Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.07.1986, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Qupperneq 18
SKÁK Hugmynd flýgur Líklega er hreinn og tær frum- leiki ákaflega sjaldgæfur. Hug- myndir koma ekki skyndilega al- skapaðar fram á sjónvarsviðið eins og Aþena úr höfði Seifs, þær eiga sér einhvern aðdraganda, eru oft endurómur einhvers sem höf- undur þeirra hefur heyrt eða séð, þótt hann sé kannske búinn að gleyma því fyrir löngu og ímyndi sér að hann hafi sjálfur fundið það, einn og óstuddur. En menn eru ákaflega mislagnir við að vinna úr þeim efniviði sem í huganum býr og mikill frumleiki getur falist í því að raða þekktum hugmyndum saman á nýjan og óvæntan hátt. Um þetta eru dæmin deginum ljósari. Fyrir nokkru rakti ég hér í þættinum fræga skák Morphys er hann telfdi í Parísaróperunni árið 1858 og sýndi síðari dæmi þar sem lokaflétta Morphys hafði orðið öðrum innblástur. Nú vildi svo til að ég rakst á grein í norska skákblaðinu þar sem vikið er að þessari sömu fléttu og áhrifum hennar á síðari tafl- mennsku manna. Það er Jonathan Tisdall sem greinina ritar, en ein- hverjir lesenda muna sjálfsagt eft- ir honum frá því að hann tók þátt í skákmótinu í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Jonathan er af norsku bergi brotinn og er nú flutt- ur heim til Noregs og skrifar í norska skákblaðið. Hann rekur þar eina skák sína og bendir á hvernig hann hafi fengið hug- myndina að glæsilegri fléttu sinni frá Morphy. Skák Tisdalls er lifandi dæmi um það hvernig hugmynd fær nýja vængi og flýgur áfram. Það er öld- ungis óvíst að honum hefði dottið fléttan í hug hefði hann ekki þekkt skák Morphys, en í höndum hans eykst hún og magnast og verður stórglæsileg. En nú er kominn tími til að Iíta á frummyndina og úrvinnslu Tis- dalls. Fyrst kemur frummyndin. Það er Morphy sem hefur hvítt en gegn honum tefla samráðsmenn- irnir Isouard greifi og Brúnsvíkur- hertorgi. Myndin sýnir taflstöðuna þegar flugeldasýningin er í þann veginn að hefjast. 1. Hxd7! Hxd7 2. Hdl De6 3. Bxd7+ Rxd7 4. Db8 + ! Rxb8 5. Hd8 mát. Og þá er komið að skák Tisdalls, hún var tefld í London árið 1982, eg styðst við skýringar Tisdalls sjálfs. Tisdall — Lee Sikileyjarleikur 01 d4 e6 02 e4 c5 03 Rf3 cd4 04 Rxd4 Rf6 05 Rc3 Bb4 Svartur velur bratta leið sem sjaldan er farin, en hefur þann kost að hvítur er á ókunnum slóð- um. 06 e5 Re47 En hér villist svartur sjálfur. Rd5 er betra. „Nú vissi eg,“ segir Tis- dal, „að hvítur á að ná betra tafli, en hafði óljósar hugmyndir um hvernig hann ætti að fara að því“. Tisdall notaði því mikinn tíma á næstu leiki. 07 Dg4! Rxc3 08 Dxg7 Hf8 09 a3 Rb5 + 9—Ba5 10 b4 Bb6 11 Bg5 Dc7 12 Bh6 leiðir til vinnings og sama er að segja um 9 — Db6 10 ab4 Dxd4 11 Bh6. Það sem ríður baggamun- inn er hve svartur er veikur fyrir á svörtu reitunum og hve hervæð- ing hans er skammt komin. 10 ab4 Rxd4 11 Bg5! Enn ratar hvítur réttu leiðina. 11 ... Db6 11 — Rxc2+ 12 Kdl kemur ekki til greina. 12 Bd3?! Hér mæla skákfræðin með 12 Bh6! Dxb4+ 13 c3 Rf5! 14 cb4 Rxg7 15 Bxg7 og hvítur stendur greinilega betur að vígi, hann á biskupaparið, er betur hervæddur, ræður svörtu reitunum og getur sótt að staka h-peðinu. 12 ... Rf5? Svartur sér að með þessu móti eftir Guðmund Arnlaugsson opnast sjötta röðin og drottningin kemst til varnar. En hann sér ekki nógu langt — og það er honum vorkunn. Best var 12 — d5 eða 12 — d6. Þá á hvítur góð sóknarfæri en ekki er auðvelt að rekja vinn- ing. 13 Bxf5 ef5 14 0-0-0 Dg6 Það var á þennan leik sem svart- ur hafði sett allt sitt traust. Er nú nokkur leið til að komast hjá drottningakaupum og stendur svartur þá ekki upp með unnið tafl? En nú kemur kveikjan frá Morphy til sögunnar, Tisdall segir að sér hefði naumast komið næsti leikur hvíts í hug, ef hann hefði ekki munað óljóst eftir þessari gömlu klassísku skák. 15 e6t! Nú eru góð ráð dýr: 15 — fe6 16. De7 mát, 15 — de6 Hd8 mát, 15 — Dxg7 16 ed7+ Bxd7 17 Hhel + Be6 18 Hd8 mát eða loks 15 — Dxg7 16 ed7+ Rxd7 17 Hhel + De5 18 Hxe5+ Rxe5 19 Hd8 mát. Svartur reyndi því 15 ... d5 16 Hxd5 Rc6 17 e7! Rxe7 17 Dxg7 18 Hd8+ Rxd8 19 ed8H mát, einu sinni enn! 18 Hd8 +! Kxd8 19 Dxf8 + og svartur gafst upp. SPILAÞRAUT ♦ 6 D-10-4 O Á-K-10-7-6-5-2 * 7-3 ♦ Á-10-5-4-2 Á-k-7-6-5 ❖ 3 + Á-K Sagnir: suður vestur norður austur 1 spaði pass 2 tiglar pass 3 hjörtu pass 4 tiglar pass 4 hjörtu pass 5 hjörtu pass 6 hjörtu pass pass pass Vestur lætur laufadrottningu, sem við tökum með ás. Báðir and- stæðingar fylgja lit þegar þú tekur á hjartakóng. Austur lætur gosann þegar hjartanu er spilað í annað sinn og fylgir lit með gosanum. Hvernig höldum við áfram? Hingað til hefir allt gengið vel. Séu trompin skipt 2—3, er mögu- leiki á að taka alla slagina. En okk- ur nægja tólf slagir. Hvaða leið er öruggust? Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU r • • . L . . H ‘0 • '0 • s • • . L £ / K U R fí • B fí s ú N u . 7 . fí\R L fí /< / • Is K £ R fí ■ fí N S fí S SJ' L L fí . F\fí R / N . T U 6 r . T rt) fí /< fí L fí 0 s fí r\' ’fí T fí K / s> • m U R Æ|Ð fí N • s S • F\Ú S S . R Æ F / L L ö R • í-\R <L • 'fí K fí L L • K / S fí N - R Ú m . T • S\L fí U r fí . ‘fí s m £ 6 / N • fí s / N U • 'kUI - T /i P fí V m\fí R R . G R1/ K K • E N fí u\- B fí L fí R • \fí u F ú s fí • IS r R 'fí / N • R\ft\U N\L /n Ú L L U N fí • o\/< h fí T T / * R\U\N U - K fí F\L fí R . F '0\T\U R . T fí L • S\K fí rt\ m l R N fí R U [F Ll m\fí\N * B fí i? fí 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.