinu. Hugsaðu þér, það er ekki enn fallinn dómur í Vídeósónmálinu! Þegar ég fer erlendis og segi mönnum frá þessu trúir mér enginn. Og ég skil ósköp vel Laxness þegar

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.