Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jóhanna Egilsdóttir: HVER einasti sannur Al- þýðuflokksmaður og kona harmar og hryggist við fráfall Jóns Baldvinssonar, mannsins, sem í meira en 20 ár hefir ver- ið foringi okkar bæði í orði og á borði, og sem með látlausri vinnu sleit svo heilsu og kröft- um í þágu okkar allra, að hann féll í valinn aðeins 55 ára gam- all. Og ekki verða atburðirnir, sem gerðust síðustu vikurnar sem Jón lifði, til þess að gera okkur missi hans léttbærari eða til þess að sætta okkur betur við burtför hans. Félagið, sem ég veiti forstöðu, er eitt af þeim ótal mörgu, sem stendur i stærri þakkarskuld við Jón Baldvinsson heldur en nokkurn annan mann. Hann var maðurinn, sem alltaf var leit- að til, þegar erfiðleikarnir dundu yfir og þegar ráða þurfti fram úr vandamálunum; þá voru sótt góð og viturleg ráð til hans. Og leiðbeiningum hans mátti alltaf treysta, því hann hafði bæði óvenjulega góðar gáfur til að bera, og þá ekki síður sterkan áhuga fyrir öllu, sem orðið gat flokknum og málefnum hans til uppbygging- ar. Þrátt fyrir öll störfin íyrir flokkinn, sem á hann hlóðust, hafði hann alltaf tíma til að veita okkur hjálp og aðstoð. — Aldrei leituðum við árangurs- laust til hans. Enda veit ég, að ég tala fyr- ir munn allra þeirra félags- kvenna í Verkakvennafélaginu Framsókn, sem mest hafa unnið að framgangi félagsins fyr og síðar, þegar ég nú flyt honum látnum hjartansþakkir okkar fyrir hans langa og góða starf fyrir félagið og samtökin og fyr- ir okkur öll, þau fátæku og smáu. Við söknum hans og hans góðu ráða og margvíslegu hjálpar sáran, en við gleðjumst yfir því, að félagið skyldi bera gæfu til að fylgja alltaf hans merki í baráttunni, og að það til hins síðasta bar fullt traust til hans og þeirrar stefnu, sem hann barðist fyrir í þeim átök- um, sem nú hafa orðið innan flokksins. Við höfum allar og öll al- þýðan á íslandi mikið mist, og ég veit, að sá missir og það sem skeði í sambandi við hann, verður okkur ógleymanlegt. En bezt heiðrum við minningu okkar ágæta foringja með því — allar sem ein, að strengja þess heit, að rísa upp til nýrrar og öflugrar baráttu fyrir þeim málum, sem hann barðist mest fyrir, að fylgja þeirri stefnu, sem hann markaði, bæði í verka- lýðsmálum og á hinu pólitíska sviði. Við skulum reyna að láta ekki merki 7 falla, heldur halda því hátt á lofti og fylkja okkur sem fastast um það. Það veit ég, að eru þau eftirmæli, sem honum væru kærkomnust. Ég vil svo ljúka þessum fáu og fátæklegu kveðjuorðum mín- um með því, að flytja Jóni Bald- vinssyni þakkir frá sjálfri mér og mínu heimili. ■ Ég minnist þess nú, þegar ég í fyrsta skifti tók opinberlega þátt í kosninga- baráttu Alþýðuflokksins. Það var árið 1919, þegar Jón Bald- vinsson fyrst var kosinn á þing. Mér finst, þegar ég lít til baka, að þá hafi verið auðvelt og gott að vinna fyrir flokkinn, þó mik- il væri mótstaðan, enda voru þá sundrungaröflin færri, þá var gleði og bjartsýni í baráttunni og mikill var fögnuðurinn, þeg- ar sigurinn var unninn og Jón orðinn þingmaður. Væri margs' að minnast og margt að þakka Kveðja frá tveimur verkakonum frá þeim árum, þó það verði ekki talið hér. Ég veit, að hlý- ir og þakklátir hugir óteljandi alþýðumanna og kvenna fylgja Jóni Baldvinssyni héðan og yf- ir á ljóssins land og ég hefi þá trú, að þakklæti og vinátta, sem stígur upp frá hjörtum smæl- ingjanna, sé mikill fjársjóður, þegar þangað er komið. Guð blessi Jón Baldvinsson og minningu hans. Jóhanna Egilsdóttir. Svava Jónsdóttir: ÞEGAR mig eins og marga aðra alþýðumenn og konur langar til að kveðja Jón Bald- vinsson með fáeinum minning- arorðum, þá er það ekki vegna þess, að ég telji mig vera færa til að lýsa honum eða störfum hans eða hafa þekt hann bet- ur en allur fjöldinn af flokks- mönnunum. Það lætur að lík- indum, að milli æðsta foringja flokksins og lægsta starfs- manns hans geti ekki verið um náin kynni eða trúnað að ræða. Jón Baldvinsson var heldur ekki einn af þeim, sem sífelt tala um sjálfan sig og gefa yfir- ■ lýsingar um ágæti síns eigin hugarfars og allra athafna. Hann byrjaði ekki hverja setn- ingu með ,,ég“ og ,,mér“. En verk Jóns Baldvinssonar töl- uðu og vitnuðu um það, sem varir hans þögðu yfir. Aldrei heyrði ég hann rísa upp á fundum og tala hátt um ást sína til hinna fátæku og smáu. Aldrei heyrði ég hann gefa fögur loforð um að alþýð- unni vildi hann helga krafta sína, fyrir hennar málstað vildi hann berjast alla sína æfi, fram til banadægurs. En í 23 ár vann hann nótt með degi ,virka daga og helga, ef á þurfti að halda, til að safna alþýðunni saman, vekja hana, kenna henni að þekkja sinn rétt, leiðbeina henni og leggja á ráðin í baráttunni. Berum sam- an hinn fámenna hóp, sem stofnaði alþýðusamtökin, og þann, sem skipar þau nú í dag; berum saman kjör þeirra og að- búð, réttindaleysið og vantrúna á sjálf sig og sinn eigin málstað, við það, sem nú hefir, þrátt fyr- ir -alt, áunnist. Ef við kynnum okkur þetta hvorttveggja ræki- lega, þá fáum við nokkra yfir- sýn yfir lífsstarf Jóns Bald- vinssonar, og þá undrar okkur ekki, þó kraftarnir þrytu um aldur fram. Aldrei heyrði ég Jón Bald- vinsson tala um að skyldu- rækni og hugrekki væru ákjós- anlegar dygðir. En um mörg ár mun hann engan dag hafa ver- ið fullkomlega heill heilsu, en störfin sín fyrir flokkinn vann hann eins og ekkert hefði í skor- ist. Jafnvel þó læknar hans segðu honurn að taka sér hvíld og hlífa sér, þá vann hann að þeim flokksmálum, sem úr- lausnar kröfðust, langt fram yf- ir það, sem heilsan þoldi. Og í öll þessi ár finst mér sennilegt að enginn sá dagur hafi komið, að hann ekki hugsaði um og ynni að málefnum flokksins og alþýðunnar. Aldrei vissi ég til að hann kveinkaði sér við að mæta andstæðingum, hvort sem þeir voru margir eða fáir. Hann dró sig aldrei í hlé þó liðsmunur væri mikill. Ég minnist einnar deilu, er reis hér fyrir nokkrum árum og að nokkru leyti innan flokksins. Þeir, sem deiluna hófu, voru all vígalegir og æstir á fundum sínum. Jón Baldvinsson mætti á öllum þessum fundum, til þess eins og oft áður að reyna að sefa og semja frið. Það gekk misjafnlega. En einn hinn mæt- asta deiluaðila heyrði ég segja: „Það skal ég alt af virða við hann Jón Baldvinsson, að hann kemur til okkar og þorir að láta okkur skamma sig.“ Já, Jón Baldvinsson þorði að koma til andstæðinganna og þorði að látari framfærslulöggjöf og fyr ir réttlátari kjördæmaakipun. Hann reyndi víst aldrei að koma sér í mjúkinn hjá sjó- mönnunum með því að segja þeim að þeir væru bezta og göfugasta sjómannastétt heims ins. En hann ávann lögskipaðan hvíldartíma og bætt kjör og aukin réttindi til handa sjó- mönnum. Aldrei mun hann hafa kitlað eyru bændanna með tali um að þeir væru kjarni þjóðarinnar. ( Jón Baldvlnsson. VOR þjóðarsaga í þúsund raunaár var þrautaganga, læging beizk og sár við fátækt, áþján, afhroð öðru sárra og yfirgangsins römmu dauðatök. Vor alþýða var seld í þessa sök og sá ei fram til stórra miða og hárra, unz hann kom til, sem hóf hið glæsta merki og hagsæld fólksins gerði að lífs síns verki. Ég vissi mann, sem öllum unni góðs, sem aldrei kvaddi röngu máli hljóðs. Af djúpri hugð úr sárrar reynslu sjóði hann sagði fram sín gildu, þungu rök. Sem kunni framar öllum öðrum tök við afrek þau, sem framin eru í hljóði. Var rór í gleði, glaður stríðs í harki, sem gaf sér tóm, en hélt þó beint að marki. Og falslaus, einörð mildi hins spaka manns, hún merkti göfgi hörku foringjans, svo kappið hans varð flaslaus, tigin festa — alt fasið tjáði styrka ró og þrótt. Hann skygndist vítt og fór að engu ótt, að ending kaus hann jafnan ráðið bezta, þá var sem öllum gatan greiðfær yrði. Menn gleymdu því, að hann bar þyngsta byrði. Það merktist lítt, þótt blési byr á mót. Hann brá á fróðleiks tal og gamanhót í mjúkri glettni, — hvöss þótt hríðarsnerra í hvítu kófi léki um fleyið hans. Þá hvesti hann sjónir, sá oft einn til lands og sigur þar, sem öðrum vonir þverra. Þær vökunætur stóð hann strangar, hljóðar sem stáli sleginn vilji heillar þjóðar. Svo vann hann af sér starfsins, stríðsins dag, en stærstur, beztur undir sólarlag, er þakkir starfsins, þyrnikranzinn, fékk hann, og þeirra laun, sem bera fólksins kross. Með und í hjarta kvaddi hann alla oss og æðrulaus til hvflu sinnar gekk hann. Svo glöggur, að hann sá, hvað verða vildi, svo vitur, að hann fyrirgaf og skildi. Sigurður Einarsson. láta þá skamma sig. Það kom í ljós bæði fyrst og síðast í störf um hans. Hann þorði yfirleitt alt af að ’gera það, sem hann áleit að velferð flokksins krefð- ist, án tillits til þess, hvort hann fékk last eða lof fyrir. Það sýn- ir m. a. saga hans á þingi. Hann talaði ekki mikið um ættjarð- arást sína og sjálfstæðisvilja. En hann var í hópi hinna kröfu hörðustu um réttindi íslands, og á því sviði vann hann meira starf en flestir vita. Hann talaði ekki mikið um löngun sína til að berjast fyrir réttlæti og mannúð. En ár eftir ár og þing eftir þing bar hann fram og barðist fyrir kröfun- um um réttlátari kosningar- rétt, fyrir mannúðlegri og rétt- En ég býst við að enginn maður í Alþýðuflokknum hafi verið tillögubetri í garð bændanna og haft betri skilning á kjör- um þeirra, enda sýndi hann það í verkinu, að hann vildi að al- þýðan við sjóinn legði fram sinn stuðning til að bæta þeirra kjör. Jón Baldvinsson talaði ekki mikið um sameiningu alþýð- unnar. En bak við öll hans orð og verk í þarfir flokksins lá sívakandi og brennandi löngun einmitt til þess að halda hin- um sundurleita og misjafna hópi saman. Til þess sparaði hann hvorki sínar góðu gáfur eða starfsorku. Allir viður- kendu hve laginn hann var á að fá ólíka menn og ólíkar skoðanir til að starfa saman. Allir vissu hve óviðjafnanleg- ur samningamaður hann var, þegar við andstæðinga var að eiga, en hann var engu minni mannasættir innan flokksins, Þegar hann gafst upp við slík- ar sáttatilraunir, þá hafa von- irnar um samkomulag ekki ver- ið miklar. Og það þykist ég mega fullyrða, að eins og það var síðasta mótlætið, sem Jón varð fyrir, þá hafi það líka ver- ið það þyngsta, er hann sá flokkinn klofinn og liðið tvístr- að. Enda fór það nokkuð sam- an, að leiðir skildu innan flokks ins og lífi Jóns var lokið. Það er sama frá hvaða hlið er litið á æfistarf Jóns Bald- vinssonar. Það eru ekki orðin, sem hann talaði, heldur verkin, sem hann vann, sem bezt lýsa honum. Hann fyrirleit gjálfur og glamuryrði. Hann sagði stundum, er tilrætt varð um kvæði, sem voru innihaldslítið en glæsilegt form: „Þetta er ekki annað en flaumur.“ En flaumur og froða voru ekki að- skapi Jóns, hvar sem þau birt- ust, og ekki trúði hann að verkalýðshreyfingin ætti að uppbyggjast af þeim efnum. Allir viðurkendu að Jón væri greindur maður, en fram- ganga hans var svo hóglát og yfirlætislaus ,að mörgum kann að hafa yfirsést um það, hve óvenjulega gáfaður maður hann var, hvað mikið hann átti af þeim vakandi, framsýnu hyggindum, sem reyndust þá bezt, þegar í mest óefni var komið. Jón var ekki alt af kvaddur til ráða þegar deilur hófust, sem samtökin áttu í út á við, en þegar mest reið á og útlitið var verst, „þegar brast og þraut hver hlíf“, þá gleymd- ist aldrei að kalla á Jón Bald- vinsson, og langoftast tókst honum að snúa ósigri í sigur. Þeir voru ekki allir stórir, en það voru sigrar samt. Og það get ég fullyrt, að þau ár, sem ég vann hjá Alþýðusamband- inu, var ekkert viðkvæði eins algengt, hvort sem hjálpa þurfti félagi eða einstaklingi eða afstýra árásum andstæðing- anna, eins og þetta: „Við verð- um að tala við Jón Baldvins- son.“ Og Jón Baldvinsson leysti vandkvæðin, lagði á ráðin, samdi tillögur, skrifaði bréf, tal aði við ótal menn, þokaði með gáfum sínum, lipurð, góðvilja og stefnufestu málunum í það horf, sem venjulegast reyndist eftir á að hafa verið það bezta og skynsamlegasta, þó skiftar væru skoðanir um það í augnablikinu. Einn af vinum Jóns sagði við mig í vetur: „Líklega er Jón Baldvinsson einhver lærðasti maður í íslenzku, sem til er.“ Mér fanst þetta nokkuð mikið sagt, þó ég vissi að Jón væri stórvel mentaður maður. „Jú,“ sagði vinur hans „hann getur öllum mönnum betur fundið þau réttu orð sem við eiga í hvert sinn“. Þetta var alveg rétt, yfirburðir Jóns sem samn- ingamanns lágu ékki sízt í því, hve laginn hann var að finna það orðalag, sem andstæðing- arnir gátu felt sig við, en sagði þó það, sem segja átti. Jón var ákaflega prúður í framgöngu og allra manna stiltastur, „æðrulaus og jafn- hugaður“, hann lét ekki hug- fallast þó öðrum sýndist að „komið væri í óvænt efni“. Hann vissi að lífið leggur jafn- an nokkra bót við böli hverju, enda var hann allra manna lægnastur að búa þannig um málin að niðurstaðan yrði sú, sem hann taldi réttasta og besta. Ég hefi hér lauslega drepið á nokkra þætti í fari Jóns, sem einkendu hann og gerðu hann meiri en fjöldann. Ég hefi geymt en ekki gleymt því, sem kannske var mest um vert. Hann var góður maður, hlýleiki og góðvild í garð mannanna lýsti sér í öllum tillögum hans, aldrei hafði hann forgönguna um að brjóta hinn brákaða reyr. Enginn veit til fullnustu hve mikið gott Jón lét af sér leiða sem einstaklingur, þótt ekkert tillit væri tekið til stjórnmála- starfsemi hans. Og nú er hann dáinn, þreyttur, útslitinn fell- ur hann í valinn. „Ég fékk slæmt hljóð, þeir vildu ekki hlusta á mig“, sagði hann er hann í síðasta sinn kom heim af fundi verkalýðs- ins. — Þeir vildu ekki hlusta — ekki þá. En leiðsögn Jóns Baldvins- sonar hafði verið hlýtt í 23 ár, og ég veit að við gröf hans verða þau heit unnin að fylgja henni í framtíðinni. Um þessar mundir mun mörg- um liggja við að örv.ænta um hag og framkvæmd þeirra mála, sem Jón barðist, lifði og dó fyrir. Flokkur hans hefir nú hlotið mörg áföll og stór. En Hví skal æðrast yfir tapi? Enn eru heilir viðir og kjölur. Og það var ekki að þínu skapi að þylja langar harmatölur. Stýrt mun, þó að stjarna hrapi, stefnt í átt, þó að titri völur. Já — stefna í áttina — með þeirri bæn, þeirri ósk, því lof- orði vil ég kveðja Jón Bald- vinsson. Svava Jónsdóttir. Sigurjón Á. Ólafsson um Jón Baldvinsson. (Frh. af 2. síðu.) einlægni, festu og þrautseigju þegar á móti blés. Meiri still- ingu og lægni til að leiða hugi manna saman þegar öldur þrætugirni og skoðanamunar risu sem hæst. Hans ráða vildu flestir leita, hans úrskurði vildu menn hlýta. Hann var félaginn og foringinn, sem fé- lagar og flokksmenn virtu öðr- um fremur og töldu viturlegast að fela forsjá hinna vandasöm- ustu mála. Jón var vitur mað- ur, hann sá lengra í flestum málum en við flokksmenn hans. Þetta viðurkendu allir nánustu samstarfsmenn hans, og þess vegna varð traustið á honum sem foringja jafn örugt og raun bar vitni. Jón Baldvinsson féll of snemma í valinn. Hann hafði þegar aflað sér þekkingar og öðlast reynslu í íslenzkum stjórnmálum öðrum mönnum fremur, og sökum mannkosta sinna og hæfileika aflað sér á- hrifa í íslenzku þjóðlífi, svo að verkalýðshreyfingunni og jafn- aðarstefnunni er ómetanlegur skaði að fráfalli hans. Jón Baldvinsson er frá okk- ur farinn. Við getum ekki heimt hann úr helju. En minn- ingu hans og merki getur ís- lenzk alþýða haldið á lofti og tileinkað sér drengskap hans og manndóm. Ég þakka vini og fé- laga, flokksbróður og foringja, tveggja áratuga samleið að sameiginlegu marki. Minning hans lifi meðal íslenzkrar al- þýðu í nútíð og framtíð. Sigurjón Á. Ólafsson. (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.