Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sigurður Guðmundsson: JÓN BALDVINSSON er dáinn.“ Þessi orð voru sögð við mig á fimtudagsmorg- uninn þann 17. þ. m. kl. 9,55. Mér brá við fregnina, ekki af því að ég hefði ekki getað bú- ist við henni, heldur vegna þess erindis er ég var að reka fyrir mína húsbændur, og þess atburðar, er gerst hafði um nóttina, samþyktar gerðar- dómsfrumvarpsins. Mig hefði langað til þess, að minnast þessa mæta manns fyrir hönd þess félags, er ég hefi starfað fyrir undanfarandi — en atburðurinn er gerðist 13. febr. s.l. er þess valdandi, að ég geri það ekki. Er það þó ekki af því, að þar sé ekki margs að minnast. Jón heit. Baldvinsson var ekki einn af þeim mönnum, sem láta fara mikið fyrir sér, en ef hann sagði eitthvað, þá var hlustað, og ef hann lagði eitthvað til málanna, þá var tekið mikið meira tillit til álits hans, en allra annara, hann hafði sem sé það til að bera, þá óvenjulegu hæfileika, að geta samrýmt hinar ólíkustu skoðanir. Við, sem höfum ein- hverntíma lent með honum í samningum, getum minnst þess, er hann sagði: „Mér finst þetta ekki heppilegt orðalag, getum við ekki fengið betra orð yfir þetta eða hitt.“ Með þessu sneið hann af sárustu broddana, þó meiningin væri hin sama. Og ég hefi orðið þess var, að verk, sem Jón heit. kom í framkvæmd, voru eignuð öðrum mönnum, eða að aðrir menn, sem hvergi höfðu kom- ið nærri, eignuðu sér þau; ekki var hann að fást um það. Hver var það, sem farið var til með vandamálin, þegar all- ar leiðir voru lokaðar og leysti þau ávallt á heppilegasta hátt? Hver var það, sem leysti deil- urnar, sem komu við virkjun Sogsins, þegar allir voru uppgefnir að ráða fram úr þeim, hafði deiluaðila sinn á hvorri hæð og gékk á milli og náði samkomulagi? Enginn ann- ar en Jón Baldvinsson, — og svona mætti lengi telja. Jón heit. skrifaði mikið, enda kom hann miklu í framkvæmd, og get ég hugsað mér, að það sé vart til heimili í þessu landi, sem ekki eigi honum eða hans verkum eitthvað að þakka beint eða óbeint. Við Alþýðuflokksmenn höf- um mist mikið. Við höfum mist foringja, sem við virtum og dáð- um og máttum treysta, foringja, sem hörðustu andstæðingar við- urkendu sem gáfaðan og merk- an drengskaparmann. — Skarð hans er vandfylt, en við skulum ekki láta merkið falla, við skul- um hver og einn festa okkur í minni hans síðustu ummæli og starfa eftir þeim: „Eðli verka- lýðshreyfingarinnar er ekki skyndiáhlaup, hávaðafundir og æfintýri, heldur markvíst sleitu laust strit fyrir málefnunum“. Þetta voru hans síðustu orð til verkalýðsins, síðasta ráð- legging hans, og það ráð mun reynast okkur vel eins og ráð hans önnur. Ef við störfum eftir þessu all- ir sem einn, þá er sigurinn vís, og það er sá bezti minnisvarði, sem við getum reist Jóni Bald- vinssyni. Sigurður Guðmundsson. Jón Arason: ÍJ KKi datt mér í hug, að það yrði hinzta kveðjan, er Jón Baldvinsson kvaddi mig, er hann gékk af Dagsbrúnar- Nokkrir verkamenn minnast foringjans. «..- fundi í Nýja Bíó, fyrir skömmu — en þó varð svo, því í dag er hann til moldar borinn. í dag fylgjum við hinum vinsæla al- þýðuforingja síðustu sporin í þessum heimi, út að gröfinni. Ég veit, að Jón Baldvinsson gleymist ekki íslenzkri alþýðu, þó hann sé horfinn sjónum vor- um. Ég ætla ekki að lýsa Jóni Baldvinssyni sem foringja ís- lenzkrar alþýðu. Það munu aðr- ir gjöra, mér færari, en þess má geta, að ég kem ekki auga á mann, er fylli hans skarð. En hins vil ég minnast með þessum línum, hver vinur Jón Bald- vinsson var mér persónulega þau rúm tuttugu ár, er ég var svo lánsamur að eiga hann að vin. Ég minnist ekki að hafa átt fjarskildan vin jafn tryggan og ráðhollan sem Jón Baldvins- son. í hvert sinn, er ég fór til hans með mín vandkvæði eða annara, sem líka bar við, var hann manna fljótastur að leysa þau með góðum og hollum ráð- um. Og ég veit, að margir hafa þessa sögu að segja — um þig látni vinur og félagsbróðir. Það er ekki hægt með þessum fáu orðum að minnast á alla kosti þessa látna þjóðhöfðingja, en eins vil ég geta, sem hafði þau áhrif á mig, að ég minnist Jóns Baldvinssonar ætíð sem fyrir- myndarmanns, og það var hans frábæra glaðværð, háttprýði og prúðmennska við hvern sem var. Þar var Jón Baldvinsson fyrir- mynd margra annara. Nú ertu horfinn sjónum vor- um, kæri vinur, félagi og for- ingi, inn á hið friðsæla land. Við biðjum guð að blessa þér heimkomuna þangað. í nafni hinna fjölmörgu vina, og í mínu eigin nafni og stéttarbræðra minna, kveð ég þig vinur hinztu kveðju. Þökk fyrir alla samver- una, þökk fyrir alla hlýjuna og allan kærleikann frá fyrstu tíð til síðustu stundar. Eyjan vor með faldinn fanna flytur þökk í sorgum hljóð, þú ert kvaddur þúsundanna þakkarkveðju af íslands þjóð. Jón Arason. Ofar auðn og moldu, æðsta lifir þráin. Fölva slær á foldu, foringinn er dáinn. drenglunduðum manni, í orðs- ins beztu merkingu. Ég var einn þeirra mörgu, sem var svo heppinn að hafa kynst Jóni Baldvinssyni allvel, og er orðið langt síðan að kynn- ing okkar hófst. Það var í des- ember 1905, sem við sáumst fyrst. Þá var það kvöld eitt rétt fyrir jólin, að margt fólk safn- aðist að fundarhúsi einu hér í bænum til að stofna Good- templarastúku. Upp úr því kyntumst við Jón Baldvinsson, því að við vorum báðir í þess- um skara. Það kom brátt í ljós, að þar sem Jón var, þar var vel skipað sæti. Og þessi stúka, sem hér um ræðir, átti Jóni Bald- vinssyni manna mest að þakka, að hún lifði af sína fyrstu erf- iðleikatíma. Hófust víst þarna hin fyrstu sem að vísu var ekki samnings- rof. En hér verður þetta mál ekki rakið lengra, en þess má geta, að þarna sýndi Jón Bald- vinsson mikla lipurð og lægni, og leiddi allt til viðunandi sátta, að vísu með tilstyrk fleiri nýtra manna. Svo liðu ár- in, og við, sem vorum í þessari stúku (Skjaldbreið hét hún) lit- um ávalt til hans sem eins okkar allra bezta félaga, og voru foringjahæfileikar hans þá auð- sæir hverjum þeim, sem hafði eftirtekt til að meta slíkt. Um 10 ára skeið starfaði Jón í stúku þessari, og um þær mundir, sem starfi hans lauk þar, skrifaði einn stúkufélaginn einskonar eftirmæli eftir hann í stúkublaðið. Þessi félagi var Felix Guðmundsson. Höfðu þeir starfað allra manna ötulast í Síðnstu orðin, sem Jón Baldvms- son talaði til íslenzkrar alpýðn.} SÍÐASTI FUNDURINN, sem Jón Baldvinsson mætti á hjá verkalýð landsins var Dagsbrúnarfundurinn 13. febrúar síðastliðinn. Af þessum fundi fór hann í rúmið og komst aldrei út eftir það. Á fundinum flutti Jón Baldvinsson stutta ræðu, sem var þrungin af alvöru og rökum. Útdráttur úr þessari ræðu birtist í Alþýðublaðinu 18. febrúar, því að þetta voru síðustu orðin, sem Jón Bald- vinsson talaði til alþýðunnar, sem hann hafði starfað fyr- ir í 22 ár, og má því líta á þau sem síðustu heilræði hans til hennar — og skulu ummæli hans birt hér enn. Hann lauk ræðu sinni á þessa leið: „Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki skyndiupp- hlaup, hávaðafundir og æfintýri, heldur mark- víst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum. Islenzkt fólk er frábitið hugsunarhætti komm- únismans og hann sigrar aldrei hér á landi fyr- ir atheina íslendinga. Það er hið hættulegasta æfintýri fyrir íslenzka alþýðu að taka sér merki mannanna frá Moskva í hönd og ganga með það út í baráttuna. Undir því merki mun hún bíða ósigur og falla. íslenzk verkalýðssamtök geta aldrei unnið fullnaðarsigur nema með aðstoð — og í bróðurlegri samvinnu við millistéttina, iðn- aðarmennina, hina lægst launuðu embættis- menn o. s. frv. Ég vænti þess, að reykvísk al- þýða skilji þetta og fari eftir því, sem hún á- lítur skynsamlegast eftir rólega yfirvegun.“ Autt er öðlingssæti; einn úr fallinn stríði, merkisberinn mæti, mannkostanna prýði. Sjást ei sárabætur; söknuð fyllist vonin. Gamla ísland grætur göfga merkis-soninn. J. A. Magnús Gíslason: JÓN BALDVINSSON er lát- inn, og merki Alþýðu- flokksins drúpir nú í sorg um stund, því að æðsti foringinn er fallinn í valinn. En það mun hefjast brátt að hún aftur, því að hollvættir íslenzkrar al- þýðu munu skipa fram nýjum foringjum, þó að einhverjir falli frá. Hér er foringi fallinn, sem íslenzkri alþýðu er mikill sómi að hafa átt sem sinn fyrsta foringja, og hann ætti jafnan að verða fyrirmynd þeirra alþýðuforingja, sem á eftir koma. Þeir, sem kynntust Jóni Baldvinssyni, munu flest- ir mæla það einum rómi, að þar hafi þeir kynst prúðum og afskifti Jóns Baldvinssonar af félagsmálum, og gáfust þegar í byrjun næg tækifæri til að prófa starfshæfileika hans. Ýms atvik voru því valdandi, að stúkan þurftr að beita harðsnúinni vörn, því að harðskeyttir menn sóttu annarsvegar að. í byrjun hafði stúkan tekið húsnæði í Báruhúsinu (nú K.R. húsið) — og reist sér með því hurðarás um öxl. Komst hún því sem næst í gjaldþrot áður en fyrsta árið var liðið, sökum of hárrar húsaleigu og einnig þess, að fjöldi þeirra, sem lagt höfðu á stað í förina, þegar stúkan var stofnuð, höfðu brugðist. Bauðst nú stúkunni hagkvæmari leigumáli í Good- templarahúsinu og flutti hún þangað fyrirvaralítið. Önnur stúka var þá starfandi í Báru- húsinu, og í þeirri stúku voru ýmsir úr Báruhússstjórninni. Sóttu þeir nú stúku okkar heim í hinum nýju heimkynnum, og urðu fyrstu fundirnir þar mjög róstusamir, því að Báruhúss- stjórnin vildi krefjast hárra skaðabóta fyrir samningsrof, — stúkunni allt frá stofnun henn- ar. Þessi grein, sem var rituð í mars-byrjun 1915, mun vera það fyrsta, sem um Jón Bald- vinsson hefir verið ritað, og er hún að því leyti all merkileg. En hún er þó öllu merkilegri fyrir það, hvað starfshæfileikum Jóns Baldvinssonar er þar lýst af mikilli glöggskyggni, því sú lýsing ber alveg heim við það, sem öll þjóðin kynntist síðar, þegar hann fór að starfa að op- inberum málum. Jón Baldvins- son reyndist þannig sami maður í starfi sínu fyrir Alþýðuflokk- inn eftir að hann gerðist for- ingi þar, eins og hann hafði áð- ur reynst í þessari Goodtempl- arastúku. Þannig reynist sannur maður alltaf jafn trúr, hvar sem hann er settur til starfa, hvort sem það er á hærri eða lægri stöðum. Þann sannleika vottaði Jón Baldvinsson með starfi sínu fyr og síðar. Það var eins og það andaði jafnan hlýju frá Jóni, hvar sem hann sást, og sú hlýja var ekki fölsk. Hún kom frá hjartanu, og vermdi eins og sólargeisli hvern sem hún náði til. En þau eru líka einkennin sönnu á flestum góðum mönnum. Magnús Gíslason, Þórsgötu 9. Jón S. Jónsson: ÞEGAR ég heyrði lát Jóns Baldvinssonar, hins merka foringja verkalýðsins, þá komu mér í huga þessi orð eftir Hjálmar í Bólu: Fallin er til foldar sú hin fræga eik, sem laufguð var listablóma. Sterkbygð lengi stóð og storma þoldi mannviðar á mörk. Öll alþýða þessa lands á nú á bak að sjá þeim ástríkasta og sigursælasta foringja, sem hún hefir átt, Jóni Baldvinssyni. Hann hafði hlotið í arf alt það, sem góðan foringja prýðir. Þeg- ar ég sá hann í fyrsta sinn, það var á fundi í Dagsbrún fyrir 17 árum, þá sagði ég við sjálfan mig: Þetta er glæsimenni að vallarsýn, þetta hlýtur að vera drengur góður, og við nánari kynni sá ég að mér hafði ekki skjöplast. Ég þekki engan, sem betur væri treystandi að vinna stóra sigra en honum, og aldrei vissi ég til þess að hann vantaði ráð til þess að leysa þau verkefni, sem framundan voru. Hann hafði valið sér það verk ið, sem enginn vildi vinna, og það var að vera forystumaður þeirra fátæku og smáu, og ár- angurinn af því starfi ber hátt í hugum allra þeirra, sem vilja vera drengir góðir, og með þess- um orðum vil ég kveðja þig, fallni foringi: Farðu vel á friðarlandið blíða, þar fær þinn andi dýrstu sigur- gjöf, þín minning varir lengi meðal lýða og leggur heiðurskranz á þína grÖf. Jón S. Jónsson. Bjarni Eggertsson: IG1 YRSTU kynni mín af Jóni Baldvinssyni voru þau, að árið 1912 leitaði ég ráða hans um vandamál nokkurt, er mér þótti vera viðkomandi verka- lýðnum hér á Eyrarbakka, Ég hafði heyrt hans að góðu getið í verkalýðsmálum, og því fór ég til hans. Skoðanir okkar um málefnið fóru ekki saman, en svo varð nú samt, að ég tók ráð hans fram yfir skoðun mína, og greiddist vel úr vandanum. Þetta litla atvik varð til þess, að binda okkur vinsamlegum félagsböndum, sem ekki brustu í þessi 26 ár, sem liðin eru frá því. Ég mintist þess oft eftir á, er ég sá hvernig ýmsum málum miðaði fram til sigurs undir for ystu hans, hversu hann var glöggskygn og langsýnn inn í framtíðina, og vegna þessa alt of fágæta hæfileika varð hann að minni hyggju hinn happa- drýgsti verkalýðsforingi, er við höfum átt. Sigursæld hans um mál alþýðunnar, þótt oft væri hann fáliðaður framan af starfs árunum, og oft væri við mikla örðugleika að stríða, lá í því, að málin voru vel hugsuð, að bak við alt starf mannsins var bjargföst sannfæring um sigur góðra mála, og að stilling, göf- ugmenska og hreinskilni var hvarvetna í baráttunni, þar sem hann tók höndum að verki. Við, sem þektum Jón Bald- vinsson svo vel og unnum með honum í fleiri eða færri ár, munum öll geta borið honum slíkan hróður, sem ég hefi gert í þessum línum, og öll munum við óska, að þjóð okkar eignist sem flesta slíka menn, sem Jón Baldvinsson var. Bjarni Eggertsson, Eyrarbakka. Sigurjón Á. Ólafsson um Jón Baldvinsson. (Frh. af 1. síðu.) um meðan hann lifði. Því meiri harmur er okkur í brjósti við fráfall hans, og engum ljósara hve verkalýðshreyfingin og Al- þýðuflokkurinn hefir mikils mist. En þeir, sem fjær honum stóðu, munu æ betur og betur viðurkenna störf hans er tím- ar líða, og skoða hann einn hinn merkasta mann sinnar tíð- ar. í línum þessum vil ég minn- ast hans sem manns og félaga. Öðrum þáttum í lífi hans og starfi munu aðrir gera skil. Kynni mín af Jóni Baldvins- syni hófust 1917, en samstarf okkar byrjaði í raun og veru árið 1919. Öll þessi ár vorum við sam- herjar á svo mörgum sviðum. Hann foringinn, ég liðsmaður- inn. Ég þekti hæfileika hans, drengskap og hina óviðjafnan- legu skapgerð, sem fáum er gefin í jafn ríkum mæli. Traust mitt á honum til hinna þýð- ingarmestu starfa var ávalt ó- breytt til síðustu stundar. Sem maður í hversdagslífi var hann sérstaklega aðlað- andi, svipurinn hreinn og gáfu- legur, framkoman prúðmann- leg við hvern, sem í hlut átti. Kátur og skemtilegur í viðræð- um og gleðimaður í vinahópi. Hvar sem hann fór vakti hann á sér traust. Hann kunni manna bezt að stilla skap sitt, svo kunnugir sáu ógjörla hvort hon um líkaði betur eða ver. Marg- ur mun hafa litið svo á, sem viðkvæmni væri honum ekki eiginleg. En í raun og veru var hann sérlega viðkvæmur og stór í lund, en duldi það fyrir flestum. Ég minnist atviks, er ég sá honum hrjóta tár af aug- um, er við ræddum tveir einir um ákveðið mál. Skildi ég þá hve viðkvæmt hjarta sló í brjósti þessa sterkbygða manns, sem duldi sig fyrir öllum þorra manna hvað tilfinningar snerti. Engan mann hefi ég þekt sem talaði af meiri varfærni um hina harðvítugustu andstæð- inga sína og þótt hjarta hans blæddi af sorg yfir vissum at- burðum, þá voru ekki bölbænir eða stóryrði í garð þeirra, sem þeim höfðu valdið. Það var virð ingu hans ekki samboðið. Fáum mun kunnugt um hjálpsemi Jóns við Pétur og Pál, er til hans leituðu, en þeir munu hafa skift hundruðum Hann var ekki að hrópa slíkt á götum og' gatnamótum, og færri munu hafa farið erindisleysu á hans fund. Honum var gleði að því að gera öðrum greiða. Sem að líkum ræður um jafn mikinn skapfestumann var hann vinur vina sinna, en þá átti hann marga og reyndist þeim hinn fórnfúsi og ráðholli maður. Þannig þekti ég manninn Jón Baldvinsson um 20 ára skeið. Sem félaga á sviði félags- mála og stjórnmála hefi ég eng um orðið samferða, sem meiri ósérplægni hefir sýnt, meiri (Frh. á 3. síðu, 6. dálki.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.