Alþýðublaðið - 23.06.1938, Page 3
FIMTUDAG 23. JÚNÍ 1938.
ALÞtÐUBLMHÐ
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRI:
F. R. VALÐFMARSSON.
AFGRRIÐSIiA:
ALÞÝÐUH ÚSINU
(Inngangur írá Hverfisgötu).
SÍMAR: 4900—4986.
4900: Aígrelðsla, auglýslngar.
4901: Rítstjórn (innlendar fréttír).
1S02: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmsson(heiraa)
4904: F. R. Valdemarason (heima)
4905: Alpýðuprentsmiðjan.
4908: Afgreiðsla.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN
Skrípaleikur —
eða sameining
H. V. við komm
únista?
KLÍKA Héðins Valdimarsson
ar sendi í fyrradag frá sér
furðulegt plagg, sem Nýtt land
segir að eigi að vera tilboð til
Alþýðuflokksins og Kommún-
istaflokksins um sameiningu í
cinn flokk á komandi hausti.
Segir blaðið að tilboð þetta muni
sent stjórnum flokkanna og fé-
lögum og nú vanti ekkert
nema að samþykkja þetta and-
lega fóstur Héðins, Sigfúsar og
Arnórs, til þess að sameining
verkalýðsins á íslandi sé full-
komnuð.
Ekki verður litið á þetta til-
tæki þeirra Nýlendinga öðru-
vísi en sem argvítugan skrípa-
leik, af sama tagi og loddara-
leik kommúnista undanfarin
ár undir samfylkingargrímunni.
Það er búið að þrautreyna sam-
einingarvilja kommúnista með
samningunum við þá í fyrra,
sem sýndu að þeir höfðu ekkert
lært og engu gleymt. Þeir lýstu
því yfir, að þeir hefðu ennþá
sömu skoðanir á byltingunni,
að þeir áskildu sér rétt til að
starfa undir yfirstjórn frá
Moskva, að þeir vildu ekki
starfa að valdatöku alþýðunnar
á grundvelli þingræðis og laga.
Síðasta Alþýðusambandsþing
gerði kommúnistum síðan það
ítrasta sameiningartilboð sem
Alþýðuflokkurinn gat gengið að
og því höfnuðu kommúnistar
algerlega. Síðan hafa þeir ásamt
H. V. haldið uppi látlausum
árásum og rógi um Alþýðuflokk
inn og gert honum allt til ó-
þurftar, sem þeir hafá getað.
Sameiningarvilji kommúnista
er kominn nægilega greinilega
í ljós, öll þeirra samfylkingar-
pólitík hefir verið afhjúpuð
sem auðvirðileg hræsni, sem
engin tekur mark á framar og
það væri hlægilegur skrípa-
leikur og ekkert annað, ef Al-
þýðuflokkurinn færi að taka
upp samninga við þessa menn
um sameiningu flokkanna. Al-
þýðuflokkurinn ætlar sér ekki
að starfa á kommúnistiskum
grundvelli, en hann er sá eini,
sem kemur til mála að komm-
únistar vilji ganga að.
Þeir, sem fylgst hafa með
starfsemi H. V. undanfarna
mánuði og lesið hafa blað
hans, vita, að allt starf þessara
manna hefir gengið út á að sví-
virða Alþýðuflokkinn og starf-
semi hans; Nýtt land hefir
haldið því fram, að allir sósíal-
istarnir hafi farið út úr flokkn-
urn 1930, éftir séu aðeins bitl-
ingamenn, íhalds og Framsókn-
armenn og aðrir smáborgarar;
brýnasta nauðsynjamál Alþýðu-
flokksins hefir Nýtt land talið
það, að losna við alla forystu-
menn Alþýðuflokksins og
verkalýðsfélaganna. Undirstaða
í öllum skrifum klofningsmann-
anna er óslökkvandi hatur á
Alþýðuflokknum og nú koma
þessir menn og tala um, að þeir
vilji sameiningu Alþýðuflokks-
ins og Kommúnistaflokksins.
Eftir það, sem á undan er
gengið síðustu mánuðina verð-
ur slíkt ekki tekið alvarlega pi
Alþýðuflokksmönnum.
Það vita H. V. og fylgismenn
hans líka ofurvel. Sameiningar-
stefnuskrá þeirra á heldur ekki
aiö undirbúa sameiningu Al-
þýðuflokksins og Kommúnista-
flokksins, heldur sameiningu
H. V. og kommúnista.
H. V. sér nú fyrir örlög sín,
hann veit að engir möguleikar
eru til þess að hann geti náð
meirihluta í Alþýðuflokknum,
hann sér að sundrungarstarf-
semi hans og makk við komm-
únista er fordæmt af yfir-
gnæfandi meirihluta Alþýðu-
flokksmanna, hann veit að hann
á ekki afturkvæmt í Alþýðu-
flokkinn.
H. V. hefir því ákveðið að
ganga formlega í Kommúnista-
flokkinn. Það er sameiningin.
En kommúnistar vilja ógjarn-
an taka við Héðni nema eitthvað
fylgi í kaupbæti. í þeim til-
gangi að kljúfa einhvern hóp
út úr Alþýðuflokknum um leið
og H. V. sameinast kommún-
istum hefir verið samin þessi
sameiningarstefnuskrá og
sennilega ætla kommúnistar. sér
að skifta um flokksheiti um leið
og þeir innbyrða H. V.
Alþýðuflokksmenn munu
ekki láta sig miklu skifta þann
sameiningarskrípaleik, sem H.
V. og kommúnistar eru nú að
hefja. Þeir hafa ástæðu til að
fagna því, að H. V. sameinast
kommúnistum hreinlega og
hætti að misbrúka nafn Alþýðu-
flokksins.
Stórkostlegar aner-
ískar flotaæfmoar í
Atlantshafi.
155 herskip og 500 flugvélar.
A MERÍSK blöð birta fregnir
•*”■*■ um það, að Roosevelt for-
seti hafi gefið samþykki sitt til
þess, að stórkostlegar flotaæf-
ingar verði haldnar í sumar á
Atlantshafi.
Að því er frézt hefir ara flota
æfingarnar ram á svæðinu frá
miðbaug jarðar norður til New-
foundlands og austur undir Ev-
rópu.
Heriskip þa'u, sem iei|gia aið taka
:þátt i þa'iim, ©fu 155 tailsin's, ein
áhöfn þeirra 58 000 menin, þair
af 3 600 yfMorirtgjar.
Fímim hundrtuð flugvéla’r tajka
qg þátt í æfingunum. NRP.
Rauiði, krosstnn i Sajidgerði.
Hið nýja sjiúkU&'skýli Rauða
Kroiss tslainds eir nú tekdð ti!l
fuillra afnota og vair opíð ,í tæpa
3 máuuði. 'Á lækniíngasrtiofUnni
voru sjómönnium veittair 372
hj úkruin&ra'ðgierðir, en vitjáð var
um s júka utau skýlisiiœ í 86
skifti. Stórkoistieg framför til
þráifn&ðair og heilsubótar eru bað-
hús s jiúkraiskýlisite, sem voiru tek-
ín ttl motkUninair í mairzliok, og
mjög eftirsótt af sjómöinnum.
Heilsufair vair óvemjulegia gott um
vefrtíðiina1 qg því aiðeite 8 legu-
ciugair á sjúkraistofiimum. (Tilk.
frá RaUða Kross íslamds. F.B.)
Æskau,
barnabiaðið, er nýkomið út.
Hefst það á barnasögui eftir
Guininar M. Maignúss, þá er dön-sk
MMskólas,a|ga, Grænjaxl, eftir
Guinmar .Jörgensen, 1 rjóðri, heiitir
smáleiknit, o. fl.
Samvlnna léðins o
við ihaldið gego AlDv
Hverjum þjóna Þjóðviljinn og Nýtt land með
þvi að básúna lygar Morgunblaðsins um fylgi
ihaldsins í Dagsbrún út sem óhrekjandi sannindi?
Eítír finðjén I. Sal-
vinssonvaraformann
Dagsbrðnar.
MEIRIHLUTI stjórnar Dags-
brúnar fær túlkun og um-
önnun tveggja blaða, er standa
nærri formanni og fjármálarit-
ara félagsins, til þess að upp-
hefja Sjálfstæðisflokkinn og
níða og niðurlægja Alþýðu-
flokkinn. Þessi blöð mynda
tríó með Mgbl. og gaula í kapp
um fylgi Sjálfstæðisflokksins
innan Dagsbrúnar.
Hetjur Nýlendinga og höfuðs
menn kommúnista fórna hönd-
um og vitna: Sjálfstæðisflokk-
urinn á meginhlutann af þeim,
sem sögðu nei við atkvæða-
greiðsluna í Dagsbrún.
Mgbl.-ritstjórarnir grípa
andann á lofti og taka fegins-
höndum þessari yfirlýsingu og
í leiðara staðfesta þeir þetta fyr
ir sitt leyti. Furða er!
Nýlendingar æpa í hrifningu:
Hvað þarf framar vitnanna við,
og ummæli Mgbl. eru tekin upp
sem óyggjandi sönnunargagn.
Samspilið er í fullum gangi
eins og hjá góðum knattspyrnu-
mönnum. Þessi blaðaþrenning
er prýðilega ásátt um að niðra
Alþýðuflokknum og gera lítið
úr fylgi hans eftir megni.
Tilgangur þessa leiks er auð-
skilinn frá pólitísku sjónarmiði.
Aðstandendur blaða þessara
hafa sameiginlegt markmið, að
vinna Alþýðuflokknum tjón,
sundra röðum alþýðunnar sem
mest, ef verða mætti Sjálfstæð-
is- og Kommúnistaflokknum til
framdráttar. En er það ekki
ömurlegt hlutskifti Nýlending-
anna, sem þykjast berjast fyrir
sameiningu verkalýðsins í einn
flokk, að þeir skuli nú gerast
forystusveit í þessu sundrung-
arstarfi og ganga jafnvel svo
langt að nota leiðara Mgbl. sem
höfuðsönnunargagn?
Engum kemur til hugar að
neita því, að í Dagsbrún eru
verkamenn, sem fylgja Sjálf-
stæðisflokknum að málum.
Vissulega hafa ýmsir þeirra
tekið þátt í atkvæðagreiðslunni,
og mun sá hópur hafa skifzt
milli aðila.
Kemur mér ekki annað í hug
en að ýmsir þeir verkamenn,
sem fylgja Sjálfstæðisflokkn-
um að málum, geti haft áhuga
og skilning á þýðingu verka-
lýðsfélaganna, enda að ég ætla
viðurkent af kommúnistum og
Nýlendingum, að verkamenn
geta staðið saman um samtök
sín án tillits til pólitískra skoð-
ana, og eigi að gera það. Munu
menn og minnast þess, að Þjóð-
viljinn hefir biðlaðí ákaft til
lýðræðissinnaðra og frjáls-
lundaðra Sjálfstæðismanna um
að mynda nú þjóðfylkingu með
frjálslyndu flokkunum gegn
afturhalds- og fasistaklíku
Sjálfstæðisflokksins, og má
lesa slíkar áskoranir í ritstjórn-
argeinum þess blaðs.
Virðist því illa sitja á blaði
þessu og afleggjara þess að
býsnast yfir því, þó að ýmsir
þroskuðustu verkamennirnir úr
hópi Sjálfstæðisflokksins kunni
að skilja þörf, markmið og gildi
verkamannafélagsins Dags-
brún, og hafi því ekki goldið
fyrirætlunum kommúnista og
H. V. jákvæði sitt.
En vel má þó skilja öfund
þeirra yfir því, að í þeirra hlut
hafa aðeins fallið atkvæði ó-
þroskuðustu íhaldsverkamann-
anna, þeirra, sem af pólitískri
illkvitni við Alþýðuflokkinn
og algeru skilnings- og hirðu-
leysi um velferð og viðgang
verkamannafélagsins Dagsbrún
hafa notað þetta tækifæri til að
leggja sitt vesæla lóð fram í
þeim eina tilgangi að hnekkja
Dagsbrún og pólitísku brautar-
gengi Alþýðuflokksins.
Skal ég fúslega viðurkenna,
að hlutur þrenningarinnar er
ekki góður, og lítil uppskeran
af biðlun Þjóðviljans til „íhalds
samra verkamanna11, að þeir
skyldu ekki fá nægilegt braut-
argengi hjá fylgjendum Mgbl.
til þess að ná yfirhöndinni í
Dagsbrún, en það er jafnframt
sannarlegt gleðiefni öllum
sönnum verkalýðssinnum og
vinum og velunnurum verka-
lýðssamtakanna, að í Dagsbrún
er sterkur hópur þroskaðra og
heilbrigðra verkamanna, er slá
skjaldborg um félag sitt gegn
hverri árás,, hvort sem hún
kemur að utan eða innan.
Fullyrðing nefndra blaða um
að 300—400 sjálfstæðisverka-
menn hafi greitt atkvæði „með
Skjaldborginni11, eins og það
heitir á þeirra máli, er fjarstæð-
ari en svo, að orðum sé að eyð-
andi. En til þess að gefa um-
hugsunarefni út af blekkingum
þessum, má t. d. benda á þá
staðreynd, að um 500 fullgildir
Dagsbrúnarmenn neyttu ekki
atkvæðisréttar síns, og þó að
nokkrir þeirra séu forfallaðir
vegna sjúkdóma, fjarvistar úr
bænum og af öðr. slíkum ástæð
um, þá mun þó 1 hópi þessara
félaga mega finna álitlegan hóp
af fylgismönnum annara flokka
en Alþýðu- og Kommúnista-
flokksins, og væri þá ekki úr
vegi að spyrja blöð meirihluta
Dagsbrúnarstjórnarinnar á
þessa leið: Hvað eru margir
fylgjendur Sjálfstæðisflokksins
í Dagsbrún? Og ef þeir eru um
helmingur félagsmanna, hvar
er þá verkamannafylgi H. V. og
kommúnista við kosningar til
þings og bæjarstjórnar?
Samfara þessum áróðri í
þágu Mgbl. og Sjálfstæðisflokks
ins, hefir svo verið hertur róð
urinn gagnvart einstaklingum
í félaginu, og þá fyrst og fremst
þeim, sem valdir hafa verið til
trúnaðarstarfa, okkur, sem átti
að „svifta fulltrúaréttindum.“
Ég skal ekki að þessu sinni
fjölyrða um þessa tegund öfund
ar og illkvittni. Þessi starfsað-
ferð er vel þekkt í stjórnmála-
baráttunni íslenzku, en hefir
mælst misjafnlega fyrir svo
sem vonlegt er, og ber ekki sér-
staklega vitni siðgæðis eða sið-
menn(ngar, en er hinsvegar lík-
ari undirferlishneigð og út-
breiðsluaðferðum Valgarðar
hins gráa og Gróu á Leiti.
Kommúnistar hafa óspart
notað níð og álygar í baráttunni
gegn Alþýðuflokknum; allir
þeir, sem til forystu voru vald-
ir innan alþýðusamtakanna og
fylgdu stefnu Alþýðuflokksins
voru svívirtir, bakbitnir og
hundeltir leynt og ijóst, þar á
meðal á sínum tíma núverandi
form. Dagsbrúnar og ekki fór
hann varhluta af.
Nú hafa Nýlendingar tekið
upp þessa starfsaðferð alveg ó-
svikið, og virðist það harla ein-
kennilegt, ef litið er til þess að
foringi þeirra, Héðinn Valdi-
marsson, hefir sjálfur allóþyrmi
lega orðið fyrir barðinu á þeim
flokkum og mönnum, sem hafa
dýrkað þessa starfsaðferð og
þegar þess er gætt, að Nýlend-
ingar þykjast berjast fyrir sam-
einingu og samvinnu. stjórn-
málaflokka; en eining og sam-
vinna verður ekki sköpuð
nema með því að eyða tortrygni
og úlfúð og skapa í þess stað
tiltrú og samhug.
Persónuleg áreitni og ill-
kvittni er því ekki notuð til
þess að skapa einingu eða ein-
drægni, heldur í því augnamiði,
að tortryggja og troða skóinn
niður af öðrum, sem ekki játa
skilyrðislaust hlýðni og fullum
trúnaði við forsjá einstakra
stjórnmálamanna eða flokka.
Með því að grípa til þessara
ráða hefir enn sannast mjög
áþreifanlega, hvernig það fólk,
sem kennir sig við sameiningu
og sósíalisma, hefir gjörsam-
lega svikið málstað sameining-
arinnar, og berzt nú aðeins fyr-
ir, að draga sem flesta verka-
menn sem unnt er, undir væng
Kommúnistaflokksins. Einingar
hugsjónin er horfin, einingar-
starfið, sem hafið var, er eyði-
lagt með fávizkulegum ofbeld-
isaðferðum.
Foringjum Nýlendinga hlýt-
ur að vera þetta ljóst, öðrum
kosti myndu þeir ekki rógbera
og ofsækja stóran hóp af sínum
fyrri flokkssystkinum. •
Þeim mun vera ljóst, að bar
áttan fyrir sameiningu Alþýðu-
og Kommúnista-flokksins, er
runnin út í sandinn í höndum
þeirra, eina von þeirra er því
að sverta og svívirða stóran hóp
af fylgjendum Alþýðuflokksins,
gera þá toríryggilega eftir því,
sem föng eru á og illviljinn
biæs í brjóst, allt með það fyrir
augum, að sundra Alþýðu-
flokknum sem mest, og á þann
hátt að reyna að draga sem
flesta yfir í dilk kommúnista.
I þessum eina tilgangi eru
níðskrif um okkur áttmenning-
ana í Dagsbrún, sem fylla nú
dálkana í blöðum þeirra. For-
stjóri Olíuverzlunar íslands
og skrifstofustjóri Kommúnista
flokksins þykjast nú vera einu
sönnu verkamennirnir í Dags-
brún. Þeir voru valdir í stjórn
Dagsbrúnar til þess að standa
þar á verði um hagsmunamál
verkamanna, og taldir óháðir
aðalandstæðingunum, atvinnu-
rekendum. Meirihlutinn af tíma
þeim og kröftum, er þeir
,,helga“ Dagsbrún, fer til þess
að gera pólitíska atlögu að Al-
þýðuflokknum, ofsækja eftir
beztu getu trúnaðarmenn félags
ins og aðra starfandi félaga, er
fylgja Alþýðuflokknum að mál-
urn og verða þeir að teljast á-
byrgir fyrir níðskrifum blaða
sinna.
Finnst ykkur ekki, góðir
Dagsbrúnarmenn, að þeim væri
nær að starfa eins og trúnaðar-
mönnum ber að úrlausn félags-
málanna, og væri ekki meir í
anda einingar og samheldni, að
þeir lytu ótvíræðum vilja fé-
lagsmanna og störfuðu að heild
og velgengni Dagsbrúnar með
þeirn mönnum, er þeir leggja
nú alla krafta í að rægja og
afflytja?
cRóiæ
•■•£•■■Selur allsk ánar rafmagnstæki,
vjc’/ar og r aflagningaefni. *, * «
Ánnast ra íaghir qg viðgerðir
á lögnum jg rafmagnstxkjum.
j búglegir rafyirkjar. Fljót afgreiösla
L_:
Drengjafötin
úr Fatabúðinni.
Hraðferðir til Aknreyrar
alla daga neiaa mánndaga.
Afgreiðsla í Reykjavík:
Bifreiðastöð íslands, Simi 1540.
Bifreiðastöð
Nýir kaupendur fá
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ókeypis
til næstu mánaðamota
Gerisí áskrifend-
ur strax í dag!