Alþýðublaðið - 07.05.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1938, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 7. MAÍ 1938 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ IUXSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsia, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir), 4902: Ritstjóri, 4903: Vilhj. S. Vilhjálmsson (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alpýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Lansn farmanna deílnnnar. EAUPDEILA sú, sem undan farið hefir staðið yfir milli stýrimanna og atvinnurekenda, hefir að ýmsu leyti verið ein- stök í sinni röð; svo miklu mold viðri hefir verið þyrlað upp í sambandi vð hana af blöðum íhalds og Framsóknar, að ýms- um kann að hafa gengið erfið- lega að átta sig á því um hvað var raunverulega deilt. Frá stýrmannanna hálfu kom það í upphafi deilunnar ekki nægilega greinilega í ljós, hvað var aðalatriði deilunnar, sem sé ekki kaupkröfurnar, heldur það, að stýrimönnum yrði trygður ákveðinn vinnutími. Sú krafa stýrimanna var í fylsta máta eðlileg og sann- gjörn, ekki sízt með tilliti til þess frumvarps, sem liggur fyr- ir alþingi um fækkun yfir- manna á skipum, og hvað þetta höfuðatriði deilunnar snertir hafa atvinnurekendur sýnt hina mestu óbilgirni. Því hefir verið haldið fram, áð stýrimenn hafi brotið af sér með því að stöðva skipin fyrir- varalaust, en eins og kunnugt er var svo fjarri því, þar sem stýrimenn sigldu í 3 vikur upp á væntanlega samninga. Með því sýndu þeir einmitt að þeir skildu hve mikið í húfi var ekki aðeins fyrir þá sjálfa, heldur alla þjóðina, ef til þess kæmi að siglingaflotinn yrði stöðvaður til langs tíma. Þar sem aðalágreiningsatrið- ið var ekki krafa stýrimanna um kauphækkun, heldur um ákvörðun vinnutímans, hefði mátt vænta samkomulags milli deiluaðilanna eftir að stýri- menn höfðu fallist á tillögu sáttasemjara hvað kaupið snerti. Afstaða atvinnurekenda til vinnutímans sýndi greini- lega, að þeir óskuðu ekki eftir neinu samkomulagi, heldur stefndu að lögþvinguðum gerð- ardómi. Úrslit deilunnar sýna einnig, að þegar um er að ræða deilur, sem eru hættulegar þjóðfélaginu, getur annar aðil- inn beitt slíkri ósanngirni, að það hljóti að koma til aðgerða ríkisvaldsins að leysa deiluna. Þegar svo stýrimennirnir fall ast á að leysa málið með frjáls- um gerðardómi, þegar sýnt þótti að ekki gat orðið sam- komulag á annan hátt, setja at- vinnurekendur slík skilyrði, að önnur eins óbilgirni er eins- dæmi í vinnudeilum. Þeir neita að láta sakir niður falla, eins og alt af tíðkast í vinnudeilum, og vilja þannig áskilja sér sams konar rétt og sigurvegari í ó- friði milli þjóða. Réttlæting atvinnurekenda á þessari óbilgirni er í fyrsta lagi sú, að hægt sé að segja um hvaða deilu, sem upp kynni að koma framvegis við stýrimenn, að hún standi í sambandi við þessa kaupdeilu og stýrimönn- um þannig trygð uppgjöf saka fyrir hvers konar ávirðingar í framtíðinni. Sér líklega hver heilvita maður hverja tylliá- stæðu hér er um að ræða. Vit- anlega yrði hægt að fá úr því skorið í framtíðinni, ef árekstr- ar yrðu, hvort hægt væri að setja þá í nokkurt skynsamlegt samband við stýrimannadeil- una. Fullyrðing stýrimanna um að svo væri yrði auðvitað ekki tekin sem hið eina sönnunar- gagn. í öðru lagi bar stjórn Eim- skipafélagsins fram þá ástæðu, að hún gæti ekki afsalað sér valdinu til þess að svifta stýri- menn réttinum til eftirlauna fyrir þátttökuna í kaupdeil- unni. Þetta varð ekki öðru vísi skilið en að stjórn félagsins hygði á hefndarráðstafanir og inn á það gátu stýrimenn vitan- lega ekki gengið. Annars er þetta ákvæði í reglugerð eftirlaunasjóðsins um að stjórninni sé heimilt að svifta hvern þann stýrimann, sem að hennar dómi geri sig sekan um eitthvað, sem er skað- legt félaginu, hreinn smánar- blettur á Eimskipafélaginu. Það þýðir það, að ef stjórnin telur kaupkröfur stýrimanna skaðlegar félaginu, getur hún svift þá eftirlaunarétti, með öðrum orðum, þetta er beinlín- is sett til þess að hægt sé að kúga stýrimenn frá því að taka þátt í kaupdeilum eða gera verkfall. Stjórn Eimskipafélagsins hefir beinlínis játað að hún á- líti að til greina geti komið að beita þessu ákvæði sem refs- ingu fyrir þátttöku stýrimanna í þessu verkfalli. Það var því eðlilegt að stýri- menn, úr því þeir höfðu fallist á gerðardóm, leituðu aðstoðar al- þingis um að fá það lögskipað, að sakir skyldu niður falla um leið og málið var lagt í gerð og að þeir yrðu ekki á neinn hátt látnir gjalda þátttöku sinnar í deilunni. En þar sem það var engan veginn trygt, að atvinnurek- endur vildu fella sig við gerðar- dóm, ef lögskipað væri um leið að sakir skyldu niður falla, var óhjákvæmilegt samtímis að lög festa gerðardóminn og sú lausn, sem kommúnistar og H. V. stungu upp á, sem sé að aðeins skyldi ákveðið að sakir skyldu niður falla, var því engin lausn, en aðeins eitt dæmi um það, hversu úrræðagóðir þessir menn eru þegar á reynir. Samþykt gerðardómsfrum- varpsins þýðir vitanlega að stjórn Eimskipafélagsins verð- ur að falla frá hótun sinni um að svifta stýrimennina eftir- launarétti sínum vegna þátttöku 1 verkfallinu. Samkvæmt reglu- gerð Eimskipafélagsins er það algerlega undir stjórn félagsins komið, hvort hún sviftir menn eftirlaunaréttinum, og það, sem lögin kveða á um, er, að henni sé það óheimilt að láta stýri- menn gjalda þátttöku sinnar í deilunni. Hvaða afstöðu aðal- fundur félagsins kynni að taka í þessu, er því algerlega þýðing- arlaust. Munurinn á þessu gerðadóms frumvarpi og frumvarpinu um gerðardóm í sjómannadeilunni er frá sjónarmiði Alþýðuflokks ins sá, að í þessu tilfelli eru báð- ir deiluaðilar ásáttir um frjáls- an gerðardóm og telja hann nauðsynlegan eins og á stend- ur. Aðalatriði þessara gerðar- dómslaga er því ekki ákvæðið um að gerðardómur skuli sett- ur í málinu, þó það ákvæði sé eins og að framan er sagt nauð- synlegt, heldur hitt, að stýri- mennirnir séu ekki látnir gjalda þátttöku sinnar í deilunni. Starf sundrnngarmannanna fðr með sér árás á alpýðuna befir i í heild. Með rúmlega tveggja áratuga baráttu hefir verkalýðnum tek- ist að skapa sér aðstöðu í þjóð- félaginu sem er alt önnur en áður var, þó að hin rússnesku spenadýr telji hana einskis virði, og hún lætur ekki svifta sig þessum réttindum mótmæla TillagaJónasarJónssonarumnýjanátthagafjötur ^-það m4 alþ.ðunni verða Ijóst að tillögur J. J. og J. Á. hefðu alls ekki komið fram hefði Héðinn Valdimarsson og komm- únistar ekki sundrað fylkingu alþýðunnar. Og henni má það einnig vera ljóst að í kjölfar sundrungarinnar, sem nú er unnið að af þessum herrum, fylgir allsherjar árás á alla al- þýðuna í landinu, og að ýmsir sem áður sátu á sér, taka þátt í þessari árás, af því að þeir halda að Alþýðuflokkurinn sé nú veikur fyrir, og af því að ofbeldishneigð eins skapar of- beldishneigð annars; og um leið og kommúnistar færa sig upp á skaftið aftur vex þróttur aftur haldsins. Kommúnisminn hefir erlendis skapað fasismann. Einn ig hér er hlutverk hans ber- sýnilega það, að leiða ofsóknir og árásir íhalds og afturhalds yfir alþýðuna. TILLAGA Jónasar Jónsson- ar á bæjarstjórnarfundin- um í fyrrakvöld er í raun og veru miklu athyglisverðari viS- burður en menn alment gera sér Ijóst ennþá; og það myndi alls staðar annars staðar vekja geysiathygli, ef formaður eins aðalflokksins í landinu flytti tillögu, sem takmarkar jafn- mikið athafnafrelsi manna og frelsi fátækari manna sérstak- lega og tillaga Jónasar Jónsson- ar um nýjan átthagafjötur. Ástæðan til þess, að tillagan hefir ekki vakið meiri athygli, en raun er á, er vafalaust fyrst og fremst sú, að menn telja Jónas Jónsson nú orðið ekki stjórnmálamann, sem í raun og veru þurfi lengur að taka alvar- lega, þar sem að framkoma Framsóknarflokksins sem heild- ar hefir verið þveröfug við framkomu formannsins sjálfs í svo mörgum stórmálum. En það sem gerir tillögu J. J. um átthagafjöturinn athygl- isverða engu að síður, er það, að undanfarna tvo daga hafa birzt greinar í blaði Framsóknarflokksins, eft- ir Jón Árnason forstjóra við Samband ísl. samvinnufélaga, þar sem hann kveður sér hlióðs með það, að hætta framlögum til atvinnubóta, herða aðbúð að styrkþegum og svifta þurfa- menn kosningarétti. Verður að telja, að þessi mál séu bæði af J. J. í bæjarstjórn og J. Á. í blaði Framsóknarflokksins bor- in fram eftir nákvæma yfirveg- un, því að þessir tveir menn hljóta að vita það og skilja, að þessar tillögur þeirra eru ger- breyting á stefnu Framsóknar- flokksins eins og hún hefir ver- ið frá upphafi, með þeim er tek- in upp stefna hins svartasta aft- urhalds, sem Framsóknarflokk- urinn hefir hingað til ásamt Al- þýðuflokknum barist á móti, og reynt að leiða Framsóknar- flokkinn inn á brautir þær, sem hann getur ekki átt samleið með neinum frjálslyndum flokkum eins og þeir þekkjast á Norðurlöndum, þ. e. a. s., ef flokkurinn sem heild tæki af- stöðu með þessari stefnu tví- menninganna. Annars eru þessar tillögur tveggja leiðtoga Framsóknar- flokksins merkilegt tímanna tákn. Þegar erfiðlega gengur gerast allir íhaldssamari, einnig verkalýðurinn. Reynslan hefir sannað þetta í öllum löndum, þó að kommúnistar hafi alltaf haldið hinu gagnstæða fram. En tillögurnar eru jafn vitlausar fyrir því, vegna þess, að úrræð- in út úr og fram hjá erfiðleik- unum eru alt önnur. Verka- lýðurinn í landinu hefir aldrei neitað að taka á sínar herðar eitthvað af erfiðleikum vondu áranna, en hann mótmælir því röggsamlega í eitt skifti fyrir öll, að á herðar hans sé hrundið öllum erfiðleikum, en hálauna- stéttir og eignamenn séu að öllu látnir sleppa. Eitt stærsta málið sem borið hefir á góma á þessum erfiðleikatímum er Kveldúlfsmálið. Verkalýðurinn í landinu krafðist þess, að það mál væri leyst á viðunandi hátt þannig að gengið væri fullkom- lega að hinni 5 manna fjöl- skyldu, sem skuldar orðið láns- stofnunum þjóðarinnar um 10 milljónir króna og fyrirtækin sett á þannig lagaðan grundvöll að trygt væri að þau væru starf- rækt með hagsmuni alþýðunnar, sem við þau vinnur, fyrir aug- um og þar með þjóðarinnar allr ar. En hvað skeður? Jónas Jónsson og Jón Árnason koma í veg fyrir þetta í bankaráði Landsbankans. Þeir hafa vernd- að hagsmuni hinnar fámennu fjölskyldu en heimta í þess stað að slegið sé niður á fátækustu heimilunum. Þeir líða það, að við Kveldúlf starfi margir for- stjórar með marga tugi þúsunda að launum, að víxlar fyrirtæk- isins liggi í óreiðu í bönkunum; og með lögunum um síldarverk smiðjur ríkisins ætla þeir að láta s jómannastéttina borga brúsann. Það þýðir því ekki fyrir þessa herra að koma til alþýðunnar með kveinstafi um það að nauðsyn krefji þess að skera niður atvinnubótaféð, lækka fátækrastyrkinn og skerða frelsi alþýðunnar stór- kostlega meðan þeir með fram- komu sinni sanna#fólki það að þeir leyfa óreiðu, eyðslu og sukk yfirstéttarinnar. Þegar þeir hafa tekið fyrir slíkt geta þeir komið til verkalýðsins í landinu og talað um nauðsynlegar ráðstaf- anir vegna erfiðleika, en fyr ekki. El&a Sigfúss hieldur söngskemtuin í Gamla Bíó kl. 7,15 næst komandi priðju- daigskvöld. Verður Kína banabiti Japana? (Nl.) Einn af fréttariturum enska blaðsins „Times“ austur í Kína lýsir eyðileggingunni, sem hann hefir sjálfur verið sjónarvottur að, með eftirfarandi orðum: „Fyrst hin venjulega sjón í hverju kínversku sveitaþorpi: Svínin að róta upp í rusli úti fyrir og inni í húsunum. Svo koma kínverskir hermenn og setjast að 1 þorpinu. Hestimum er komið fyrir í íbúðarhúsun- um, fallbyssunum í verzlunar- búðum. En hið dagega líf held- ur þó áfram að ganga sinn vana gang með vinnu, viðræðum og matartilbúningi, sem hermenn- irnir taka meiri eða minni þátt í. Innan skamms er þó sú breyt- ing á orðin, að hermennirnir eru orðnir feitari og svínin færri. Síðan er byrjað að flytja hesta og búfénað til vígstöðvanna; enginn verður ennþá var við neina bardaga eða blóðsúthell- ingar. En alt í einu koma fyrstu flóttamennirnir, heilar fjölskyld ur, sem hafa flúið undan fram- sókn Japana, og einstakir særð- ir hermenn, sem koma haltir og limlestir frá herstöðvunum. Svo kemur skipunin til allra, sem eru í þorpinu, um að hafa sig á brott. Flóttinn byrjar og húsin í þorpinu standa innan skamms í björtu báli. Það er ekki margt fleira um örlög þorpsins að segja, því að eftir örstutta stund er ekkert annað eftir af því en rústirnar. Það eina, sem ennþá stendur, eru skotvígin, sem hlaðin hafa verið þvert yfir göturnar á stöku stað. Þegar japönsku her- mennirnir koma, er engin lif- andi vera eftir, þar sem þorpið stóð.“ Fleiri tugir milljóna hafa þegar orðið að flýja þannig átt- haga sína í Kína til þess að hægt væri að leggja landið í auðn áður en Japanir næðu því á sitt vald.Þeir, sem gamlir eru og lasburða, deyja oft á flótt- anum, en ungt fólk og hraust, bæði karlar og konur, og jafn- vel börn, slást í för með kín- versku hersveitunum í ná- grenninu, sem fá þeim byssur og skotfæri í hönd og kenna þeim smáskæruhernaðinn á móti Japönum. Á þennan hátt verða stöðugt til nýir og nýir hermannahópar, sem ekki bein- línis eru taldir til hins reglu- lega kínverskt hers, en hjálpa honum ótrúlega mikið með stöð ugum árásum á hersveitir og herflutninga Japana að baki aðalhersins og halda þannig stríðinu áfram einnig á þeim slóðum, sem aðalher Kínverja hefir orðið að yfirgefa. Þessi hernaðaraðferð Kín- verja hefir enn sem komið er hvergi náð annari eins full- komnun og í héraðinu Shansi í Norður-Kína. Þar hefir 8. kín- verski herinn landvarnirnar á hendi, en hann var áður aðal- kjarni rauða hersins í Kína, sem í heilan áratug hefir barist gegn stjórn Chiang Kai Sheks án þess að gefast upp og öðlast ótrúlega leikni á þeim tíma í smáskæruhernaðinum. Nú hef- ir hann samið frið við Chiang Kai Shek og gengið honum á hönd til þess að berjast með honum gegn innrás japanska hersins. Smáskæruhernaðurinn í Shan si hefir gefist svo vel fyrir Kín- verja, að þeir eru sem óðast að taka upp sömu bardagaaðferð- ina annars staðar í landinu. Þannig virðist nú þegar úa og grúa af þessum lausu og liðugu hersveitum Kínverja bæði að baki Japönum í héraðinu Shan- tung, þar sem bardagarnir eru harðastir sem stendur, og í hér- uðunum Chekiang og Anhwei, eða á öllu því svæði, sem Jap- anir voru búnir að leggja undir sig að nafninu til milli Shang- hai og Nanking. Það eru raun- verulega aðeins stórborgirnar og járnbrautirnar milli þeirra, sem Japanir hafa á valdi sínu. Stríðið í Kína hefir áreiðan- lega orðið með alt öðrum hætti en Japanir höfðu ímyndað sér. Þeir gerðu sér vonir um að vinna stríðið með nokkrum stór orustum á nokkrum mánuðum. En nú eiga þeir eftir hér um bil heilt ár í vök að verjast fyrir hinum ótölulegu herflokkum Kínverja, sem sækja að þeim í bak og brjóst og ónáða þá, án þess að ganga nokkurn tíma til úrslitaorustu. Hvernig þessi bardagaaðferð Kínverja verkar á Japani sjálfa sýna eftirfarandi orð, sem frétta ritari „Manchester Guardian“ birtir úr dagbók eins japanska herforingjans í Shansi, sem féll í viðureigninni við 8. kínverska herinn í vetur: „8. kínverski herinn er að gera mig gráhærðan. Við getum aðeins barist á daginn, en hann berst líka á nóttunni. í Chun Hsien Chen hafa 150 vörubílar verið eyðilagðir fyrir okkur og 60 hermenn verið drepnir. Á Eih. á 4. síðtt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.