Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.03.1938, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Finnur Jónsson: LL MANNRÉTTINDA- MÁL fólksins við sjóinn, sem samþykt hafa verið á Al- þingi síðan Alþýðuflokkurinn eignaðist þar fulltrúa, svo og iögin um almennan 21 árs kosningarétt og kosningarétt þurfamanna hafa í upphafi ver- ið flutt af Alþýðuflokknum. — Jón Baldvinsson sat á alþingi lengst þingmanna Alþýðu- flokksins og hann var þar eini Alþýðuflokksmaðurinn árin 1921 til 1926. Á þeim árum vann hann brautryðjendastörf- in fyrir mannréttindamálunum. Þau störf vann hann með því þreki og þrautseigju, sem hon- um einum voru lagin. Þarna var við ofurefli að etja, en aldrei brast Jón Baldvinsson kjarkinn. Með festu og stillingu hélt hann á málstað alþýðunnar. Stundum vann hann stóra sigra — eins og þegar hann fékk samþykt lögin um hvíldartíma togaraháseta, gegn heiftúðugri andúð hinna voldugustu út- gerðarmanna. Stundum varð hann að láta sér nægja litlar breytingar, sem seinna urðu þó grundvöllur undir gjör- breytingu, eins og t. d. á fá- tækralögunum, en alltaf hélt hann ótrauður áfram í áttina. Með starfi sínu á alþingi hef- ir Jón Baldvinsson öllum mönnum fremur, sett svip sinn á löggjöf samtíðar sinnar. Jón Baldvinsson var enginn hávaðamaður, en hann var rökfastur, og hnittinn í tilsvör- um, þegar hann vildi við hafa. Ræður hans voru jafnan þing- legar, en þrungnar sannfær- ingu fyrir því, að barizt væri fyrir góðum málstað, jafnhliða því, sem þær voru fluttar af þeirri göfugmensku, sem á- vann Jóni Baldvinssyni hylli samþingmanna hans, án þess þó að hvika nokkurn tíma frá settu marki. Lægni Jóns Baldvinssonar við að koma málum sínum fram, var alveg einstök, og það var eins og einhver sérstök gæfa fylgdi öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Hvar- vetna þar, sem hann fór, ávann hann sér traust og virðingu, hvort heldur í einkaviðtölum eða í opinberum erindagerðum fyrir land og þjóð, bæði innan lands og utan. Okkur samþings- mönnum hans og flokksmönn- um var hann hverjum manni ráðhollari. Við höfum bæði mist góðan vin og góðan for- ingja. Jón Baldvinsson hefir unnið stærra starf en nokkur annar, í þágu frelsisbaráttu alþýðunn- ar á íslandi, eftir að landið fékk sjálfstæði sitt viðurkennt. Vest- firðingar mega vera hreyknir af því, að Jón Baldvinsson var Vestfirðingur að ætt og upp- runa, eins og Jón Sigurðsson og Skúli Thoroddsen. Þeim ber skylda til að minnast hans — ásamt alþýðu manna um land allt — með því að halda merki hans hátt á lofti. Við hörmum andlát Jóns Baldvins- sonar, en ekki myndi það vera að hans skaplyndi, að láta hug- fallast. Heldur myndi það sanni nær, að taka sér í munn orð Ólafar ríku, er bóndi henn- ar hafði veginn verið, heimfæra þau upp á Jón Baldvinsson, og segja: ,,Eigi skal gráta Jón Baldvinsson, heldur safna liði,“ ekki þó til mannvíga, heldur til áfamhaldandi frelsisbaráttu al- þýðunnar og mannúðarstarf- semi á grundvelli Alþýðuflokks- ins, í anda Jóns Baldvinssonar. Finnur Jónsson. Ingimar Jónsson: ÓN BALDVINSSON varð ekki gamall maður. Þó var hann orðinn útslitinn af þrot- lausu og hvíldarlausu starfi fyrir aðra. Okkur, sem lengi höfðum starfað með honum, fanst hann fara alt of fljótt. Við erum minnugir þess, hversu alt af var til hans leitað, þegar erfitt var að ráða fram úr vandamál- um og hvernig hann fann alt af þá lausn málanna, sem bezt hentaði. Ratvísi hans í völund- arhúsi atburðanna var óvið- jafnanleg. Það var eins og hann vissi a!t af fyrir, hversu langt var hægt að komast um hvert atriði, og þótt ekki væri stund- um allir á einu máli strax um það, sýndi reynslan ávalt, að hann hafði séð rétt. Margir leituðu til Jóns, sem von var, því að hann var heil- ráður og heilhugaður við alla þá, sem til hans komu. „Við verðum að fara til Jóns Bald- vinssonar,“ var sagt, og oftast tókst þá að leysa vandann. Nú þegar svona er komið finst okkur, að betra hefði ver- ið, að Jón hefði hlíft sér ofur- lítið meira, eða að færri hefðu leitað hans, svo að hann hefði ekki þurft að falla fyrir örlög fram vegna ofurþunga starf- anna, sem á hann hlóðust, því að enn eru óteljandi verk, sem gott væri að njóta hollráða hans við. Og þó, — hvernig gat öðru- vísi farið? Jón var ekki gefinn fyrir að hlífa sér. Og ef hann hefði mátt velja milli margra ára í hóglífi og fárra ára í miklu og sigursælu eh þreyt- andi starfi, þá er ég sannfærð- ur um, að hann hefði valið hið síðara. Enda fer það ávalt svo, þeg- ar frá líður og farið er að líta yfir æfi merkra manna, að þá er ekki litið fyrst og fremst á það, hversu æfiárin urðu mörg, heldur hitt, hverju afkastað var, og hver spor voru mörkuð til áhrifa á eftirkomandi tíma. Það gildir enn forna sjónarmið- ið: „Til frægðar skal konung hafa, en ekki til langlífis.11 Þegar þessi mælikvarði er lagður á æfi Jóns Baldvinsson- ar, verður hún stærri en fjöl- margra, sem lifað hafa 80—90 ár, því að hann hefir, þótt æfin Skrifstofur stjómarráðslns lokaðar f dag vegna larðarfarar. Minningarsjóður um JónBaldvinsson XJ* YRIR forgöngu Alþýðu- flokksins verður stofn- aður minningarsjóður Jóns Baldvinssonar, forseta Al- þýðusambandsins, sem ber hans nafn. Verður sjóðurinn stofnaður með frjálsum fjár- framlögum félaga og ein- stakra manna. Hefir stjórn Prentarafélags- ins þegar ákveðið að leggja fram úr félagssjóði fyrstu upp- hæðina í sjóðinn, en auk þess hafa nokkur félög þegar á- kveðið þátttöku sína. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, sem samin var í gær, á að verja vöxtum hans til að styrkja unga menn og konur, sem hafa starfað um lengri eða skemmri tíma innan Alþýðu- flokksins eða í verkalýðsfélög- unum og hafa sýnt þar ástund- un, áhuga og reglusemi, til að kynna sér á Norðurlöndum jafnaðarstefnuna og málefni verkalýðshreyfingarinnar með það sérstaklega fyrir augum, að taka að sér störf fyrir samtökin. Munu flest alþýðufélög í landinu vilja vera með í stofn- un þessa sjóðs til minningar um bezta og vinsælasta for- ingja, sem íslenzk alþýða hefir átt, enda er markmið sjóðsins fullkomlega í anda hins látna forseta. Eru félög og einstaklingar, sem vilja heiðra minningu Jóns Baldvinssonar með því að taka þátt í sjóðsstofnuninni, beðnir að snúa sér með það til skrif- stofu Alþýðusambands íslands. Jén Baldvinsson forseti dáinn. Syrtir í álinn, svart er í byggð, horfinn sólgeisli, horfið vitaljós, horfið alt, nema áttleysi, fullur heimur af helmyrkri. Vaki varúð, vá er í grend. Hamast í húmi háð og rógur. Synda í svaði sundrungarmenn. Loga Ijúgtungur liðhlaupara. Þó sé á enda saga og sorg sé nú í byggð, það verður oss til aga ef eigum félagsdyggð. Vér hefjum merkið mæta og minnumst ávalt hans, sem kunni góðs að gæta með göfgi sannleikans. Hann þekti hljóðan harm og ætíð las með alúð í alþýðunnar barm. Þó lokuð sýndust sundin hann sá þó færa Ieið, þá léttist okkur lundin því leiðin hans varð greið. Með sker á bóga báða í brimsins öldukverk hann hafði hug til ráða og höndin viss og sterk. Hann kunni að leita lags, svo gleðjumst yfir afla við enda mikils dags. Enn og aftur, annað sinn fallinn forseta fólkið syrgir forsvar fátækra og fánabera, úrræði öreiga og einingu. Mildi og mannúðar merki fallið. Styrk og staðfestu, stórhug félaga, einingu alþýðu öllu er spillt. Blæðir úr brotnum baugum öreiga. Og uppi á þjóðarþingi hann þráfalt liðfár stóð mót mælgi og mærðar kyngi með mála efni góð. Hve þá var heitt um hjarta, hve hugarlogi brann, sjá augna eldinn bjarta um alþýðunnar mann. Við höfum mikils mist, þann róm með rökin þungu þá rögg með orðsins list. Nú er á brautu borinn Jón Baldvinsson í dag. En áfram eggja sporin að efla þjóðarhag, að verða ei harmi háðir, en hefja eigið traust, að efla dug og dáðir með drengskap æðrulaust. Því, upp skal merkið enn, unz lausn úr fátækt finnum og frelsi þurfamenn. Sigurjón Jónsson. rTWWil........... r yrði ekki lengri, afkastað svo miklu, að hann hefir með full- um rétti unnið sér sæti á bekk með afreksmönnunum í sögu þjóðarinnar. Ingimar Jónsson. Asgeir Asgeirsson: AÐ hafa margir ástæðu til að minnast Jóns Bald- vinssonar. Það hrærist við- kvæmur strengur í brjósti þús- unda um land alt við fráfall hans. Hann hafði við sín marg- háttuðu störf komist í snerting við fleiri menn af öllum stétt- um en nálega allir hans sam- tíðarmenn. Náfn háns var fyrir löngu búið að fá merkingu, sem flestir höfðu hugboð um. Á- sjóna hans var búin að fá þann svip hins vitra og lífsreynda manns, sem aðeins kemur fyrir langt og gott starf. Ég undrast, þegar ég hugsa til þess, að hann varð aðeins 55 ára gamall. Störf Jóns Baldvinssonar voru margháttuð. Hann stund- aði sjó og sveitavinnu, var prentari, framkvæmdastjóri og bankastjóri, bæjarstjórnarfull- trúi, alþingismaður, forseti Al- þýðusambands íslands og for- seti Sameinaðs Alþingis. Hann seildist ekki eftir mannvirðing- um, en félagslyndi, áhugi á al- mennum málum og farsæld í störfum bar hann áfram eins og fyrir þungum straumi. Hann var ekki skólagenginn, en hafði þó á sér blæ hins ment- aða manns. Hann sómdi sér jafnt í félagsskap hárra sem lágra, og mun flestum, sem kyntust honum, hafa þótt hann vera sömu stéttar og þeir sjálf- ir voru, enda mun svo réttast að orði kveðið, að háir og lágir finnist í öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Þó Jón Baldvinsson ætti jafnan ábyrgðarmiklum skyldu störfum að gegna, þá voru fé- lagsstörf og stjórnmála samt meginþátturinn í lífi hans. í þeim efnum gerði hann hvort- tveggja að sækja á og sætta. Hann hafði þá dygð, sem mest var talin að fornum sið og köll- uð var: hóf. En það táknar bæði þrótt og þjálfun og frið- semi. Úrlausnir hans bygðust oft á því, að hann hugsaði skýr- ast þegar aðrir blésu ákafast og var óþreytandi þegar af öðrum dró. Því var hann friðsamur og farsæll foringi, sem að vissu leyti er erfitt að lýsa vegna þess jafnvægis, sem ríkti í sál hans og störfum. En það fundu allir traust í nálægð hans og öryggi á úrslitastundum. Jón Baldvinsson hefir mótað alþýðuhreyfingu íslands og hún mun lengi bera hans svip, enda var hann sjálfur mótaður af þeim jarðvegi, sem hún er vaxin upp af. Hann var Vest- firðingur eins og Jón Sigurðs- son forseti. Ég nefni ekki for- setann af því ég vilji bera þá saman, heldur vegna þeirra lífsskilyrða, sem þeir hafa báð- ir mótast af í uppeldinu. Bú- skapurinn á landi og formensk- an á sjó skapar góða stjórnara. Formaðurinn hlýðir á tal há- seta sinna og tillögur áður en ákvörðun er tekin, en þá er líka haldið á. Það má um Jón Bald- vinsson segja, sem meistari Jón segir um einn af postulunum, að hann var hinn bezti formað- ur. Þess má alþýðuhreyfingin minnast og raunar allir íslend- ingar. Ásgeir Ásgeirsson. Erlendur Þorsteinsson: YRSTA SKIFTI sem ég sá Jón heitinn Baldvinsson var á samkomu í Mentaskólan- um á Akureyri. Hann var gest- komandi í bænum og hafði ver- ið boðið á kvöldskemtun, sem haldin var af nemendum og kennurum. Á samkomu þessari flutti hann stutta ræðu og benti á gildi þess að hafa tækifæri til þess að afla sér mentunar og menningar þegar á unga aldri. Jafnframt brýndi hann það fyrir okkur að hitt væri þó enn meira virði að nota ment- un okkar til drengilegrar bar- áttu landi og þjóð til gagns og blessunar. Ég er í engum vafa um það, að ávarp þessa virðulega og göfuglega manns hefir haft djúp og mikil áhrif á marga, sem þarna voru staddir. Öllum hlaut að vera Ijóst að hér var mælt af manni, sem í öllu sínu h'fi barðist fyrir áhugamálum sínum með drengskap og festu og óbilandi trú þess, að hið sanna og góða hlyti að sigra að lokum, þó oft væri við ofurefli og skilningsleysi að etja. Síðar er ég kyntist Jóni per- sónulega, og þá einkum nú seinustu árin, varð mér það enn ljósara, hversu mikill dreng- skapur auðkendi öll hans störf, samfara þolinmæði hins reynda manns, sem veit það og skilur, að göfugu takmarki verður ekki náð í einu vetfangi, og fastur og öruggur grundvöllur til þess að byggja á velferð komandi kynslóða verður ekki lagður á einni nóttu. Samfara þessu hafði hann yfir að ráða þeim eiginleika, sem hverjum foringja er nauðsynlegur, samningslægni og lipurð, og því að kunna á hverjum tíma ráð til þess að leysa þau vanda- mál, sem að höndum bera, og þá jafnframt því þá list að út- skýra fyrir þeim, sem á þurftu að halda og kenna þeim að not- færa. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æfistarf Jóns Bald- vinssonar eða benda á öll þau miklu velferðarmál íslenzkrar alþýðu ,sem hann leiddi í ör- ugga höfn. Það munu þeir gera, sem um langan tíma hafa lifað og starfað með þessum látna forvígismanni íslenzks al- þýðufólks. En það, hversu miklu hann fékk til leiðar kom- ið í harðvítugri baráttu við skilningsleysi og andstöðu mót- stöðumanna sinna, sýnir okkur að gott málefni, sem barist er fyrir með drengskap og festu, hlýtur að sigra að lokum. Við fráfall Jóns Baldvinsson- ar hefir íslenzk alþýða mist sinn fyrsta, bezta og öruggasta forystumann. Með lífsstarfi sínu hefir hann lagt öruggan og sterkan grundvöll að því vígi alþýðunnar, sem barist verður úr til sóknar fyrir sigri hins vinnandi fólks. Það verður framtíðarstarf þeirra ,sem unna velferð alþýðunnar, að hefja hið fallna merki og halda ótrautt áfram að efla og auka þetta vígi. Þess skyldu allir minnast í því starfi, að það er betra að leggja einn lítinn stein í bygginguna, sem fellur vel og gerir hana trausta og örugga, en að hrófa upp háum vegg, sem ekki stenst árásir óvin- anna. Með því einu að vinna með drengskap og göfuglyndi, festu og einlægni að velferðar- málum hins vinnandi íslenzka fólks, á þeim grundvelli, sem hinn látni forseti hefir lagt, hefjum við upp hið fallna merki Jóns Baldvinssonar og berum það fram til sigurs, ís- lenzkri alþýðu til heilla, og til heiðurs minningu hins látna forvígismanns. Erlendur Þorsteinsson. Vegna rúmleysis í blaðinu verða nokkrar minningargreinar um Jón Baldvinsson að biða næsta blaðs, sem kemur út á morgun. eru lokaðar í dag frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.