Alþýðublaðið - 07.05.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN. XIX. ÁRGANGUK LAUGARDAG 7. MAÍ 1938 105. TÓLUBLAÐ. Bæjarstjórn Reykjaviknr biðnr nn fynMntaveiínlam Pétur Halldórss. flytur frumvarp umþaðáalþfngi Lánið á að verða um 7 milljónir króna. PÉTUR HALLDORSSON borgarstjóri ber fram á al þingi frúmvarp um, að alþingi heimili ríkisstjórninni að á- byrgjast fyrir hönd ríkissjóðs lán fyrir Reykjavíkurkaupstað til hitaveitunnar, alt að 7 millj- ónum króna, eða jafngildi þeirr ar fjárhæðar í erlendri mynt. Samkvæmt greinargerð fyrir frumvarpinu er stofnkostnaður hitaveitunnar áætlaður 6 023- 000 krónur. Eins og kunnugt er, hefir íhaldið haldið því fram, að ENGA RÍKISÁBYRGÐ ÞYRFTI fyrir láninu og í vetur fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar var því beinlínis haldið fram í Morgunbl., að lán til hita- veitunnar án ríkissjóðsábyrgð- ar væri fengið í London. Alt, sem Sjálfstæðisflokkur- inn sagði um framkvæmdir á hitaveitunni og lántöku til henn ar í vetur hefir því reynst til- hæfulaust með öllu. Og jafn- framt því að bera fram frum- varpið um ríkisábyrgð fyrir 7 milljóna króna láni til bæjarins sker Sjálfstæðisflokkurinn nið- ur allan óhróður sinn og róg um fjárhagsafkomu ríkisins, sem eftir umsögn íhaldsblað- anna undanfarin ár að dæma var svo bág, að enginn vildi lána íslenzka ríkinu og fjár- málaskuldbindingar þess væru að engu hafandi. Þannig hefir Sjálfstæðis- flokkurinn sjálfur kveðið niður sínar eigin tilhæfulausu full- yrðingar — og fer vel á því. Vonandi tekst að fá þessa á- byrgðarheimild samþykta á al- þingi og að öllu í sambandi við þetta mál verði hraðað sem mest má verða. Hitt er annað mál, hvort stjórnarvöldin kunni ekki að telja, að allur undirbúningur málsins hafi farið í svo miklum handaskolum og verið af svo miklum vanefnum gerður af sérfræðingum og öðrum ráða- mönnum íhaldsins, að nauðsyn beri til að málið liggi ljósar fyrir en það gerir nú. Og að minsta kosti virðist full ástæða til þess, að stjórnarvöldin hafi Stolfð ir mótor- bát í nótt. ¥ NÓTT var framið injnbroí í mótorbát, sem liggur hér, og stolið töluverðu verðmæti. Bátuirirm hefir verfð í viðgerð hjá „Iðiun;ni“. í molr]giU!n, þegar eigandmn kom að bátnuim, tók hanin eftir því, aið br-otist hafði vieirið ínn í „lúka'rinn" og stolið þaðan smí'ðaverkfæTuim, 2—3 hundriuð króna virði. tækifæri til að hafa einhver á- ♦ hrif á það að framkvæmd máls ins verði með öðrum hætti en undirbúningur þess hingað til. Alþýðuflokkurinn mun fylgja ábyrgðarheimildinni á alþingi og gera alt, sem í hans valdi stendur, til þess að framkvæmd ir málsins hefjist hið fyrsta. ViHnnstððvnn málarasveina. MÁLARASVEINAR. hafa lagt niður vinnu á hverju ári í undanfarin ár og einnig nú hafa þeir gert verkfall. Krefjast málarasveinar 5 aura hækkun- ar á kaupi á klukkustund og auk þess að meistarar leggi 1% af vinnulaunum í sumar- leyfissjóð þeirra. Kaup málarasveina er nú kr. 1.85 á klst. Þeir hafa raunveru- lega ekkert sumarfrí, enda eru flestir sveinanna lausavinnu- menn, sem vinna 1—2 daga, viku eða hálfan mánuð hjá meistara og er því ekki hægt að koma sumarfríi við nema á þennan hátt, sem sveinarnir fara nú fram á. Samningar voru útrunnir 1. Frh. á 4. síðu. Síldarvinsla átti að hefiast í dag á Sevðisíirði. Sb veður hatnlaði Teiðum likil síld í fiSrðmm SÍLDARVINNSLA hefði byrjað í síldarverksmiðj- unni á Seyðisfirði í dag, hefði veður ekki verið mjög vont á Austfjörðum í gær. Enn berast fréttir um mikla síld í Eskifirði, Mjóafirði og Reyðarfirði, og enn sést síld vaða í Seyðisfirði. Seyðfirðingar búa sig nú af kappi til að veiða síldina og á Éskifirði, Mjóafirði og Reyðar- firði hefðu menn veitt síld í gær hefði veður ekki hamlað. Var ákveðið, að síldarbræðsl- an á Seyðisfirði tæki síld til vinnslu í dag. Veður er í dag betra fyrir Austfjörðum og er búist við að sjómenn fari til veiða í dag. Ætti því síldarvinnsla að geta hafist á Seyðisfirði.á morg un. Mlkill hafís á slgilnga~ leiðnm við Norðnrland. ABeínm 15 km» út aff Sl^IumesI. isliiii Iieffiir fær@t 7©—Sli Iom. æH Mndinu sfðam á ináiiiiáag. Geysimikil ísbreiða er nú úti fyrir Norður- landi. Er ísinn á stóru svæði og aðeins 15 km. út frá Siglunesi. Agnar Koefoed Hansen flug- maður flaug í nótt ásamt Stef- áni Jónassyni skipstjóra og Ed- vard Sigurgeirssyni ljósmynd- ara iit yfir ísinn. Hafði ríkis- stjórnin fengið flugmanninn í þessa rannsóknarför. Alþýðu- blaðið hafði í morgun tal af Agnari Koefoed Hansen rétt eft ir að hann kom úr rannsóknar- förinni. „Við höfðum undanfarna daga á flugi okkar séð ísbreiðu nálgast landið og í gær bað for- sætisráðherra mig að fara í rannsóknarför út yfir ísinn. Við lögðum af stað kl. 6 í morgun og flugum 180 km. út frá landi. ísinn er næstur landinu við Siglunes, aðeins 15 km. út frá nesinu. ísbreiðan er mjög stór og nær frá 17,5 gr. vestlægrar lengdar og út að 23 gr. ísinn er mikill í Húnaflóa, á siglingaleið og er ekki skipgengur. Þar ligg- ur ísinn á 66 gr. 10—20 mín. Skip verða að beygja fyrir ís- spöngina, því að það er ógern- ingur að fara gegn um hann. ísinn er bersýnilega á mjög hraðri ferð að landinu og hefir hann farið 70—80 km. að land- inu síðan á mánudag.“ Ferðin gékk vel hjá okkur og tók Edvard Sigurgeirsson marg- ar myndir af ísbreiðunni. 52 ára afmælisfiajginiað sinn helduir stúkan Æskain nr. 1 á mou]giu)n í K.-R.-húsinu. Verður þa'r maXigt og mikið ti;l skemtiun- atr. Síðustu forvöð fyrir féilaiga að fá sér aðgöngiumiðla enu: á miö-igiun í K.-R.-húsiniu' kil. 10—12 áirdegis. Eldjqi danza klúbbitrinn heldtiir síðasta danzleik siinin á þessiu starfsáiri í kvöld. Trygjgið yðiu>r aðígöngumiða í tíma. er épji fá_ríkiss]öði. yegna villandi ummæla um Landssmiðjuna, undanfarið, vil ég gefa eftirfarandi upplýsing- ar almenningi til fróðleiks. Ágóði Landssmiðjunnar hef- ir frá því 1930 numið alls kr. 121.256.99. Landssmiðjan hefir greitt ríkissjóði vexti af framlagi, samtals kr. 36.021.40 og tekju- skatt síðastliðið ár kr. 5.320.00. Vélar hafa verið keyptar fyr- ir samtals kr. 113.441.94 og er nú bókfært verð þeirra komið niður í kr. 53.597.98. Verkfæri keypt fyrir samtals kr. 36.999.- 32 og er bókfært verð þeirra komið niður í kr. 7.081.11. Af- skrift véla og verkfæra hefir dví verið alls kr. 88.862.17. í Landssmiðjunni vinna nú 50 menn að staðaldri og hafa aeir síðastliðið ár greitt útsvar til bæjarins kr. 7.530.00 og tekju og eignaskatt til ríkisins ca. kr. 2.500.00. Vinnulaun hefir Landssmiðj- an greitt alls kr. 1.342.903.71, þar af síðustu tvö ár kr. 404.- 903.64. Alls hefir Landssmiðjan haft 32 nemendur, þar af 21 nem- andi lokið fullnaðarprófi. Ág. Sigurðsson. fiinverjar aðeins 13 kffl. frá Pelpinf. LONDON í gærkveldi. FÚ. ¥f ÍNVERSKUR HER er nú sagður aðeins 13 kílómetra fyrir vestan borgarmúra Peip- ing, og sést til hans frá borg- inni. En að austan sækir annar her Kínverja, og er í rúmlega 20 kílómetra fjarlægð. Borgarhliðunum hefir verið lokað, og eru allir Kínverjar, sem sækja um inngöngu, vand- lega skoðaðir, til þess að ganga úr skugga um að þeir feli ekki á sér nein skjöl eða vopn. í Nanking ríkir svipað ástand. Japanir segja í sínum fréttum að Kínverjar hraði nú liðsauka til Lunghai-vígstöðvanna, í von um að geta stöðvað sókn japanska hersins að norðan. tepraðtBerð frð Fmnlaiði. K.HÖFN í gærkveldi. FÚ. ÞRÍR ítalskir togarar með á- höfn, sem að mestu leyti er færeysk, munu í sumar stunda veiðar við Bjarnarey, og hafa þeir fengið leyfi til þess að nota Petsamo í Finnlandi, sem aðalbækistöð sína. Um þetta mál segir „Aften posten“ í Oslo, að ísland, Dan- mörk og Noregur hafi verið samtaka um að neita ítölum um slík leyfi, en nú hafi Finnland tekið aðra stefnu en hin Norð- urlöndin og telur það miður farið. F.-U.-J.-félaigiar! Gbeiðið félagsgjdld ykkar þáð fyrsta á ■skrifstofu félagisiins, sem er lopiin á föstud. og þriðjuid. firá kl. 6—8 siðd. GjaMda|gi fyrir 1938 var 1. maí. Vaxandi viðsfár M af nppivððslu pýzkn naz- istanna ITékkésfiévakiu Slagsnál og óeirðir í Prag og víðar í gær LONNDON í morgun. FU.iy IGÆR urðu nokkrir árekstr ar milli þýzkra nazista í Tékkóslóvakíu og Tékka. í Prag var þýzkur stúdent handtekinn fyrir að klæðast einkennisbúningi nazista, en áður en lögreglan handtók hann höfðu tékkneskir stúdentar leik ið hann illa, og varð að flytja hann í sjúkrahús. í annari borg var þýzkum dreng hegnt fyrir að selja hakakrossmerkið, og urðu út af því skærur milli nazista og Tékka. Nazistar í borginni trefjast þess, að tékkneska lög- reglan verði lögð niður. Nýjar tilslakanir við SAdeta-Ojóðverja. —o— Tékkneska ráðuneytið kom saman á fund í gær og ræddi um hina fyrirhuguðu löggjöf viðvíkj andi þj óðernisminnihlut,- um í landinu. Hún slakaði til í nokkrum ákvæðum, með tilliti til sérstöðu Súdeta-Þjóðverja. Sú frétt hefir valdið nokk- urri undrun, að það boð var lát- ið út ganga í dag í Tékkóslóva- kíu, að það ætti að endurreisa flokk þann, sem nazistaflokkur- inn er sprottinn upp úr, en nokkur hluti hins gamla flokks gekk aldrei í nazistaflokkinn. Þessi ráðstöfun getur leitt til þess, að sjö þingmenn nazista þurfi að segja af sér. Alþýðnflofckarinn vinnnr eitt kjörðæml enn af enska íhaldinu LONDON í gærkveldi. FÚ. AUKAKOSNINGAR hafa farið fram í Litchfield- kjördæmi í Englandi. Framhjóð endur eru tveir: — Annar fyrir Alþýðuflokkinn og hinn fyrir flokksbrot MacDonalds, sem fylgir íhaldsstjórninni. Hlaut frambjóðandi Alþýðu- flokksns kosningu með 826 at- kvæðum fram yfir andstæðing sinn, eða alls 23.586 atkvæðum. Við síðustu almennar kosn- ingar hlaut frambjóðandi flokks brotsins, sem fylgir íhaldsstjórn inn, kosningu, með 3.300 atkv. meirihluta. Hefir því Alþýðu- flokkurinn unnið kjördæmið frá st j órnarf lokknum. Hinn nýkjörni þingmaður Litchfield kjördæmis í Eng- landi, sagði í viðtali við blaða- menn, að hann teldi úrslit kosn- ingarinnar bera vott um það, að almenningur væri að snúast gegn brezku stjórninni vegna stefnu hennar í Spánarmálun- um og sáttmálans við Ítalíu. Andstæðingur hans, sá er tapaði fyrir honum, sagði, að hann teldi ósigur sinn stafa af almennu áhugaleysi stjórnar- sinna. Hroðaleg viðureign við itt- skertan mann i Hann drap fjéra menu og særði prjá, áður en það tókst að gera hann sjálf- an óskaðlegan með þvi að skjóta hann. OSLO í gærkvieldi. FB. Unjgur bóndasonuT, Björn Br.as- kierud, á bæniuim Braskerud í Vaaler, Solörbygð í Npregi, viairð skyndiilega vitskertuir í gærkveldi og skaut til bana jafnaldra silnn ög félaga, Asbjörn Vestberg, og foð'ur sinn, Edward Braskerud bónda. Aðrjr, sem á bærnum' voru, ■lögðu á flótta tii næsta bæjar og (gierðu léns:manniin|uim‘, Talarne"- by, orð' um það, siemi' fyrir hafði ktoimið. Fór lénsinaðurmn á vettvaing með syni sáuuim, Torneby léns- mannsfulltrúa, og fómt þeir í b3(f- reiði. Hinn vitskerti piiltur drap lónsma'nninin og særði son hains aivarlega', en bílstjóri, að nafnii Richardsen, sem kom með sjúkra- bál til þess að sækja þá, sem særst höfðu, var einnág drepánn'. Var nú lénsniamiinuim í næsta bygðarlagi gert aðvart. Fór hann, Holth lénsmaðiur, ásamt fiulltriúa sin'um, Astnuip. Særðust þeir báð- lir í vmiðurieign við hann af hníf- stjungium, og neyddist lén'smanns- fulltrúinm til þesis að skjóta á piltinn, sér og lénsmaninániuim til var.nar. Hæfði hiann piltiinn í höf- uðiið og beilð hann banja þegar. t vösum hanis fundust 20 skot. Alis biðu fimmi mienn bana í viðurieignin'ni, en þrír særðust al- varlega. (NRP.) Westergaard fékk 40 KALUNDB. í gærkv. FÚ. í dag féll dómur í máli þeirra Erik Westergaards og félaga hans er stóðu að uppþotinu og skotinu á Steincke dómsmála- ráðherra í danska þinginu fyrir nokkru. Var Westergaard dæmdur í 40 daga fangelsi, en félagar hans þrír í 20 daga fangelsi og töldust þeir hafa afplánað það í gæzluvarðhaldinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.