Alþýðublaðið - 19.04.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1927, Blaðsíða 3
ALUÝÐUBLAÐIÐ 3 Eiifli iimi Colman’s Siimep, Colman’s Línsterkju, þá fáið þér ábyggilega þaðbezta. svo varhugavert. Þeim eihum væri þar'til að dreifa, sem ekki myndu misnota heimildina. Nú er alpingi enn aö færa sig upp á skaftiö. Fyrir því liggur frv. Jónasar Kr. um breyting á lögunum um einka- sölu á áíengi. Eins og frv. var samþykt í e. d„ geröi það eng- an glundroða í áfengisbannlög- unum, en gat orðið til gagns fyr- ir sjúkrahúsin; en nú hefir n. d. breytt því í nýja áfengisholu. Árni frá Múla og Jón Kjart. lögðu til í allshnd., að felt væri úr frv, bann gegn þvi að selja sjúkra- húsum vín og „ómengaðan“ spíri- tus. Hinir nefndarmennirnir, Jón Guðnason, Héðinn og Jörundur, lögðu til, að sú tillaga yrði feld. Frv. var til 2. umr. á miðviku- daginn, og var spítalabrennivínið samþykt með 11 atkv. gegn 9 að viðhöfðu nafnakalli. Með því greiddu atkv.: Árni, Ben. Sv„ Bernh., Halld. Stef., Hákon, J. Kjart., Klemenz, M. Torf., Ól. Th., Sveinn og Porleifur. Nei sögðu: Ásgeir, Héðinn, Ingólfur, Jón Guðn„ j. 01., M. G., p. ott., P. P. og^ Tr. Þ„ en Jakob greiddi ekki atkvæði. Aðrir voru ekki við- staddir, — íiestir við jarðarför. Síðan fór frv. til 3. umr„ og er því nú hraðað svo, að það er á dagskrá til þeirrar umr. í dag. Verði þetta glapræði ekki bætt aftur, en frv. gert að lögum eins og það er nú, mun þess síðcf rninst, að spítalabrennlvínssam- þyktin var gerð á degi hinna 30 silfurpeninga (miðvikudeginum í dymbilviku). Kaupgreiðslur o. fl. Frv. Héðins og Ásgeirs um vikulega greiðslu verkakaups var vísað til 3. umr. Hafði meiri hluti allshnd., Héðinn, Jón Guðnason og Jörundur, skilað því enn betra en það áður var, og voru tillögur þeirra samþyktar. Þeir einir séu taldir fastir verkamenn samkvæmt þessum lögum, sem ráðnir eru með samningi til sex mánaða eða lengur. Þvi ákvæði var bætt í frv„ sem er til mikilla bóta, að verkafólki skuli heimilt að krefj- ast þess, að mál út af greiðslu verkakaups samkvæmt lögum þessum sæti meðferð einkalög- reglumáia og séu réttargjöld ekki greidd. Má reka slík mál í þeirri þinghá, þar sem verkið hefir ver- ið unnið, og telst atvinnurekandí eða umboðsmaður hans þar aðili, þótt þeir eigi heimilisvarnarþing annars staðar. Er þetta ákvæði sett til að flýta fyrir innköllun kaupsins þar, sem þörf gerist, og er það bráðnauðsynlegt verka- lýðnum. — Árni og J. Kjart. skil- uðu ekki nefndaráliti og hafa þag- að fram að þessu. Frv. um bætt laun ljösmæðra var til 2. umr., en atkv.gr. var frestað að ósk flutnirigsmanns þess. Meiri hluti fjárhagsnd. er því fylgjandi, að Iaunin séu bætt dálítið og dýrtíðaruppbót á þau sé lögtryggð, og leggur hann til, að frv. sé samþykt á þann veg, sem efri deild afgreiddi það í fyrra, að þvi viðbættu, að í sveíta- umdæmum verði launin greidd úr ríkissjóði að tveim þriðju hlut- um, en úr sýslusjóði að eins að einum þriðja. Klemenz og Halld. Stef. vilja láta fella frv„ og sé kröfum Ijósmæðranna ekki sint. Einn nefndarmanna, J. A. J„ hefir engu áliti skilað. — Við umræð- una skiftust þeir Jakob og H. Sfef., banamaður frv. þessa í fyrra, á orðum. Vildi Halldór láta Ijósmæðrunum nægja áhugann fyrir starfinu x stað launabóta, en .Jakob efaðist um, að Halldór myndi sjálfur taka það endur- gjald eitt saman sem fullgilda greiðslu fyrir þau störf, er hann ynni. Landamerkjafrv. var vísað til 3. umr. með þeirri viðbót, að á- kvæði þess gildi þrjú ár fyrir sig fram. Loks var þingsál.-till. I. H. B. um sérstaka ákvörðun þess, að konur skuli skipaðar í opinberar nefndir, feld urnræðu- laust. ESrl deÉW. Frv. um löggilding verzlunar- staða og frv. til fjáraukalaga fyr- ir 1926 voru afgr. sem lög frá alþingi. Urn frv. um breyting á og viðauka við lög um heim- ild fyrir veðdeild Landsbanka Is- lands til þess að gefa út nýja flokka (seríur) bankavaxtabréfa, sem var til 3. umr., urðu nokkr- ar umr. Voru hinar fram komnu breyt. feldar og frv. afgr. sem lög frá alþingi. Frv. um heim- ild til sölu þjóðjarðarinnar Sauð- ár og frv. um viðauka við hafn- arlög fyrir Vestmannaeyjar voru bæði send ti! 3. umr. 2. umr. um frv. um stofnun húsmæðra- skóla á Hallormsstað var frest- að. Frv. um breyting á lögurn um samþyktir um akfæra sýslu- og hreppa-vegi fór til 2. umr. og frv. um bann gegn áfengis- auglýsingum, sem Jón Baldv. i'lyt- ur, var tekið út af dagskrá. Khöfn, FB„ 13., 14. og 15. apríl. Japanar hervæðast. Frá Lundúnum er símað: Blað- ið „Daily Telegraph" skýrir frá því, að Japanar vígbúist, senni- lega vegna vígbúnaöar Rússa á landamærum Mantsjúríu. Skipafréttir. Frá Shanghai er símað: Eitt hundrað og sjötíu erlend herskip eru nú hér á höfninni. Það var víst óhætt, eins og á stendur. Frá Genf er símað: Afvopnun- armálanefnd Þjóðabandalagsins hefir frestað fundum sínum um óákveðinn tíma. Frakkar vildu að eins takmarka smálestahámark í flotaheild hvers lands, en Eng- lendingar vildu takmarka hámark hvers skipaflokks fyrir sig. Mála- miðlun varð árangurslaus. Norðurherinn vinnur á. Sundrung meðal sjálfstæðis- manna. Frá Shanghai er símað: Norð- urherinn vinnur stöðugt á og hefir nú tekið Pukow. Ætla menn jafn- vel, að svo kunni að fara, að hann taki Nanking innan skamms. Hægfara Kantonmenn hvetja til vægðarlausrar baráttu gegn sam- eignarsinnum. Chiang Kal-shek, yfirhershöfðingi Kantonmanna, hefir látið rannsaka byggingar verklýðsfélaganna og gera vopna- birgðir upptækar og handtaka um sex hundruð sameignarsinna. Fjöldi sameignarsinna heíir verið drepinn í götubardögum(!) Baldwixi vill láta koxxur fá kostntngarétt jafnt við karl- nxenn. Frá Lundúnum er simað: Bald- win forsæíisráðherra hefir ákveð- ið að bera fram breytingu á kosn- ingalögunum víðvíkjandi kosning- arrétti kvenna, og er aðalbreyt- ingin fólgin í því, að konur fái kosningarrétt, er þær verða tutt- ugu og eins árs að aldri í stað þrjátíu að núgildandi lögum. Auðvaldsrikin ösammála Frá Lundúnum er símað: Þrátt fyrir samelginlégar skaðabóta- kröfur á hendur Kanlonstjó ninni út af Nanking-atburðunum lítur svo út, sem stórveldin séu stöð- ugt ósammála um athafnir sín- ar gegn henni. Er búist við, að Kantonstjórnin reyni á einhvern Ixátt að færa sér í nyt sundur- lyndi stórveldanna og ef til vill neita kröfunum. Khöfn, FB„ 16. apríl.' Kantonstjórnin leggur Nanking- atvikin undir alþjóðadóni. Frá Hankau er símað: Chen, u tanríkis málár áðherra Kanto n- stjórnarinnar, helir svarað kröfu stórveldanna út af Nanking-at- burðunum. Stingur hann upp á Grasavatn er nýjasti og bezti Kaldár-drykkurinn. Brlóstsjrlmrsgerðm Nðl Sími 444. Smiðjustig 11. Víðverpsnotenðafél. Fundur í kvöld kl. 8'% í Bárunni uppi. Sumarkápu- og k]óla-tau, fallegir iitir. Verzl. „Alfa“ Bankastræti 14. EXMSKIPAFJELAG mm ÍSLANDS sn „farfflIIff©SS‘& fer frá Hafnarfirði á morg- un (miðvikudag) kí/ 8 síð- degis tii Aberdeen, Leith og Kaupmannahafnar. fer héðan á fimtudag 21. apríl kí. 6 síðdegis vestur og norður um land. því, að alþjóðanefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka, hvað gerst hafi í Nanking. Segir hann, að herskip Bretlands og Bandaríkjanna hafi skotið á bæ- inn varnarlausan, og viðurkennir ekki, að Kantonmenn beri ábyrgð á hriðjuverkunum þar, en býður þó Bandarikjunum skaðabætur. Eixxs og við var að búast. Frá Moskva er símað: Stjórnin á Rússlandi tilkynnir, að fregn- irnar um liðsöfnun Rússa á landa- mærum Mantsjúríu séu ósannar. Reikul í ráði. Frá Genf er símað: Afvopn- unarmálanefnd Þjóðabandalagsins hefir afturkallað ákvörðun sína unx að fresta nefndarstörfum. Fundirnir halda áfram eftir páska. Laxxdskjálftar í Argentinu. Frá Mendoza er símað: Miklir landskjálitar Ixafa orðið í Argen- tinu og valdið stórtjóni; margir hafa farist og fjöldi h otið meiðsli. Khöfn, FB„ 17. apríl. Bretar treystast ekki til að leggja mál sín fyrir aiþjóð. Frá Lundúnum er simað: Eng-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.