Alþýðublaðið - 23.06.1938, Qupperneq 1
Alpý ð ufl o kksf élaglð
tíl Þingvalla á sunnu
daginn kemur. Nán-
ar auglýst siðar.
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN
XIX. ÁRGANGUR
FIMTUDAG 23. JÚNÍ 1938.
143. TÖLUBLAÐ
iBDbyrtnr
í KoannúnistaMkion
....-4— ---
lommiínistar neyðast tll að taka við honum samkv.
strðngum iyrirskipunum, nýkomnnm frá Noskva.
--------------<$.--
FInttMMiiis á aH um nafn9
eii ekM mm fnrnaann, og senda
Srainwegls 99gesfi44 fil Moskva!
UM langan tíma hafa menn
verið að velta því fyrir
sér, hvað verða myndi um Héð-
in Valdimarsson, og því meir,
sem það hefir sýnt sig, að hann
er orðinn algerlega fylgislaus
meðal Alþýðuflokksmanna fyr-
ir framkomu hans við flokkinn.
Menn hafa spurt, hvort hann
myndi hugsa til að stofna nýj-
an flokk og reyna að draga til
sín eitthvað af kommúnistum,
eða hvort hann myndi hreinlega
ganga í Kommúnistaflokkinn,
eða í þriðja lagi taka þann kost-
inn, sem honum væri fyrir
beztu úr því sem komið er: að
draga sig í hlé, stunda olíu-
verzlun sína og hætta öllum af-
skiftum af pólitík.
Það hefir verið vitað, að kom-
múnistar hafa verið því mjög
mótfallnir að veita Héðni inn-
töku í flokk sinn, en hins vegar
séð, að klofningsbrölt Héðins
væri algerlega fallið um
sjálft sig og þeim einskis
virði meir, ef hann einangrað-
ist á milli Alþýðuflokksins og
Kommúnistaflokksins. Og með
tilliti til þess hefir málið nú
ráðist þannig, að samkvæmt á-
kveðnum fyrirskipunum, sem
Kommúnistaflokkurinn hefir
nýlega fengið frá Moskva, og
kommúnistaforsprakkarnir hafa
setið við að ræða undanfarið í
héraðsskólanum uppi í Reyk-
holti og víðar, að Héðinn skuli
fá inngöngu í Kommúnista-
flokkinn og flokkurinn jafn-
framt breyta um nafn til þess
að villa á sér heimildir og gera
áframhaldandi klofningsstarf-
semi kommúnista léttari.
Flokknum verður eftir sem áð-
ur stjórnað frá Moskva og
Brynjólfur Bjarnason verður
formaður hans. Flokkurinn á
eins og áður að senda menn til
Moskva til þess að sækja fyrir-
skipanir, en framvegis eiga þeir
að heita „gestir“ þar, en ekki
fulltrúar Kommúnistaflokks ís-
lands.
í þessum tilgangi hafa Héð-
inn og kommúnistar undanfar-
ið verið að sjóða saman stefnu-
skrá fyrir flokkinn til þess að
hampa. Þeir hafa tekið stefnu-
skrá Alþýðuflokksins frá síð-
asta Alþýðusambandsþingi, gert
á henni þær breytingar, að hún
verður kommúnistisk, en kalla
hana sameiningarstefnuskrá og
halda því að Alþýðuflokks-
mönnum, að það sé stefnuskrá
Alþýðuflokksins með óveruleg-
um breytingum.
Þetta plagg hafa þeir nú gef-
ið út í pésa og reynt að selja
á götunum, en enginn hefir
viljað líta við þessari kommún-
(Frh. á 4. síðu.)
tslendingar kenna ttölnm
fiskveiðar i norðnrh ðf um fyr
ir milligðngn Kjartans Thors
-----4-----
Pamslff ætla aiai vlðsklftameBii!
tar atl w®rHa sjálfam sér
iiégir m©ð okkar aðstoð.
"O’INGAÐ komu fyrir
nokkrum dögum þrír
ítalskir togarar. Varð mörg-
um starsýnt á þá, ekki þó
fyrir þá sök hve fallegir þeir
væru, heldur vegna hins, að
allur útbúnaður þeirra benti
til þess, að þessi skip væru
ekki ætluð til þess að stunda
fiskveiðar í norðurhöfum
eða að þeim, sem á þeim
væru, væri ætlað það hlut-
verk.
Nokkru áður en skipin komu
gaus upp sá kvittur, að skipa
þessara væri von og að þau
ættu að taka hér íslenzka fiski-
Treg síldveiði
íyrir norðai.
TREG síldveiði er nú fyrir
Norðurlandi, enda þótt
veður sé ágætt. Það litla, sem
veiðist ,hefir veiðst út af Siglu-
firði og við Skaga.
í gær komu þessi skip inn til
Siglufjarðar af veiðum:
Freyja með 750 mál
ísbjörn — 450 —
Marz — 150 —
Geir goði — 600 —
Már — 600 —
Auk þessara skipa komu fá-
ein skip inn með slatta.
Umferðaslys í
gærkvðldi.
Ijrir bil og rifbrotnar.
UMFERÐASLYS varð í gær-
kveldi á Reykjanesbraut-
inni. Hjólreiðamaður varð fyrir
bíl og rifbeinsbrotnaði.
Slysið varð kl. 71/2. Bifreföin,
sem var hlaðin salndi, var aðl
koma frá Hafoarfirði. Þegair hún
kom á móts við Hafnarsmiðjuin a
kom maðuir á neföhjóli aö nior&an
og ætlaði að heygja út á hjólja-
biraut, sem lii|gpir suður með
Hafnamsmiiðjunni. Var'ð hatnm þá
fiyrfr bifneföiimm ö,g k'astialðSst á
vatniska'ssawn svo fiast, að kassinn
beyglaðiis.t inin aö vél. ,
Maðurfwn féll á götuina, og
fluiftá bílstjórfnin ha.no á Lands-
spitaláhri.
Vfö læknisra^tinsókn kolm í Ijóis,
a,ð maðurfno, sem heitár Dáði Jó-
haooesson, Haukalandi, hafiði rff-
bnötnað.
skipstjóra og enn fremur eitt-
hvað af öðrum skipverjum til
þess að leiðbeina ítölunum og
kenna þeim fiskiveiðar í norð-
urhöfum.
Skipa þessara var beðið með
nokkurri eftirvæntingu og
héldu margir, sem séð höfðu
lofsöng Morgunblaðsins um hið
ítalska innræti, að hér myndi
geta að líta fögur skip og vel
útbúin.
En er skipin komu, urðu
menn fyrir vonbrigðum eins og
áður getur, og sérstaklega
vakti það eftirtekt manna,
(Frh. á 4. síðu.)
Uris slö Schmeliig ilð-
■r strax I fyrsti liti.
-----9-----
Hnefaleikurinn í New York í gærkvöldl.
Skemtifðr til Mng-
vaila á suHBBdagiDn.
MpýðufiokksféL gengst fyrir
ódýrri skemtifðr fyrlr félagana
JOE LOUIS.
LONDON í morgun. FÚ.
V GÆRKVELDI fóru fram
hnefaleikar í New York
milti svertingjans Joe Louis og
Þjóðverjans Max Schmeling.
MAX SCHMELING.
Joe Louis sigraði þegar í
fyrstu lotu. Á tveimur mínút-
um og fjórum sekúndum hafði
hann slegið Schmeling þrisvar
niður.
Japanir setja her á laid
hjð Swatow i Suður-Kina.
Þeir tilkynna borgarbúum með flug-
blöðum, hve hamingjusamir Kinverjar
í Norður-Kína séu nú yfir því að vera
komnir undir japanska stjórn(!)
Hæstiréttnr Dana
dæmir árásirnar á dr.
Lauge Koch ðmerhar.
KAUPM.HÖFN í gærkv. FÚ.
HÆSTARÉTTARDÓMUR er
nú fáillinn i málí því, et dr.
Liajujge Koch höfðaði gegn 11
jarðfræðingum.
Dómxirfimn lítuir svo á', að rit
jaröíTæðin.ganma hiafi ekkert það
Inni að hiailda, siem við 'kotmi
manmbirðí Kochs se-rn vísinda-
maites, og brjóti þess vegná ekki
í hága við Jög.
Hins viegar telur dómurmn, að
aiyktun jarðfrtEOtngia'nna á aðal-
fundi 1 a ndfræðifélagsins og skrif
þeirra til blaiðain/nia í sambandii
við þá ályktuin hafi verfð æm-
meiðandi fyrfr dr. Koch, án þess
að ummælin værfi réttlætt, og
dæmir því rétturfnn jarðfræðing-
ana til þess að bongia allan má!ls-
kostnað fyrfr báðum réttuin, eðia
alis 2000 kr., en ómerkir um-
mælin.
Brftásh Tonuny
kom frá Eng.landi í gær með
oilíu táá B. P.
Sketjungur ,
jtom í jgær og fór í siipp. •
LONDON í gærkveldi. FÚ.
IGÆRDAG voru hermenn
úr 10 japönskum herskip-
um fiuttir á land á Namoaeyju,
sem er beint á móti alþjóða-
höfninni Swatow í Suður-Kína.
Eyjan er víggirt og hófust þeg
ar grimmir bardagar milli
hinna japönsku hermanna, er
á land voru settir, og hins kín-
verska varnarliðs. Þessum bar-
dögum heldur áfram.
Fallbyssubátur frá Banda-
ríkjunum ér þegar kominn á
vettvang í Swatow og brezkur
tundurspillir er á leiðinni þang-
að frá Hongkong.
Síðdegis í dag gerðu japansk-
ar flugvélar loftárás á Swatow
og eyðilögðu rafmagnsstöðina,
skemdu járnbrautarstöðina og
víggirðingar borgarinnar. Eitt
þúsund flugblöðum var kastað
niður og var skorað á íbúana að
gefast upp, jafnframt því sem
þeim var tjáð, hve hamingju-
samir Kínverjar í Norður-Kína
væru yfir því, að vera nú komn-
ir undir japanska stjórn(!).
Japanir nðlgast
Hankow.
LONDON í morguin. FÚ.
Chiaing Kai Shek hefir mælt
svo fyrir, a(ð stjómairskrifistoi-
uirnajr skuli ekki vera. fluttair frá
Hamkow eims og áðuir hafði verið
ákweðið. Kílnverjair g.era sér nú
voniir um aið geta varfö biorgina'.
Hafa þeiir dregið saman mikinn
fjöldai hiernaðarflujgvéla í grend
viið borginai.
Japanir gera nú tUnaunix til
þess atð rjúfa táámaniagairðinn,
seim Kinverjair hafa komið fyrir
í Yamgtsiefljóti skamt fyrir neðan
Hainkow.
Swa,tow varð fyrir þremur
loftárásium í jgæir.
A LÞÝÐUFLOKKSFÉLAG
Reykjavíkur efnir tit
skemtifarar fyrir félaga sína á
sunnudaginn kemur íil Þing-
valia.
Verður farið í bifreiðum frá
Steindóri og lagt af stað kl. 9
f. h. frá Alþýðuhúsi Reykja-
víkur, ef veður verður gott.
Farið verður úr bílunum upp
í Almannagjá og verður þar
sameiginlegt borðhald, og
verða allir að hafa miðdagsmat-
inn með sér. Kl. 4 verður sam-
eiginleg kaffidrykkja í stóra
salnum í Valhöll, en heim verð-
ur farið um kl. 8.
Félögum verður leiðbeint um
Þingvöll og útskýrðir sögustað-
ir, en ein ræða verður flutt
annaðhvort í Valhöll eða í Al-
mannagjá.
Fargjaldið er fyrir hvern
mann kr. 6.50 í Steindórsbif-
reiðum en kr. 5.10 í kassabílum
frá Vörubílastöðinni og er inni-
falið í því kaffi og kökur. Verða
farseðlarnir seldir í afgr. Al-
þýðublaðsins á morgun og á
laugardag og í skrifstofu Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur í
Alþýðuhúsinu. Þeir, sem ekki
geta sótt farseðla sína fyr en á
laugardag, eru beðnir að til-
kynna þátttöku sína í síma af-
greiðslu Alþýðublaðsins, 4900,
eða síma Alþýðuflokksfélagsins.
Sími 5020.
Þeir, sem fara í eigin farar-
tækjum geta tekið þátt í hinni
sameiginlegu kaffidrykkju með
því að kaupa kaffimiða í afgr.
Alþ.bl eða í skrifstofu Alþýðu-
flokksfélagsins.
Skemtilegast væri að sem
allra flestir félagar tækju þátt
í þessari fyrstu skemtiför fé-
lagsins.
Kaupið farmiða strax á morg
un!
Dpottnlngin
fðr í [gærkvieMi frá Thiorshavn
á li©ið til Kau1 p:nawnah,afnar.
Ipróttafrðmuðir svara
spnrnmgam Alpýðoblaðslns
Hvað á að gera til að auka áhuga
unga fólksins fyrir íþróttum?
--------«--------
ALÞÝÐUBLAÐIÐ lagði nýlega eftirfarandi spurningu
fyrir nokkra helztu leiðtoga íþróttafélaganna:
„Hvað geta íþróttafélögin og hið opinbera gert til
að auka áhuga unga fóiksins fyrir íþróttum?“
Var aðallega ætlast til að þeir miðuðu svör sín við
„frálsar íþróttir“, þar sem telja verður að áhugann skorti
einmitt þar, en sé mjög mikill fyrir knattspyrnu, sundi
og skíðaferðum.
Mennirnir, sem spurningarnar voru' sendar til, voru
þessir: Ben. G. Waage forseti íþróttasambands íslands,
Jens Guðbjörnsson formaður Glímufélagsins Ármann, Er-
lendur Ó. Pétursson formaður Knattspyrnufélags Reykja
víkur, Hallsteinn Hinriksson kennari Fimleikafélags Hafn
arfjarðar og Konráð Gíslason ritstjóri íþróttablaðsins.
Svörin eru nú að berast og byrja að koma í Alþýðu-
blaðinu á morgun.