Helgarpósturinn - 09.07.1987, Blaðsíða 36
c
C^Pá hluti stjórnarmyndunarvið-
ræðnanna sem er hvaö erfiðastur
innan flokkanna snýst um að koma
þeim þingmönnum í virðuleg emb-
ætti, sem ekki hljóta ráðherratign,
en telja sig fullfæra um það sjálfir að
gegna þeim embættum. Alþýðu-
flokkur er talinn munu leysa málin
svona: Sighvatur Björgvinsson er
fyrrum fjármálaráðherra Alþýðu-
flokks og fyrrverandi formaður
þingflokks. Talið er að hann hafi í
hinum óopinberu stjórnarmyndun-
arviðræðum fengið formannsemb-
ættið í fjárveitinganefnd. Eiður
Guðnason verður að öllum líkind-
um formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins áfram. Víst þykir að Karl
Steinar Guðnason verði einn af
forsetum þingsins, en lítið hefur
frést af því hvaða embætti Kjartan
Jóhannsson, fyrrverandi formað-
ur Alþýðuflokksins, hreppir. Ólík-
legt er að það verði innan veggja
Alþingis og beinast því augu manna
að lausum bankastjórastólum.
Heimildir HP í stjórnarheiminum
útiloka ekki að Kjartan muni hverfa
af þingi á hausti komandi. Það gæti
þýtt að hann settist í bankastjórastól
einhvers ríkisbankans, t.d. Búnaðar-
banka. . .
að er talið næstum fullvíst að
Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig
fram til formanns Alþýðubandalags-
ins á landsfundi flokksins í haust —
hvort sem það verður á móti
Svavari Gestssyni eður ei. Eðli-
lega eru menn farnir áð velta því
fyrir sér hvort og hvaða stuðning
Olafur muni fá hjá landsfundarfull-
trúum. Það er talið næsta víst að
nær enginn þingmaður flokksins
styðji Ólaf og verður þá staða hans
varla mjög glæsileg úti á lands-
byggðinni; Skúli Alexandersson
muni beita sér gegn honum á Vest-
urlandi, Ragnar Arnalds á Norð-
urlandi vestra, Steingrímur Sig-
fússon á Norðurlandi eystra, Hjör-
leifur Guttormsson á Austurlandi,
Margrét Frímannsdóttir á Suður-
landi. Efsti maður á lista allaballa á
Vestfjörðum, Kristinn Gunnars-
son, er enginn Ólafsmaður heldur.
Því bendir flest til þess að Ólafur
þurfi að reiða sig á stopulan stuðn-
ing af landsbyggðinni og stuðning
„lýðræðiskynslóðarinnar" og
Guðrúnar Helgadóttur i Reykja-
vík. Svo er það spurning hversu
mikils fylgis Ólafur nýtur í sínu eigin
kjördæmi, Reykjanesi, en þar situr
sem fastast Geir Gunnarsson álit-
inn traustur liðsmaður „flokkseig-
endafélagsins"...
Góða
helgi!
Þú átt
þaö skiliö
H
Landslíðíð í kartöflurækt
leíkur undír merki
Þykkvabaefar!
36 HELGARPÓSTURINN
Þykkvabæjarkartöflur - eíns og þú vílt hafa þær!
Pökkun og dreífing: rfPyWWI Þykkvabæjarkartöflur hf., Gílsbúð 5, Garðabæ