Alþýðublaðið - 25.03.1938, Side 3

Alþýðublaðið - 25.03.1938, Side 3
FÖSTUDAG 25. MARS 1938. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmsson(heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alpýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Vílja íhaldsmenn enga bitlinga? —o— BLÖÐ íhaldsins hafa und- anfarna daga skrifað mik- um stjórnmálahorfurnar í lándinu og viðhorf stjórnmála- flokkanna til ríkisstjórnarinn- ar. Sennilega er íhaldið ekki ennþá örugt um að íhalds- bandalagið, sem Ólafur Thors og J. J. hafa verið að vinna að undanfarið, takist. Þau gefa í skyn að Alþýðuflokkurinn muni vera reiðubúinn til þess að hindra það að íhaldið taki við völdunum og eina skýringin, sem á því sé að finna, sé græðgi foringja Alþýðuflokksins í bein og bitlinga. í sjálfu sér er svo auðvirði- legur málaflutningur ekki svara verður; það er ótrúlegt að nokk- ur hugsandi maður líti öðruvísi en með fyrirlitningu á hinn stöðuga rógburð íhaldsblað- anna, sem þau hafa tekið upp éftir kommúnistum, um „bitl- ingalýð" Alþýðuflokksins. En sennilega álíta íhalds- blöðin, að einhver jarðvegur sé fyrir þennan sífelda rógburð, því varla birtist í þeim stjóm- málagrein, svo að viðkvæðið sé ekki um hin „feitu bein og bitl- inga“ Alþýðuflokksins. Þegar íhaldsblöðin tala um Alþýðuflokksmenn, eru öll embætti, sem þeir gegna, og all- ar trúnaðarstöður hins opinbera „bein og bitlingar“. íháldið virð ist eiga afar erfitt með að sætta sig við það, að allir þeir, ,sem opinberum störfum gegna eða hafa sæmileg laun, skuli ekki vera íhaldsmenn, enda gætti það þess vandlega meðan það liafði völdin óskoruð, að úti- loka alla frjálslynda menn frá opinberum trúnaðarstörfum. Það er langt frá því, að fyr- vérandi stjórn hafi fylgt sömu reglu gagnvart íhaldinu. Senni- lega eru meira en 10 íhalds- ménn á hvern Alþýðuflokks- mann í embættisstöðum; þá fyr- nefndu kallar íhaldið auðvitað embættismenn, þeir síðar- nefndu eru „bitlingalýður11 á máli íhaldsblaðanna. Og það er síður en svo að í- haldið hafi farið varhluta af þeim opinberu stöðum og trún- aðarstörfum, sem stofnuð hafa verið í tíð fyrverandi stjórnar og ekkert hefir á því borið, að Sjálfstæðismönnum hafi verið ó ljúft að taka laun fyrir störf, sem þeir kalla bitlinga, ef Al- þýðuflokksmenn gegna þeim. Þeir hafa haft fulltrúa í fisk- sölusamlaginu, fiskimálanefnd, síldarútvegsnefnd, útvarpsráði, síldarverksmiðustjórn, mjólk- ursölunefnd, kjötverðlagsnefnd, gjaldeyrisnefnd, bankaráðum o. s. frv. og á flestum þessum stöðum hafa verið tveir íhalds- menn á móti hverjum Alþýðu- flokksmanni. Þessir íhaldsmenn hafa hirt laun sín með beztu samvizku og sennilega þózt hafa vel til þeirra unnið, en blöð í- haldsins eru látin skrifa enda- laust dag eftir dag um bitlinga- græðgi þeirra Alþýðuflokks- manna, sem starfa í þessum sömu nefndum. Og það er síður en svo að þessir siðameistarar, sem skrifa í íhaldsblöðin, hafi sjálfir sleg- ið hendinni á móti opinberum trúnaðarstöðum, enda þótt þeir hafi orðið að taka á móti þókn- un fyrir þau til viðbótar þeim launum, sem þeir fá frá Sjálf- stæðisflokknum fyrir að skrifa um bitlinga og bein andstæðing- anna. Jón Kjartansson er á launum á fisksölusamlaginu á kostnað hinnar skuldugu útgerðar, auk þess sem hann endurskoðar reikninga Landsbankans. Valtýr Stefánsson hefiir tek- ið sæti í útvarpsráði. Árni frá Múla og Sigurður Kristjánsson eru á launum hjá fisksölusam- laginu auk þingmenskunnar. Magnús Jónsson, sem oft skrifar ritstjórnargreinar Mgbl., er pró- fessor, alþingismaður, í banka- ráði Landsbankans og endur- skoðandi landsreikninganna. Stjórnmálaritstjóri Vísis, Jak ob Möller, er alþingismaður, bæjarfulltrúi, bæjarráðsmaður, formaður framfærslunefndar, í tryggingarráði, rekstrarráði, hefir verið í mjólkursölunefnd og stjórn Sjúkrasamlags Rvík- ur og er enn starfsmaður þar. Og meðeigandi hans við Vísi, Björn Ólafsson, hefir sætt sig við að taka laun í gjaldeyris- nefnd. Þetta er sjálfsagt langt frá því tæmandi upptalning á auka- störfum þessara leiðandi manna við blöð Sjálfstæðisflokksins. Því skal ekki haldið fram, að þeir taki laun fyrir engin störf — m. ö. o., að störf þeirra séu bein og bitlingar, eða sannfær- ing þeirra hafi verið keypt með laununum. En almennt vel- sæmi ætti að krefjast þess, að þeir velji sér heldur einhver önnur viðfangsefni að skrifa um — heldur en bitlinga andstæð- inganna. Enda munu lesend- urnir eiga ervitt með að skilja, hvaðan íhaldsmönnum kemur sú vissa, að Alþýðuflokksmenn selji sannfæringu sína fyrir feitar stöður og bitlinga, nema þeir viti það upp á sjálfa sig, að hafa verzlað þannig með sann- færingu sína. Hjálp til Spánar. RÍKISSTJÓRNIR Norður- landa hafa fengið áskor- un um að taka þátt í alþjóðlegri fjársöfnun til hjálpar heimilis- lausum börnum á Spáni. Sá, sem hefir umsjón með þessari söfnun, er norski dóm- arinn Michael Hansen, sem jafn framt er formaður Nansenstofn unarinnar í Genéve. Þessi hjálparstarfsemi verður pólitískt hlutlaus, en mun þó verða mest í Kataloníu, því þar er þörfin mest. Auk þess heldur sænska Spánarnefndin, sem tók til starfa í fyrra, stöðugt áfram að senda stjórnarsinnum matvæli, aðallega niðursoðið kjöt, smjör og mjólkurduft. Einnig sér nefndin fyrir 8 barnaheimilum fyrir landflótta spönsk börn í Frakklandi. Enn fremur send- ir norska hjálparnefndin stjórn- arsinnum matarbirgðir og hefir m. a. sent til Spánar 15 þús. kg. af þorskalýsi þetta ár. Nefndin fékk nýlega þakkar- ávarp frá spönsku ríkisstjórn- inni, þar sem hún fullyrðir, að lýsið hafi orðið til að bjarga þúsundum barna frá því að verða sjúk af næringarskorti. (FÚ.) Hálaferlin I loskva oo orond- vallarkenninoar jafnaðarmanni. WS ÁLGAGNIÐ, sem gefið er út fyrir rússneskt fé og sem í einu og öllu túlk- ar sjónarmið rússneskra valdhafa, ekki aðeins um innanríkismál í Rússlandi, heldur og um okkar eigin mál, lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Jafnákveðið og það vinnur að sundrungu í íslenzkri verkalýðshreyfingu, jafná- kveðið túlkar það vilja Stal- ins í þeim viðbjóðslegu mála- ferlum og fjöldamorðum, sem nú eru daglegir viðburð- ir í paradís kommúnism- ans. Það verður hins viegar aið játa, áð blaiðáð er í hálfgierðium viand- ræðum út af þesisium málum. Það er t. d. alveg hætt að talia um hina „elskuðu for,iugja aiþýöuinn- ar“, nev, nim, ov o. s,. frv. Það veit sem sé ekki, hverja það má nefna, því að þó að- alt sé í (lagi í dagi, igetur einhver af þess- um „elskuðu foringjum“ frá í dag staðið sem bers,trípaðuir „er- indreki nazismans >og japanska hernaðarauðvail d sinis ‘ ‘ á miorguin fyrir dómstóili Stalinis. Það hefir jafnved ekfci nú í iangain tíma birit ejtt eámaisita hrósyrðii Um „hetjuna frá Le’ip- ziig“, Dimitrov, stjórnandia al- þjóðasiambandis kommúnist,a, því að hver veit nema á miorgpn komi skeyti frá Moskva um það, að hamm, einmátrt hann, stjóm- andi Koniinterm, maðurinin siern fann iupp siamfylkingarheitunia, siem- H. V. iog fleiri haifa, nú gleypt, hafi venið portturinn og 'paninain í ö.lium svikunlum síðustu) 4 ár, stjórnað „centnalnium" fyrir Hutler og staðið að baki Bukhaiini og Krestmski, Jagiodia og hvað þeir nú allir heita, sem hafa gef- ið Brynjólfii fyrirskipainir á und- anförnum' árum? Enda berast nú þær fréttir urtan úr heimi, að Dimitnov verði meðal þeirna sem næst eiga að koma fynir rétt í Mioskva — og skjótasrt,, endai mun Stailin þykjalsit a. m. k. geta isannáð þaið, lað hiaim haffi háft samhanid við þýzku inaziistiaiög-i regluna! Og sarnt sem áður hefir Dimi- tnov imýliega haldið ræðUi, sem kommúnistahlöð uim allar jarðir hafa birti, — mema Þjóðvi'ljinm hér. 1 þessari ræðu reyniir Dimitnov með sfóryrðum að vinna hyl'li edn- ræðisherrans í Kneml og fcoma með því í veg fyrir það|, að hann verði í mæsrta is láturfjárhópimum. Þar segir hanni, að afstaðian til' Rúsisilands hjá hverjmn eimstak- lingd sé prófsteinninn á fylgi hasns við sióisíaiiismiann iog einlægt lýð- ræði! „Það finst ekki nieirtt dærni, er sýnir betur hver er fjandmiað- ur eða vinur verkiailýðsins og málefni sósíalismians, hver er fjaimdmaður eða vinur lýðræðds og friðan, ein afstáðan til Sovét- Rúsislands.“ Þetta segir Dimitrov í dag, eaii hvað verðUr sagt um hann á morgun? Verður hanin einn þeirrai, sem eftíir 1 mánuð eð)a 2 verður stiiLt upp viið múrinn viöi Ljubjanfcafangelsin og skiotinn eins iog „svívirðileguir landráöa- anaður ioig fiasisti"? Aðrir einsi hlurtir haffa gersit í Rússlandi und- anflarið. Allir fremstu menn Rúsisa, állir, að öitfáum undian- teknumi, þar á meðail Trortzki, sem sköpuðu byltiUgiunai, lággja nú dauðir, skotniir bak við eyrað eða drepnir á ei-tri. Þetta er og mergurinn málsans. Annaðhvurt hafai umi 99 af hverj- umi hundrað atf þeim möainum, sem 'sköpuðu rússnesklu bylting- una iog stjórnað hiatfa alþjóðaslam- bandi kommúnista, er síðan, stjórnar kiommúnásrtafliokkunium víðs vegar um heimi, vexlð hreinir og skærir glæpamenn, svándlarar, þjófar., mofðingjair eðai það, sem er að gerast á Rússlandi, er spriottíð af ofsóknarbrjálæðá ein- valdansi, sem svipar þá að flestu til Calágúia, sem' gerði hest sihn að ráðherrai, og Neno, sem lék hlæjandi á fiðlu, meðan Róma- horg var að brenna! Kommúnistar halda því fram, að allir þessir menn, sem sköp- uðu rússnesku byltinguna og stjórnað bafa alþjóðasamibandi kommúnista!, hatfi verið og séu „svívirðilegir landráðamenn iog glæpamenn“. Þetta getur meira en verið, og sýnir þá hvaða fyxirskipanir Brynjólfur & Go. hafa verið að framkvæma á undanförnum ár- um. En rnargir munu þó efast um, að þannig lággi I málunum. Fleiri munu fallast á hina skoðunina, að alt þetta framferði sltafi aif stjórnarfarinu í Rússlandi, ein- ræðinu, undiiókiuninni og of- sóknunum gegn ölllum þeim', sem leyfa sér að 'líta öðarum augum á einstök mál en einræðisherrann og sú klifca, sem stendur í fcring um han n. Allir menn sjá það, aði slíkt á- stand, sem nú ríkir í Rúslslamdi, á efckert skylt við sósialilsmann. Sósíalisminn sfcapar fult fielsi fyrir alla rnenn, skoðaniafrelsi, málfielsá,, ritfiel'Si og samtáfca:- frelsi. Efckert af þessu er til í Rússlandi, þrátt fyrir það, þó aö þáð eigi áð vera þuð samfcvæmt orðum stjórnariskrá;rinn.air. 'Kommúnistar hafa löngum lát- ið ljót orð falla til Alþýðubláðs- ins fyrir það, að það hefir efcki gleypt hverja flugu, sem fcom- ið befir frá Rússlandi. Meðan rússneskt, þýzfct eða ítalskt réttarfar gildftr, ekfci hér á Islandi, mun Alþýðuflokkurdnn gagnrýna það, sem honum finst stefna gegn grundvallarsetning- um jafnaðarstefnunniar, hinw full- komna frelsi og mannréttindum. Þó að' múllinn hafi verið aetrtur á forsprafcka komm ú nistaf Lókksi nis og hann sitji þar fastur — mUn jSrtalin efcká méð fyrirslkipiuinium sínum geta fcomið honium á Al- þýðuflokkinn — jáfnvel þó að einstakir menn, sem verið hafa í flokknum, ósiki nú framai- öllu öðru að ganga undir jarðairinen útbúsins frá Túsisneska fcommún- iisitafliokkhum og hlýðia fclofnings’- skipurtiunum þaðam. Eldhússdagur Jónasar Jónss. á alþingi I gær. Frh. af 1 siðu. heimskan, illa menntaðan, ó- dreng, bjálfa, einræðissinnaðan, lítilfjörlegan, hann hefði fram- ið vísvitandi lögbrot og rang- læti o. s. frv. Hann hóf mál sitt með því, að tala um lögin um alþýðutrygg- ingar almennt, og lýsti göllum þeirra, sem væru verk Alþýðu- flokksins. Hann kvað skipun Sjúkrasamlagsformannanna vera ódrengskap í garð Fram- sóknarflokksins og sérstök óvin- átta í sinn garð. Hann kvað lögin til skammar fyrir Alþýðu- flokkinn, sjúkratryggingarnar hefðu í för með sér þunga skatta á menn, sem notaðir væru til að halda uppi læknum á 20 til 30 þúsund króna laun- um. Ræða hans var löng, en ekki merkileg, umbúðirnar mikl ar, en efnið lélegt, og lýsti ein- göngu persónulegu hatri, sem virtist sprottið af öðrum málum, enda sagði hann orðrétt, að málið væri „lítið og ómerki- legt,“ sem rætt var um. * Þessi ofsareiði J. J. mun og ekki eingöngu hafa verið sprott- in af því, að hann gat ekki skipað ráðherra Alþýðuflokks- ins fyrir verkum, heldur af hinu, að hann veit, að næstum allir flokksmenn hans hafa skömm á makki hans við íhald- ið, enda vakti það athygli, að hann talaði lítið við flokks- menn sína undir þessum um- ræðum, heldur eingöngu við í- haldsmenn — og þá fyrst og fremst Sigurð Kristjánsson. Svar Haralds Guðmunds- sonar. tók sér auðsjáanlega ekki nærri hin ljótu orð J. J. Hann skýrði frá því áliti sínu, að skipunarvaldið í þessu til- felli lægi í höndum ráðherra. Hann kvaðst ekki hafa getað tekið til greina tillögu meiri- hluta Tryggingarráðs viðvíkj- andi ísafirði og Vestmannaeyj- um. Sjúkrasamlaginu á ísafirði hefir verið stjórnað af hinni mestu prýði, og það var engin ástæða til þess að skifta þar um formann. „Ég vil líka geta þess, að það getur ekki verið móðgun við Framsóknarflokkinn þó að ég skipaði ekki Jóhann Þor- steinsson. Hann hafði í fyrsta lagi engin afrek sýnt í þessa átt, en það hafði sá maður sýnt, sem minnihluti Tryggingarráðs lagði til að yrði skipaður, og ég skipaði — og auk þess, er Jóh. Þorst. hatrammur andstæðing- ur Framsóknarflokksins. Viðvíkjandi Vestmannaeyj- um vil ég geta þess, að þar hefir stjórn Sjúkrasamlagsins gengið mjög báglega og fjárhag- ur þess verið í hinu mesta öng- þveiti. J. J. og Jakob Möller lögðu til, að Ástþór Matthías- son yrði skipaður formaður samlagsins. Hann hefir verið í stjórn þess og auk þess hef- ir hann átt sæti í stjórn sjúkra- hússins, og það er athyglisvert í þessu sambandi, að legudaga- fjöldi sjúkrahússins hefir þrefaldast á s.l. ári. Ég vildi ekki skipa þennan mann, sem formann Sjúkrasamlagsins. Ég frestaði því og hafði hugsað mér, að læknir Tryggingastofn- unarinnar eða einhver annar færi til Vestmannaeyja og at- hugaði rekstur samlagsins og fjárhag þess, og ég vil vænta þess, að sá ráðherra, sem nú á að skipa formann sjúkrasam- lagsins í Vestmannaeyjum at- hugi vel ásigkomulag samlags- insins, áður en hann tekur á- kvarðanir sínar.“ Har. Guðmundsson kvaðst una því vel, að þegar J. J. hefði eldhúsdag á sig, þá væri aðalmál hans alþýðutrygging- arnar, „því að ástæðan til þess að lögin um alþýðutryggingar eru ekki eins fullkomin og æskilegt hefði verið og Alþýðu- flokkurinn ætlaðist til, er fyrst og fremst sú, að J. J. vann að því öllum árum að spilla þeim og tókst það ásamt íhalds- mönnum.“ Það væri og broslegt, að heyra J. J. tyggja upp sömu rógsyrð- in um alþýðutryggingarnar og Mgbl. Iðgjöldin, sem menn greiða til sjúkrasamlaganna er ekki nýr skattur, heldur fé, sem þeir leggja fram sér til öryggis gegn sjúkdómum. Og út af því, sem J. J. sagði um laun lækn- anna, sagði hann, að bezt væri að biðja hann að reikna út laun þeirra áður en sjúkratrygging- arnar komu. Hinsvegar væru áreiðanlega fá dæmi til þess, að læknar hefðu nú þau laun, er J. J. vildi vera láta. H. G. kvaðst vita það, að flokksmenn J. J. yndu ekki vel framkomu hans og stafaði reiði hans og ofsi af ýmsu öðru en því, sem kæmi fram við þessar umræður. Um rétt sinn, sem ráðherra, til að skipa formenn í Sjúkra- samlögum gegn tillögum meiri- hluta Tryggingarráðs kvað hann hægan vanda að fá skor- ið úr með dómi. Ýmislegt skemtilegt kom fram við umræð urnar, sem ekki verður rakið hér, en samkvæmt ósk Fram- sóknarflokksins var fundi frest- að til kl. 5, en kl. 5 var fund- inum slitið samkvæmt ósk sama flokks. Lloyds í Loinldon heitír myndin., siean n,ú er sýn]d í Nýja Bíó. Lýsi'r hún katfJa; úr siögui Englan-ds. Aðailhlutverkiin Feiika Miadeleine Cairnoll og Ty- none Power. Aðgerðasmiðj an, Lauga- veg 74 gerir við aluminíum- búsáhöld o. fl. Sími 3646. Málaravinna. Tek að mér alla málaravinu utan húss og innan, einnig loftþvott. Oddur Tómas- son, Vesturgötu 68. Sími 3835. Útbreiðið Alþýðublaðið. Haraldur Guðmundsson tók ofsa J. J. með mestu stillingu og n- til kaupenda út um land. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ber að greiða Alþýðublaðið ársfjórðungslega fyrirfram. Næsti gjalddagi er 1. apríl n.k. Munið að senda greiðslu yðar á réttum gjalddaga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.