Helgarpósturinn - 09.07.1987, Blaðsíða 33
Aðspurð sagði Debi að sumir ættu erfitt með
að skilja tilgang girðingarinnar og ýmsar tak-
markanir sem varnarliðinu eru settar. í raun
væri það hins vegar svo, að fólk gæti komið og
farið nokkuð óhindrað, þó ýmis skilyrði væru
vissulega fyrir hendi.
,,Ég held að almennt séu engin vandkvæði
eða að fólki finnist það óeðlilega lokað inni á
Vellinum sjálfum. Vissulega er fyrst í stað
ákveðinn misskilningur á ferðinni, sem hverf-
ur þó fljótlega. Hér á Veliinum hefur svo fólkið
flest sem fyrirfinnst í bandarísku samfélagi. En
ef þú spyrð fólkið hvers það saknar helst
myndu margir sjálfsagt nefna McDonalds veit-
ingastað! Hér er reynt að útvega alla þá þjón-
ustu sem búast má við að fólk sækist eftir und-
ir venjulegum kringumstæðum og allt reynt til
að auka á vellíðan fólksins. Og utan Vallarins
bjóðast margir hlutir sem aldrei væri hægt að
láta sig dreyma um í Bandaríkjunum. Margt
fólk sækir um framlengingu á herþjónustu
sinni hér, sérstaklega þeir sem hafa fjölskyldur
sínar með sér, en síður einhleypingar."
Meðal annars veitir miðstöðin ráðgjöf fyrir
fólk sem þjáist af streitu og hugleiðir mögu-
lega sjálfsmorð og var Debi spurð að lokum
hvort mikið reyndi á slíka ráðgjöf. „Eins og
gefur að skilja er lífið oft erfitt fyrir fólk sem er
kannski í fyrsta skipti aðskilið frá fjölskyldu
sinni, í landi sem er því framandi, erfiðu starfi
og svo framvegis. Þá skortir kannski þetta
hefðbundna varnar- eða stoðkerfi sem flestir
eiga og því veitum við þessa ráðgjöf. En sem
betur fer getum við ekki talað um vandamál
hvað þetta varðar og frekar að við séum að
tala um fyrirbyggjandi starf á þessu sviði,“
sagði Debi Dvorschak.
USO (United Services Organization) sem
Debi minntist á er mjög mikilvægur vettvang-
ur á Vellinum, eins konar félagsmiðstöð í víð-
ustu skilgreiningu. USO-kerfið var sett á lagg-
irnar í síðari heimsstyrjöldinni á bandarískum
herstöðvum og var tilgangurinn sá að vega
upp á móti áfengisdrykkjunni. Margir eyða
þar nær öllum sínum frístundum enda hægt
að gera þar nánast allt milli himins og jarðar
ef svo ber undir. Þegar okkur bar að garði var
skiljanlega ekki mjög margt um manninn þar
sem vettvangur dagsins var flugskýli 885, en
þó var slangur af fólki komið þarna saman til
að horfa á vídeó-mynd. Kannski átti það ágæt-
lega við að þá stundina var verið að sýna
„Patton" með George C. Scott'.
Nýja kirkjan, „The chapel of light“ — eða
„kapella ljóssins" er afar sérstæð og auðvitað
einstæð hér á landi, því hún þjónar samtímis
mörgum trúarbrögðum eða trúarafbrigðum;
gyðingdómnum, kaþólskunni og hinum ýmsu
afbrigðum mótmælendatrúarinnar. Milli guðs-
þjónusta eru innanstokksmunir hreinlega
færðir til og frá og þá búið að skipta um til-
beiðsluvettvang! Mjög öflugt félagslíf fylgir
kirkjustarfinu á Vellinum.
Þar fyrir utan þykja stórmarkaðurinn (The
Commissary) og Navy Exchange stórverslunin
ágætis samkomustaðir! Anna Magga, aðstoð-
arverslunarstjóri í Navy Exchange sagði tíð-
indamanni að suma daga, sérstaklega þó á
laugardögum, væri búðin full af fólki sem rölti
þar um tímunum saman til að sýna sig og sjá
aðra! í búðinni er úrvalið talsvert og sögðu þau
Friðþór og Anna reyndar að miðað við margar
sambærilegar búðir í herstöðvum Bandaríkj-
anna annars staðar væri þessa einna best.
Verðlagið á Vellinum er auðvitað langt fyrir
neðan allt það sem landinn á að venjast, enda
sérstakar reglur um tollfrelsi á slíkum herstöð-
um. Og víst er, að þegar sérstakar NATO-sveit-
ir frá Evrópu „vísitera", sem er oft, þá kaupa
evrópsku hermennirnir ósköpin öll af banda-
rískum varningi — enda er vandfundinn sá
staður þar sem slíkur varningur er ódýrari.
Sérstaklega þó rafmagnstæki og þess háttar,
en síður almennar nauðsynjavörur. Og
kannski má það heita ónákvæmni yfirleitt að
tala bara um „Kaná* á Vellinum, því oftast nær
eru viðloðandi þar flugsveitir, flotasveitir eða
aðrar sérsveitir frá hinum ýmsu löndum
Atlantshafsbandalagsins. Þegar HP bar að
garði um helgina rakst blaðamaður einmitt á
liðsmenn breskrar flugsveitar í
hversdagsklæðum, sötrandi bjór í
keiluspilasalnum, sem mjög mikið er notaður
og íslensk lið farin að notfæra sér.
Sjónvarpið, sem eins og allir vita er í kapal-
kerfi vegna þess að það var talið ólöglegt og
„hættulegt" íslendingum, er á tveimur rásum.
Reyndar var það mikil bylting fyrir varnarliðs-
Yfir 3000 hermenn eru á Vellinum, en skyldulið þeirra er yfir 2000, þar af nær
1300 börn. Hér sameinast nokkrar fjölskyldur við útigrill.
„Peace Keeper" stendur á þessum brynvarða bíl, sem tilheyrir sérsveit þeirri
sem hefur eingöngu það hlutverk að gæta AWACS eftirlitsflugvélanna. Á
myndinni eru nokkrir „innfæddir" að virða gripinn fyrir sér og fengu að
„prufa" stellingarnar.
Mikið fjölmenni tók þátt í þjóðhátíðarhöldunum í stóra flugskýlinu, Hangar
885. Suðurnesiabúum var sérstaklega boðið og var enda annar hver maður
„innfæddur". Omissandi í hátíðarhöldum Kananna er melónuátskeppni og á
myndinni er verið að hreinsa upp eftir átvöglin.
Þetta eru meðlimir gestkomandi breskrarflugsveitar, í örstuttu leyfi, staðsett-
ir í hinum veglega keiluspilasal Vallarins.
Þessirtveirsáu um kjötborðiðí Mini-markaðsbúðinni og voru hinir hressustu.
Sjálfsagt aldrei fengið að heyra að á fyrsta áratug varnarsamningsins og
reyndar síðar voru negrar óæskilegir i varnarliðinu — að mati íslenskra stjórn-
valda.
í USO-miöstöðinni fer öflug starfsemi fram, þar sem kennir ýmissa grasa i fé-
lagslífinu. USO-kerfið var sett upp ísíðari heimsstyrjöldinni og var tilgang-
urinn sérstaklega að vega upp á móti áfengisdrykkjunni.
Varnarliðsmenn kunna á hljóðfæri eins og gengur og gerist og hljómsveitir
eru stofnaðar. Þessi rokk-sveit var sprellfjörug þrátt fyrir aldeilis afleitan
hljómburð. Nafnið er heldur ekki af verri endanum; Spennitreyjurnar — The
Strait Jackets.
Baseball eða hornabolti er vinsælasta íþrótt Bandaríkjanna og reyndar
ómissandi hvar sem Kanar safnast saman! í körfubolta hafa íslensk lið keppt
við Kanana, en hér eru engin hornaboltalið!
mennina þegar beinar útsendingar hófust í
gegnum gervihnött frá Bandaríkjunum fyrir
skemmstu. Áður höfðu stöðvarbúar þurft að
mestu að reiða sig á landann um fréttir og þá
gjarnan daginn eftir að hlutirnir gerðust. Enda
eru beinar frétta- og íþróttaútsendingar mjög
áberandi á rásunum tveimur og geta vallarbú-
ar horft á sjónvarpið allan sólarhringinn sjö
daga vikunnar. Varnarliðsmennirnir sjá á sín-
um rásum margt af því sem landinn er að horfa
á; „Bjargvœtturinn" (Equalizer), Hver á ad
ráða" (Who’s the boss),,,Undirheimar Miami"
(Miami Vice), „Ættarveldið“ (Dynasty), „Laga-
krókar" (L.Á. Law), „Lúxuslír (Lifestyles of
the rich and famous), „í Ijósaskiptunum" (Twi-
light zone) og þeir eru að horfa á þætti sem nú
eru horfnir af íslenska skjánum eins og „Á
framabraut" (Fame), „Staupasteinn" (Cheers),
„Smart spœjari" (Get Smart), „Hotel“ og
„M.A.S.H.“. Það má því segja að úrvalið sé
blanda af dagskrá Stöðvar 2 og afþreyingar-
deild Sjónvarpsins! Dagskrá rásanna virðist
vandlega skipt í fréttaþætti, íþróttaþætti, tón-
listarþætti, sápu-óperur, teiknimyndir og kvik-
myndir. Utvarp varnarliðsins — sem fáir lands-
menn virðast hlusta á núorðið — hefur mjög
fastmótaða dagskrá, tónlistin nær allsráðandi
með fréttum og veðri inn á milli. Sjónvarp og
útvarp skipa mjög veglegan sess í daglegu lífi
varnarliðsmanna og mynda þráðbein sál-
fræðileg tengsl við heimalandið.
Þetta er sú hlið sem löngum hefur verið
landsmönnum hulin hvort sem það er viljandi
eða óviljandi; að á Vellinum séu hundruð
manna og kvenna að gera hversdagslega hluti,
að horfa á Undirheima Miami, spila keiluspil,
fara í bíó eða sund, í kirkju á sunnudögum, á
bókasafnið. Unglingarnir fara í félagsmiðstöð-
ina og börnin í skólann eða á barnaheimilið. f
kirkjunni ganga að meðaltali 35 pör í hjóna-
band árlega. Og að meðaltali fæðast á sjúkra-
húsinu á Vellinum 140 nýir bandarískir ríkis-
borgarar á ári! Enda hefur fjölmargt það gerst
í gegnum árin sem hefur umbreytt Vellinum úr
einhvers konar útkjálkastöð á stormasamri
heiði í manneskjulegt samfélag með „raun-
verulegu” fólki. Áberandi dæmi um þetta er
að bráðabirgðaíbúðir hafa í æ vaxandi mæli
vikið fyrir varanlegri byggingum og ráðist
hefur verið í umtalsverða orkuvæðingu og
ræktunarstarf. Sem um leið segir þá sögu sem
sumir vilja alls ekki heyra: að smám saman er
verið að byggja upp byggðarlag sem á að end-
ast, en ekki vera til bráðabirgða.
Æðsti foringi Vallarins, McVadon aðmíráll og frú.
Hann laus við búninginn og gat leyft sér að vera
alþýðlegur!
HELGARPÓSTURINN 33