Helgarpósturinn - 09.07.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR Ný ríkisstjórn mynduð Eftir tveggja mánaða þref og stífar samningaviðræður tókst loks að berja saman ríkisstjórn í landinu. Hún verður undir forsæti Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins en að auki eiga að henni aðild Framsóknar- og Al- þýðuflokkur. Lengi vel var óvíst hverjir myndu skiþa ráð- herraemhætti Sjálfstæðisflokksins og voru uþpi deildar meiningar um það innan flokksins, eftir því sem fregnir herma. Niðurstaðan var síðan sú að auk formannsins verða ráðherrar þeir Friðrik Sophusson , varaformaður, sem verð- ur iðnaðarráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson sem verður menntamálaráðherra og Matthías Á. Mathiesen sem verður samgönguráðherra. Þar með tókst Þorsteini ekki að fylgja því eftir að hreinsa alla gömlu ráðherrana úr valdastólum, því Matthías situr þar enn þrátt fyrir að flestir hafi talið að þeir Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins og Hall- dór Blöndal, NE, væru líklegri til að setjast í ráðherrastóla. Það vekur einnig athygli að Birgir ísleifur, lengi helsti tals- maður flokksins í iðnaðar- og stóriðjumálum skuli veljast í menntamálin og Friðrik sem verið hefur atkvæðamikill í menntamálum, skuli taka að sér iðnaðarmálin. Aðrir ráð- herrar rikisstjórnarinnar eru þau Jón Baldvin, Jón Sig- urðsson og Jóhanna Sigurðardóttir frá Alþýðuflokknum og Steingrímur Hermannsson, Halldór Asgrímsson, Jón Helgason og Guðmundur Bjarnason frá Framsóknar- flokknum. Allt eru þetta valinkunnir menn og konur, mikið sóma- fólk, en sumum leikur forvitni á að vita hvað það er að gera í pólitík og þá ekki síður af hverju það hefur náð því að verða ráðherrar. Það er einkum stjórnarandstaðan sem sett hefur fram slíkar kenningar og reyndar má segja að allir þeir sem sagt hafa sitt álit á þessari nýju stjórn hafi verið neikvæðir í hennar garð og ekki talið að lífslíkur hennar séu miklar. Þegar eru farin að heyrast mótmæli frá hinum ýmsu stofn- unum og samtökum i þjóðfélaginu, með ýmislegt sem stjórnin hyggst taka sér fyrir hendur. Þannig hefur komið frá bæði ASÍ og BSRB andstaða við að skattleggja matvæli frekar en orðið er og ýmsir fleiri hafa látið í sér heyra vegna áætlana hinnar nýju stjórnar. Kynferðisafbrot Starfsmaður við framköllun komst að því fyrir skömmu' að viðskiptavinir hans höfðu ekki hreint mjöl í pokahorn- inu. Hann var að framkalla myndir af tveimur stúlkum á barnsaldri og þótti myndirnar ganga langt út yfir allt vel- sæmi. Svo langt, að hann hafði samband við lögreglu vegna málsins og gekk hún í að rannsaka hvað þarna var á ferð- inni. í ljós kom að eigendur filmunnar fyrrnefndu höfðu sumarlangt rekið sumarbúðir fyrir börn, en hér er um að ræða karl og konu. í þessum sumarbúðum höfðu þau mis- notað stúlkurnar sem myndirnar voru af og eru af þeim at- burðum ófagrar lýsingar sem ekki eru prenthæfar. Eftir að þetta komst í hámæli hafa stúlkurnar tvær getað létt á hjört- um sínum um málið og í framhaldi af frásögnum þeirra hef- ur maðurinn verið hnepptur í gæsluvarðhald og gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Stúlkurnar eru níu og tólf ára gamlar. Frjálst fiskverð Upp hafa risið nokkrar deilur og umræður í kjölfar þess að fiskverð var gefið frjálst um síðustu áramót. Sjómenn á Vestfjörðum hafa verið afar óánægðir með sinn hlut, en þar hækkuðu útgerðarmenn fiskverðið um 10% einhliða og gátu sjómenn ekki við það unað. Töldu þeir að annarstaðar á landinu hefði verðið til sjómanna hækkað mun meira, m.a. í Reykjavík og á Akureyri og Sauðárkróki. Hafa menn í framhaldi af þessu sett spurningarmerki við þá ákvörðun að gefa fiskverðið frjálst og ekki talið að það skilaði þvi sem það átti í upphafi að gera. Sjómenn á Rauðanúpi ÞH 160, sem gerður er út frá Raufarhöfn, hafa t.d. sagt upp störfum vegna óánægju með fiskverð og frá Vestmannaeyjum berast þær fregnir að þar hafi fiskverðið ekki hækkað nema um 13—14% frá því það var gefið frjálst. Fréttapunktar • Dönsk stúlka, sem verið hefur á upptökuheimilinu í Kópavogi, strauk þaðan fyrir nokkru og telja menn að hún hafi reynt að flýja land, enda mun vilji hennar hafa staðið til þess að komast af landi brott fyrr en síðar. í fyrstu var tal- ið aö hún hefði gerst laumufarþegi með þýsku vöruflutn- ingaskipi en seinna komust menn að því að svo var ekki. Þá var talið að hún hefði tekið sér far með Flugleiðum, undir fölsku nafni og ætlað sér til Noregs þar sem hún á ættingja. Síðast þegar fréttist hafði stúlkan ekki komið í leitirnar. • Eldeyjarsvæðið, eitt gjöfulasta rækjusvæði landans um áraraðir, gefur ekki það sem það áður gaf. Veiði þar hefur svo til engin verið, þrátt fyrir annars góðar gæftir. Sjómenn vilja kenna um ofveiði en fiskifræðingar eru þess ekki full- vissir að sú sé skýringin á því hversu dræmt hefur aflast. • íslenska A-landsliðið í handknattleik náði stórgóðum árangri á gifurlega sterku alþjóðlegu móti sem haldið var í Júgóslavíu. Á mótinu voru margar af sterkustu þjóðum heims, en íslenska liðið náði þar þriðja sæti, sigraði m.a. heims- og ólympíumeistara Jugóslaviu og hina firnsterku A-Þjóðverja. Einar Vilhjálmsson setti nú nýlega íslandsmet í spjótkasti, bætti um leið eigið met þegar hann kastaði spjótinu 82,10 metra á frjálsíþróttamóti í Laugardal. Einar bætti metið um tæpa tvo metra. Erlingur Jóhannsson setti met í 800 metra hlaupi á Bislet-mótinu í Osló, hann bætti nokkurra ára gamalt met Jóns Diðrikssonar um 4/10 úr sek. Róbert Harðarson, skákmaður, sigraði í sínum flokki á World Open mótinu, sem haldið var í Filadelfíu i Bandaríkj- unum. Róbert fékk í aðra hönd um 170.000 krónur fyrir sig- urinn. Eftir að Valur og KR gerðu jafntefli í toppleik fyrstu deildar heldur Valur enn forystunni í mótinu. • Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs varð veltuaukning í bíla- sölu yfir 90%. • Pyrirhugað er að fleygja alls 177 tonnum af kindakjöti á haugana og er talið að þetta kosti ríkið um 36 milljónir króna. Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstööum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 99-1031 og 99-1030 Sækjum og sendum Greiöslukorta Langholtsvegi 109 þjónusta (í Fóstbræöraheimilinu) Sími 688177 KARAKTER SPORT SPORTFATNAÐUR -SUMARFATNAÐUR KARAKTER SPŒtT -VESTURGATA 4 - SÍMI 19260 WELGARPÓSTUfilNN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.