Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 19

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Síða 19
Það mun sjálfsagt öllum lesend- um vera ljóst að nefndir eru hið mesta þarfaþing og án þeirra er erf- itt að komast að nokkurri niður- stöðu um hin bestu mál. Menn hafa deilt um hver hafi fundið upp nefnd- ina en flestir munu þó sammála um að það hafi góður Guð gert er hann skaut á fundi með Adam til að reyna að finna láusn á leiðindum þess síð- arnefnda. Eins og öllum er kunnugt varð niðurstaða þess fundar hið haganlegasta nefndarálit sem hefur staðist tímans tönn með mestu prýði. Síðan því áliti var skilað í heiminn hafa margar nefndir fæðst og dáið og bætt heiminn á margan hátt. Eftir því sem menn hafa sótt meira í fjölmennið hefur nefndun- um fjölgað enda af nógum vanda- málum að taka til að finna á þeim lausnir. Þegar í nútímann er komið eru nefndirnar orðnar það margar að erfitt er fyrir venjulegan mann að komast í gegnum ævina án þess að verða skikkaður í nefnd ein- hverntímann á lífsleiðinni. Fáir hafa þó veitt mikinn mótþróa, þar sem það þykir virðingarvert að gegna trúnaðarstörfum fyrir samfélagið, eins og það heitir. Ráðsettir hags- munaaðilar En ekki eru allir jafn eftirsóttir til nefndastarfa. Samkvæmt lauslegri könnun Helgarpóstsins eru rúm- lega miðaldra ráðsettir karlar girni- legri til nefndasetu en aðrir hópar. Þetta á sérstaklega við þá karla er hafa klifrað upp metorðastigann hjá ríki og bæ eða eru mikilsvirtir at- hafnamenn eða verkalýðsfrömuðir. Það skal þó tekið fram að þetta á einkum við nefndir sem starfa á vegum ríkis, borgar og hagsmuna- aðila vinnumarkaðarins, eins og það er kallað. Á vinnustað greinar- höfundar er einungis ein nefnd starfandi og kallast skemmtinefnd og í henni eru tveir karlar en hvor- ugur miðaldra, þó svo að þeir séu á góðri leið með að verða það. Ástæður þess að ráðsettir karlar sækja svo stíft eftir því að komast í nefndir og eru gjarnan skipaðir í þær, eru margar. í fyrsta lagi má geta þess að karlar hafa í gegnum aldirnar viljað hafa ákveðnar reglur í samskiptum sínum innbyrðis, öf- ugt við konur sem eru mun losara- legri í þessum málum. I öðru lagi hafa karlar alltaf viljað dúlla sér ut- an heimilisins, sem fjærst frá potta- glamri og barnagrát, og orðskakast, eða skakast á annan hátt við kyn- bræður sína. í þriðja lagi má benda á að nefndir á vegum ríkis og bæja eru yfirleitt skipaðar fulltrúum hinna ýmsu hagsmunaaðila og eins og kunnugt er hafa fáir hópar jafn- mikilla hagsmuna að gæta og rúm- lega miðaldra ráðsettir karlar. Þrautpíndir nefndamenn Þótt mörgum þyki það hin besta skemmtun að sitja nefndafundi eru þó til þeir menn sem samfélagið hef- ur valið það oft til trúnaðarstarfa að þeir eru orðnir þrautpíndir af nefndasetum. Því hefur með tíman- um þótt nauðsynlegt að veita þess- um mönnum einhverja umbun fyrir setur sínar og margir þessara manna hafa snúið sér alfarið að nefndastörfum og hafa af þeim sínar aðaltekjur. Til þess að það sé mögu- legt er nauðsynlegt að vera í stjórn- málaflokki sem er í stjórn, bæði til að tryggja að maður verði valinn í nefnd og eins til að beita áhrifum sínum til að nýjum nefndum verði komið á fót. En þó svo að rúmlega 3000 manns sitji í nefndum á vegum ríkis- ins eins, þá flá þeir ekki allir feitan gölt með nefndasetu sinni. Margar af þeim 555 nefndum, sem ríkið hef- ur á sínum snærum, eru illa og sum- ar jafnvel ekkert launaðar. En með lagni og festu má hafa gott uppúr sér ef menn velja nefndirnar af kost- gæfni. Sumar þeirra eru hinsvegar svo illa launaðar og púkalegar að það vill ekki nokkur almennilegur maður vera í þeim. Eilífar nefndir En til þess að nefndir skili árangri þarf að vanda valið á umfjöllunar- efni þeirra og reyna að hafa það hnitmiðað og skýrt afmarkað. Nefnd sem fjallar um jafn yfirgrips- mikið efni og stöðu og þróun Islands mun sjálfsagt aldrei skila neinu nefndaráliti sem vit er í, sama hversu nefndarmenn kunna að vera duglegir og samtaka. Hins vegar er létt verk og löðurmannlegt að semja frumvarp til laga um íslenska málnefnd, enda kláraði nefndin, sem fékk það verkefni, það á rúmri viku og varð fyrir bragðið fljótvirk- asta nefndin á árinu 1984. Aðrar nefndir geta aldrei lokið störfum sínum. Geysisnefnd mun sjálfsagt starfa svo lengi sem hægt verður að kreista einhverja vatns- gusu úr þeim sögufræga hver og seint mun tíðarfar hér verða það gott að ekki þyki nauðsyn að hafa Vorharðindanefnd að störfum. Um næstu áramót mun elsta nefnd á vegum ríkisins leggja upp laupana eftir að hafa starfað óslitið frá 1888. Þetta er nefnd gæslumanna Söfnun- arsjóðs íslands, en á löngum líftíma nefndarinnar hefur sjóðurinn glat- að hlutverki sínu og var orðinn flest- um gleymdur er stjórnvöld tóku sig til og lögðu hann niður. Frá og með næstu áramótum verður Verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar elsta nefndin á vegum ríkisins en hún hefur starfað frá 1912. Vitrænar nefndir En hvernig svo sem litið er á nefndirnar er ljóst að þær eru nauð- synlegar og nánast frumforsenda þess að einhverntímann verði tekin skynsamleg ákvörðun. Það er til dæmis erfitt að gera sér í hugarlund hvernig þær tuttugu manneskjur, er vinna á Helgarpóstinum, færu að því að koma sér saman um hvernig þær ætti að skemmta sér, hefðu þær ekki skemmtinefndina til að taka ákvarðanir. Eins eru nefndirnar á Alþingi undirstaða þess að það geti starfað af einhverju viti. Þó svo að fundir í sameinuðu þingi og í þing- deildunum séu oft líflegir og dægi- legir á að horfa, er það markið í nefndum þingsins sem kemur hátt- virtum þingmönnum til að komast að vitrænum niðurstöðum. Ástæða þessa er sjálfsagt hið forn-. kveðna að því verr gefast heimskra manna ráð því fleiri koma saman. Því hefur það í gegnum árin reynst árangursríkast að einangra sem fæsta menn frá hinum og fá þeim til- tölulega afmörkuð viðfangsefni. Með þeim hætti er hægt að ná fram niðurstöðu er stærri hópur manna væri gersamlega ófær um að sætta sig við. Því má búast við því að um langan aldur enn hittist menn, sem til þess eru kallaðir, yfir kaffi og pönnukök- um og spjalli saman og kynnist, þjóð sinni til giftu. Og uppskeri sjálfir ein- hverja aura, virðingu og vináttu áhrifamanna er þeir deila nefndar- setunni með. HVERT MAL SINA NEFND OG HVER MEFMD SfN/\ NEFNDARMENN STJORN NEFNDARAÐS RIKISINS 3035 NEFNDARMENN í 555 NEFNDUM Á VEGUM RÍKISINS Þegar skrá um stjórnir, nefndir og ráð á vegum ríkisins er flett, kemur í ljós að til eru nefndir um nánast öll möguleg og ómöguleg mál. Þar er að finna nefndir um ofbeldismyndir og loftmyndir, gœsaveidar og flokk- un kartaflna, inniþurrkun á bolfiski og starfskjör presta, orlof og nýja tœkni og svo framvegis. Misvel hefur tekist að gefa öllum þessum nefndum þjál nöfn. Sumar bera stutt og skýr nöfn eins og Ordunefnd, Hamfaranefnd, For- varnarnefnd, Amfetamínnefnd, Manneldisráb, Eiturefnanefnd, Beitunefnd, Lobnunefnd og Hvala- nefnd. Flugráb er stysta nafn á nefnd eða ráði á vegum ríkisins og síðan koma Hafnaráb og Lána- nefnd. En það bera ekki allar nefnd- irnar svona þjál nöfn og nefndar- menn sem sitja í nefndum á borð við Nefnd til samningsgerbar afríkisins hálfu vib Hitaveitu Suburnesja um sölu á háspennulínum í eigu Raf- magnsveitna ríkisins og Rafveitu- kerfa ríkisins innan þeirra sveitar- félaga sem abild eiga ab Hitaveitu Suburnesja, hljóta að þurfa á góðum lungum að halda þegar þeir hringja heim og tilkynna að þeir þurfi að fara á fund. En ekki gefa nöfn allra nefndanna til kynna um hvað þær fjalla. Til dæmis er 8 manna nefndin mjög dularfull og ekki verður maður mik- ils vísari af að vita að hún er undir- nefnd 17 manna nefndarinnar. Samrábsnefnd, Nomeskonefnd ís- lands, fslenska stablaskrárnefndin, Skababótanefnd og NOMUS-nefnd- in eru sömuleiðis leyndardómsfull- ar. Nokkrir staðir á íslandi þykja það merkilegir að ekki þykir annað fært en að sérstakar nefndir fjalli um málefni er kunna að tengjast þeim. Þannig eru til Þingvallanefnd, Hrafnseyrarnefnd og Geysisnefnd. Þá fá nokkrar dýrategundir sérstak- ar nefndir útaf fyrir sig. Áður var minnst á Hvalanefnd og Lobnu- nefnd en einnig eru til Lobdýraleyfa- nefnd, Starfshópur um vinnslu á kú- fiski og Nefnd um tilraunadýr. Sumar nefndir hafa þungar skyld- ur eins og Nefnd til ab gera tillögur um abgerbir til varnar því ab hraun geti runnib ab og skemmt Kröflu- virkjun. Vorharbindanefnd þarf sömuleiðis að fjalla um mikla vá og Nefnd um mebferb sprengiefna hef- ur æði hættulegt umfjöllunarefni. Fundir þeirrar nefndar hljóta að vera spennandi á sama hátt og fundir Nefndar um gœbamat á smjöri og osti hljóta að vera mettandi. Sumum nefndum hefur verið falið nær óyfirstígandi verkefni. Það þarf hugaða menn til að taka sæti í Nefnd til ab kanna orsakir verbmyndunar á raforku til almennings, Starfshóp til ab kanna vinnutilhögun á skatt- stofum og gera tillögur til úrbóta. Nefnd til ab kanna stöbu og þýbingu íþrótta í þjóbfélaginu, Nefnd um skort kennara í hússtjórn og heim- ilisfrœbum og Nefnd um áhaldahús Hafnamálastofnunar ríkisins. Sum málefni eru það flókin að ekki nægir að ein nefnd fjalli um þau. Þannig störfuðu samtímis á ár- inu 1984 Nefnd um endurskobun laga um atvinnuréttindi vélstjóra og skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, Nefnd sem veitir undan- þágur til vélstjóra og skipstjórnar- manna á íslenskum skipum og Ráb- gefandi nefnd um veitingu undan- þága til vélstjóra og skipstjórnar- manna á íslenskum skipum. Hins vegar voru aðrar nefndir látnar ein- ar um að fjalla um mjög yfirgrips- mikil og mikilvæg málefni. I því sambandi má benda á Afreks- merkisnefnd, Stjórn sjóbsins Þjób- hátíbargjöf Norbmanna, Nefnd til ab fjalla um samskipti vib Vestur-Is- lendinga, Nefnd um málefni búfjár- genbanka, Beitunefnd, Matsnefnd vínveitingahúsa, Nefnd til ab fjalla um Bergþórshvolsprestakall, Utan- ríkismálanefnd Þjóbkirkjunnar, Nefnd um orlof, Ferbakostnabar- nefnd, Skipulagsnefnd fólksflutn- inga, Uthlutunarnefnd atvinnuleyfa til leigubifreibastjóra í Reykjavík, Nefnd um varnir gegn flugránum, Prófnefnd kafara, Frímerkjaútgáfu- nefnd, Nefnd um mönnun stóru tog- aranna, Nefnd um komu og dvöl er- lendra ferbamanna, Nefnd um veit- ingasölu og gistihald, Gufubor- stjórn, Samstarfsnefnd um um- hverfisathuganir, Höfundarréttar- nefnd, Handritaskiptanefnd, íslensk málnefnd, Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál, Skobunarmenn kvik- mynda, Nefnd um fuglaveibar og fuglafribun, Nefnd til ab fjalla um ályktun Rithöfundasambands Is- lands frá 5. maí 1984 og fleiri og fleiri og fleiri og fl. Alls sitja 3035 manns í 555 nefnd- um á vegum ríkisins. leftir Gunnar Smára Egilsson HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.